Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 8
Nokkur augnablik á bryggjunni í Grindavlk, eða... ■ Búið er að byggja yfir háhymingalaugina við Sædýrasafnið og eins og sjá má er þetta orðin hin reisulegasta bygging ■ Háhymingamir þrír komnir í laugina við Sædýrasafnið, þar sem þeir tóku smá snndsprett fyrir Ijósmyndara Túnans Tímamynd G.E. En það var allt í þessu stakasta og háhymingamir fengu því bara vítamín og góðar óskir frá lækninum. Það var ekki nóg með að fjöldi innfæddra fylgdist með komu dýranna til Grindavíkur.FulItrúar Tímans og aðrir fulltrúar heimspressunnar, í líki amerískrar fréttakonu og myndatöku- manns hennar, vom þar lfka og ekki var annað að sjá en að hið vesturheimska fólk sem alið er upp við „grænfrið" með móðurmjólkini, kynni vel að meta hvemig háhymingarnir vom „han ter- aðir“. Reyndar höfðu sú ameríska og sá ameríski verið með í túrnum og að sögn skipverja orðið gáttuð á íslenskri gestrisni, lopapeysum og bláum vídeó- i myndum. Höfðu þau á einu augnabiiki turnast til Islandsvina og áttu víst ekki nógu sterk orð til að róma landið, sjóinn, háhymingana og áhöfnina á Guðrúnu, að Jóni Gunnarssyni, forstjóra Sædýrasafnsins meðtöldum, Megum við því gera því skóna að ísland fái góða auglýsingu vestra á næstunni. Sprengjan og háhyrningar Annars er það skrýtið hvernig þetta með háhyrningsveiðarnar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Hér áður fyrr á ámnum, líklega í kringum 1956, eða um þær mundir er undirritaður var í þennan heim borinn, þá vom þrír hermenn gráir fyrir járnum settir á hvern síldarbát og dagskipunin var - Skjótið helv... háhyrningana í klessu. I>á eyðilögðu nefniiéga háhyrningarnir reknetin fyrir „síldveiðiævintýrinu" og það gera þeir reyndar enn. En það var ekki nóg að skjóta á þessi grey. Flugvélar með sprengjur innan borðs vom sendar á stúfana, eh hvort þær hittu háhyminganakann ég ekki að segja til um. Ólíkt eru þær samt skárri í dag viðtökumar sem háhymingamir fá, þó að þeir skemmi ennþá blessuð netin þjóðarinnar. - ESE VIKUR — þegar sprengjum var hent á háhyrningana og þeir skotnir í klessu íþágu Vysíldarævintýrsins” ■Háhymingamir þrir á dekkinu á Guðrúnu GK - Skipsverjar búa sig undir að hífa stærsta hahymingúin frá borði ■ Háhymingar þykja einar greindustu skepnur jarðarinnar og segja þá margir að þar sé mannskepnan meðtalin. Hvað sem því h'ður er Ijóst að háyrningamir standa framarlega á þróunarfarautinni í vitsmunalegum skilningi og því ekki furða að þeir séu eftirsóttir í alls kyns dýrðagarði og sædýrasöfn þar sem þeir leika listir sínar fyrir gesti og gangandi. Fræg em hljóðin sem háhymingamir gefa frá sér og hafa vísindamenn komist að því að háhyrningarnir getir haft samband sín á milli með þessum hljóðum Hvað fór háhyrningunum þrem á milli sem áhöfnin á vélbátnum Guðrúnu GK færði til hafnar í Grindavík í fyrradag, veit ég ekki en þetta voru a.m.k. ekki hávaðasöm dýr. Fjandakornið ef þau kvörtuðu bara nokkuð þó þau hefðu verið hrifin frá heimkynnum sínum á öldutoppum Héraðsflóa. -Nú eru þau að tala saman, sagði maður sem stóð við hliðina á mér á bryggjunni í Grindavík. Og mikil ósköp, háhyrningarnir sendu frá sér sitt óskiljanlega tungu- eða réttara sagt blástursmál, sem í flestum tiifellum virtist samanstanda af einsatkvæðisorð- um, Varla held ég þó að þar hafi verið um neinar svívirðingar í garð fangavarð- anna að ræða. Heimspressan og háhyrn- ingarnir Háhyrningamir virtust vera dasaðir, enda áttu þeir að baki um 36 stunda siglingu vestur með öllu íslandi og þá er nú mikið sagt. En það var rjómalogn og Austfjarðaþokan virtist ekki hafa hrinið á þeim á leiðinni. Enda vom þeir smurðir eftir öllum kúnstarinnar reglum og á bryggjunni beið dýralæknirinn með sprautumar á lofti ef eitthvað amaði að. ÞEGAR HAHYRNING ■ ...Nú er búið að hífa eins hátt og hægt er og Jón Gunnarsson, forstjóri Sædýrasafnsins og félagar búa sig undir að koma háhymingnum fyrir í kassanum... og fúlltrúar heimspressunnar fylgjast með Fyrsti getraunaseðillinn Hvert er stærsta sveitaríélag á íslandi? Q Reykjavík □ Vestmannaeyjar □ Siglufjörður Nafn Nafnnúmer Hér kemur fyrsti getraunaseðillinn í glæsi- legri áskrifendagetraun Tímans. Dregið verð- ur fyrsta sinni fimmtudaginn 4. nóvember Heimilisfang Q'' Ég er áskrifandi að Tímanum 0 Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum næstkomandi um 25 þúsund króna vinning - húsgögn frá Nýform. Svarið spurningunni hér að ofan, útfyllið meðfylgjandi seðil og sendið síðan úrklippuna til Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík, hiðfyrsta. Undirskrift Áskrifendagetraun Tfmans: Gerist áskrffendur og takið þátt í glæsilegri getraun ■ Fyrsti seðillinn í áskrifendagetraun Tímans er hér endurbirtur. Þátttakendur í getrauninni eiga að svara spurningunni, sem þar er sett fram, útfylla meðfylgjandi seðil og senda svo úrklippuna til Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík. Allir þeir, sem eru skuldlausir áskrifendur Tímans þegar dráttur fer fram - en það er í fyrsta sinn fimmtudaginn 4. nóvember næstkomandi - geta tekið þátt í getrauninni. Þeir, sem ekki eru nú þegar áskrifendur að blaðinu, en vilja taka þátt í getrauninni, verða því að gerast áskrifendur. Það geta þeir gert með því að útfylla seðilinn sem fylgir getraunaseðlinum hér til hliðar, eða með því að hafa samband við afgreiðslu Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík, símar 86300, eða umboðsmenn úti á landi. Vinningarnir í áskrifendagetraun Tímans eru fjórir: Fyrst, eða fimmtudaginn 4. nóvember, verður dregið um 25.000 króna vinning, húsgögn frá Nýform Oðru sinni verður dregið fimmtudaginn 2. desember. Vinningurinn þá er Sharp myndband og sjónvarp að verðmæti um 50.000 krónur. Þriðji vinningurinn, sem dreginn verður út fimmtudaginn 3. febrúar, er NAD hljómflutn- ingstæki fyrir um 25.000 krónur. Og rúsínan í pylsuendanum er svo bifreið, Daihatsu Charade 1983, að verðmæti um 133.000 krónur, sem dreginn verður út 3. mars. Þeir, sem eru með í getrauninni frá byrjun, hafa mesta möguleika á að hljóta vinning í áskrifendagetraun Tímans. Dragið því ekki að gerast áskrifendur og senda útfylltan getrauna- seðil til blaðsins. Gerið það strax í dag! Forstöðukona Ölfushreppur óskar eftir að ráða forstöðukonu við leikskólann í Þorlákshöfn. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 30. okt. n.k. Æskilegt er, að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 99-3800 og 99-3895. Sveitarstjóri Ölfushrepps. Nýir bílar — Notaðir bílar LeitiÖ upplýsinga ÞÚ KEMUR - OG SEMUR BÍLASALAN BUK s/f SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SlMl: 86477 Landvari Félagsfundur verður haldinn að Hótel Esju íimtudaginn 14. okt. n.k. og hefst kl. 20.00. Fundarefni: Almenn félagsmál og talstöðvarmál. Stjórn Landvara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.