Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 1
Áskriftargetraunaseðillinn fylgir bladinu í dag - bls.8-9 Blað 1 Tvö blöð í Helgin 9.-10. okt. 1982 230. tbl. - 66. árgangur rhólf 370 Reykjavik—Ritstjórn 86300— Auglýsingar 18300— Afgreiösla og áskrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86392 Afleiding ákvördunar Davíðs um uppstokkun embættis fræðslustjóra: í spegli tímans: Burt Reynolds — bls. 2 > STARFSMONNUM FRÆÐSLU- STJÓRA FÆKKAR UM 744 — og verður þeim komið undir sérstaka stjórn borgaryfirvalda ¦ í dag starfa unilir stjórn fræðslu- stjórans í Reykjavflc 778 starfsmenn. Þegar til framkvæmda koma þær breytingar á skipulagi stofnnnarinnar sem Davíð Oddsson hefur iagt til í kjölfar ráðningar Aslaugar Brynjólfs- dóttur í starf fræðslustjóra íækkar þeim um 744. Verða þá starfsmenn undir stjórn Áslaugar 34, að sögn borgarstjóra. Komu þessar uplýsingar fram á síðasta fundi borgarstjómar. Á þeim fundi var samþykkt tillaga um að fela borgarstjóra að óska eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið um nýskipan fræðslustjóraembættis- ins. Er meining meiríhluta borgars- tjórnar að taka öll störf sem ekki eru beint lögbundin undir stjórn fræðslu- stjóra og færa þau undir nýja borgarstofnun sem starfaði hliðsett gamla fræðslustjóraembættinu. öll þessi tilfærsla kemur til af þeirri ákvörðun að skipa Áslaugu Brynjólfs- dóttur í starf fræðslustjóra, en ekki Sigurjón Fjeldsted eins og sjálfstæð- ismenn í fræðsluráði lögðu til. „Með því að ganga gegn vilja meirihluta fræðsluráðs hefur menntamálaráð- herra kastað hanskanum", sagði Markús Örn Antonsson á borgar- • stjórnarfundinum. En hver eru þau verkefni sem borgin getur tekið undan stjórn núverandi fræðslustjóra? Krístján Benediktsson, fyrrverandi formaður fræðsluráðs, upplýsti á fundinum að það væru viðhald skólahúsnæðis, ræstingar í skólum, og sameiginleg innkaup á handmenntaefni til skólanna. A.m.k. Thatcher íKína — bls. 5 Háhyrn- ingarnir koma - bls. 8-9 væru þessir þrír liðir stærstir. Taldi hann óheillaspor stigið ef hugmyndir sjálfstæðismanna yrðu að veruleika. 1 bókum borgarfulltrúa framsóknar- manna vegna þéssa máls segir m.a.: „Við lítum á þessa tillögu sem hefndarráðstöfun í því augnamiði að takmarka störf og áhrif fræðslustjóra frá því sem nú er. „f sama streng tóku borgarfulltrúar Alþýðubandalags og Kvennaframboðs: „Slík breyting getur ' ekki haft annað í för með sér en aukinn kostnað og óhagræði í för með se> " Kás SKEMMTI- FERÐASKIP FRÍ , REYKJAVIK NÆSTA SUMAR — á vegum Eimskip og Hafskip ¦ Farskip - sj álfstætt hlutafélag til að annast útgerð bílaferju og farþegaskips milli Reykjavíkur, Bretlands og Þýskalands hefur nú verið stofnað af Eimskipafélagi fslands hf. og Hafskip hf, Að sögn forráðamanna félaganna hefur mjög ákveðin innlend eftirspurn verið eftir þessum ferðamáta og augljós þörf fyrir hentugt bílferjusam- band við Evrópu. Félögin hófu fyrst athuganir á slfkum rekstrí hvort í sínu lagi, en ákváðu síðan af augljósum hagkvæmnisástæðum að vinna saman að könnun á rekstrargrundvelli bílferju og farþegaskips. Kannanir eru sagðar hafa leitt í Ijós að rekstrargrundvöllur er fyrir slíkri ferju yfir sumartímann og hefur félagið þegar tryggt sér vandaðan skipakost fyrir siglingar á komandi sumrí. Gert er ráð fyrir yikulegum ferðum frá Reykjavík. Boðið verður upp á öll þægindi farþegaskips ásamt flutningi á einkabílum. ftarlegri upplýsingar eru sagðar liggja fyrir innan tíðar. Framkvæmdastjóri Farskips hf. hefur verið ráðinn Einar Hermanns- 4 son, skipaverkfræðingur og markaðs- stjóri Ágúst Ágústsson, rekstrarhag- fræðingur. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.