Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
3
fréttir
23 TOGARAAHAFNIR DEYJA
ARLEGA A IANDSSPÍTA1ANUM
— segir Davíð Á. Gunnarsson, framkv. stjóri Rlkisspítalanna
■ í>að vakti nokkra athygli er Davíð
Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna
tók við sneiðmyndatækinu á Landspítal-
anum, að hann notaði tækifærið og
útskýrði stöðu Landspítalans.
Sagði Davíð í tilefni af því að nú eftir
helgina verður lagt fram fjárlagafrum-
varp, að við umræður um síðasta
fjárlagafrumvarp þá hefði formaður
fjárveitinganefndar Alþingis vakið
athygli á að stöðugildi á ríkisspítölunum
jafngiltu um 110 togaraáhöfnum og
hefði honum þótt þessi útgerð nokkuð
stór.
- Við reiknuðum síðan út og sendum
honum upplýsingar um að hér fæðast
150 og deyja 23 togaraáhafnir á hverju
ári, sagði Davíð og gat þess ennfremur
að á hverjum degi lægju þannig 37
togaraáhafnir á Landspítalanum, auk
þess sem 13 áhafnir kæmu á
göngudeildir. Á hverjum sólarhring
kæmu þannig um 100 togaraáhafnir á
ríkisspítalanna, ýmist til skoðunar eða
vistunar, sagði Davíð Gunnarsson.
Fróðlegar upplýsingar á skýru og
skorinortu máli og ekki er að efa að þær
koma að einhverju gagni í umræðunni
um fjárlagafrumvarpið að þessu sinni
og væntanlega í framtíðinni. _ £SE
Ölvadurrússneskur
diplómat króaður af fyrir
utan Broadway:
aksturinn”
■ „Þar sem þetta var diplómat gátum
við sem lögreglumenn ekkert gert nema
hindra manninn í akstri og bjóða honum
heimakstur sem hann þáði,“ sagði
Guðmundur Hermannsson hjá rann-
sóknardeild Reykjavíkurlögreglunnar í
samtali við Timann en í fyrrinótt ók
ölvaður rússneskur diplómat utan í bíl
fyrir utan veitingastaðinn Broadway.
Lögreglunni tókst að króa hann af þar
en þá læsti hann bílnum og veifaði
diplómatapassa sínum. Síðar þáði hann
heimakstur hjá lögreglunni.
„Við sendum tryggingafélagi skýrslu
um tjón það sem hann vann og
utanríkisráðuneytinu skýrslu um grun
um ölvun við akstur en þar sem við
gátum ekki handtekið manninn getum
við ekki sannað ölvunina.“
Tildrög þessa máls eru þau að maður
sem verið hafði í Bíóhöllinni á 11
sýningu tók eftir því að tveir menn, mjög
við skál, komu út úr Broadway ásamt
tveimur stúlkum. Feir fóru rakleiðis í bíl
sem þau voru á en er þau ætluðu á brott
tókst svo slysalega til að maðurinn
keyrði á kyrrstæðan bíl rétt hjá. Ætlaði
hann þá að aka á brott en maðurinn sem
fylgdist með þessu náði númerinu hans.
Diplómatinn tók eftir þessu, steig út úr
bílnum og náð var í eiganda bílsins, vildi
Rússinn ganga frá málinu á staðnum en
eigandinn kalla til lögreglu og var það
gert. Læsti diplómatinn sig þá inni í bíln
um en lögreglan króaði hann af og síðar
var hann keyrður heim.
Ekki tókst Tímanum að ná í Hannes
Hafstein skrifstofustjóra utanríkis-
ráðuneytisins vegna þessa máls í gær, og
í rússneska sendiráðinu komu menn af
fjöllum vegna þessa máls, ef svo má að
orði komast. _ FRI
Hjólreiðakeppni Umferðarráðs:
„Hjóluðu” sig til
Egyptalands
\
■ Arnar Freyr Jónsson úr Garðaskóla
í Garðabæ tryggði sér sigur í hjólreiða-
keppni grunnskólanna 1982, eftir hörku-
keppni við Jón Pétur Einarsson úr
Breiðholtsskólanum. Hlaut Arnar Freyr
393 stig, en Jón Pétur varð tveimur
stigum á eftir.
15 nemendur sem bestum árangri
höfðu náð í milliriðlum sl. vor voru
mættir í úrslitakeppnina við Austur-
bæjarskólann. Keppnin var þríþætt eins
og undanfarin ár og urðu því keppend-
urnir að svara spurningum um umferða-
mál, keppa í góðakstri og leysa
hjólreiðaþrautir. Keppnin var geysi-
spennandi og jöfn, en þeir Arnar Freyr
og Jón Pétur voru þó í. nokkrum
sérflokki og munu því keppa fyrir
íslands hönd í hjólreiðakeppni alþjóða-
samtaka umferðaráða sem væntanlega
verður haldin í Egyptalandi í maí á
næsta ári. Þar munu einnig tveir
vélhjólapiltar, Örn Jónsson og Svavar
Þorsteinsson, báðir úr Hafnarfirði
keppa í vélhjólaíþróttum.
Það var Umferðarráð sem stóð fyrir
bæði reiðhjóla og vélhjólakeppninni, en
7 efstu í reiðhjólakeppninni urðu
eftirtaldir:
1. Arnar Fréyr Jónsson, Garðaskóla
Garðabæ 393 stig
2. Jón Pétur Einarsson, Breiðholts-
skóla, Reykjavík 391 stig
■ Hið nýja og fullkomna sneiðmyndatæki Landspítalans. Á innfelldu myndinni sjást þeir Svavar Gestsson,
heilbrigðisráðherra og Kolbeinn Kristófersson, prófessor og forstöðumaður röntgendeildar Landspítalans, sem veitti tækinu
viðtöku. Tímamynd EUa
11 milljón króna sneiðmyndatæki afhent
Landsspítalanum:
„Kemur í veg fyrir lífs-
hætfulegar rannsóknir”
— sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri
ríkisspítalanna
3. Jóhannes Vilbergsson, Grunnskóla
Grindavíkur 383 stig
4.-5. Gunnar V. Gunnarsson, Oddeyr-
arskóla Akureyri 376 stig
4.-5. Hilmar Egill Sveinbjörnsson,
Stóru-Vogaskóla Vog. 376 stig
6. Kári Ellertsson, Gagnfræðaskóla
Akureyrar 374 stig
7. Jón Auðunn Sigurjónsson, Víg-
hólaskóla Kópavogi 371 stig
■ - Við vitum að það fylgir þvi mikil
ábyrgð að taka við tæki þar sem hver
einasta rannsókn kostar þrjú þúsund
krónur, en við vitum það einnig að þetta
tæki mun koma í veg fyrir að bæði börn
og fullorðnir muni þurfa að gangast
undir kvalafullar og stundum lífshættu-
legar rannsóknir, sagði Davíð Á
Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna
m.a. í ávarpi sem hann hélt eftir að
fullkomnu sneiðmyndatæki, sem ríkis-
stjórnin ákvað að gefa á Landspítalann
í tilefni af 50 ára afmælis spítalans, hafði
verið veitt viðtaka. Svavar Gestsson,
heilbrigðisráðherra afhenti tækið fyrir
hönd ríkisstjómarinnar.
Pöntun á tæki þessu var gerð í október
1981, eftir að könnuð höfðu verið sjö
tilboð frá ýmsum aðilum, en tækið sem
valið var er frá General Electric í
Bandaríkjunum. Verð sneiðmyndatæk-
isins var 747 þúsund dollarar sem lætur
nærri að séu um 11 milljónir íslenskra
króna á núgildandi verðgildi. Uppsetn-
■ Keppendumir 15 í hjólreiðakeppninni.
myndinni er Guðmundur Þorsteinsson hjá
skipulagningu hennar.
Sigurvegarinn, Araar Freyr Jónsson hafði rásnúmer 11. Lengst til vinstri á
Umferðaráði sem hafði umsjón með keppninni og bar allan veg og vanda af
Tímamyndir Róbert
ing tækisins var í höndum tæknimanna
Landspítalans, en fyrsta rannsóknin var
gerð 22. júnf sl. Allt viðhald í
framtíðinni verður unnið af starfsliði
spítalans, en tveir starfsmenn hafa verið
sérstaklega þjálfaðir í Bandaríkjunum
með notkun tækisins fyrir augum.
Tölvusneiðmyndatæknin
Samkvæmt upplýsingum Landspíta-
lans er tölvusneiðmyndatæknin (TS-
tæknin), sú tölvunýtingartækni sem
þróuðust er í dag. Með TS-tækni má fá
sneiðmynd t.d. af hcila, allt niður í 1
millimeter að þykkt, sem er nákvæmara
en ef sneiðin væri skorin úr sjálfum
heilanum og skoðuð mcð berum augum.
Vel má vera að fólk reki minni til að
hafa séð slíkt tæki í notkun á
sjónvarpsskerminum, því að nýlega var
sýnd mynd um börn með vatnshöfuð þar
sem þessari tækni var beitt.
23 togaraáhafnir deyja á
Landspítalanum árlega
í máli Davíðs Á Gunnarssonar,
forstjóra ríkisspítalanna kom ennframur
fram að það væri mikið átak fyrir litla
þjóð eins og íslendinga og kaupa svona
tæki og það af nýjustu og fullkomnustu
gerð. Sagði Davíð að það þyrfti ekki að
efa að þetta tæki myndi koma sér mjög
vel og auk þess verða til aukinnar
hagræðingar og spamaðar í rekstri
spítalans.
-ESE
„Gátum ekk-
ert gert nema
hindra