Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 5 erlent yfirlit Mikilvægar vidrædur Husseins og Arafats Reynt að koma til móts við Reagan ■ Arafat og Hussein. ■ ÞAÐ hefur þótt sögulegur atburður, að á laugardaginn var kom Yasser Arafat, leiðtogi Frelsishreyfingar Pal- estínumanna, PLO til Amman, höfuð- borgar Jórdaníu, í boði Husseins kon- ungs. Koma Arafats til Amman vakti í fyrsta lagi athygli vegna þess, að lítil vinátta hefur verið milli hans og Husseins síðan Hussein rak skæruliða Palestínumanna úr landi fyrir meira en áratug eftir blóðug átök milli þeirra og Jórdaníuhers. Fyrstu árin á cftir höfðu flestir leiðtogar Araba horn í síðu Husseins og töldu hann undirlægju Bandaríkjanna og ísraels. Þetta hefur hins vegar breytzt á síðari árum og þó einkum eftir að viðræðurnar hófust, sem kenndar eru við Camp David. Hussein átti þcss kost, að Jórda’nía yrði aðili að þeim, en hann hafnaði því og mæltist það vel fyrir meðal Araba. Þrátt fyrir þessa synjun hefur Hussein haldið áfram vissri samvinnu við Bandaríkin og stundum flutt boð milli Bandaríkjastjórnar og stjórna Araba- ríkjanna. Viðræðurnar, sem kenndar cru við Camp David, mega nú heita strandaðar. Þær áttu að vera í tveimur áföngum. I fyrra áfanganum átti að semja um Sinaiskagann og friðarsamninga milli ísraels og Egyptalands. Þeint áfanga hefur verið náð. í síðari áfanganum átti að semja um sjálfstjórn Araba á vesturbakkanum svonefnda og Gaza- svæðinu. Um þetta efni hefur ckkert samkomulag náðst milli ísraels og Egyptalands, þrátt fyrir mikla milli- göngu Bandaríkjanna. Viðræður hafa legið niðri um talsvert skeið og engar líkur til þess að þan' verði teknar upp aftur. FV'RIR nokkrum vikum reyndi Reag- an forseti að höggva á þennan hnút. í ræðu, sem hann flutti um málefni Austurlanda nær, lagði hann m.a. til að vesturbakkinn yrði í stjórnarfarslegum tengslum við Jórdaníu og ísraelsmcnn létu þá yfirráð sín þar af hendi. Þá yrði strax hætt öllu landnámi Gyðinga á vesturbakkanum. Reagan reyndi hér að þræða eins konar miliileið. Hann gekk til móts við ísrael að því leyti, að vesturbakkinn yrði ekki sjálfstætt ríki, eins og Arabar vilja. Hins vegar gekk hann til móts við Araba á þann hátt, að vesturbakkinn yrði leystur undan yfirráðum ísraels. Tillaga Reagans var að því leyti ekki ócðlileg, að eftir skiptingu Palestínu 1948 heyrði vesturbakkinn undir Jórd- aníu og hélzt það til 1967, þcgar ísraelsmenn hertóku hann. ■ Assad. fsraelsmenn hafa oft látið í Ijós, að þeir gætu frekar fallizt á, að vesturbakk- inn sameinaðist Jórdaníu aftur en að þar yrði stofnað sérstakt ríki. Meðal Araba hcfur þeirri stefnu hins vegar vaxið fylgi, að vesturbakkinn verði sjálfstætt ríki. Af þeint ástæðum lctu þeir vel af þeirri ákvörðun Husseins aö taka ekki þátt í Camp David-viðræðunum. Nokkru eftir, að Reagan forseti varpaði fram áðurgreindri hugmynd um tcngsli Jórdaníu og vesturbakkans, komu leiðtogar Arabaríkjanna saman til fundar í Fez í Marökkó. A fundinum í Fez náðist algert samkomulag um ályktun, sem var í átta liðum. Þrennt er talið þýðingarmest í ályktuninni. í fyrsta lagi er lagt til, að vesturbakk- inn og Gazasvæðið verði sjálfstætt ríki. í öðru lagi er lagt til, að ísraelsmenn láti af hendi öll landsvæði, scm þeir hcrtóku 1967, en þctta þykir athvglisvert vegna þess, að ekki er krafizt að ísrael láti nieira land af hendi. í þessu þykir felast viss viðurkenning á ísrael. f þriðja lagi er lagt til, að Samcinuðu þjóðirnar ábyrgistfrið milli alllra ríkja í þessum hluta heims. í þessu orðalagi, sem ekki er talið mjög ljóst, þykir felast viðurkenning á sjálfstæði fsraels, en því hafa Arabaríkin ekki lýst yfir áður. KOMA Arafats til Ammans og viðræður hans og Husseins hafa vakið heimsathygli vegna þess, að það þykir víst, að þeir séu að ræða um tillögur Reagans og Fez fundarins og séu að reyna að ná samkomulagi um hvernig bregðast skuli við þcim. Ef það tækist gæti Jórdanía orðið eins konar fulltrúi Palestínumanna í alþjóð- legum viðræðum um þessi mál, eða a.m.k. í viðræðum við Bandaríkja- stjórn, en Hussein mun brátt fara til Washington til viðræðna við Reagan. Að sinni vill JLeagan ekki ræða beint við PLO. Scnnilegt þykir, að Husscin leggi áherzlu á aö Jórdanía og vestur- bakkinn veröi sambarídsríki undir yfir- sjjórn Jórdaníu. Arafat mun hins vegar geta hugsað sér, að vesturbakkinn og Jórdanía verði sambandsríki, en fyrst verði vesturbakkinn að hljóta sjálfstæði og sameiningin að koma síðar til sögunnar. Þá mun Hussein leggja áherzlu á að aðeins sé krafizt, að fsrael láti þau landsvæði af hendi sem voru hertekin 1967. í þessu felst viss viðurkenning á fsrael. Fyrir Arafat getur ekki sízt verið örðugt að fallast á þetta, því að hingað til hafa Palestínumenn ekki viljað viðurkenna ísrael á neinn hátt. Það þykir sýna, að Arafat hefur tekið þessar viðræður mjög alvarlcga, því að cftir að þær hófust, kvaddi hann ýmsa helztu leiðtoga PLO til Amman svo að þeir gætu orðið honum til ráðuneytis. Samningsstaða Arafats er erfið. Rót- tækustu fylgismenn hans sætta sig ekki viðnema ýtrustu kröfur. Arafat er hins vegar Ijóst, að hann verður að slaka eitthvað til og mikilvægt er að tillögum Reagans verði ekki alveg hafnað. Miklu skiptir t.d. fyrir Palestínumenn, að geta stöðvað landnám Gyöinga á vcsturbakk- anum. Það þykir benda til, að eitthvert samkomulag geti náðst í Amman, að Assad forseti Sýrlands’ hefur deilt á Arafat og varað hann við allri undanláts- semi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Við köllum hann TINDASTÓLINN Hann er framleiddur úr stáli og er með stillanlegu sæti og baki. Þegar hann er ekki í notkun, þá geymirðu hann samanbrotinn. Tilvalinn á verkstæðlð, teiknistofuna og hvar sem þú þarft að tylla þér. Sendum í póstkröfu. XB ■ HL&l VELÁVERSLUN Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 Vinningsnúmer í Happdrætti Búnaðarsambands A-Skaftfellinga: Upplýsingar í síma 97-8721. L 2688 318 1860 4338 5635 7625 9633 Z 2411 342 1880 4352 5872 7626 9686 3. 2482 346 1934 4394 5991 7742 9755 L 1445 347 1936 4465 6144 7796 9827 5. 4769 387 1960 4470 6255 7856 nr.173 6-22 9110 440 1970 4500 6272 7978 1005 7500 447 1973 4515 6300 8077 174-180 8645 450 1981 4677 6311 8192 2420 9355 456 2053 4696 6337 8248 2597 3288 494 2211 4709 6352 8251 3291 7550 573 2212 4723 6353 8381 5442 3089 743 2233 4741 6475 8421 6800 485 749 2308 4780 6491 8488 7300 7266 750 2470 4788 6565 8576 8530 9581 751 2643 4800 6701 8590 6850 807 2926 4885 7064 8621 5624 868 3067 4899 7078 8690 3138 950 3068 4937 7079 8803 953 971 3072 4988 7080 8885 952 1004 3157 5090 7081 8903 5121 1030 3158 5230 7082 8967 951 1143 3389 5236 7114 9045 23.172 110 1236 3532 5256 7123 9084 128 1423 3771 5423 7206 9274 153 1424 3956 5441 7218 9317 165 1453 4001 5484 7258 9340 258 1475 4111 5494 7325 9429 260 1833 4171 5623 7499 9613 Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnborun sf. Símar 38203-33882 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki =U SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 441566

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.