Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982
25
minning
Þau leiðinlegu mistök urðu í blaðinu í gær
að með minningargrein um Herdísi Ásgeirs-
dóttur birtist röng mynd. Tíminn biður
velvirðingar .á þessum mistökum og hér á
eftir fylgir greinin í heild ásamt réttri mynd.
Herdís
Ásgeirsdóttir
Kveðja frá Landsnefnd
orlofs húsmæðra
■I í dag þegar Herdís Ásgeirsdóttir er til
grafar borin minnast hennar margir með
virðingu og þökk. Herdís var fædd 31. ágúst
1895, en hún lést 3. október s.l. Eftirlifandi
maður hennar er hinn þekkti skipstjóri og
athafnamaður Tryggvi Ofeigsson.
Herdís var viljasterk kona og studdi hvert
það mál sem hún taldi til heilla horfa. Eitt
þe:rra mála sem hún beitti sér fyrir alveg
sérstaklega var Orlof húsmæðra. Lög um
orlnf húsmæðra gengu í gildi árið 1960, en
Heidís var formaður í þeirri nefnd sem
undirbjó frumvarp að lögunum.
Það voru gleðitíðindi að þessi lög hlutu
samþykki alþingis, því í þeim fólst viður-
kenning á því að þau störf sem unnin eru á
heimilunum séu mikilvæg fyrir þjóðfélagið
þó þau séu ekki metin til launa.
Samkvæmt lögunum áttu héraðssambönd
Kvenfélagasambands íslands að sjá um
framkvæmd þeirra. Bandalag kvenna í
Reykjavík kaus þá þegar orlofsnefnd fyrir
Reykjavíkurborg og varð Herdís formaður
hcnnar og allt til ársins 1969. Henni var mikill
vandi á höndum að móta starfsemina þar sem
hér var um nýjar brautir að ræða. Og lengi
hýr að fyrstu gerð. Frá upphafi var það
hennar fyrsta og síðasta boðorð að yfir orlofi
húsmæðra væri menningar- og myndar-
bragur.
Sem samstarfsmaður Herdísar um langt
árabil í Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík
kynntist égvel hennargóðu kostum. Góðvild
og fádæma þrautseigja voru sterkir þættir í
skapgerð hennar.
Ánnað mál sem Herdís beitti sér fyrir á
vegum Bandalags kvenna í Reykjavík var að
komið yrði á fót fæðingarstofnun í Reykjavík
svo unnt væri að bæta úr því neyðarástandi
sem ríkti á þeim málum á þeim árum.
Henni tókst að finna húsið að Eiríksgötu
37 þar sem hin ágæfa stofnun Fæðingarheimili
Reykjavtkur tók til starfa árið 1960.
Herdís var einlæg trúkona. Trú hennar á
handleiðslu Guðs var henni kraftur og
leiðarljós í starfi.
Blessuð sé minning hennar.
Steinunn Finnbogadóttir
formaður Landsnefndar orlofs húsmæðra.
Lofa I>u Drottin. sála min.
oi* alt. scin i iíh't <*r. hans hrilaga nafn ;
|ofa pu Drottin. sála inm.
• >g gl,,v,n < igi n'Mnuni volgjon'ium haos.
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu felögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
<É*>ubbraub£teitofu
Hallgrimskirkja Reykjavlk
simi 17805 opið3-5e.h.
. . i .i —
r Góðar fréttir fyrir gamla og nýja áskrifendur Tímans:
ASKRIFEND AGETRAUN!
Hjálmar - Stígvél - Stakkar - Buxur
og rauð axlabönd - m.ö.o. allir nauð-
synlegir öryggishlutir fyrir slökkvi-
fylgja með bílnum.
BODYBY
fyrirtækið
hefur löngum verið þekkt fyrir
SINCE 1917
oryggi og
fiölhæfni
Þaö kemur glöggt fram í öllum þeirra
gerðum af slökkvibílum. Slökkvibílarn-
ir á meðfylgjandi myndum eru hannað-
ir í samræmi við nýjustu og bestu
aðferðir í slökkvistarfi.
Slökkvibílar frá pcetcc eru í mestu
dálæti hjá slökkviliðum um öll Banda- Umboðsverslun
ríkin.
Bæjarstjórnir
samband við
upplýsingar.
og sveitarstjórnir hafið
ÍSVIMv og fáið nánari
isvoi;
Laugavegi 40,
símar 26707
- 26065