Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 7 Sjávarútvegsnefnd: Stefán Guð- mundsson, Guðmundur Karlsson, Geir Gunnarsson, Gunnar Thoroddsen, Guð- mundur Bjarnason, Karl Steinar Guðnason og Egill Jónsson. Iðnaðamefnd: Stet'án Guðmundsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Stefán Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Davíð Aðalsteinsson, Eiður Guðnason og Egill Jónsson. Félagsmálanefnd: Stcfán Guðmunds- son, Þorvaldur Garðar kristjánsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Salome Þor- kelsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Karl Steinar Guðnason og Eyjólfur Konráð Jónsson. Heillirigðis - og trygginganefnd: Davíð Aðalsteinsson, Gunnar Thoroddsen, Helgi Seljan, Salome Þorkelsdóttir, Jón Helgason, Karl Steinar Guðnason og Lárus Jónsson. Mcnntamáianefnd: Jón Helgason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Salonte Þorkcls- dóttir, Davíö Aðalsteinsson, Karl Stcinar Guðnason og Gunnar Thorodd- sen. Allsherjarnefnd: Stefán Guðmunds- son. Eyjólfur Konráð Jónsson, Stefán Jónsson, F.gill Jónsson, Jón Helgason, Eiöur Guðnason og Salome Þorkclsdótt- ir. Neðri deiid Fjárhags - og viöskiptanefnd: Halldór Ásgrímsson, Matthías Á Mathiesen, Guðntundur J. Guðmundsson, Albert Guðmundsson, Sighvatur Björgvinsson, Ingólfur Guðnason og Matthías Bjarna- son. Samgöngunefnd: Slefán Valgeirsson, Friðjón Þórðarson, Skúli Alexanders- son, Steinþór Gestsson, Árni Gunnars- son, Alexander Stefánsson og Halldór Blöndal. Landbúnaðamefnd: Stefán Valgeirs- son, Pétur Sigurðsson, Skúli Alexand- ersson, Eggert Haukdal, Árni Gunnars- son, Þórarinn Sigurjónsson og Steinþór Gestsson. Sjávarútvegsnefnd: Halldór Ásgríms- son, Matthías Bjarnason, Garðar Sig- urðsson. Pctur Siguðsson, Karvel Pálmason ^Páll Pétursson og Halldór Blöndal. Iðnaðarnefnd: Páll Pétursson, Jósef H. Þorgeirsson, Skúli Alexandersson, Pálmi Jónsson, Magnús H. Magnússon, Guðmundur Þórarinsson og Birgir ísl. Gunnarsson. Félagsmálanefnd: Alexander Stefáns- son. Friðrik Sophusson, Guðmundur J. Guðntundsson, Eggert Haukdal, Jó- hanna Sigurðardóttir, Jóhann Einvarðs- son og Steinþór Gestsson. Heilbrigðis - og trygginganefnd: Jóhann Einvarðsson, Matthías Bjarna- son, Guðrún Helgadóttir, Pétur Sigurðs- son, Magnús H. Magnússon, Guð- mundur G. Þórarinsson og Pálmi Jónsson. Menntamálanefnd: Ingólfur Guðna- son, Ólafur G. Einarsson, Guðrún Helgadóttir, Halldór Blöndal, Vil- mundur Gylfason, Ólafur H. Þórðarson og Friðjón Þórðarson. Allsherjamefnd: Ólafur Þ. Þórðar- son, Jósef H. Þorgeirsson, Garðar Sigurðsson, Friðrik Sophusson, Vil- mundur Gylfason, Ingólfur Guðnason og Eggert Haukdal. Nefndimar kjósa sér sjálfar formenn. villifé, lömbin fari orlítil í uthaga og taki út vöxt og þroska á grasi sem ekkert kosti. Því skilur hann ekki að slík framleiðsla þurfi að hækka í verði frá ári til árs. Okkur hefur verið sagt að ekki væri fallegt að draga dár að aumingjum sem tregt væri um almennan skilning. Ekki veit ég af hverjum hcilindum Svarthöföi mæhr er hann syngur styrimanni lof. Það geta þeir átt sín á milli. En fáein orð vil ég segja um þessi fræði geldingahnapp- anna. Um þetta „villité" vi! ég scgja að meiri hluti íslensks fjár mun vera á húsi meiri hluta ársins. I öðru lagi er mér ekki kunnugt um að sumarbeit sauðfjár hafi nokkurntíma verið tekin inn i verðlagsgrundvöllinn Nevtendur fá eftirtekjuna af öræíabeit- inni í sinn hlut endurgjaldslaust. Hún er aldrei reiknuð bændum til verðs. Því er ástæðulaust að hafa það að rógsmáli milli bænda og nevtenda. Og þótt það sé gert af einberum óvitaskap verða áhrifin jalnslæm ei ókunnugir glæpast á að trúa. Það væri hægt að spinna langhund í stýrimannsstíl um þær furður veraldar að fiskverð skuli hækka frá ári til árs. Ekki er þó fiskurinn alinn í húsi. En það á vist ekki að geta spott aðaumingjum. Þeim kumpánum þykir kostnaðar- samt að slátra fé og telja þá með sláturkostnaði umbúðir, frystingu, mat og fl. Fiskurinn kemur dauður á land en hvað ætli útfararkostnaður hans í landi sé margar krónur á kg? Skyldi nokkur vita það? Kannski meistararnir fari að rcikna. Sennilega finnst okkur flestum að gaman væri að vera skemmtilegur. Sum okkar eru að reyna að verða það - með misjöfnum árangri. Aðrir finna að þcim er ekki sú gáfan gefin. En sumir eru hlægilegir án þess að ætla það eöa vita það. En svo er smekkurinn misjafn, og einum leiðist það sem öðrum er skcmmtun. Kannski eigum við að líta á suma blaðamenn sem skemmtikrafta. En skemmtikraftar geta líka verið rriis- heppnaðir. H.Kr. landfari 37,50% ■ Mikinn hvalreka hefur nýlega borið á fjörur Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins. Til sögunnar hefur komið nýr reiknimeistari, sem virðist meira en jafnoki Kjartans Jóhannssonar í talnavísindum, þegar um stærð fiskiskipastólsins er að ræða. Hann telur sig hafa reiknað það út nákvæmlega, að togaraflotinn sé 37.50% of stór, hvorki meira né minna. Athugasemd við forustugrein Hr. ritstjóri Þórarinn Þórarinsson. Athugasemd við forystugrein þann 9. október 1982 undir yfirskrift- inni „37.5%“. í greininni taiið þér um „hvalreka og reiknimeistara" Morgu’nblaðsins og Alþýðublaðsins, sem byggist á grein undirritaðs í Mbl. 1.10.82 undir yfirskriftinni „Viðbótarskip gefur ekki viöbótarafla", en þar nefndi ég, að miðað við ákveðnar forsendur væri togaraflotinn 37,5% of stór. Kemur frarn í áðurnefndri ritstjórnargrein hafi undirritaður rciknað það út nákvæntlega, að togaraflotinn sé 37,5% of stór, hvorki meira né minna. Undirritaður telur, að fjöldinn hafi verið vægt metinn, enda hcfur mér verið álasað fyrir það af kunnugum mönnum í útvcgi. 1 grein minni nefndi ég aldrei nákvæmar tölur, enda var einungis miðað við 96 togara, sem verða brátt 104, auk togveiðisóknar loðnuskipa, sem er ígildi a.m.k. 6-8 togara, þannig, að fjöldi „togaraflotans“ er a.m.k. 110 skip innan fárra mánaða. Ekki lagaðist dæmið, ef miðað væri við 110 skip í stað 96. Tilgangurinn með greininni var einungis að mcta offjárfestinguna hlutlaust og fræðilega, enda er orsakanna að leita víða. Þá vil ég benda ritstjóra Tímans á rangfærslu í ritstjórnargreininni í sambandi við síldarflotann, þar sem talað er um „mikinn skipastól, sem illmögulegt reyndist að nota“. Sá floti hefur reynst vel nothæfur til ýmissa veiða og staðið fyllilega undir eigin fjárfestingu. Réttmætt hefði verið að meta stærð flotans við hrun síldvciðanna og bera saman við stærð flotans í dag mcð tilliti til afraksturs botnlægra tegunda í dag og þá var. Það kemur einkennilega fyrir sjónir, að ritstjóri Tímans skuli hafna aðrsemiskröfum alfarið í forystugreininni og þar með bættum lífskjörum í landinu. Undirritaður lagði, eins og fyrr segir, einungis fræðilegt og hlutlaust mat á offjárfestingu í togurum, sem byggðist á niðurstöðum frá 1978, án þess að draga einstaka stjórnmála- flokka til ábyrgðar á þessari þróun. Tölur frá 1978 voru færðar til núvirðis ásamt fjölgun togara 1978- 1982, og matið allsstaðar í ncðri mörkum. Með þökk fyrir birtinguna. Hilmar Viktorsson i Viðskiptafræðingur og útgerðartæknir Er veröbólgu línurit Mbl. falsað? ■ Morgunblaðið hefur verið að fræða þjóðina um efnahagsmál nú um skeið. Notar blaðið til þess línurit af margs konar gerð. Þann 29. sept. sl. birtir blaðið línurit um verð- bólguna. Ekki er nákvæmninni þar fyrir að fara, því ckki eru þar nefndar tölui við hvert ár fyrir sig um vöxt verðbólgunnar frá árinu á undan. Þctta hcitir að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þó má fara nærri um þetta eftir tugatölum sem birtar eru. Línuritið yfir viðreisnartímabilið er slíkur krákustígur, að ekki er unnt að fá þar botn í, enda verður ekki séð hvort þar er miðað við almanaks- arið. eða eitthvert annað tólf mánaða tímabil ár hvert. En þegar kemur að stjórnar- skiptunum 1971 fer myndin að skýrast. Þar er sýnt að verðbólgan í ág. 1974 frá ág. 1973 hafi orðið um 54%. En þetta er engin ný Mbl.-frétt. Fremstur í flokki að tjá þjóðinni þessi ótíðindi árum saman hefir verið sjálfur Geir Hallgrímsson. Nú segja skýrslur Hagstofunnar, að fram- færsluvísitalan í ág. 1973 hafi verið 210 stig. en í ág. 1974 297 stig. Hækkunin er því 41.4%, en ekki 54%. Petta veit Geir og Mbl. vel. En hver er þá tilgangurinn með ósannindunum? Hann er öllum auðsær. Geir tók við stjórnarforystunni í ág. 1974 og á næstu 12 mánuðum, til ág. 1975 óx verðbólgan um 54.5%. Þessum ótíðindum þurfti að koma yfir á vinstri stjórnina af Geirs- stjórninni. En það er meira blóð í kúnni. Fyrrnefnt línurit sýnir að verðbólgan frá ág. 1978 til ág. 1979 hafi orðið um 64%. Skýrslur Hagstofunnar sýna framfærsluvísitölu í ág. 1978 1162 stig, en í ág. 1979 1649 stig. Hækkunin er því 41.9% en ekki um 64%. Þarna færist „sannleikurinn" í aukana. Hvað var þarna verið að „lag- færa"? Síðustu 12 mánuðina í stjórnartíð Geirs hafði verðbólgan vaxið um 51.7%. Þetta mátti „lagfæra" með því að sýna hálfu meiri verðbólgu næsta ár, en hún varð, því þá var komin vinstri stjórn. Ef línurit Morgunblaðsins eru yfirleitt af þessu tagi þá geta menn séð hvers virði þau eru. S.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.