Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982
„Ólýsanleg
tilfinning
þegar netið
er dregid
um borð”
■ í dag breytum við út af venjunni, þar
sem nú er það útlend kona, sem lýsir
degi úr lífi sínu. Konan heitir Julia
Gibson og er 27 ára gömul. Hún stundar
sjómannsstörf á 40 feta fiskibáti á hafinu
umhverfis Orkneyjar. Aðrir í áhöfn
bátsins eru maður hennar, Norman, og
mágur hans, Johnny Peace. Heimahöfn
bátsins er á Rousay.
Kom til Orkneyja til að
rannsaka víkingagrafreit
Vindar og sjávarföll ráða vinnutíma
mínum. f dag leggjum við frá landi og
byrjum að leggja út netin í Ijósa-
skiptunum, þar sem við viljum helst geta
dregið fyrsta netið við sólsetur. Það er
auðveldara aö veiða fiskinn að nætur-
lagi.
í upphafi kom ég til Orkneyja til að
vinna við rannsóknir á víkingagrafreit.
Ég er nefnilega fornleifafræðingur að
mennt og sérgrein mín er miðaldaforn-
leifafræði. En þá kynntist ég Norman og
tók þá ákvörðun að setjast að á
Orkneyjum til frambúðar.
Við eigum nokkurra stunda stím á
fiskimiðin og á leiðinni ræðum við um
hitt og þetta, svo sem veðrið og
veiðitækni. Þá hlustum við á talstöðina
til að fylgjast með hvernig öðrum bátum
vegnar. Ég laga kaffi og sntásnarl handa
okkur áður cn vinnan hefst. Ég er búin
að venja mig á að setja rakt handklæöi
á borðið áður en ég legg frá ntér diskana
þar, annars myndu þeir renna til og frá
á borðinu, jafnvel í besta veðri.
Þegar á veiðistaðinn er komið, förum
við í sjógallann og hefjum netalögnina.
Ég vinn við aðra vinduna, en Norman
við hina, þar sem við hleypum út mörg
hundruð metrum af v.írum, sem tengja
netin við bátinn.
Aðeins einu sinni almenni-
lega sjóveik.
Tímann sem líður á milli þess, að
netin eru lögð og dregin inn aftur, en
það er u.þ.b. ein klukkustund, nota ég
til að laga okkur kvöldmat. Eins og gefur
að skilja þarf maturinn að vera seðjandi
og nærandi, yfirlcitt einhver kartöflu-
réttur. Eldamaskínan er duttlungafull
gasvél með tvcim plötum og ofninn
stendur í þeirri meiningu, aö liann standi
sig bara ágætlega, ef honum tekst að
halda diski mátulega volgum! Aðeins
einu sinni hef ég verið almennilega
sjóveik. Þá vorum við að velkjast í 12
feta háum öldugangi. Þá hafði ég ekki
hugann við matreiðslu, heldur hímdi
græn í framan úti á dekki.
Þegar tími er komin til að draga inn
netið, stýri ég vírnum aftur á vindu-
ásinn. Og smám saman drögum við netið
um borð. Vangavcltur og spenna færast
í aukana eftir því sem nær dregur því að
netið komi upp að borðstokknum.
Mávager yfir netinu gefur góð fyrirheit
um vænan afla. Sjálft netið er dregið um
borð með handafli og vandlega gengið
frá því um leið, svo að það eigi auðvelt
á honum. Ég er orðin reglulega
handfljót við þessa vinnu, en hún er
samt sem áður leiðinleg og kaldsöm. 1
morgunsárið höldum við heim á leið, þar
sem við krækjum okkur í nokkurra
stunda blund áður en við förum aftur á
stjá. Og nú er förinni heitið til stærstu
eyjar Orkneyja, þar sem við komum
fiskinum á markað.
Við förum ekki nema þrjá eða fjóra
túra á viku, svo að þessi langi vinnutími
er bættur upp með góðum frítíma inn á
milli. Og ef veðrið er slæmt, neyðumst
við auðvitað til að halda kyrru fyrir og
róum ekki til fiskjar. Duttlungar
veðurfarsins og það augnablik, þegar
netið er dregið um borð, veita mér
virkilega nautn.
Spenningurinn, sem því fylgir, bætir
upp einstöku hræðsluaugnablik og
óþægindin við að renna stjórnlaust um
dekkið innan um fiskihrúgur þegar
skipið veltist til og frá.
■ Julia og Norman Gibson um borð ■ báti sínum.
með að renna aftur út í sjó, þegar þar
aö kemur, en lendi ekki í flækju. En
veltingur skipsins gerir þetta erfiða
vinnu.
Ymsar hættur eru samfara
nctadrættinum
Eitt augnablikið halla ég mér í
makindum að stýrishúsinu á mcðan ég
er að draga netið, en á næsta augnabliki
er ég komin á fjóra fætur á dekkinu og
rcyni að koma í veg fyrir að netið renni
aftur í hafið og taki mig með sér. Á öðru
þarf að vara sig, en það cru marglyttur,
sem gjarna þvælast í netin. Þar molna
þær síðan í þúsund bita, sem hver um
sig getur leitt til bruna á.hörundinu, rétt
eins og, brenninetlur gera. Ég hef
vinnúvettlinga við netadráttinn, en það
er cins og marglytturnar geti alltaf
fundið sér óvarinn blett á hörundinu.
Nú draga karlmennirnir inn sjálft
netið. Þeir lcggja það frá sér á þilfarið
og spriklandi fiskar hellast út úr því. Eg
hef vinnu mína við að flokka sölufiskinn
frá og set hann í kassa. Yfirleitt stenst
það nokkurn veginn á endum, að því
verki er lokið, þegar næsta net er dregið.
Það er ekki hægt að gefa upp neinn
ákveðinn fjölda neta, sem við leggjum
þar sem það kemur stundum fyrir að við
drögum allan þann fisk, sem við ráðum
við, í fyrsta drætti. Hitt kemur líka fyrir,
að aflinn verður enginn, þó að við séum
að alla nóttina og færum okkur stað úr
stað. Þar við bætist, að alltaf er eitthvað
að koma upp á, sem truflar, nctin festast
og rifna,eða vírarnir slitna.
Yeðurfarið og þegar netið
er dregið um borð veita
mér nautn
Þegar við höfum veitt þann afla, sem
við ráðum við, er að taka til við aðgerð
Dagur f lífi Juliu Gibson, sjómanns á Orkneyjum
Lágt verð Lítil útborgun Bestu kaupin í dag
Jarðtætarar á ótrúlega lágu verði
Eigum til afgreiðslu strax diskaherfi, heyhleðsluvagn 30 m3.
Háþrýstiþvottatæki, loftpressur, rafsuðutransarar og kolsýru-
suðuvélar.
Haugsugur á mjög hagstæðu verði
4.000 I og 6.000 I
Vacumdæla 9.500 I mín.
Galvaniseraður tankur
3 inntaksstútar tveir að aftan einn á hliöinni
framanveröri
6" sogbarki 7 m. langur
Drifskaft ofan við beisli.
Flothjólbarðar 16x20.
Árs ábyrgð og þjónusta
Vinnslubreidd 180 cm.
3 vinnslugírar, tvöfaldir hnífadiskar.
Drifskaft með öryggiskúplingu.
Árs ábyrgð og þjónusta
Sérlega hagstæðir greiðsluskilmálar.
□ RKUTÆKNI V
Hyrjarhöfða 3,
Sími 83065
130 Reykjavík, P.O. Box: 10320,
lceland.
ÖS
VERSLUN - SAUWASTOKA - VERSLl N
Einfaldar, tvöfaldar oj» þrufaldar
Uardinuhraiitir.
Mikið úrval af
eldhúsgardíntnn og
gardínuefni, ni.a.:
Velúr, dainask o.m.fl.
Allar Mmávönir fyrir j'luj'u'ann.
(Mirnmr. hrincir. Iijól. -krufur u.m.fl.
1’ökuin iuál. M ljiiin iipp oíí sauniiini.
Scmlmn itiii allt lanil.
brautir og stangir
Ármúla 32
Sími86602