Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 5
Veruleg hækkun vaxta frá 1. nóvember væntanlega tilkynnt í dag: „SEÐLABANKINN HEFUR STUNG- IÐUPPA 9% HÆKKUN VflXTfl” ■ Bankavextir hækka um 6 til 8 prósentustig nú um mánaðamótin. Samkvæmt heimildum Tímans þá hefur bankastjórn Seðlabankans tekið á- kvörðun um vaxtahækkunina, en endanlegt prósentustig hefur hinsvegar ekki verið ákveðið. Er þessi ákvörðun tilkomin vegna óhagstæðrar þróunar í gjaldeyrismálum okkar Islendinga og mikillar eyðslu í þjóðfélaginu. Tíminn hafði í gær samband við Halldór Ásgrímsson, formann banka- ráðs Seðlabanka íslands og spurði hann um hvort þessi ákvörðun hefði verið tekin af stjórn Seðlabanka íslands: „Pað liggur fyrir, að bankastjórn Seðla- bankans hefur fyrir alllöngu gert tillögu um það að vöxtum verði breytt. í þeim tillögum kemur fram í fyrsta lagi, að 1979 voru sett lög hér, um að stefnt skyldi að verðtryggingu inn- og útlána. Vegna þeirrar breytingar í verðbólgu sem nú hefur orðið, þá taldi banka,- stjórnin sér það skylt að gera þessa tillögu. Af þessu leiðir einnig að það er orðið verulegt misræmi á milli gengis- tryggðra lána og verðtryggðra lána, t.d. þeir sem skulda í dollurum, horfast í augu við það að fjármagnskostnaður þeirra er kominn yfir 100% á árinu. Það verður einnig að hafa það í huga að það fjármagn sem þarna um ræðir, er ekki nema um einn þriðji af útlánum í þjóðfélaginu, því hinn hlutinn, eða tveir þriðju eru verðtryggð- og gengistryggð lán, og fjármagnskostnaðurinn af þeim ræðst náttúrlega að verulegu leyti af gengisþróuninni erlendis, sem við fáum ekkert við ráðið. Spurningin hjá okkur er því sú hvort við eigum að halda okkar innlenda fé á einhverjum allt öðrum kjörum, en þeir sem hafa þurft að taka erlend lán þurfa að búa við.“ Halldór sagði að í tillögu banka- stjórnarinnar fælist það að þetta bil yrði minnkað, sem yrði væntanlega til þess að eitthvað meira jafnvægi gæti skapast á fjármagnsmarkaðnum. Hann sagði að ákveðinn flótti hefði verið frá því að leggja peninga inn og að eiga verðmæti í peningum. „Það er enginn vafi á því," sagði Halldór, „að þessi flótti hefur orsakað meiri innflutning, meiri kaup og meiri eyðslu, heldur en ella hefði orðið. Skýringin á þessu er ekki endilega fólgin í vaxtakjörunum sem við höfum búið við, heldur kemur margt annað til. Aðalatriðið er þarna, eins og raunar alltaf áður, að það þarf að reyna að skapa jafnvægi, þannig að almenningur í landinu geti haft tiltrú á peningakerf- inu.“ Halldór sagði að í framhaldi af þessu, hefði bankastjórn Seðlabankans rætt þessi mál ítarlega við ríkisstjórnina og bankaráð Seðlabankans. „í framhaldi af þessum viðræðum," sagði Halldór, „mun bankastjórnin nú á næstu dögum væntanlega tilkynna á- kvörðun sína um hækkun vaxta. Ég het enga ástæðu til þess að ætla annað en sú ákvörðun verði í fullu samráði við ríkisstjórnina, þó að ríkisstjórnin útaf fyrir sig, þurfi ekki að leggja blessun sína yfir þessa ákvörðun. Seðlabankinn hefur þær skyldur að framfylgja efna- hagsstefnu sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar og hann lcggur sig náttúrlega fram um að gera það.” Halldór sagði í þessu sambandi að ríkisstjórnin yrði þó að samþykkja breytingar á afurðalánavöxtum og átti hann von á því að slíkar breytingar kæmu til afgreiðslu í ríkisstjórninni nú á næstu dögum. „Hef frekar viljað minnka verðbólgu en hækka vexti“ „Við erum með þetta mál til umfjöllunar í ríkisstjórn, en afstaða til vaxtahækkunar. eða hversu mikillar hækkunar hefur ekki enn verið tekin," sagði Tómas Árnason, bankamálaráð- herra í viðtali við Tímann í gær. „Það er náttúrlega orðin gífurleg vaxtahækkun á verðtryggðu lánunum bæði inn og út. Hér er því aðeins um að ræöa hluta af þessu rnáli, en Seðlabank- inn hefur stungið upp á 9% hækkun vaxta. Áhyggjurnar tengjast að sjálf- sögðu helst gjaldeyrismálunum. Hér virðist vcra svo mikil kaupgeta hjá almenningi að gjaldeyrir streymir mun örar út úr landinu, en inn. Þetta cr ein aðalástæðan fyrir því að menn hugleiða nú vaxtahækkanir," sagði Tómas „enda kemur það ekki til mála að við þurrausum okkur af gjaldeyri," sagði Tómas og getum okkur hvergi hreyft." Tómas sagði jafníramt: „Annars hef ég nú alltaf haft meiri áhuga á að lækka verðbólguna heldur en hækka vextina, en það þarf víst fleira að koma til." „Hækkun á innlánsvöxtum verður væntanlcga tilkynnt á morgun," sagði Jóhannes Nordal, þegar liann var spurður hve mikla hækkun bankastjórn Seðlabankans hefði ákveðið á innláns- vöxtum." „Hækkun vaxta er náttúrlega ekki ákveðin fyrr en hún er tilkynnt," sagði seðlabankastjóri en bætti því jafnframt við að hækkun innlánsvaxta yrði svona S til 9%, en hækkun útlánsvaxta eitthvað minni. -AB ■ Það er fágæt sjón að sjá Smfóníuhljómsveit íslands flytja tónlist í íþróttahúsum borgarinnar. Þessi mynd var einmitt tekin þegar slíkur viðburður átti sér stað í íþróttahúsi Æfinga- og tilraunadeildar Kennaraháskólans, en þar hélt hljómsveitin tónlcika fyrir nemendur skólans. í þessari viku heimsækir hljómsveitin alls 8 skóla, og heldur nemendum þeirra tónleika, þannig að annríkið er mikið. Aðalhljómsveitarstjóri hljómsvcitarinnar, Jean-Pierre Jacquillat er stjórnandi tónieikanna og Jón Stefánsson, organlcikari cr kynnir. Timamynd -G.E. Málefni hestamanna skýrast: Vegagerdin aðstodar við reiðvegagerðina Kort af helstu reiðleiðum í bígerð ■ Um þessa helgi er þing Lands- sambands hestamanna haldið að Hlé- garði í Mosfellssveit. Eitt af helstu málum þingsins eru ferðamál hesta- manna um landið. Síðasta þing skipaði nefnd til að fjalla um þessi mál og gera tillögur til úrbóta. Formaður þessarar nefndar er Hjalti Pálsson og var hann inntur. eftir störfum nefndarinnar. „Nefndina skipa auk mín Stefán Pálsson, formaður L.H., Ólafur Þórð- arson, alþingismaður í Reykholti, Sveinbjörn Dagfinnsson, ráSuneytis- stjóri og Valdimar Jóhannesson, kaupm. Nefndin hóf þegar störf eftir síðasta þing, en hafði til hliðsjónar erindisbréf sem þingið setti henni. Upphaflega var haft samband við Vegagerð ríkisins til þess að móta reglurnar um'það hvernig staðið skyldi að reiðvegagerðinni í tengsl*rfh við almenna vegagerð,“ sagði fjjalti Pálsson. k.Samkomulag varð m.a. um það, að pegar stofnbrautir eða þjóðbrautir með bundnu slitlagi væru lagffár út frá þéttbýlisstöðum eða annarástaðar, þar sem búast má við mikilli umferð, skal þess jafnan gætt að haga framkvæmdum á þann veg, að umferð ríðandi manna megi ætíð verða sem greiðust. Þannig er fullt tillit tekið til ríðandi manna til dæmis með lagningu sérstakra reiðvega meðfram vegunum. Samstarfsnefndir Vegagerðarinnar og LH í hinum ýmsu landshlutum munu síðan sjá um fram- kvæmdirnar. Meðal annarra starfa nefndarinnar má nefna að haft var samband við Landmælingar ríkisins, en sú stofnun hefur verið mjög jákvæð í þessu máli og lagt okkur lið í hvívetna. Ráðgert er að Landmælingamar aðstoði LH við úr- vinnslu á þeim upplýsingum sem berast frá hinum einstöku hestamannafélögum. Kort hafa verið send til allra hestamannafélaga og inn á þau á aö merkja reiðleiðirnar. Einnig skal merkja t.d. hlið á girðingum, sæluhús og gangnamannakofa, nátthaga og hesthús við sæluhús, Þá er einnig óskað eftir því að vöðum á ám sé lýst og beðið er um stutta leiðarlýsingu á hverri leið. Ásamt því að Landmælingar ríkisins munu aðstoða LH við úrvinnslu þessara upplýsinga, þá stendur til að Landmæl- ingarnar færi inn á sín kort helstu reiðleiðirnar og aðrar upplýsingar." FjöUuffu þið citthvað um beitarað- stöðu á hálendinu? „í sumar kom í ljós að beitaraðstaðan á hálendinu getur orðið verulegt vandamál, eins og t.d. kom í ljós við Hvítárvatn, þar sem landið þolir ekki þá miklu beit, sem samfara er landsmótum og síauknum hestaferðalögum. Skoðun mín er sú, að koma þurfi upp nokkrum gerðum á helstu stöðunum, þar sem hægt er að gefa hey eða heyköggla í góðu skjóli. Þessi hólf þurfa að vera á þurrum stöðum, þannig að þau traðkist ekki um of. Með þessari kortagerð er stigið skref að auðvelda hinum almenna hestamanni ferðalög á hestbaki um óbyggðir íslands." G.T.K. ■ Vigdís ■ Pétur ■ Gunnar Fjársöfnun Landsráðsins gegn krabbameini á morgun: „SVÖRUM ÞVf KALLI” ■ Á morgun, laugardaginn 30. október 1982, gengst Landsráð gegn krabbameini fyrir fjársöfnun um land allt. Sjálfboðaliðar munu hcim- sækja hvert heimili í landinu og taka við frjálsum framlögum. Við undirrituð viljum hvetja landsmenn til öflugrar liðveislu í þjóðarátaki gegn þessum sjúkdómi. Þeim fjármunum sem safnast í þjóðarátakinu á morgun verður varið til víðtækari rannsókna og aukins leitar- og varnarstarfs gejjn krabbameini á vegum Krabbamcins- félags íslands. Það þjóðarátak, scnt hér um ræðir kallar á samstöðu íslendinga. Svör- • um því kalli. Vigdís Finnbogadóttir Gunnar I horodúsen Pétur Sigurgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.