Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 7 erlent yfirlit Kennedy og Shamie Carter. Lftil kjörsókn yrði republik- önum hagstæö Shamie kom Kennedy á óvart ■ KOSNINGAHRfÐINNI í Banda- ríkjunum er um það bil að Ijúka, en kosningarnar fara fram á þriðjudaginn kemur. Venjulega er lítið um fundi síðustu tvo dagana fyrir kosningar, en þeim mun meiri áherzla lögð á áróður í sjónvarpi og útvarpi og kosningavinnu, sem beinist oft mest að því að fá sem flesta til að kjósa. Þátttakan í kosningum hefur farið síminnkandi í Bandaríkjunum á síðari áratugum og þykir gott, ef helmingur kjósenda mætir við kjörborðin. Margir spá því nú, að þátttakan í kosningunum muni ráða mestu um hvort úrslitin gangi Reagan og flokki hans í vil eða ekki. Lítil þátttaka verði forsetan- um hagstæð. Af hálfu demókrata er nú líka lagt aðalkapp á að hvetja menn til að kjósa. Yfirleitt er talið, að það muni helzt koma í ljós við kosningamar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hver sé afstaða kjósenda til ríkisstjómarinnar og stefnu hennar. Kosningar til öldunga- deildarinnar em taldar meira persónu- bundnar. Það er heldur ekki kosið nema til þriðjungs hennar, en kosið er til fulltrúadeildarinnar allrar. VENJAN hefur verið sú að flokkur forsetans hefur misst þingsæti í kosning- unum til fulltrúadeildarinnar, sem fara fram á miðju kjörtímabili forsetans. Um það vitnar eftirfarandi yfirlit: Árið 1946 töpuðu demókratar, en Truman var þá forseti, 56 þingsætum. Verðbólgan var þá talsverð, atvinnu- horfur slæmar og demókratar höfðu farið samfleytt með völd í 14 ár. Árið 1950 töpuðu demókratar 27 þingsætum, en Truman var þá enn forseti. Orsökin var talin Kóreustyrjöld- in, sem var þá nýhafin. Árið 1954 töpuðu republikanar 15 þingsætum, en Eisenhower var þá orðinn forseti og naut vinsælda. Þetta þótti góð útkoma fyrir republikana. Árið 1958 töpuðu republikanar 47 þingsætum, en Eisenhower var þá forseti. Efnahagsástandið hafðiversnað og atvinnuleysi var um 7.1%. Árið 1962 töpuðu demókratar ekki nema fjórum þingsætum. Kennedy var þá forseti og stóð á hátindi vinsælda sinna, því að hann hafði sigrað í Kúbudeilunni fáum dögum fyrir kosn- ingarnar. Árið 1966 töpuðu demókratar 47 þingsætum. Johnson var þá forseti og Víetnamstyrjöldin var að verða óvin- sæl. Árið 1970 töpuðu republikanar 10 þingsætum, en Nixon var þá forseti og hafði sett baráttuna gegn glæpum oe eiturlyfjanotkun á oddinn. Árið 1974 töpuðu republikanar 43 þingsætum. Ford var þá forseti, en Watergatemálið mun hafa átt mestan þátt í tapi republikana. Ári 1978 töpuðu demókratar 12 þingsætum, en Carter var þá forseti og naut enn talsverðra vinsælda, enda hafði efnahagsástandið heldur batnað. Samkvæmt þessu yfirliti telja fjölmiðl- ar, að Reagan megi vel við una, ef republikanar tapa ekki meira en 10-12 þingsætum. Hins vegar myndi öllu meira tap teljast ósigur. ÞAÐ ER TALIÐ, að úrslitin í kosningum til öldungadeildarinnar gefi minna til kynna viðhorf kjósenda til stjórnarinnar í Washington. Þá er kosið meira um persónur. Sama gildir um ríkisstjórakosningarnar. Þá blandast líka heimamálin í fylkjunum inn í kosningabaráttuna. Yfirleitt eru það þó kosningarnar til öldungadeildarinnar, sem vekja einna mesta athygli. Þá koma líka oftar við sögu menn, sem eru orðnir landsþekktir og þykja líklegir til að geta orðið forsetaefni síðar. Þetta gildir t.d. nú um kosninguna í Massachusetts, þar sem Edward Kennedy sækir um endurkjör eftir að hafa átt sæti í öldungadeildinni í þrjú kjörtímabil. Það þykir fullvíst, að Kennedy muni ná endurkjöri, en vafasamara þykir, hvort hann nær eins hagstæðum úrslitum og áður. Þetta þykir máli skipta með tilliti til næstu forsetakosninga. Verði úrslitin honum óhagstæðari en áður mun það veikja aðstöðuhanssemforsetaefn- is. Hægri öfl víðs vegar um Bandaríkin hafa lagt fram mikið fé til stuðnings keppinauts Kennedys, Ray Shamie, sem var óþekktur auðkýfingur áður en hann gaf kost á sér til framboðs á móti Kennedy. Giskað er á, að Shamie hafi fengið um tvær milljónir dollara í kosningasjóðinn og leggi hann fram helminginn sjálfur. Kennedy er heldur ekki á flæðiskeri staddur, en kosninga- sjóður hans er metinn á 2-5 milljónir dollara. Þeir Kennedy og Shamie háðu nýlega sjónvarpseinvígi og stóð Shamie sig betur en flestir áttu von á. Hann jafnaðist að vísu ekki neitt á við Kennedy í útliti eða ræðumennsku. Shamie kom Kennedy hins vegar á óvart með löngum lista yfir ýmis ummæli, sem hann hafði látið falla við ýmis tækifæri, ásamt lista yfir umdeild- ar atkvæðagreiðslur í þinginu. Kennedy var hvergi nærri nógu vel undirbúinn til að mæta þessari óvæntu upptalningu og fékk jafnframt minni tíma en ella til að koma því að, sem hann vildi leggja áherzlu á. Til vibótar þessu hefur Shamie fengið stuðning úr óvæntri átt. Carter fyrrver- andi forseti og sumir nánustu aðstoðar- menn hans í Hvíta húsinu, hafa í seinni tíð látið hafa eftir sér ummæli, sem þykja óhagstæð fyrir Kennedy. Þeir hafa lýst stuðningi við Mondale, fyrrv. varaforseta, sem forsetaefni demókrata og lýst andstöðu við Kennedy. Vel má vera að þetta veiki Kennedy eitthvað. Mondale hefur hins vegar stutt Kennedy í kosningabaráttunni og mætt á fundum með honum. Jafnhliða kosningunum fara fram atkvæðagreiðslur um hin ólíklegustu mál í fylkjunum. Þannig verða greidd atkvæði um það í Massachusetts, Kaliforníu, New Jersey, Rhode Island og Norður-Dakota hvort kjósendur vilji mæla með gagnkvæmu banni á fram- leiðslu kjarnavopna. Þórarinn Þórarinsson, P ritstjóri, skrifar Bændur í Rangárvallahreppi og nágrenni Veturgamalt mertryppi tapaðist úr girðingu á Stóra Hofi í sumar. Litur: Brúnn eða verðandi steingrár. Mark: Biti aftan hægra og biti fr. vinstra. Vinsamlegast hringið í s. 24753 eða 66326. Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(566 Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 Styrkir til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aöild eiga aö Evrópuráöinu fimm styrki til háskólanáms i Sviss háskólaárið 1983-84. Ekki er vitað tyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut islendinga. Styrkirnir eru eingöngu ætlaöir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til 9 mánaða námsdvalar. Nauösynlegt er aö umsækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eöa þýsku og þurfa þeir að vera undir þaö búnir, aö á þaö verði reynt meö prófi. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. desember n.k. á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið. 25. október 1982. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar Sjúkrahúsiö í Húsavík óskar aö ráöa, hjúkrunar- deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga, í fastar stööur nú þegar eöa eftir samkomulagi. Sjúkraliða frá 1. desember. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, í síma 96-41333 alla virka daga frá kl. 09-16. Sjúkrahúsið í Húsavík s.f. Til leigu JCB traktorsgrafa með framdrifi. Er til leigu alla daga vikunnar sími 14113. Bilaleigan\$ CAR RENTAL O 29090 S?S?tÍ2u3 REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.