Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 13
iA.'JU',!!.' 21 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 skákfréttir ■ Brownc teflir á fyrsta borði fyrir Bandaríkjamcnn. ■ Tékkneska sveitin er mjög sterk. Hana skipa eintómir stórmeistarar með Hort á fyrsta borði. ■ Guðmundur Sigurjónsson teflir á fyrsta borði fyrir íslensku sveitina, en að undanförnu hefur hann teflt mjög vel. ■ Telja verður sovésku sveitina, sem Karpov heimsmeistari leiðir, sigur- stranglegasta á mótinu. ■ Miles teflir á fyrsta borði fyrir sveit Englands sem er mjög sterk að þessu sinni. Ungverjum verdur seint fullþakkað: NÚ VERDA ÓLYMPÍUMÓHN SPENNANDI A NÝJAN LEIK Frá Illuga Jökulssyni í Luzern í Sviss: ■ Enda þótt Sovétríkin séu auðvitað sigurstranglegust á mótinu sem hefst hér í Luzern á morgun þá verður þeim áreiðanlega veitt hörð keppni. Nú eru það ekki aðeins Ungverjar sem ógna sovésku stórmeisturunum. Athyglin beinist einnig að geysisterkri sveit Bandaríkjanna, og þjóðir á borð við Júgóslava, Englendinga og Tékka munu eflaust blanda sér í baráttuna um efstu sætin. Eins og komið hefur fram hér í blaðinu er sovéska sveitin skipuð þeim Karpov, Kasparov, Belljavsky, Poluga- evský, Tal og Júsupov. Þetta er afar öflug sveit og blandaðri en áður. Aðeins tveir þátttakendur, Tal og Polugaévsky, koma úr gamla „lífverðinum“, þcir Karpov og Belljavsky eru báðir af millikynslóðinni í Sovétríkjunum og Kasparov og Júisupov eru fremstir í flokki fjölmargra ungra og efnilegra skákmeistara sem Sovétmenn hafa eignast á síðustu árum. Tveir nýliðar eru í hópnum: Belljavsky og Júsupov. Adorjan verður ekki með Spurningin er sú hvort Ungverjar hafa úthald til að veita Sovétmönnum viðnám. Óvinátta þeirra Riblis og Adorjans hefur aftur komið í veg fyrir að hinn síðarnefndi tefli í ungversku sveitinni, en hún er nú þannig skipuð: Portisch, Ribli, Sax, Pinter, Csom og Groszpeter. Groszpeter er nýliði og veltur mikið á hvemig honum tekst til. Hinir eru allir miklir skákmeistarar og þekktir fyrir mikla keppnishörku. Raunar er það svo að bandaríska sveitin er ennþá sterkari en sú ungverska ef miðað er við ELO-stig keppenda. Browne teflir þar á fyrsta borði, Seira- wan á öðru, Alburt á þriðja, Kavalek á fjór.ða, en varamenn eru Karjan og Christiansen. Bandaríkjamenn hafa ekki átt svona sterka sveit á Olympíu- móti í áraraðir og eru því til alls vísir. Pað skal þó tekið fram að sumir bandarísku stórmeistaranna eru mjög mistækir, einkum þeir Browne og Christiansen, en nái öll sveitin sér á strik gæti hún veitt Sovétmönnum og Ung- verjum mjög harða keppni. Skrítin liðskipan Júgóslava Júgóslavar munu og standa fyrir sínu ef að líkum lætur, en lið þeirra er reyndar mjög undarlega saman sett ef þær upplýsingar sem hafa borist hingað til Luzern eru réttar. í sveitinni eru þessir, og ELO-stigin í svigum: Gligoric (2530), Hulak (2495), Ivanovié (2510), Kovacevic (2560), Ljuboievic (2615) og Velimirovic (2495). Það má heita furðulegt, ef rétt er, að Ljuboievic, langsterkasti maðurinn þeirra, skipi aðeins sæti fyrsta varamanns, og næst stigahæsti stórmeistarinn Kovacevié, sé á fjórða borði. Þetta skýrist væntanlega þegar mótið hefst. Þá er enska sveitin mjög sterk, en í henni eru fjórir stórmeistarar og tveir alþjóðlegir. Miles er á fyrsta borði, þá Nunn, Spelman, Stean, jvlestel og Chandler. Margir höfðu spáð því að Englendingum ætti eftir að ganga illa að raða niður í efstu sætin (enda eru Miles, Nunn og Spelman mjög jafnir að styrkleika um þessar mundir), en úr því það hefur lukkast má vænta mikils af þessari sveit þótt stöðugleikinn sé vafasamur. 5 stórmeistarar frá Tékkóslóvakíu Þá verður tékkneska sveitin ábyggi- lega mjög ofarlega. Hana skipa þeir Hort, Smejkal, Ftacnik og Jansa, en þeir eru allir stórmeistarar og þeir þrír síðastncfndu hafa staðið sig býsna vel undanfarið. Varamenn eru alþjóðlegu meistararnir Lechtynsky og Meduna, en á FIDE-þinginu hér verður Lechtynsky útnefndur stórmeistari. Af öðrum sterkum sveitum má nefna þá búlgörsku en í henni eru stórmeist- ararnir Trintov, og Radulov og alþjóða- meistararnir Unkuov, Velekov, Potov og Donchev. Búlgarar hafa sýnilega ákveðið að yngja sveit sína upp og margir stórmeistarar þeirra eru illa fjarri góðu gamni, svo sem Ermenkov og Stassov. Þjóðverjar láta eflaust ad sér kveða Rúmenska sveitin er sömuleiðis all sterk: Georgihiu, Suba, Ciociltea, Stoica, Ghinda og Foisor; og Vestur- Þjóðverjar láta eflaust að sér kveða: Hubner, Unzicker, Tfleter, Lobron, Hecht, og Kindermann. Hollendingar hafa að sjálfsögðu Timman á fyrsta borði og Zosonko á öðru, annars er sveit þeirra skipuð þeim Ree, Van der Wiel, Van der Sterren og Ligterink. Liberzon teflir ekki fyrir fsraela að þessu sinni, en Grúnfeld, Murai, Gutman, Birnboin, Greenfeld og Kagan halda uppi heiðri Gyðingalandsins. Hvorki Naidorf né Panno tefla í argcntíska liðinu og er Quinteros eini stórmeistarinn á þeim *bænum. Á hinn bóginn má ncfna að stórmeistarinn Adam Kuligovsky teflir á þriðja borði fyrir Pólland, á eftir Sznapik og Smith, en á undan Adamski, Bielszyk og Sygulsky. Kúbumenn, sem geta teflt fram allt að fimm stórmeisturum, hafa enn ekki tilkynnt liðskipan sína. Sænska sveitin sterk á pappírnum Vert er. að vekja athygli á sænsku sveitinni en á pappírnum er hún mjög öflug og á sennilega eftir að berjast um sæti meðal tíu efstu þjóðanna. í sveitinni er að vísu aðeins einn formlegur stórmeistari, Ulf Anderson sem vitan- lega teflir á fyrsta borði, en alþjóða- meistararnir fimm eru til alls vísir. Þeir eru: Schússler, Karlson, Schneider, Wedberg, Ornstein. Það kann að koma á óvart að Schússlers skuli vera ofar en Karlson, sent bæði erstigahærri oghefur auk þess unnið sér inn stórmeistaratitil sem verður stðfestur á FIDE-þinginu. Sennilega vakir fyrir Svíum að Schússl- er, sem er mjög öruggur skákmeistari og tapar sjaldan, geri jafntefli við sterka andstæðinga á öðru borði en Karlsson reyni að sigra þá lægri. Færeyingar með Allar Norðurlandaþjóðirnar eiga að sjálfsögðu lið á Ólympíumótinu, þar á meðal Færeyingar sem varla verða þó til stórræðanna. Larsen teflir að venju ekki fyrir Dani, en í dönsku sveitinni eru Kristiansen, Mortensen, Fedder, Öst- Hansen og Fris-Nielsen, sem sé aðeins fimm. Sá sjötti verður þó áreiðanlega með hver sem hann verður. Sterkasti maður Norðmanna er einnig'Jjarrver- andi, Leif Ögaard, svo Helmers teflir á fyrsta borði fyrir Noreg en annars cr sveitin skipuð þeim Heim, Gulbrand- sen, Agdestein, Bjerrke, og Hoen. Finnar scnda Rantanen, Westerinen, Maki, Binham. Yrjöla og Raaste. Kortsnoj skrautfjöður Svisslendinga Hjá Svisslendingum er Kortsnoj á fyrsta borði og verður gaman að sjá hvað gerist ef Sovétríkin og Sviss lenda saman. Annar sovéskur flóttamaður, Igor Ivanov, teflir á fyrsta borði Kanadantanna. Eins og komið hefur fram er íslenska Olympíusveitin skipuð þeim Guðmundi Sigurjónssyni, Jóni L. Árnasyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni Hjartarsyni og Ingvari Jóhannssyni. Þar sem Guðmundur Sigurjónsson virðist í ágætu formi um þessar mundir og yngri mennirnir hafa allir öðlast aukna reynslu frá því á Möltu fyrir tveimur árum væri ckki vcrulcga óraunhæft að topp- frammistaða liðsins skilaði fimmtánda til tuttugasta sæti. Athuga ber þó, að teflt er samkvæmt svissneska kcrfinu, sem þýðir að ekki er mikið að marka cndanlega röð, nema hvað varðar allra efstu sætin. Umferðir eru 14 og lýkur mótinu þann 15. nóvember. Sovéska kvennasveitin öruggur sigurvegari Varla leikur vafi á hver muni bera sigur úr býtum á Olympíumóti kvenna sem haldið er jafnframt karlamótinu, það er að segja sovéska sveitin, en hún er langsterkust. Hana skipa Maja Tjiburtanitse, heimsmeistari, Alex- andria, Gaprindasvili og Joseliani. Teljast verður fráleitt að nokkur fái ógnað þessari sveit. ij/-Sjó. Suðurland: Nýtt fréttabladhefurgöngusína ■ „Okkur hefur fundist á það skorta að fréttir af því sem er að gerast á Suðurlandi birtist nokkursstaðar í blöð- um, hvorki héraðs- eða dagblöðunum þó vissulega gerist þar oft margt fréttnæmt. Jafnframt hefur okkur þótt allt of lítil umræða í gangi og jafnvel engin um ýmis mál sem þó skipta miklu máli fyrir fólkið á hverjum stað, t.d. ýmsar afgreiðslur sveitarstjórna og breytingar sem þær gera á ýmsum áætlunum án þess að nokkur virðist um það vita“, sögðu þeir Ólafur Th. Ólafsson og Þorlákur H. Helgason, sem eru að hefja útgáfu nýs blaðs á Selfossi er þeir nefna: „Fréttablað - á Suður- landi.“ Fyrsta tölublaðið sem er 12 síður kváðu þeir væntanlegt í dag. Upphaf- lega sögðust þeir hafa stefnt að einu blaði í mánuði en allt útlit væri nú fyrir að það komi út oftar. Á Selfossi hafa lengi verið gefin út blöðin Þjóðólfur og Suðurland auk Dagskrár sem kemur út vikulega og jafnvel fleiri blaða. Sýndist því kannski einhverjum að það ætti að vera nægur blaðakostur til viðbótar dagblöðunum. „Fólk lítur á Þjóðólf og Suðurland sem flokksblöð. Við þykjumst standa utan þessara stjórnmálaflokka og viljum gera tilraun til að opna almennari umræðu um málin en gert er í hinum blöðunum. Við reiknum t.d. með að fólk fái birtar í þessu nýja blaði greinar sem það fengi ekki - eða teldi sig ekki fá - birtar í hinum blöðunum", sögðu hinir nýju útgefendur. Svæði það sem nýja „Fréttablaðið" á að spanna er frá Hcrdísarvík austur að Lómagnúp, að sögn útgefenda. Og kváðust þeir að undanförnu hafa lagt töluverða vinnu í að koma sér upp fréttariturum sem víðast á þessu svæði. Blaðið hyggjast þeir félagar fyrst og fremst selja í lausasölu, bæði mcð blaðsölubörnum í hverjum þéttbýlisstað þá daga sem það kemur út og síðan í sjoppum sem víðast á Suðurlandi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.