Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 Áskorunarbréf til forsætis- rádherra: 2þúsund manns í H.Í. skrifudu undir ■ Tæplega 2 þúsund manns, há- skólaráðsmenn, nemendur og kenn- arar undirrituðu bréf til Gunnars Thoroddsen, forsætisráöherra, þar sem þeir röktu fjárhagsvanda Há- skóla íslands og hvert stefndi f rekstrarmálunt skólans, ef fjárveit- ing til hans á fjárlögum fyrir árið 1983 yrði ekki aukin til muna. Biðja þeir forsætisráðherra að beita sér fyrir því í ríkisstjórn og á Alþingi, að fjárveitingar til H.í. verði hækk- aðar. ■ Arnarflug lækkar verð: Lækkun- in á bil- inu 16% til 40% ■ Stjórnvöld á íslandi, í Hollandi og Belgíu hafa nú samþykkt beiðni Arnarllugs7 hollenska flugfélagsins KLM og belgíska flugfélagsins Sab- ena um verulega breytingu á reglum um svonefnd sérfarmgjöld í flugi á milli þessara landa og leiðir þessi breyting til verulegrar lækkunar á farmgjöldum fyrir fjölmárga vöru- flokka, eða lækkunar á bilinu 24% til 40%. Megineinkcnni hins nýja sérfarm- gjalds eru þau, að vöruflokkunin er mun víðfeðmari en áður og geta því flestar þær vörur sem tíðkast að flytja í flugi notið hinna nýju sérfarmgjalda, svo fremi sem lág- marksþyngdinni 100 kg. sé náð. Island bætist nú, fyrir tilstilli Arnarflugs í hóp nærri 20 evrópu- landa sem njóta þessara nýju og lægri sérfarmgjalda. Pú hcfur Arnarflug hlotið sam- þykki stjórnvalda í Hollandi og á íslandi fyrir nýjum og lægri hóp- fargjöldum á milli þessara landa, og nemur lækkunin 16% til 32%, miðað við þau hópfargjöld sem áður voru skráð. Eru fargjöld þessi hin sömu, hvort sem ferð hcfst hér á landi eða erlendis, cins og öll önnur skráð -fargjöld Arnarflugs. -AB ■ Opinber innkaup á eigin ábyrgð ■ Verslunarráð ísiands hcfursam- þykkt stefnu um opinber innkaup og er megininntakið t þeirri stefnuyfir-. lýsingu að leggja beri Innkaupa- stofnun ríkisins og Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar niður, cn opin- berum stofnunum og fyrirtækjum verði falin innkaup á eigin ábyrgð. Segir í tilkynningu Verslunar- ráðsins í þessu sambandi að auka- kostnaður af viðskiptum, sem fara í gegnum innkaupastofnanir, sé talinn vera um 2-4% af heildarverði, og er þessi fullyrðing byggð á niðurstöðum nefndar sem stjórn V.í. skipaði til að kanna opinber innkaup. ■ Við erum á leiðinni í mesta tukthús landsins. Suðurlandsvegur er glerháll og við stýrið á Chcrvolctnum situr fyrr- verandi fangi. Hann er 38 ára gamall og slapp af „Hrauninu" 16. desember í fyrra. I meðallagi hár, en kröftulega byggður og röddin er rám eins og í góðri Bogart-mynd. Þrátt fyrir þetta býður maðurinn af sér ákaflega góðan þokka. Hann er hressilegur í framkomu, talar tæpitungulaust og er ófeiminn að segja hvað honum býr í bjósti. Múrar og rintlar Litla Hrauns rísa upp úr flatneskjunni fyrir framan okkur og brátt er ferðin á enda... Þegar hér er komið sögu ætti ég að biðja lesendur velvirðingar á þessum hádramatíska inngangi. Þetta er nefni- lega enginn glæpareyfari sem fer hér á eftir, heldur viðtal við mann sem hefur snúið við blaðinu og lætur nú gott af sér leiða í þágu fanga á Islandi. Þessi maður heitir Björn Einarsson og er starfsmaður fangahjálparinnar Verndar. Blaðamenn Tímans áttu þess kost að fljóta með honum austur á Litla Hraun á dögunum og á leiðinni frá Reykjavík var eftirfarandi viðtal tekið. Það sem Björn hefur að segja á erindi til fólks þó niðurlagið sé ekki í samræmi við innganginn ætti fólki að vera óhætt að lesa áfram. Dómsmálaráðherra kom til hjálpar - Það að ég lenti á Litla Hrauni á sínum tíma var endirinn á minni óreglu. Ég drakk alveg hroðalega og hafði verið í strætinu í lengri tíma er mér var stungið inn. Lífið gekk út á að útvega sér brennivín og því falsaði ég ávísanir og stal til þess að eiga fyrir brennivíninu og auðvitað kom að því að ég hlaut dóm og lenti á Hrauninu. Þá varð mér ljóst að þetta var hámarkið. Ég var búinn að drekka mig inn í fangelsið og það eina sem ég gat huggað mig við var að ég hafði aldrei lent í „leiðinlegum málurn" s.s. líkamsárásum. Áður en Björn Einarsson hafnaði síðast á Litla Hrauni, þá fór hann í meðferð á Silungapolli og Sogni árið 1979 og hætti að drekka um tíma. Síðar ■ Áfengissýki verður ekki læknuð með lykli er „mottó“ Björns Einarssonar hjá Vernd, sem hér stendur, að þessu sinni. fyrir utan rimiana á Litla Hráuni. Tímamynd Róbert „Það á ekkert að dekra við fanga” seig þó aftur á ógæfuhliðina og 1980 fékk hann rúmlega eins árs dóm, sem hann lauk við að afplána 16. desember 1981. Þann dag gekk Björn aftur út í lífið og gat sagt við sjálfan sig með nokkurri vissu að hann væri hættur að drekka og við það hefur hann a.m.k. staðið síðan. - Ég var búinn að beita mér fyrir ýmsu í málefnum fanga á Litla Hrauni meðan ég var þar og m.a. átti ég sæti í hinu umtalaða trúnaðarráði fanganna. Þegar ég slapp út var mér boðin vinna hjá Vernd og í byrjun þessa árs settist ég niður við símann á Ránargötu 10 og hóf að vinna í þágu fanganna með mínum aðferðum. Ég fekk frían síma, fæði og húsnæði auk þrjú þúsund króna á mánuði, en eftir mánuðinn hafði mér orðið það mikið ágegnt að Dómsmála- ráðuneytið samþykkti að leggja fram fimm þúsund krónur á móti Vernd til þess að ég gæti haldið starfi mínu áfram. Þetta bafðist í gegn að mestu leyti fyrir tilstilli Friðjóns Þórðarsonar dómsmála- ráðherra og annara góðra manna í ráðuneytinu og eiga þeir þakkir skildar fyrir skilning sinn á málefnum fanganna. Alls staðar vel tekið - Hvað felur starf þitt í sér? - Ég geri allt það sem ég get til að reka erindi fanga fyrir utan „múrana“. Margir fanganna hafa kannski mál á leiðinni einhvers staðar í kerfinu, sem eftir á að dæma í og á meðan svo er þá getur enginn fengið „reynslulausn" og eins eiga menn á hættu að þurfa að fara aftur í fangelsi síðar þó að þeir hafi ekkert af sér brotið eftir að þeir sluppu út. Til þess að hraða þessum máluni þá hef ég farið til rannsóknarlögreglu- mannanna og allir hafa tekið mér ákaflega vel og undantekningarlaust sýnt þessum málum mikinn skilning. Ég fæ einnig leyfi, s.s. jarðarfararleyfi fyrir fangana og eitt af því sem ég vinn mikið að þessa dagana er að reyna að fá lengri leyfi fyrir fanga eftir að líða tekur á afplánunina. Þetta tel ég bráðnauðsyn- légt til þess að fangarnir losni ekki úr tengslum við þjóðfélagið og það líf sem er fyrir utan rimlana. - Það hefur verið mikið rætt um að aðbúnaðurinn á Litla Hrauni hafl breyst til batnaðar síðustu ár? - Það er rétt og þetta er eins og svart og hvítt síðan Helgi Gunnarsson varð forstjóri á Litla Hrauni. Hér geta menn nú unnið og þó vinnan mætti e.t.v. vera fjölbreyttari, þá vinna menn a.m.k. fyrir peningum og það gefur lífinu mikið gildi. Þá má nefna að Brynleifur Steingrímsson, læknir er kominn hér í 75% starf og hann heldur þar fyrirlestra um áfengismál einu sinni í viku, en auk þess hafa AA-samtökin verið með reglulega fundi. — segir Bjöm Einarsson, starfsmadur Verndar, sem jafnframt er fyrrverandi fangi á Litla Hrauni „Hvítflibbarniru eiga ekki að njóta forréttinda - Hvað finnst þér brýnast að gerist í málefnum fanga á næstunni? - Mér finnst það númer eitt að mönnum sé gefið tækifæri til að bæta fyrir brot sín og stytta þannig dóma. Hafi menn falsað ávísanir eða stolið peningum eða öðru, þá finnst mér að þeir eigi að fá að borga það til baka á meðan þeir sitja inni. Þessir menn vinna fyrir kaupi og það mætti renna til þessara hluta. Annað sem er ákaflega brýnt er að ungum mönnum sé ekki stungið í fangelsi nema þá í algjörri nauðvörn. Það segir sig sjálft að það verða fáir betri á að sitja inni og það er því umhugsunarvert hvað verður um þá 200 unglinga sem eru á skrá hjá Skilorðs- eftirliti ríkisins. Þá er ég eindregið þeirrar skoðunar að það eigi ekkert að dekra við fanga og áfengissýki verður ekki læknuð með lykli. Ég vil taka upp umræðu um þessi mál og þá sérstaklega auðgunarbrotin. í því sambandi vil ég sömu lög yfir alla menn og að „hvítflibba-afbrotamennirnir" verði látnir taka út sínar refsingar við hliðina á öðrum hér á Litla Hrauni. - Sérðu árangur af staríi þínu? - Því verð ég að svara hiklaust játandi því að það væri útilokað að standa í þessu án þess að hafa erindi sem erfiði. Ég hef enn sem komið er ekki komið nálægt máli sem ekki hefur farið vel og fangarnir vita að þeir verða að vera hreinskilnir og treysta mér ef ég á að tala máli þeirra. Þeir vita að það þýðir ekkert að ljúga að mér og ég myndi heldur aldrei fara til manna eins og Friðjóns Þórðarsonar, dómsmálaráð- herra án þess að hafa sannleikann í för með mér. - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.