Tíminn - 04.11.1982, Qupperneq 2
■1A A H !l “ 11 i:
2
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1982
f spegli tfmansj
LUmsjón: B.St. og K.L.
ftWPY GIBB KOMIWN
AFTUR Á RÉTTAN KJÖL
■ Loksins er svo að sjá, sem
Andy Gibb sé búinn að vinna
bug á ástarsorginni, sem hann
var haldinn eftir að samband
hans og Victoriu Principal
rofnaði. Nýlega lék hann á als
oddi í afmælisveislu, sem hald-
in var til heiðurs Broadway-
stjörnunni Maureen
McGovem. Hann vék ekki frá
afmælisbaminu og notaði
hvert tækifæri sem gafst til að
haldast í hendur við hana.
Það var ekki vanþörf á fyrir
Andy að taka sig saman. Eftir
að Victoria gerði honum Ijóst,
að hún væri orðin leið á
félagsskap hans og óskaði eftir
að halda sig að eldri mönnum,
sem væra betur við hennar
hæfi, varð Andy örvilnaður.
Eftir því sem hann segir sjálfur,
lagði hann ekki stund á annað
eftir það en áfengisþamb og
piUuát. En þegar horfumar
vora orðnar virkilega dökkar,
varð hann fyrir því láni að
kynnast Maureen. Henni tókst
það, sem hvorki foreldram
hans né bræðrum hafði
heppnast, að Hfa hann upp úr
eymdinni.
En Maureen lét ekki þar við
sitja. Hún ráðlagði Andy að
semja frið við þá, sem hann
hefði troðið um tær á lífsleið-
inni. Andy lét ekki segja sér
það tvisvar og byrjaði á blaða-
mönnum og fréttaljósmyndur-
um, sem hann hafði áður eldað
við grátt silfur. Það leið því
ekki á löngu áður en Andy fór
að fá hjá þeim sömu einkunn
og áður en hann lenti í
Victoriu-ævintýrinu, að hann
væri besti strákur.
Kunnugir segja, að Andy sé
þó ekki alveg búinn að gleyma
Victoriu. Hann nefni nafn
hennar varla sjaldnar en í
annarri hverri setningu. En
hann er þó aUur annar maður
og batnandi manni er best að
lifa.
■ - Það er Maureen að þakka, að mér tókst að rífa mig upp úr
skítnum, segir Andy Gibb um vinkonu sína Maureen McGovem
■ Andy á bágt mað að gleyma Victoriu, en hann hefur þó jafnað
sig eftir versta áfaUið, þegar hún vildi ekki lengur hafa neitt með
hann að gera.
ENN ER LOPINN TEYGÐ-
UR I DALLAS-ÞÁTTUNUM
— þó að komnir séu á hann ýmsir bláþræðir
■ Nú eru hafnar tökur á
nýjum DaUasþáttaflokki í
Bandaríkjunum, og þó að það
hljóti að vera erfitt, er reynt að
ganga enn lengra en hingað tU
í alls kyns skepnuskap, sem er
aðaleinkenni þáttanna.
Fegurðardísiraar Pam, Lucy
og Sue-EUen geta unað glaðar
við sitt hlutskipti, en þær fá
glænýjan fatnað til að skarta í
og einu fyrirmælin, sem
fatahönnuðurinn fékk, voru
þau, að nú skyldu hálsmálin
enn flegnari en fyrr og pilsfald-
arair ná enn styttra niður á
lærin en áður! Þá hefur sú
stefna verið tekin, að hætta að
beina kvikmyndavélunum frá,
þegar hæst hóar í bólförum,
nú skal nákvæmlega fylgst
með hvcrnig þær fara fram í
Ewing-fjölskyldunni!
En þetta eru ekki einu
umskiptin. Bobby, sem tU
þessa hefur verið nokkurn
veginn eins og fólk er flest,
verður nú skyndUega gripinn
valdagræðgi. Hann er hættur
að láta J.R. ráðskast með sig
og beitir nú hnúum og hnefum
tU að koma sínum málum
fram. Hann sýnir jafnvel á sér
nýjar hliðar í eiginmannshlut-
verkinu og gefur nú bróður
sínum h'tið eftir í alls konar
framhjáhaldi, en Pam hefur
krafta og vit tU að hefna sín
rækUega.
Og nú er komið að J.R. að
■ Bobby hefúr tU þessa verið þægur og Ijúfur sonur, en nú
verður breyting á. Hann stendur í stöðugu þrasi við móður sína,
sem virðist nú helst hafa hug á að yfirgefa fjölskyldu sína og hefja
nýtt líf.
■ Það virðist hafa orðið hugarfarsbreyting hjá J.R. Hann er
a.m.k. ekki eins andstyggUegur og við eigum að venjast. En hér
liggur fiskur undir steini.
■ Lucy og Pam hlakka tU að
klæðast enn minni og glæsUegri
fötum en fyrr.
■ AUt gengur á afturfótunum
hjá Ciiff Barnes og hann fyUist
örvilnun.
sýna að hann á betri hliðar en
hingað til hafa sést. Hann
reynir að koma sér í mjúkinn
hjá Sue-EUen aftur, en þau eru
nú skUin. Reyndar vakir aðeins
fyrir honum að komast yfir arf
þann, sem tUheyrir syni þeirra,
en er á meðan er.
Lucy og CUff Bames verða
fyrir hverju áfallinu á fætur
öðru. Aumingja Lucy verður
nauðgað af Ijósmyndara
nokkrum og hún verður með
bami. Reyndar segja Ulgjaraar
tungur, að það atriðið hafi
verið samið með það í huga,
að Charlene TUton, sem leikur
Lucy, geti þannig komið ný-
fæddri dóttur sinni, Cherish
Lee, strax ■ hlutverk í hinum
arðbæru DaUasþáttum! En af
Cliff Barnes er það að frétta,
að hann verður svo lífsleiður,
að hann reynir að svipta sig lífi.
Jafnvel hin sauðtrygga og
umburðarlynda Miss EUie
tekur breytingum. Hún hefur
ekki úthald í að syrgja mann
sinn Jock nema sem svarar
tveim þáttum. Þá er hún óðar
orðin ástfangin upp fyrir haus.
Og sá útvaldi er - eins og vera
ber - veUríkur olíuauðkýfingur
og helsti keppinautur Ewing-
anna í ofanálag!
Það er kannski ekki furða,
þó að áhorfendur velti því fyrir
sér, hvort þessar breytingar
boði endalok DaUasþáttanna.
En þeir, sem gerst fylgjast með
málum, segja það útilokað. Á
meðan DaUasþættirair skili
eins miklum ágóða og raun ber
vitni, verði haldið áfram að
framleiða þá, og skipti þá ekki
máU, þó að söguþráðurinn sé
kominn út í algerar ógöngur,
segja þeir.
Sophia
teiknar
frímerki
■ Safnarar um viðan heim
bíða nú í ofvæni cftir útgáfu
nýs góðgerðafrímerkis, sem
Sameinuðu þjóðiraar hyggjast
gefa út. Höfundur merkisins er
nefnUega enginn annar en sjálf
Sophia Loren!
I Ijós hefur komið að
leikkonan er dágóður teiknari
og þegar hún var beðin um að~
skUa inn uppástungu að nýju
góðgerðafrímerki, lét hún ekki
lengi á sér standa. Myndin
sýnir tvær hendur, sem teygja
sig í átt að Ijósi. Nú þegar er
farið að selja á svörtum mark-
aði í New York eftirmyndir að
merkinu í stærðinni 20x27 cm.
Gangverð er um 1200 kr.
Kann
Caroline
Kennedy
enga
manna-
siði?
■ Aumingja Jackic Onassis
varð fyrir hálfgerðu áfalli dag
einn ekki ails fyrir löngu,
þegar hún opnaði dagblaðið
sitt. Þar stóð það svart á hvítu,
að dóttir hennar, Caroline
Kennedy, kynni alls enga
mannasiði!
Þar stóð nákvæmlega tiltek-
ið, að Caroline hefði skömmu
áður komið inn á fínan veit-
ingastað í New York í fylgd
þriggja aðdáenda af hinu kyn-
inu. Var tU þess tekið, hvað
hún var drusluleg tU fara, en
þó tók fyrst steininn úr, þegar
hún tók greiðu upp úr pússi
sínu á meðan á máltíðinni stóð
og fór að greiða sitt fagra,
mikla hár. Varð þá öðrum
gestum staðarins nóg boðið,
að sögn blaðsins!
En það var líka tekið fram,
að svo virtist sem fylgdarsvein-
arair þrír hefðu ekki kippt sér
upp við framkomu forsetadótt-
urinnar fyrrverandi.
Hesta-
brúð-
kaup f
Florida
■ Átta skeifur
voru viðstaddar
„brúðkaupið“ í
Florida, en skeifur
eiga sem kunnugt er
að vera gæfumerki.
Og skeifurnar allar
báru brúðurin og
brúðguminn, sem
nánar tiltekið voru
meri og hestur! Eig-
andi þeirra sagði þau
hafa verið samvist-
um svo lengi, að
tími væri kominn til
að leggja blessun
yfír sambandið!