Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 Skemmuvegi 20 - Kopavogi Símar (91)7-75 51 & 7-80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir £2 Armúla 24 36510 Þing Landssambands mennta- og fjölbrautaskólanema nýafstaðið: BARÁTTUMAL OKKAR ERU HÚSNÆWS- OG SKÓLAMAE' Rætt vid stjórnarmennina Svein Gfslason og Harald Jónsson ■ „Helstu baráttumál okkar eru hús- næðismál skólanna, og menningarmál framhaldsskólanema og þegar við segj- um menningarmál þá notum við það orð í víðasta skilningi." Það eru þeir Sveinn Gíslason og Haraldur Jónsson, sem svo mæla, en þeir eru báðir í stjórn Félags mennta- skóla- og framhaldsskólanemenda LMF, Sveinn er formaður og Haraldur gjald- keri. Ping þessara samtaka er nýafstaðið og af því tilefni litu þeir inn á ristjórn Tímans og við tókum þá tali. Hvers konar samtök eru LMF? Petta eru samtök nær allra nemenda í menntaskólum og fjölbrautaskólum, en þó eru til skólar sem standa utan við. En samtals eru í samtökunum um 7000 manns. Þetta eru hagsmunasamtök, en starfa á algerlega ópólitískum grunni, flokkspólitískum að minnsta kosti. Á þessu þingi okkar sem nú er að Ijúka þá gerðum við ýmsar ályktanir. Ef við byrjum á húsnæðismálunum, þá eru þau afar misjafnlega á vegi stödd eftir skólum, sumir eru vel staddir aðrir hörmulega, bæði hvað varðar aðstöðu fyrir nemendur innan skólanna og eins hvað varðar til dæmis nemendur sem þurfa að flytja að heiman, kannske langan veg til að geta verið við nám. Þeir eiga oft í miklum húsnæðisvand- ræðum. Mötuneytisaðstaða er þar til dæmis engin, nemendur verða að snæða nesti sitt á göngum eða í fatahengjum. Raunar hafa mötuneytismál verið mjög á dagskrá hjá samtökunum undanfarið. Við teljum að við alla skóla eigi að vera starfrækt mötuneyti, þar sem nemendur fá keypt fæði á kostnaðarverði en ríkið greiði vinnulaun. Það má geta þess hér að nú hefur nefnd, sem menntamála - ráðuneytið skipaði á sínum tíma um mötuneytismál skilaði nýverio áfanga- skýrslu, en þar er aðeins fjallað um grunnskólana. Hvernig hyggist þið svo haga starfinu? Það verður að segjast eins og er að það hefur verið nokkur deyfð yfir starfinu undanfarið, og við höfum fullan hug á því að efla það: Við viljum fá viðurkenningu á Landssambandinu sem hagsmunasamtökum þeirra aðila sem að því standa. Draumurinn er að ráða framkvæmdastjóra í hálft starf, þannig að alltaf sé einhver við á ákveðnum tíma sem getur svarað fyrir samtökin og gegnt erindum þess. Annað sem við viljum gjarna geta um er að við hyggjumst fara af stað með ítarlega skoðanakönnun meðal nem- enda í mennta- og fjölbrautaskólum. Við hyggjumst kanna m.a. áfengismál, fíkniefnamál og fleira. Þessi könnun verður algerlega á okkar vegum, en hugsanlega leitum við eftir einhvers konar tæknilegri aðstoð, ef okkur þykir þurfa. ( því sambandi má geta þess að við flesta skólana eru samfélagsfræði- deildir, sem hafa sérmenntuðum kenn- urum á að skipa og ef til vill er eðlilegt að við getum búist við aðstoð þeirra. Við stefnum að því að niðurstöður könn- unarinnar liggi fyrir áður en jólafrí hefjast. Hvernig fjármagnið þið starfsemi ykkar? Það er tekinn nefskattur af hverjum nemanda í þeim skólum, sem eiga aðild að landssambandinu, 15 krónur af hverjum. En ef við ráðum starfsmann þá er ljóst að það nægir ekki. Hvernig gengur að samræma félags- störfin náminu? „Það er erfitt. Það má eiginlega segja að það gangi ekki“ segja þeir félagar en þó er sá háttur hafður á í sumum skólum að nemendur fá punktafrádrátt vegna mikilla félagsmálastarfa, enda er það menntun eins og hvað annað. JGK F.v, Sveinn Gíslason formaður og Haraldur Jónsson gjaldkeri. FIMMTUDAGUR 4. NÓV.1982 Fréttir Nýtt sfldarverð ákveðið í dag? ■ Fiskinefnd Verðlags- ráðs Sjávarútvegsins kom saman til fundar í gær til að fjalla um þá ákvörðun kaupenda að segja upp verði á síld til frystingar. Verður nýtt verð ákveðið í þessari viku. Verð á síld til frystingar var í haust ákveðið það sama og verð á síld til söltunar, þrátt fyrir að fyrir lægi að mun erfiðara væri að losna við frystu síldina. Var óskað eftir því að síld yrði söltuð og fryst jöfnum höndum, en af skiljanlegum ástæðum kepptust kaupendur fyrst og fremst við að salta upp í leyfilega kvóta, en ákvæði voru um að segja mætti upp verði á síld til frysting- ar með fjögurra daga fyrir- vara. Eins ogTíminn hefur greint frá var verðinu sagt upp sl. mánudag og gildir því síldverðið aðeins fram til föstudags. Nýr fundur hefur verið boðaður í fiskinefnd í dag. -ESE Þrír unglingar játuðu ■ Þrír unglingspilatar hafa játað að hafa brotist inn í verslunina Kjöt og fisk við Seljabraut í Breið- holti. Þeir hafa allir verið staðnir að innbrotum áður. Piltarnir höfðu á brott með sér mikið af tóbaks- vörum, auk ávísanaheftis og stimpils verslunarinnar. Megnið af þýfinu fannst í vörslu þeirra. Lítið miðaði til samkomulags ■ Samningar tókust ekki í deilu starfsmanna í álver- inu í Straumsvík og ís- lenska álfélagsins í gær- kvöldi, og miðaði lítið í átt til samkomulags. Annar fundur er boðaður í dag kl. 13.30 hjá ríkissáttasemjara og náist ekki samkomulag þar kemur til vinnustöðv- unar á miðnætti í nótt. dropar Leigðíþrjúár-allt fyrirfram ■ Það er sitt hvað em menn leggja fyrir sig þegar þeir á annað borð eru ákveðnir í að gera bágindi meðbræðra sinna sér að féþúfu. Þeir sem þekkja til á leigumarkaði höfuðborg- arinnar vita hversu erfiðlega getur verið að komast undir leiguþak, og kalla þó ekki aUt ömmu sína í þessum efnum. Vonandi eru þó kröfur um jafnálitlegar leiguupphæðir og koma fram í eftirfarandi smá- auglýsingu úr DV einsdæmi, en auglýsingin er á þessa leið: „Til leigu góð 3ja herbergja íbúð frá og með 15. nóvember í 3 ár, fast verð 260 þús. (allt fyrirfram), reglusemi áskilin." .Láta mun nærri að mánaðar- leigan fyrir þessa íbúð nái 7300 kr. á mánuði. Vonandi lætur enginn bjóða sér þetta tilboð, sem örugglega stenst ekki ef litið er til húsaleigulaganna. Jóhannesi tíðrætt um höfðatöluna ■ Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, var ekkert að skafa utan af hlutunum í sjónvarpsþættinum á þriðjudagskveldið, þegar saumað var að honum og bann spurður um gang efnahags- mála. Sérstaka athygli vöktu orð sem hann lét falla um skuldir íslenska þjóðarbúsins gagnvart erlendum lánadrottn- um, ekki síst fyrir þá sök að Jóhannes taldi að íslendingar skulduðu mest allra þjóða miðað við höfðatölu, þ.e. á hvem einstakling. Venjulega þegar erlendar skuldir em metnar er miðað við þjóðarframleiðslu, en gár- ungamir segja að seðlabanka- stjóra hafi verið höfðatalan svo hugleikin einmitt þetta kveld, þvi fyrr um daginn hafi hann eignast sitt fyrsta harna- bam, og þar með verið orðinn afi. Til hamingju Jóhannes. Krummi ... ...leggur til að loðnuveiðiflot- inn fái að fara á háhymings- veiðar þar til loðnuveiðar verða leyfðar að nýju.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.