Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1982 7 erlent yfirlit ■ Mynd þessi var tekin, þegar Brésnjef flutti hina umtöluðu raðu sína á dögunum. Á bak við hann standa þeir Chemenko (lengst til hægri), Andropoff og tveir hershöfðingjar. Chernenko ekki eins harðorður og Brésnjef Tbilisi ræða hans vekur athygli ■ ÞAÐ HEFUR vakið verulegt umtal meðal fréttaskýrenda, að daginn eftir að Brésnjef flutti í sambandi við hersýningu í Moskvu hina harðorðu ræðu sína um utanríkisstefnu Reagans, hélt annar forustumaður Sovétríkjana, Konstantin U. Chemenko, ræðu á fundi í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, þar sem tónninn í garð Bandaríkjanna var aðeins mildari, og jafnframt lýst yfir því, að það væri enn óbreytt stefna Sovétríkjanna að eiga sæmilega sambúð við Bandaríkin. Chemenko sagði, að Sovétríkin væm mótfallin frekari spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Sovétríkin eru sterk, sagði hann og geta beðið, ef Washington heldur áfram stefnu ógnana. Sovétríkin hræddust hvorki refsiaðgerðir á hemaðarsviðinu eða herskáa afstöðu. Við trúum því, sagði hann ennfremur, að fyrr eða síðar muni almenn skynsemi sigra og koma í veg fyrir styrjaldarhættuna. Að öðm leyti var Chemenko álíka harðorður í garð stefnu Reagans og Brésnjef. Hann tók einnig undir ummæli Brésnjefs um Kína. Hann sagði, að Sovétríkin vildu koma á eðlilegum samskiptum við Kína. Við emm sann- færðir um, sagði hann, að bæði Kína og Bandaríkin myndu græða á því, svo og málstaður friðar í heiminum. RÆÐA CHERNENKOS hefur vakið sérstakt umtal sökum þess, að hann er nú talinn annar þeirra manna, sem sé líklegastur til að hljóta sæti Brésnjefs, þegar hann lætur af fomstunni. Hinn er Juri Andropoff, sem áður var yfirmaður leynilögreglunnar (KGB), en lét af því starfi á þessu ári og tók við störfum sem einn af helztu íramkvæmda- stjórum flokksins. Athygli vakti, að þegar Brésnjef flutti áðumefnda ræðu sína, stóðu þeir And- ropoff og Chemenko hlið við hlið á bak við hann. Sumir fréttaskýrendur segja, að það geti verið einhver vísbending, að Chern- enko stóð nær Brésnjef og hafi staðið næstur honum við háborðið hægra megin. Ustinoff vamarmálaráðherra stóð vinstra megin við Brésnjef. Chemenko hefur um langt skeið verið ■ Chemenko nánasti samverkamaður Brésnjefs. Brés- njef er talinn hafa átt mestan þátt í því, að Chemenko fékk sæti í framkvæmda- nefnd flokksins. Það þykir sennilegt að Brésnjef myndi tilnefna Chemenko eftirmann sinn, ef hann gæti ráðið því. Hins vegar þykir líklegt, að ýmsir aðrir í framkvæmdanefndinni kjósi And- ropoff heldur. Meðal erlendra frétta- skýrenda er það álit almennara, að Andropoff verði hlutskarpari. En hvor þeirra, sem verður fyrir valinu, munu brátt aftur verða manna- skipti í sæti flokksforingjans. Chemenko er orðinn sjötugur og Andropoff 68 ára. Þess vegna er þegar farið að stinga saman nefjum, hver taki við af þeim. EN SVO aftur sé vikið að ræðu Chernenkos, hefur það orðið umræðu- efni fjölmiðla síðustu daga, að blærinn var nokkuð annar á ræðu hans en ræðu Brésnjefs. Fréttaskýrendur velta vöngum yfir því, hvort ræða Brésnjefs hafi þótt of hörð og lokað um of leiðum til bættrar sambúðar við Bandaríkin, og því hafi Chernenko verið látinn gera bragarbót, eða hvort það hafi verið skipulagt fyrirfram, að líklegur eftirmaður Brésn- efjs hagaði máli sínu nokkuð á annan veg. Sumir fréttaskýrendur hallast að þeirri skoðun, að orsök þess, að Brésnjef var eins harðorður og raun varð á, sé óánægja innan hersins vegna þess að hann fái ekki næg framlög til að efla vígbúnaðinn til jafns við vígbúnaðarfyr- irætlanir Reagans. Brésnjef hafi með ræðu sinni viljað draga úr þessari óángæju og m.a. þess vegna lofað því, að Bandaríkin yrðu ekki látin fá yfirburði á hernaðarsviðinu. Sumar heimildir herma, að innan hersins sé andstaða gegn ýmsum yfirlýs- ingum Brésnjefs í afvopnunarmálum, eins og t.d. þeirri yfirlýsingu, að Sovét- ríkin muni ekki beita kjamavopnum að fyrra bragði. Ýmsir hershöfðingjar eru sagðir óttast, að þetta gæti ýtt undir, að árás yrði gerð á Sovétríkin. Sennilega gildir það jafnt um Sovét- ríkin og Bandaríkin að þar takist á haukar og dúfur, en munurinn er sá, að þessi átök gerast bak við tjöldin í Sovétríkjunum en á opnu sviði í Bandaríkjunum. Sé þetta rétt, mætti skilja ræður þeirra Bresnjefs og Chemenkos á þann veg, að verið væri að jafna slíkan ágreining og gera bæði haukum og dúfum nokkuð til geðs. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir ■ Kosningaúrslitin munu valda Reagan erfiðleikum Kosningaúrslit- in áfall fyrir stef nu Reagans ■ Kosningamar í Bandaríkjunum í fyrradag valda því að staða Reagans forseta hefur versnað mjög. í full- trúadeildinni unnu demókratar 25 sæti og hafa þar andstæðingar Reagans að líkindum meirihluta. Reagan forseti verður því að semja við andstæðinga sína um framgang efna- hagsmálafrumvarpa sinna í deildinni Hann kveðst sjálfur ætíð hafa gert ráð fyrir því að þurfa að semja við demókrata um ýmis atriði, en hann muni í engu hvika frá meginstefnu- miðum sínum. Demókratar unnu einnig á í kosningum til öldungadeilarinnar, en þar hafa þó repúblikanar enn meirihluta. Ýmsir af 'ahrifamestu andstæðingum forsetans unnu stórsigra í sínum fylkjum, má þar nefna Edward Kennedy í Massachusettes. Talið er að kosningarnar verði e.t.v. til þess að Reagan neyðist til að draga úr fyrirhuguðum útgjöldum til hermála og auka útgjöld til félags- mála. Spumingin um hvort Bandaríkin ættu þegar í stað að leita samninga við Sovétmenn um gagn- kvæma stöðvun alls kjamorkuvígbún- aðar var ofarlega á baugi síðustu daga kosningabaráttunnar, en leitað var skoðunar kjósenda sérstaklega á því í mörgum fylkjum. Kennedy hefur verið sérlegur talsmaður fyrir gagn- kvæmri stöðvun og búist er við því að úrslitin í fyrradag auki verulega líkur hans á að hljóta útnefningu sem forsetaefni demókrata í forsetakosn- ingunum 1984. 50-60 MANNS HALDIÐ í GÍSLINGU ■ Allmargir vopnaðir menn réðust í gær inn í byggingu tyrknesku ræðismannsskrifstofunnar í Köln í Vestur Þýskalandi. Allmargir særð- ust af skotsárum er þeir réðust inn og margir gíslar voru teknir. Mörgum þeirra var sleppt en milli 50-60 manns voru í haldi þegar síðast fréttist, þ.á.m. ræðismaðurinn sjálfur. Byggingin] var þegar í stað umkringd af lögreglu og tyrkneskur diplómat var í símasambandi við Pólverjar fá gjaldfrest ■ í gær sömdu pólskir stjórnarer- indrekar og fulltrúar lánardrottna Pólverja á vesturlöndum um greiðslufrest á 2.4 milljónum dollara sem Pólverjar höfðu tekið að láni og áttu að standa skil á nú á þessu ári Þessir samningar voru undirritaðir í Vinarborg í gær og voru það alls um 500 lánastofnanir sem eiga aðild að þeim, flestar þýskar, en það hefur valdið v-þýskum bönkum miklum vandkvæðum hve skuldseigir Pól- verjar hafa verið undanfarið. Gierek stjórnin í Póllandi tók mikið af lánum þar á valdatíma sínum og var þeim ætlað að koma fótum undir nýjan útflutningsiðnað Pólverja, en þess í stað hefur þjóðarframleiðsla tilræðismennina og reyndi að komast að samkomulagi við þá. Allir til- ræðismennirnir eru félagar í vinstri öfgasamtökum, og eiga allir yfir hófði sér dóma í heimalandi sínu vegna hryðjuverka. Þeir hrópuðu slagorð gegn herforingjastjórninni í Tyrklandi, sem nú er búist við að framlengi valdatíma sinn um 7 ár eftir stjómarskrárbreytinguna í land- inu. Pólverja dregist saman eftir því sem hin pólitíska kreppa þar hefur færst f aukana. Handtekinn fyrir tilræðið við páfa ■ Vestur - þýska lögreglan hefur handtekið tyrkneskan ríkisborgara, sem grunaður er um að hafa verið með í ráðum, þegar reynt var að ráða Jóhannes Pál páfa 6. af dögum í fyrrasumar. Einn maður var handtek- inn eftir tilræðið og situr hann nú í lífstíðarfangelsi. Grunur hefur leikið á því frá upphafi að fleiri hafi verið með í ráðum um að ráða páfa af dögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.