Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 1
Eru bændur ekki „landslýður"? sjá bls. 8-9 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 4. nóvember1982 251. tölublaö - 66. árgangur >ósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 66387 og 86392 Háhyrningsveidum Gudrúnar GK lokið í ár: UM 4 MILUONIR FAST FYRIR HÁHYRNINGANA Erlent yfirlit: verða seldir í erlend ¦ Um 50 til 60 þúsund dollarar, eða jafngildi 750 til 900 hundruð þúsund krónur fást fyrir hvern háhyrning sem vélbáturinn Guðrún GK hefur fangað í haust fyrir Sædýrasafnið. Alls náðust fimm háhyrningar, af þeim sex sem Jón Gunnarsson, forstöðumaður Sæ- dýrasafnsins fékk leyfi til að veiða og lætur nærri að söluverðmæti þeirra sé á bilinu 3.7-4.5 milljónir íslenska króna. Samkvæmt upplýsingum Jóns Gunn- arssonar, forstóðumanns Sædýrasafns- ins þá verða háhyrningarnir fimm sendir úr landi um leið og þeir eru tilbúnir til þess og sagðist Jón eiga von á að það yrði ekki síðar en um næstu mánaðamót. Breskur dýralæknir hef- ur dvalið hérlendis að undanförnu í því skyni að rannsaka heilsufar dýr- anna, en það mun vera með miklum ágætum. Alls fóru 25 dagar að þessu sinni í háhyrningsveiðarnar, en ekki sagði Jón Gunnarsson fyrirhugað að fara aftur út á þessu ári. Sjötti háhyrningur- inn yrði því að bíða betri tíma. Þess má geta að Jón Gunnarsson fær reglulega fréttir af gengi háhyrning- anna erlendis, en háhyrningar frá Sædýrasafninu eru nú í sædýrasöfnum víða um heim. Fyrsti háhyrningurinn sem Guðrún GK náði við upphaf háhyrningsveiðanna 1976, hefur gert það einna best, en Guðrún eins og háhyrningurinn nefnist er í sædýrasafni í Hollandi. í þessari fyrstu veiðiferð veiddist reyndar annar háhyrningur en sá er nú í San Diego í Kaliforíu. Enn aðrir háhyrningar eru í Hong Kong, Japan, Bretlandi og Jón Gunnarsson sagðist vita til þess að nýlega hefði háhyrningur frá honum verið sendur frá Sviss til Argentínu. - ESE Formenn stjórnmálaflokkanna SAMKOMULAG UM FJÖLGUN ÞINGMANNA! ¦ „Ég held að það þurfi ekki að vera mikill ágreiningur á milli flokka um kjórdæmamálið", sagði Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins í viðtali við Tímann, þegar hann var spurður frétta af fundi flokksfor- mannanna í gær um kjördæmamálið, og sagðist Geir telja að unnt væri að afgreiða kjördæmamálið fyrir jól. „Stefnan er sú að jafna vægi á milli kjördæma annars vegar, og tryggja það að þingmannatala á Alþingi endur- spegli rétt atkvæðamagn flokkanna á meðal kjósenda," sagði Geir. Að- spurður um hvort hann teldi vera vilja hjá öllum flokkum fyrir því að þetta næði fram að ganga sagði Geir: „Ég hef ekki heyrt því mótmælt." Geir var sérstaklega spurður um fjölgun þingmanna, en eins og kunnugt er þá hefur meirihluti í skoðana- könnun DV lýst sig andsnúinn fjölgun þingmanna: „Eg tel að ekki verði unnt að komast hjá einhverri fjölgun þing- manna, ef víðtækt samkomulag á að nást af þeirri ástæðu að íbúar strjál- býlisins eiga erfitt með að sætta sig við fækkun fulltrúa sinna á þingi, þótt þeir viðurkenni að jafna beri vægi at- kvæða. Af því leiðir að fjölga þarf þingmönnum úr þéttbýli." „Við fórum yfir málin og ýmsa möguleika og hittumst aftur á þriðjudaginn. Ég tel vera ágæta sam- stöðu í þessum hópi," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins aðspurður um fund formann- anna í gær. Sagðist Svavar leggja áherslu á að niðurstaða fengist í þessum viðræðum formannanna sem fyrst, þannig að hægt yrði að komast fram úr þessu kjördæmamáli á yfir- standandi þingi. Aðspurður um fjölgun þingmanna, sagðist Svavar ekki vilja nefna neina ákveðna tölu, en sagði að talað væri um allt á bilinu einn og upp í tíu nýja þingmenn. _ AB Áskrifendagetraun Tímans: Dregið verd- ur í kvöld! ¦ í kvöld verður dregið um fyrsta vinninginn af fjóruin í glæsilegri áskrif- endagetraun Tímans. Er það húsbún- aðarvinningur að upphæð 25 þús. krón- ur frá Nýform. Þeir sem ætla að vera með í þessum fyrsta drættí verða því að gerast áskrifendur í dag, og senda útfylltán getraunaseðil tii Tímans, áður en dregið verður í kvöld. Þeir sem ekki hafa tök á að senda útfylltan seðil í tíma geta hringt í Sigurrósu í síma 86300, gerst áskrifendur, og látið hana fylla út getraunaseðilinn í leið- inni. ¦ Þeir eru þungt hugsi þingmenn Alþýðuflokksins þessa dagana og Sighvatur Björgvinsson og Eiður Guðnason eru þar engin undantekning. Enda þurfa þeir um margt að hugsa s.s. bráðabirgðalög og vaxtahækkanir og viðræður flokkanna og hver veit nema að vinnustaðafundir séu á næsta leiti. Tímamynd Róbert Chern- enko — bls. 7 Kartöflu- skemmdir - bls. 12 Land- mælingar - bls. 10-11 I rass og róf u - bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.