Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gfsll Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elrfksson, Friðrlk Indriðason, Heiður Helgadóttlr, Slgurður Helgason (fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónason. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. LJósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrtft á mánuðl: kr. 130.00. Setning: Tœknidelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins b,—= ■■ . . . Guðmundur P. Valgeirsson: ERU BÆNDUR EKKI „LANDS- LÝÐUR?” Ástandid í Sjálf- stæðisflokknum ■ Það kom engan veginn á óvart, þótt ótrúlegt sé, að stjórnarandstæðingar í Sjálfstæðisflokknum myndu nota fyrsta tækifæri til að reyna að skerast úr leik í þeim viðræðum, sem hafnar voru milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um kjördag og efnahagsaðgerðir, sem miðuðu að því að halda verðbólgunni í skefjum, a.m.k. fram yfir kosningar. Margar ástæður valda því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hætt þátttöku í viðræðunum um kosningadag og vill enga ábyrgð taka á efnahagsaðgerðum. Fyrsta ástæðan er sprottin af óvildinni í garð Gunnars Thoroddsen. Pessi óvild er svo mögnuð, að ýmsir áhrifamestu forustumenn stjórnarandstöðunnar í Sjálf- stæðisflokknum geta ekki hugsað til þess að taka þátt í viðræðum, sem eru að einhverju leyti undir forustu Gunnars Thoroddsen. Þess vegna er það aðalkrafa þeirra, að ríkisstjórnin segi af sér. Innanflokksdeilan í Sjálfstæðisflokknum hefur svo frekari áhrif á þetta. Stjórnarandstæðingar í Sjálf stæðisflokknum hafa knúið það fram, að fyrstu prófkjörin hjá flokknum verða í Reykjavík og Norðurlandskjördæmi vestra. Þessu er stefnt gegn þeim Gunnari Thoroddsen og Pálma Jónssyni. Þá bætist sú ástæða við og hún er ekki veigaminnst, að stjórnarandstæðingar í Sjálfstæðisflokknum hafa ekki komið sér saman um stefnu í efnahagsmálum. Þeir þora ekki að minnast á leiftursóknina fyrir kosningar vegna þeirrar útreiðar, sem hún hlaut í þingkosningunum 1979. Hins vegar hafa þeir ekki orðið sammála um aðra leið. Þeir standa því uppi ráðþrota og stefnulausir. Þetta geta menn bezt sannfærzt um með því að lesa forustugreinar Morgunblaðsins og hlusta á ræður þing- manna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi eða öðrum mann- fundum. Þar er ríkisstj órninni úthúðað og stefna hennar talin röng. Hins vegar örlar ekki neitt á því, hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill eða myndi gera undir núverandi kringumstæðum, ef hann hefði völdin. Um það ríkir alger þögn. Þetta hefur ekki sízt komið í ljós í umræðum um vaxtahækkunina. Þótt þessar umræður séu orðnar miklar og langar, veit enginn hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins til hennar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fara í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut. Nokkuð ber á vaxandi ótta við það, að íslendingar verði ekki færir um að fást við þann efnahagsvanda, sem nú sækir heim flestar þjóðir heims. Það dregur ekki úr þessum ugg, að stærsti stjórnmáalflokkurinn bendir ekki á nein úrræði og lætur fyrst og fremst stjórnast af óvild. Þetta hefur þó komið fyrir áður og samt hefur tekizt að stjórna. Það er ekki heldur útilokað, að Sjálfstæðis flokkurinn geti vitkazt, ef hann fær næga viðvörun kjósenda. Þjódin vill samstöðu ■ Áreiðanlega er það vilji þjóðarinnar, að erfiðleikunum verði mætt með aukinni samstöðu flokka og stétta. Mikil og vaxandi sundrung mun gera vandamálin örðugri viðfangs. Þess vegna er það áreiðanlega ósk meginþorra kjósenda að Sjálfstæðisflokkurinn endurskoði afstöðu sína. Ríkisstjórnin verður líka að gera sér grein fyrir,að undir þeim kringumstæðum, sem nú eru, er ekki hægt að taka 105 frumvörp til meðferðar. Takmarka verður viðræður' við það, sem er mest aðkallandi. ■ í forustugrein Dagblaðsins þann 9. október fer ritstjóri blaðsins hörðum orðum um meðferð fjármála ríkisins eins og gert er ráð fyrir þeim í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og átelur það ráðíeysi, sem þar ríki, að dómi ritstjórans. En út yfir allt tekur þó sú ósvífni, sem fram kemur þar í fjárframlögum og í fjárveitingum til niðurgreiðslna, útflutningsbóta og styrkja vegna landbúnaðarafurða. Tölur voru þar tilgreindar með samanburði við aðra liði fjárlaganna til að leggja enn meiri áherslu á hver ósvífni væri þar á ferð, og klykkt var út með þessum orðum: „Þetta verða svo landsmenn að greiða.“ Ekki legg ég dóm á þá talnameðferð. Ekkert er hægara þeim, sem hafa vilja til, en að blekkja með tölum, ef þeim býður svo við að horfa máli sínu til framdráttar. - En þungamiðjan í þessu er, að hér er á lævísan hátt verið að draga þjóðina í tvo dilka. Annarsvegar bændur og búalið með fjölskyldum sínum, sem lifi af niðurgreiðslum, út- flutningsbótum og styrkjum. Hinsvegar er svo „landslýður", sem verður að borga brúsann og bera baggann af framfærslu ómagalýðsins. Ég býst við að fleirum en mér hafi blöskrað þegar þeir heyrðu þessi orð eða sáu þau eigin augum. - í framhaldi af þessu vaknar sú spurning hvort bændur og aðrir, sem hafa erjað íslenska jörð, fegrað og prýtt heimili sín og heilar sveitir og séð landsmönnum öllum fyrir miklu af lífsnauðsynjum sínum til matar, fata og iðnaðar, eru ekki virtir þess að vera taldir í tölu landsmanna? Eiga þeir ekki sama rétt til lífsframfæris, til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins? - Eru þeir ekki skattgreiðendur og gjaldendur op- inberra gjalda til almenningsþarfa, eftir efnum og ástæðum, á sama hátt og aðrir landsmenn? Hvaða rætur liggja til þess, að reynt er að læða því inn af ákveðnum mönnum, hópum manna og jafnvel stjórnmálaflokkum, að bændur séu eins- konar sníkjudýr, sem losa þurfi þjóðfé- lagið við, að miklu eða öllu leyti? - Allir þekkja af gamalli reynslu hug ritstjóra Dagblaðsins til íslenskra bænda, og hvern kost hann hefur helst kosið þeim. Þrátt fyrir nokkrar skrokkskjóður, sem hann hefur hlotið í þeirri baráttu sinni og minna hafi farið fyrir honum á því sviði um skeið, er hann enn við sama heygarðshornið. Löngum hefur verið reynt að koma því inn í hug almennings, að niður- greiðslur á verði landbúnaðarvara séu beinn styrkur til bænda. Þetta er alrangt (svo notuð séu orð mæts manns) og hefur verið marghrakið og afsannað, en allt kemur fyrir eitt í kolli sumra manna. Þær koma bændum ekki við að öðru leyti en því að þeir eru neytendur eins og aðrir landsmenn. Hjá því verður tæpast komist. - Niðurgreiðslurnar eru hag- stjórnartæki stjórnenda landsins í þeim tilgangi gerðar, að þjóðlífið geti fremur haldið jafnvægi á klifri sínu upp snar- brattan og gálgatimburslegan verðbólgu- stigann, sem almenningur og stjórnvöld hafa í sameiningu tildrað upp í gáleysi sínu til ómældra erfiðleika í markaðs- málum og á öðrum sviðum. Eflaust eru það stórar upphæðir, sem margur hefur notið góðs af, þar á meðal Dagblaðið. Um útflutningsuppbæturnar gildir nokkuð öðru máli. Þær voru hugsaðar sem trygging fyrir því að bændur fengju nokkurt verð fyrir þá framleiðslu, sem selja þurfti á erlendum markaði. Var þeim ætlað að tryggja bændum sam- bærilegar tekjur við aðrar sambærilegar stéttir þjóðfélagsins. Þetta náðist aldrei og er nú svo komið, sem alkunnugt er, að erlendir markaðir fyrir þær eru lokaðir og því vá fyrir dyrum, ekki einungis fyrir bændur heldur þjóðina alla, beint og óbeint. Inn í þetta stóra og fordæmda dæmi ristjórans fléttast eflaust sú upphæð, sem ríkisstjórnin hefur orðið sammála um að „leggja til höfuðs sauðfjárbænda og annarra sauðfjáreigenda, eða með öðrum orðum, til að auðvelda illnauð- synlega fækkun sauðfjár í landinu vegna lokunar erlendra markaða fyrir afurðir þess. - Eflaust kemur sú ráðstöfun eitthvað skakkt fyrir hugsjón þeirra manna, sem aldrei hafa hugsað sér annað en að bændur gengju bótalaust frá búum sínum eins og flóttamenn í herteknu landi. Margur hefði ætlað að þessir hugsjónamenn ! hefðu látið kjurt liggja að krukka ekki í þau sár meðan bændur landsins liggja á „skurðarborð- inu“ og gangast undir þann holskurð sem óvíst er hvað margir lifa hann af, en svo er ekki. - Fyrirsjáanlegt er að í kjölfar þeirra aðgerða fylgir stórfelld Bókmenntir Litið til liðinnar bernsku Bolli Gústafsson: Vorganga í vindhæringi. ... á mótum ljóðs og sögu. Almenna bókafélagið. ■ „Þessi bók hlaut viðurkenningu í bókmenntasamkeppni Almenna bóka- félagsins sem útgáfan efndi til á 25 ára afmæli sínu. Viðurkenningin var veitt 1982.“ Hér hefur Akureyri eignast merka bók, heimild um menningarsögu staðar- ins á tíma heimsstyrjaldarinnar síðari. Vera má að heimamenn vildu heldur segja Oddeyri en Akureyri en í vitund okkar í fjarlægðinni er það einn og sami staðurinn. Og víst kemur höfundur við á sjálfri Akureyri og inn í Fjöru. Engum kemur á óvart að sr. Bolli í Laufási kann tök á máli og stíl. Það hefur hann sýnt með fyrri bókum sínum. Þar eru líká ótvíræð dæmi þess að hann kann að segja frá og lýsa samferða- mönnum. Sérstaklega minnisstæður er sá minnisvarði sem hann reisti húsfreyj- unni sem hann var hjá í sveit í Bárðardal í bernsku sinni, en hér er hann á heimaslóðum. Hér lýsir hann umhverfi bernsku sinnar. fækkun í bændastétt og skert kjör þeirra sem þrauka það af. Er vandséð hver þróun þeirra mála verður. Hætta er á, að víða um sveitir stefni til auðnar í byggð landsins. Þegar skriðan er runnin af stað verður ekki auðvelt að stöðva hana. Misjöfnum augum munu menn líta þá atburði. - Til eru menn, sem fagna því öðru fremur, en vonandi verða þeir fleiri, sem líta á það sem óbætanlega þjóðfélagsröskun. Þegnskapur og félagsþroski íslenskir bændur og samtök þeirra hafa að eigin frumkvæði beitt sér fyrir aðgerðum, sem stefna í þá átt að aðlaga framleiðslu sína þörfum þjóðarinnar í samræmi við breyttarmarkaðshorfur, og tekið á sig byrðar í því sambandi. Með því hafa þeir sýnt meiri þegnskap og félagsþroska en dæmi eru til um aðrar starfsstéttir í þessu þjóðfélagi. Því mætti ætla að þeir nytu virðingar og viðurkenn- ingar fyrir þegnskap sinn, og einnig þeir stjómmálamenn sem styðja þá í fram- kvæmdum, í stað skítkasts og ásakana skillítilla skriffinna. Þjóðfélagshugsjón þeirra manna virðist ekki fullnægt fyrr en bændur og búalið eru horfnir út úr þjóðfélagsmyndinni og blómlegar byggðir yfirgefnar og mannlausar. Þeir geta þess ekki, að sú þjóðfélagsröskun yrði margfalt meiri en ógurlegustu náítúruhamfarir gætu leitt yfir þjóðina og þjóðfélagsvandinn gerður að óbætan- legu böli. - Slíkt þarf að varast. Vonandi tekst að sneiða framhjá því með tilstyrk góðra og réttsýnna manna, utan þings og innan. Niðurgreiðslur, útflutningsuppbætur og styrkir, eru af mörgum, í ræðu og riti, tengdar við bændur og landbúnað og látið fastlega að því liggja að þeir einir sitji við þá kjötkatla og þurfi lítið annað fyrir lífinu að hafa. En málið er ekki svona eínfalt. Þessi fyrirbæri eru gegn- umgangandi í öllu okkar þjóðlífi og annarra þjóða og koma fram í ýmsum myndum. Þær „niðurgreiðslur" eru túlk- aðar á marga vegu, illar eða góðar, eftir innræti manna og hvemig haga þarf málflutningi í áróðursskyni. Hér verður fátt eitt af því talið þó af nógu sé að taka. En þegar rætt er um niðurgreiðslur og styrki til bænda og þeir hafðir á ■ Bolli Gústafsson. Verulegur hluti bókarinnar er settur eins og ljóð með stuttum línum. Mér finnst það yfirleitt hvorki gera til né frá. Mestu skiptir að hér er engin ó- nytjumælgi. Lítum hér á tvær mannlýs- ingar, nánast valdar af handahófi.Gunn- ar skátaforingja og Rasmussen ljós- myndara: „Ósjaldan eru húsin nefnd eftir hús- ráðendum. Gunnarshólmi er kenndur við Gunnar skátaforingja og bygginga- meistara; einhleypan mann. sem ýmsir telja leikglaðan sérvitring. Hann er umboðsmaður þess fyrirtækis á Bret-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.