Tíminn - 04.11.1982, Qupperneq 6
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1982
stuttar fréttir
ísafjörður
Fjölbreytt kennsla í
H úsmæðraskólan-
um á ísafirði
ísafjörður: I Húsmæðraskólanum
Ósk á Isafirði er nú verið að koma
fyrir leirbrennsluofni sem skólinn
hefur fengið. Að því loknu verða
auglýst námskejð í leirmunagerð og
postulínsmálningu. Einnigerætlunin
að halda námskeið í leðurvinnu
seinna í vetur.
Húsntæðraskólinn Ósk hóf starf-
semi sína í september s.l. með
löngum námskeiðum í verklegum
greinum, fatasaumi, vefnaði og mat-
reiðslu, munu þau námskeið standa
til jóla. Auk þesseru styttri námskeið
í bótasaumi, hnýtingum og mynd-
vefnaði. Kennsla á þessum nám-
skeiðum fer fram á kvöldin og eru
þau öll fullsetin.
Eftir áramót byrja síðan fimm
mánaða hússtjórnarnámskeið með
heimavist. Þar verða kenndar allar
hefðbundnar hússtjórnargreinar og
lýkur því með prófum. Námskeið
þetta sækja nemendur víðs vegar að
af landinu, enda góður undirbúning-
ur fyrir störf á hótelum og mötu-
neytum auk þess að vera hagkvæm
menntun fyrir hússtjórn eigin heimil-
is.
Skólastjóri húsmæðraskólans á
ísafirði er Þorbjörg Bjarnadóttir.
- HEI
Utanlandsferð
í boði fyrir
góða
spilamenn
í Árnessýslu
Árnessýsla: Alls um 18.000 kr.
vinningar - þar af 12.000 kr.
ferðavinningur fyrir 2 - verða í boði
í 3ja kvölda keppni í Framsóknarvist
sem Framsóknarfélag Árnessýslu
gengst fyrir nú í nóvember.
Fyrsta kvöldið - föstudagskvöldið
5. nóvember - verður spilað í
Aratungu í Biskupstungum, 2.
kvöldið - föstudaginn 12. nóv. - í
Félagsheimili Gnúpverjahrepps og
3. kvöldið - föstudaginn 26. nóv. -
að Flúðum í Hrunamannahreppi.
Gert er ráð fyrir að sest verði að
spilum kl. 21.00 öll kvöldin. Á
hverju þessara kvölda er áætlað að
stjórnmálamaður rabbi við fólk um
stjórnmálaástandið í hléi. Fyrstur
verður Davíð Aðalsteinsson, alþm.
2. kvöldið verður það Þórarinn
Sigurjónsson, alþm. og 3. kvöldið er
gert ráð fyrir Hauki Ingibergssyni
sem ræðumanni. Um 2.000 kr. kvöld-
verðlaun verða hverju sinni, en
heildarvinningur verður utanlands-
ferð fyrir tvo með Arnarflugi, sem
fyrr segir. Síðasta spilakvöldið er
áætlað að fá diskótek til að leika að
Flúðum á meðan talning fer fram.
„Og að sjálfsögðu lengur ef stemmn-
ing verður góð“, sagði Leifur Eiríks-
son' á Hlemmiskeiði - einn stjórn-
armanna í Framsóknarfélagi Árnes-
sýslu í samtali við Tímann. Leifur
tók fram að allir séu velkomnir á
þessi spilakvöld.
í leiðinni má geta þess að aðalfund-
ur Framsóknarfélags Árnessýslu var
haldinn á Selfossi sunnudaginn 24.
október s.l. fundurinn var málefna-
legur og góður að venju, en Leifi
þótti einna mestum tíðindum sæta að
kona var nú kosin í stjórn félagsins
í fyrsta sinn, „og fögnum við því
mjög“, sagði Leifur. Það er Sigur-
björg Geirsdóttir, húsm. á Stóru-
Reykjum, sem kosin var í stað
Garðars Hannessonar, símstöðvar-
stjóra í Hveragerði, sem ekki gaf
kost á sér til endurkjörs. Aðrir í
stjórn voru endurkjörnir.
- HEI
Réttindakenn.
urum fjölgar
og ráðningar
ganga betur
Vesturland: Kennararáðningar nú í
haust hafa gengið mun betur en áður
og svo virðist sem kennurum með
réttindi fjölgi auk þess sem sálfræði-
þjónusta hafi aukist, að því er fram
kom í ávarpi Snorra Þorsteinssonar,
fræðslustjóra á 11. ársþingi Kenn-
arasambands Vesturlands sem haldið
var í Munaðarnesi nýlega.
Á þinginu urðu m.a. umræður um
húsnæðismál grunnskóla á Vestur-
landi. í ályktun sem þingið sam-
þykkti var skorað á alþingismenn
Vesturlands að vinna ötullega að því
að viðhaldskostnaður skólamann-
virkja verði greiddur af ríkinu á móti
sveitarfélögunum, svo sem áður var,
svo kleift verði að halda þeim í góðu
lagi.
í annarri samþykkt þingsins er
vakin athygli á því neyðarástandi
sem enn ríki í húsnæðismálum
margra skóla á Vesturlandi. Sérstak-
lega er bent á að stórt grunn-
skólahúsnæði hafi verið tekið undir
framhaldsskóla árið 1977. Enn sé þó
langt í land að grunnskólinn hafi
fengið sambærilegt húsnæði í
staðinn, heldur sé aðstöðuleysinu
mætt með stórskertri kennslu í
ýmsum greinum. Þessi staðreynd
hljóti að verða til þess að Vesturland
fái mun ríflegri fjárveitingu til skóla-
bygginga en clla, og er skorað á
alþingismenn og fjárveitinganefnd
að taka tillit til þessa við afgreiðslu
næstu fjárlaga.
- HEI
fréttir
ATVINNU- 06 ORYGGIS-
MAUN (BRENNIDEPU
— á 13. þingi Sjómannasambands íslands
■ - Aðalmál þessa þings voru at-
vinnumál sjómanna og öryggismálin, en
þessi mál hafa verið í brennidepli
undanfarin ár, sagði Óskar Vigfússon,
formaður Sjómannasambands Islands í
samtaU við Tímann, en 13. þingi Sjó-
mannasambandsins lauk nú um helgina.
Óskar sagði að kjaramálin hefðu verið
mest rædd á þinginu, en öryggismálin
hefðu einnig mikið verið rædd.
Þing Sjómannasambandsins sam-
þykkti harðorða ályktun varðandi örygg-
ismálin, þar sem lýst er yfir undrun á
skilningsleysi stjórnvalda.
- Við getum ekki verið annað en
undrandi á því hvernig einum veiga-
mestu hlekkjum í öryggismálum sjó-
manna, Landhelgisgæslunni og Siglinga-
málastofnun eru skammtaðir fjármunir.
Þessar stofnanir eru í fjársvelti og þó að
það sé erfitt að skipta réttlátlega á milli
allra aðila, þá er það okkar skoðun að
það eigi ekki að bitna á þessum
mikilvægu stofnunum, sagði Óskar Vig-
fússon.
Alls áttu 64 fulltrúar rétt til setu á
þingi Sjómannasambandsins, en 59 full-
trúar mættu á þingið og sagði Óskar
Vigfússon að allar umræður á þinginu
hefðu verið mjög málefnalegar og þingið
hefði heppnast mjög vel. -ESE
■ Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra ávarpar 13. þing Sjómannasambands íslands. Til hægri á myndinni
eru fyrst Sigfinnur Karlsson frá Neskaupsstað sem var forseti þingsins að þessu sinni og Óskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambandsins. Við háborðið situr einnig Jón Kr. Olsen frá Keflavík, sem var ritari þingsins. Tímamynd G.E.
Breytingar á viðskiptareglum Seðlabankans
og innlánsstofnana
„Yfirdráttur sé
neydarúrræði’ ’
■ „Yfirdráttur á viðskiptareikningum
myndist aðeins í undantekingartilfellum
og sé álitinn algert neyðarúrræði, enda
getur peningakerfi þjóðarinnar ekki
staðist það til lengdar, að innlansstofn-
anir lendi í miklum og þrálátum lausa-
skuldum við Seðlabankann,“ segir m.a.
í fréft frá Seðlabanka íslands um nýjar
reglur um viðskipti Seðlabankans og
innlánsstofnana, sem taka gildi nú 1.
nóvember.
Eru reglur þessar settar til þess að
veita aukið aðhald og hvetja innláns-
stofnanir til þess að halda lausafjárstöðu
sinni þolanlegri, og þurfi með því þegar
til lengdar lætur minna á fyrirgreiðslu
Seðlabankans að halda.
( fréttinni segir jafnframt: „Innláns-
stofnunum sem eiga í erfiðleikum vegna
lausafjárstöðu, sem þær geta ekki leyst
með kvótavíxlum, verður geftnn kostur
á að semja við Seðlabankann um
bráðabirgðalán í stað yfirdráttar...“
Þá kemur fram að ákveðin hættumörk
verða sett á yfirdrátt hverrar innláns-
stofnunar, og úrbóta krafist ef farið er
yfir mörkin. Refsivextir verða stighækk-
andi, auk þess sem frekari viðurlögum
verður beitt, ef þörf krefur. Mun
Seðlabankinn jafnvel hætta fyrirgreiðslu
ef til mikils og þráláts yfirdráttar kemur.
-AB
Arnarflug:
Skipuleggur hópferðir
til Kanaríeyja í vetur
— í samvinnu við þrjár ferðaskrifstofur
■ Amarflug hefur nú í sam-
vinnu við ferðaskrifstofurnar
Atlantik, Ferðamiðstöðina og
Sögu skipulagt hópferðir til Kan-
aríeyja í vetur. Verður boðið
uppá mislangar ferðir, 11 daga,
18 daga og 25 daga, og verður
brottför alla þriðjudaga, en
fyrsta Kanaríeyjaferðin verður
farin 2. nóvember nk.
Arnarflug býður nú upp á þau nýmæli
í tengslum við þessar Kanaríeyjaferðir
að þriggja daga dvöl í Amsterdam er
inni í verðinu, sem að sögn þeirra
Halldórs Sigurðssonar markaðsstjóra
Arnarflugs og Stefáns Halldórssonar
markaðsfulltrúa er mjög hagstætt, eða
frá rúmum 11 þúsund krónum.
Á Kanaríeyjum verður dvalist á
hótelum, í íbúðum eða smáhýsum á
Gran Canaría eyjunni. Verða þessar
ferðir vikulega allt fram að páskum.
Vetraráætlunin til Amsterdam
vinsæl
Amarflug flýgur nú í vetur til Amster-
dam og þaðan til Keflavíkur alla
þriðjudaga og föstudaga. Á frétta-
mannafundinum sem Arnarflug hélt
kom fram að fjöldi fólks hefur nú þegar
notfært sér áætlunarflugið til stuttra
Amsterdamferða í haust og hafa helgarf-
erðirnar, frá föstudegi til þriðjudags
reynst mjög vinsælar.
Þá býður Arnarflug nú uppá sérstkt
fargjald til Amsterdam fyrir fólk í
viðskiptaerindum. í verði flugsins eru
m.a. innifaldar tvær næturgistingar með
morgunverði, auk þess sem farþegar
geta hringt ú r flugvéllinni og sent skeyti
sér að kostnaðarlausu.
-AB
Myndavíxl
f Helgar-Tíma
■ Myndvíxl urðu á bls. 5 í síðasta
Helgar-Tíma. Mynd af dr. Halldóri
Guðjónssyni kennslustjóra Háskólans
' birtist með viðtali við dr. Halldór Inga
Elíasson vararektor skólans, og mynd af
vararcktor með viðtali við kennslustsjór-
ann.
Er beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum.