Tíminn - 04.11.1982, Síða 9

Tíminn - 04.11.1982, Síða 9
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1982 9 „íslenskir bændur og samtök þeirra hafa að eigin frumkvæði beitt sér fyrir aðgerðum, sem stefna í þá átt að aðlaga framleiðslu sína þörfum þjóðarinnar í samræmi við breyttar markaðshorfur, og tekið á sig byrðar í því sambandi. Með því hafa þeir sýnt meiri þegmskap og félagsþroska en dæmi eru til um aðrar starfsstéttir í þessu þjóðfélagi.u hornum í því sambandi, verður ekki gengið framhjá þeim gífurlegu niður- greiðslum á raforku til þeirrar stóriðju, sem rekin er í landinu, í eigu erlendra auðhringa sem ekki hafa sýnt verulega þjóðhollustu eða þegnskap í viðskiptum sínum við land og þjóð. Þær niður- greiðslur hafa komið að litlu haldi í baráttunni fyrir föstu verðlagi og gegn verðbólgu. Þess verður ekki vart í skrifum þeirra, sem hneykslast á niður- greiðslum landbúnaðarvara, að þeir sjái athugavert við þær niðurgreiðslur. Og heilir stjórnmálaflokkar hafa það efst á stefnuskrá sinni að stórauka þá starfsemi og taka á þjóðina enn stærri niður- greiðslupakka en við nú búum við. - Margt mætti nefna um „niðurgreiðslur“ og styrki, sem þjóna líku hlutverki og styrkir til landbúnaðar, þ.e. að jafna aðstöðu og gera mönnum og starfshóp- um mögulegt að koma „framleiðslu" sinni á framfæri og lifa af henni. Kennir þar margra grasa, sem ekki verður upptalið. Misjafn árangur er af því fyrir þjóðarbúið og sumt þannig, að orkar tvímælis, þó ekki sé jafnmikill hávaði í kringum það og hitt, sem á einhvern hátt snertir landbúnað. - Nýlega var sagt frá því í bréfi Gylfa Kristinssonj frá Svíþjóð, til Tímans, hvernig einn af menningarvitum þjóðarinnar nýtir þær „niðurgreiðslur“, sem þjóðfélagið hefur úthlutað honum, til að auka hróður lands síns á erlendri grund (!) og greiða fyrir sölu á þeim framleiðsluvörum okkar, sem mest er börf fyrir að koma á erlendan markað um eþssar mundir. Má um það segja, að misjafnt hafist menn að. - Af gamalli og nýrri reynslu mætti ætla, að ristjóri Dagblaðsins og skoðanabræður hans litu þá „niður- greiðslu“ bjartari augum en niður- greiðslur og styrki til íslensks landbúnað- ar. Eiga 2000 bændur að flosna upp? Fyrir fáum árum lagði einn af þessum hagspekingum fram „patentlausn“ til að losa þjóðina við bændur og allt þeirra umstang (með kjötframleiðslu á hafnar- bakkanum í Reykjavík, þar sem Jónas Guðmundsson vill nú staðsetja kýrnar). Hann gerði sér fyllilega grein fyrir áhrifum þess og var himinljómandi yfir árangrinum. Hann sá í anda afdrif 2000 - tvö þúsund - bænda þegar þessi snjalla hugmynd væri komin í framkvæmd: „Auðvitað flosna þeir upp“ sagði þessi spekingur. Til þeirrar lausnar þurfti „aðeins hin kalda skynsemi að ráða, án tilfinningasemi" -Hvað gat það verið betra?! - Og ekki stóð á því að tekið væri undir þessa snjöllu (!) hugmynd. Dagblaðið tók vel undir hana stuttu síðar. Ég gerði þá tilraun til að svara þesari snjöllu (!) þjóðfélags hugmyndafræði og komst þar svo að orði, m.a.: „Daglega er brugðið upp fyrir okkur myndum í sjónvarpi af fólki og fjöl- skyldum, sem hafa verið hraktar frá heimilum sínum og heimkynnum. Oftast er þetta fólk klæðalítið og vannært, með ótta og skelfingu í augum og svip. Þetta fólk hefur verið hrakið á vergang af mönnum, sem „þora að hugsa án tilfinningasemi og af kaldri skynsemi" eins og komist var að orði. Allt eru þetta erlendar myndir, sem við látum okkur litlu skipta. Þegar við horfum á þetta hugsum við sem svo: Þetta kemur aldrei fyrir hjá okkur. Því hrekkur maður í hnút þegar fyrir augu og eyru manns berast hagfræðikenningar vissra manna, þar sem stefnt er í þessa átt. — í lengstu lög verður maður að vona, að ekkert það verði gert, sem lagt geti sjónvarpinu til myndefni, byggt á íslenskum atburð- um svipuðum þeim sem hér hefur verið vikið að.“ Þó þessum aðvörunarorðum yrði þá ekki komið á framfæri áttu þau fullan rétt á sér og eiga það enn, svo rangsnúið sem hugarfar margra er í garð bænda, enda stöðugt á því alið af vissum mönnum, sem telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir öðrum og beita áhrifum sínum í þá átt. Bæ, fyrsta vetrardag, 1982 Guðmundur P. Valgeirsson. landseyjum, er flytur inn múrsteins- blikkið, sem menn misskilja. Og margir misskilja Gunnar, sem eyðir tómstund- um sínum við barnaleiki. Hann hefur glöggt auga fyrir veikleika þeirra,sem telja fráleitt að tala við börn eins og manneskjur. Við upphaf þriðja áratugar boðaði Gunnar ungum drengjum erindi lávarð^ arins Baden Powells í verki: fór með þá í útilegur. Fyrst á skektu yfir Pollinn og áfram fótgangandi yfir Bíldsárskarð allt austur í Vaglaskóg. Þetta gerðist löngu fyrir daga svefnpoka og hverskonar viðlegubúnaðar. Þægindi eins og tjald- botnar og vindsængur fyrirfundust þar ekki fremur en í útilegunni frægu á Brownsea-eyju í Thamesfljóti árið 1907. Hann kenndi drengjunum að rekja slóðir, æfði þá í athyglisleikjum, björgun úr lífsháska. Lét þá kveikja eld í hlóðum og matreiða. í kvöldkyrrðinni við lítinn flöktandi varðeld, þar sem björkin angaði á bakka Fnjóskár, sat Gunnar í miðjum hring spurulla drengja íklæddur mosagrænu ullarslá og barðastóran hatt og vakti með þeim sjálfstraust. - Undarlegur maður - hvíslar fólk á Eyrinni. Hann talar við strákana eins og fullorðna menn og telur þeim trú um að hægt sé að lifa á náttúrufegurð. Skátaforinginn byggði einnig húsið neðan við Gunnarshólma; svarðarbrúnt steinhús með háu risi og frönskum hornglugga. Þar býr frú Rasmussen Ijósmyndari -í mikilli þögn. Hún er lágvaxin þybbin kona, komin af léttasta skeiði, þegar Bretar hernema ísland. Þóttafullt, holdugt og vel dyft andlitið er eins og hvítt steinblóm, vaxið upp af miklum og mjúkum silfurref, sem hún vefur um hálsinn. Skottið, sem lafir af öxlinni niður á bakið, gengur til eins og taktfastur pendúll, þegar hún tiplar stuttstíg stéttina á leið upp í Bót að reka dagleg viðskiptaerindi." Minningar eru margskonar. Rifjaðar eru upp kímnisögur sem á sinni tíð vöktu umtal. Kunnugir munu þekkja fólkið en hinir sem í fjarlægð búa og kannast ekki við nema einstök nöfn njóta lýsinganna einnig. Hér þarf enga staðþekkingu til að njóta bókarinnar en auðvitað fylgir sérstakt aðdráttarafl kunnugleikanum. Eins og títt er um góðar bernsku- minningar kemur fram ýmislegt sem markað hefur spor, sumt bjart og skínandi, annað alvárlegt. Frásagnar- snilldin rís hátt í minningunni um Tóta • þar sem vorleikjum lýkur á hinsta söng lífsþreyttrar sáiar og frásögninni af rottudrápinu í sama þætti. Góðar frásagnir af persónulegri reynslu hafa almennt gildi. Hér vita ókunnugir auðvitað ekki hve nákvæm- lega veruleikanum er fylgt en af ýmsu ræð ég að það sé gert trúlega. Og hér eru margar mannlýsingar. Ljúkum þessu með einni tilvitnun: „Kristján bakari á húsið handan garðsins. Þar sem landamerki voru ekki glögg reyndu karlarnir að róa vík hvor á annan og færðu hælana til skiptis um eina alin. Þegar Kristján hafði tekið rjúkandi rúgbrauðin út úr ofninum snemma morguns, kom hann hvítklædd- ur og uppstertur út götuna og færði hælana norður. Um hádegi setti afi upp gleraugun og færði hælana suður. Þannig gekk, uns vetur tók af skarið og hælar urðu ekki færðir undir harðfenni og sköflum. Næsta vor sleit úr með þeim og sá dómur felldur af Einari í Gránu og staðfestur af Steingrími sýslumanni, að hælar skyldu færðir um hálfa alin og stæðu þar fastir. Afi minn minntist aldrei á Kristján bakara upp frá þeim degi og gætti þess vandlega að borða aðeins KEA-brauð þaðan í frá. Hann borðar hvorki hrossakjöt né Kristjánsbrauð. Sú er venja hans, ef hann skiptir skapi við menn, að gleyma þeim með öllu.“ Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að fylgja séra Bolla um bernskuslóðirn- ar. H.Kr. bókmenntir Neyðar- kalli svarað Ragnar Þorsteinsson: Neyðarópið hjá stálsmiðjunni. Skáldsaga. Barnablaðið Æskan. ■ Það færist nú mjög í vöxt að rithöfundar skrifi sögur um vandræði þau og neyð sem drykkjuskapur veldurá íslenskum heimilum. í fyrra birtu þeir Ármann Kr. Einarsson og Andrés Indriðason ágætar sögur um angur og kvíða og áhyggjur barna þar sem áfengisnautn teflir sambúð foreldra í tvísýnu. Þá kom líka út annað bindi af uppvaxtarsögu Sigurðar A. Magnússonar. Fleira mætti nefna þó að sú upptalning sé ekki gerð hér. Saga Ragnars segir fyrst frá því að verkamaður í Reykjavík gengur fram á þrjá unglinga frá upplausnar- heimilum, sem eru að misþyrma ungum sveini sem ekki er þeim nógu eftirlátur. Verkamaðurinn bjargar honum úr höndum þeirra og tekur hann að sér. Um það er þessi saga og jafnframt um viðleitni verka- mannsins til að snúa foringja óþokk- anna af síbrotavegi þeim er hann virðist stefna á. Þetta er söguefni sem er gripið beint út úr samtíðinni og þó að það sé skuggalegt eru það engar ýkjur. Ofbeldisverk og árásir eru staðreynd- ir sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Við eigum stofnanir og fólk í föstu starfi við að reyna að afstýra ósköpum og voða á þeim vegum -og reynist erfitt verkefni, og hvað er þá eðlilegra en að skáldin glími við slík viðfangsefni. Ragnar Þorsteinsson er enginn byrjandi. Þetta mun vera áttunda skáldsaga hans. En kannske hefur hann aldrei færst jafnmikið í fang og einmitt með þessari sögu. Og hvernig hefur þá til tekist? Saga ógæfupiltanna byrjar hér ekki fyrr en þeir eru að verða afbrotamenn utangarðs. Það er held- ur ekki nauðsyn. Lesendur þekkja af eigin raun upplausn og ólán á drykkjumannaheimilum svo að nóg er að skírskota til þeirrar ógæfu, þó að hún sé auðvitað frá upphafi mikið söguefni. í stuttu máli er gerð grein fyrir heimilum þeirra Friðriks og Jörundar, svo ólík sem þau eru. En lesandinn þekkir svo vel til slíkra fyrirbæra að látið er nægja að skírskota til þess. Það sem út af ber um sennilegar lýsingar í þessari sögu virðist mér vera lýsingin á kunningsskap þeirra Sveins og Mjallar. Hún fellur illa við aldur þeirra, þau eru bæði of gömul fyrir barnalegustu hugmyndir um hjónaband. Sveinn er alinn upp með móður sinni, duglegri myndarkonu, og saknar ekki kvenlegrar umhyggju. Hins vegar er föðurleysi hans vel lýst og hvernig Þorlákur fyllir þar opið skarð. Hitt er aftur á móti rökrétt að Hrönn verði Friðriki draumadís og gegni þar miklu hlutverki, þó að rosknu fólki og reyndu sýnist naum- ast von á mikilli staðfestu á þeim vettvangi, en það er önnur saga. Draumurinn hefur sitt gildi. Sögur Ragnars eru yfirleitt sjó- ferðasögur og svo er um þessa. Þó eru sjóferðirnar hér umgerð þess sem gerist hið innra með persónun- um. Frásögnin er hressileg, sagan er spennandi og segja má að hún fari vel og allt er þetta innan eðlilegra marka þannig að jákvætt og neikvætt er jafnan stutt rökréttum forsendum. Kjarni málsins er sá hvernig bæta megi úr vanrækslu þar sem frum- skyldur hafa gleymst. H.Kr. Falleg ævin týrabók Ævintýri Æskunnar. Rúna Gísladóttir íslenskaði. Teikningar V.. Kubasta. Barnablaðið Æskan. ■ Þettaeru 29 ævintýri, rakin til 17 Evröpulanda og er Wales þá talið sérstakt land og bæði Sikiley og Ítalía nefndar. Þarna eru sum þau ævintýri sem alkunnust eru: Mjallhvít, sem sögð er þýsk, Öskubuska og Þyrni- rós, sem nú eru báðar franskar. Sum þessara ævintýra eru með nokkuð öðrum svip en við kynntumst fyrr. Hér er nú t.d. Hnetu-Jón og gullgæsin en mig minnir að hetjan héti Klaufa-Bárður þegar ég var barn. Það breytir ekki miklu en hitt virðist mér marktækur munur sem stendur í tengslum við breytta refsi- löggjöf frá fyrri öldum. Þegar ég var barn var stjúpa Mjallhvítar látin dansa á glóandi rist þar til hún féll dauð niður. Nú ber dauða hennar þannig að að þegar hún sér vel- gengni, hamingju og fegurð Mjall- hvítar varð hún svo öfundsjúk og ofsareið, að hún náði ekki andanum og féll dauð á gólfið. Þessi breyting virðist mér móta alla refsisögu ævintýranna. Myndir Kubasta eru glæsilegar en trúlegt þykir mér að þær muni fylla fullan þriðjung bókarinnar. Hér er sem sé komin glæsileg ævintýrabók. Mér virðist að ævintýrin séu hér sögð á látlausu og góðu máli og lítið beri á að þau séu þýdd. Þó mun það vera vangá við þýðingu þegar talað er um Ijós „sem aldrei slokknaði á.“ Við slökkvum ljósin og kveikjum þau en köllum ekki kertin eða perurnar ljós. Rétt er að gera strangar kröfur um mál á barnabókum. Hér hygg ég að ekki verði mikið fundið að en þó gæti ég trúað að sumum krökkum yrði það til gamans að froskur stingur hvolpi undir hendina. Flæðarmál er tæpast um að ræða við stöðutjörn, og ekki kann ég við orðalagið „sinn hvorn gullpokann" þar sem hvor lét sinn poka eða sinn pokann hvor. Mér er það yfirleitt til ánægju ef ég heyri eða sé talað um að sækja, því að mér virðist hætta á að sú sögn týnist fyrir orðalaginu að ná í. En stundum hvarflar að mér hvort við séum að missa tök á sögninni að sækja. Hér sé ég að stendur „Sæktu fimmtíu gullpeninga í kistunni“. Hvernig stendur á þessu? Er verið að þýða talmálið: „Náðu í peninga í kistunni", eða hvað? Eða er þetta bara prentvilla? Þetta er nokkuð langdregið nöldur yfir góðri bók en þó langar mig til að bæta enn við. Mér þætti það nokkurs vert að Ijóð stæðu í stuðlum þar sem um þau er að ræða. Svo var gert í gömlu Mjallhvít þar sem stjúpan talaði við spegilinn. Það er nokkurs virði að reyna að halda við tilfinningu fyrir stuðlum og réttu rími. Það er sums staðar gert í þessari bók en ekki alltaf. Það virðist öfugsnúið þegar skrifað er um góða bók sem manni er til gleði að fleiri orð séu um aðfinnslur en viðurkenningu. Þess ber að gæta að maður er viðkvæmari fyrir hnökrum á góðri frásögn en lélegri og þess gætir hér. Þessa smámuni er hægt að varast framvegis. H.Kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.