Tíminn - 04.11.1982, Page 10
— segir Bragi Guðmundsson, forstöðumaður Landmælinga íslands
þeim arfi byggja Landmælingarnar og
þó að Geodætisk institut í Kóngsins
Kaupinhafn hafi átt einkaréttinn á
þessum kortum og mælingum, var
landmælingum íslands falið að fara með
þann rétt og vernda hann eftir föngum.
Landmælingarnar heyrðu fyrst undir
Landsverkfræðing, en síðar á öldinni
þegar embætti Landsverkfræðings var
skipt, lentu Landmælingarnar undir
Vegamálastjóra og heyra því til Sam-
gönguráðuneytinu í dag.
- Það má með vissum sanni segja að
Landmælingar íslands séu ein af
gleymdu stofnununum, segir Bragi
Guðmundsson og bendir á að ákaflega
erfitt sé að reka stofnunina á meðan
engin lög eða reglur séu til um hvernig
hún á að starfa. Ákaflega þröngt er um
Landmælingar íslands og segir Bragi að
starfsfólkið hafi barist fyrir stærra og
betra húsnæði allt frá því að hann kom
til starfa árið 1976.
- Þessi þröngi húsakostur rýrir
starfsgetu okkar ákaflega og m.a. getum
við ekki tekið hér inn tæki sem teljast
verða nauðsynleg vegna þess hve hús-
næðið er lítið. Við erum hér m.a. að
reyna að varðveita heimildir um sögu
landsins, en allt geymslurými er illa til
þess fallið að geyma þessa hluti s.s. kort
og filmur þannig að vel fari, segir Bragi
Guðmundsson.
Nákvæmt kort af
athafnasvæði hersins
En það er ekki einungis að húsnæðið
sé lítið. Fjárveitingar til Landmælinga
hafa farið minnkandi að verðgildi og nú
erstofnuninnit.a.m. ætlaðar2.1.milljón
á fjárlögum fyrir 1983, en útgjöld eru
áætluð um 7.1 milljón.
- Þarna er okkur ætlað að hafa um 5
milljónir króna í sértekjur og ég fæ alls
ekki skilið hvernig okkur á að takast að
afla þeirra, segir Bragi og bendir á að
■ Bragi Guðmundsson, forstöðumaður Landmælinga íslands virðir hér fyrir sér filmu sem unnin hefur verið hjá stofnuninni
í tengslum við kortagerðina.
Tímamyndir Ella
helstu tekjumar fáist fyrir korta- og mælinga er af og frá, segir Bragi og vönduð kort af íslandi í samvinnu við
myndasölu.
- Nú verðum við fyrst og fremst að
hugsa um að halda við kortum og huga
að endurskipulagningu, en að við getum
sent fólk um landið vítt og breitt til
bendir enn einu sinni á hve erfitt er að
hafa engin lög til að starfa eftir.
Landmælingar íslands vinna reyndar
að tveim stórum verkefnum um þessar
mundir. Verið er að gera ákaflega
Bandaríkjamenn og eru fyrstu kortin í
þeirri kortaröð þegar komin út. Vekur
það mikla athygli að á kortinu yfir
Reykjanesskagann og þar með talið
athafnasvæði hersins, þá eru skot-
vita að þar er ríkisstofnunin Landmæl-
ingar íslands til húsa? Örugglega innan
við eitt eða tvö prósent landsmanna og
undirritaður var þar á meðal þangað til
honum var falið að fara í húsið við
Laugaveginn og kynna landslýð þá
merku starfsemi sem fram fer undir
merki Landmælinga íslands.
Hjá Landmælingunum starfa um 20
manns, en stofnunin skiptist í skrifstofu,
afgreiðslu, kortadeild, fjarkönnunar-
deild og myndmælingadeild. Þar getur
fólk fengið keypt kort og ýmis konar
loftmyndir og verðið - það verður að
teljast bara hagstætt.
-ESE
■ Bragi Guðmundsson og Ágúst Guðmundsson virða fyrir sér loftmynd frá Suðuriandi. Mynd af þessari stærð er
seld á ca. 500 krónur.
■ Ásgeir Sveinsson, deildarstjóri í Myndmælingadeild við eitt fullkomnasta tæki
stofnunarinnar. Tæki þetta tekur út dýptina í loftmyndum og landið virðist því allt
vera í sömu hæð.
■ - Þessi stofnun er eiginlega ekki
íslensk að uppruna. Það voru Danir sem
lögðu allan grunn að því starfi sem hér
hefur farið fram og það voru m.a.s.
Danir sem sjálfir áttu frumkvæðið að
því að landmælingar hófust á íslandi,
segir Bragi Guðmundsson, forstöðu-
maður Landmælinga íslands í viðtali við
Tímann.
Að sögn Braga þá hófust skipulegar
landmælingar á íslandi eiginlega fyrir
tilviljun. -Það voru danskirsjókapteinar
sem veittu því athygli að það sem sagt
var um Faxaflóann á gömlum kortum
stemmdi ekki alls kostar. Snæfellsnesið
rímaði sem sagt ekki alveg við Reykja-
nesið og því var það að þessir menn
lögðu til að gerð yrði betri kort af
landinu. Það var svo ákveðið í Riksdag-
en, danska þinginu árið 1902 að gera
skipulega kortaröð af íslandi og að þessu
verki var unnið að meira eða minna leyti
allt fram að stríðsbyrjun.
Bragi Guðmundsson segir að korta-
gerð Dananna hafi að mörgu leyti verið
hið mesta þrekvirki. Engir vegir voru til
í fyrstu og landið var erfitt yfirferðar.
Mælingamennirnir þurftu alfarið að
ferðast á hestum í misjöfnum veðrum og
margir þurftu að híma einir uppi á
öræfum vikum saman og þótti víst mesta
mildi að menn skyldu sleppa óbrjálaðir
frá þessum raunum.
Gleymd stofnun?
Það er greinilegt að forstöðumaður
Landmælinga íslands hefur gefið sér
góðan tíma til að kynnast sögu land-
mælinganná og segja má að hann þekki
þá sögu allt frá því að „spekingurinn
með barnshjartað", Björn Gunnlaugs-
son tók sig til, ferðaðist um landið og
gerði uppdrætti. Þá ber Bragi Guð-
mundsson Dönum söguna mjög vel og
minnir á að Danirnir hafi skilað árið
1957 öllum kortum og útreikningum sem
gerðir höfðu verið aftur til íslands. Á
■ Laugavegur 178 er hátt og mikið
hús. Flestir landsmenn kannast e.t.v. við
það sem húsið við hliðina á Sjónvarpinu
og enn aðrir vita að þar er veitingahúsið
með því skringilega nafni, Halti haninn,
til húsa. Þar eru einnig verslanir með
ágæta búðarglugga og þeir eru margir
sem hafa stytt sér stundirnar á gangstétt-
inni við að góna í gluggana, á meðan
beðið hefur verið eftir strætisvagninum.
En þetta á aðeins við um fyrstu hæðina.
Ofar í húsinu eru stofnanir og fyrirtæki
sem fáir kunna nokkur skil á, nema
e.t.v. þeir sem þeim eru tengdir eða
þangað hafa álpast inn fyrir einhverja
tilviljun. Hvað eru þeir t.d. margir sem
i BÞessi filma hafði að geyma eina fvrstu loftmyndimar sem teknar voru af Reykjavík. Nú er filman óýt og er það m.a. að
: kenna slæmum geymsluskilyrðum.
— segir Ágúst Guðmundsson,
deildarstj. Fjarkönnunardeildar
■ - Hér geymum við vel á annað
þúsund myndir og það verður að segjast
eins og er að hér eru engin þau skilyrði
sem nauðsynleg eru til að geyma filmur
og myndir, segir Ágúst Guðmundsson,
deildarstjóri Fjarkönnunardeildar
landmælinga íslands.
Að sögn Ágústs verður að geyma
filmurnar við rétt raka- og hitastig, en
því er ekki að heilsa í geymslunum á
Laugaveg 178. Filmur liggja undir
skemmdum og sérstaklega eru eldri
filmur illa famar og margar ónýtar. Þær
hugmyndir eru einnig uppi meðal yfir -
manna Landmælinga að láta gera auka-
eintök af öllum myndum í safninu og
koma þeim fyrir í geymslu úti í bæ. Er
þetta eðlileg ráðstöfun þegar á það er
litið að brunahættan er alltaf til staðar
og margar af þeim myndum sem Land-
mælingar hafa yfir að ráða eru ómetan-
legar. Ágúst Guðmundsson, segir að á
síð, ta ári hafi rúmlega 5000 loftmyndir
af landinu verið teknar á vegum deildar-
innar, cn myndir þessar eru notaðar til
grundvallar við kortagerðina. Þá má
nefna að hægt er að fá keyptar myndir
hjá stofnuninni og sagði Ágúst að
venjuleg loftmynd, t.a.m. af bæjarstæði
eða álíka kostaði um 400 til 500 krónur.
Ekki verður annað sagt en að þeir hjá
Fjarkönnunardeildinni séu nýtnir, því
að þar er enn í notkun stækkari sem
fannst á árum áður á rauslahaugum
hersins. Var stækkarinn gerður upp og
er hann svo forn að ekki er lengur hægt
að fá í hann varahluti. Þá verður að
smíða sérstaklega, en stækkarinn er að
öðru leyti hið vænsta tæki.
Hjá fjarkönnunardeild hittum við
einnig Þorvald Bragason, en hann
vinnur nú að flokkun og skráningu á
myndum sem teknar hafa verið á vegum
stofnunarinnar. Þá gerir Þorvaldur yfirlit
yfir þær flugferðir sem farnar hafa verið
og verður myndunum og gögnunum
komið fyrir á mikrófilmum. Er það stóri
draumurinn að hægt verði að koma
þannig fyrir mikrófilmu söfnun á sýslu,-
skrifstofunum víðs vegar um land,
þannig að hægt verði að auka þessa þjón-
ustu Landmælinganna verulega frá því
sem nú er.
- ESE
Ýmis sérverkefni
■ Þessum stækkara var bjargað af
haugum hersins og gerir það gott þratt
fyrir háan aldur.
færabúr, eldsneytisgeymar og önnur
hemaðarmannvirki rækilega tíunduð.
- Þessi kort eru gerð eftir nýjustu
tækni og höfum við yfirumsjón með
verkinu, þó að Bandaríkjamenn leggi
okkur til aðstoð. Varðandi kortið af
Reykjanesi er það að segja að þeir vildu
sjálfir hafa þetta svona og ekki ætlum
við að fara að blanda okkur inn í það.
Við viljum aðeins hafa kortin sem
nákvæmust og það er því ekki verra að
allt skuli koma fram.
■ Svavar Berg Pálsson, deildarstjóri í kortadeild isýnir blaðamönnum eitt af nýjustu
kortunum sem unnin hafa verið hjá Landmælingum íslands
Tímamyndir Ella
Bragi Guðmundsson segir að þó að
kortin séu gerð í samvinnu við Banda-
ríkjamenn, þá megi þeir ekki selja eða
láta eitt einasta kort án leyfis frá
Landmælingum íslands. Öll endur-
skoðun er jafnframt í höndum íslend-
inga og segir Bragi að það sé nauðsynlegt
að endurskoða kort, t.a.m. af Reykjavík
þar sem byggð breytist mjög ört, á fimm
ára fresti. Kortaröðin á að vera tilbúin
eftir u.þ.b. sex ár.
Hitt stóra verkefnið sem Landmæling-
ar íslands vinna að er réttmyndakort af
íslandi, en það verkefni hefur ekki
gengið mjög greiðlega þar sem naumar
fjárveitingar hafa tafið nokkuð fyrir
framkvæmdum. Bragi segir þó að Land-
mælingamar eigi orðið stóran hluta
Suðurlands á siíkum kortum, en aðrir
landshlutar verði að bíða betri tíma og
hærri fjárveitinga. Auk þessa sem á
undan hefur verið nefnt, fer töluverður
tími í að halda við kortum þ.e. gefa út
önnur ný sem byggð eru á eldri kortum.
Meðal sérverkefna Landmælinga íslands
eru kortagerð fyrir Flugmálastjórn,
Skógrækt ríkisins og meira að segja
íslenska hestamenn. - Verkefnin eru
óþrjótandi, segir Bragi Guðmundsson,
forstöðumaður og óhætt ætti að vera að
taka undir þau orð eftir að hafa gengið
um húsakynni stofnunarinnar og fylgst
með því starfi sem þar fer fram.
- ESE
■ Agúst Guðmundsson, deildarstjóri í
Fjarkönnunardeild í safni Landmæling-
anna.
■ Gyða Ingvadóttir og Hjördís Jónsdóttir, kortateiknarar.
■Axel G. Einarsson, mælingamaður situr hér við visi að tölvudeild Landmælinga
Islands.
UVOMÆUNGAR
VHI LAUGAVEG
Litið við hjá Landmælingum
íslands að Laugavegi 178
„Filmurnar liggja
undir skemmdum”