Tíminn - 04.11.1982, Blaðsíða 13
Lifiarkæfa
Kjötiðnaðarstöð KEA
Liverpool
áfram
■ Það vakti mikla athygli þegar
finnsku meistararnir sigruðu Liver-
pooi í Evrópukeppni meistaraliða í
Helsinki fyrir tveimur vikum. Liver-
pool tókst að hefna ófaranna í
fyrrakvöld, en þá sigruðu þeir Finn-
ana á Anfield með fimm mörkum
gegn engu. Það var Skotinn Ken
Dalghlish sem skoraði fyrsta mark
leiksins og síðan bætti Craig John-
stone viðöðru. Þriðja markið skoraði
svo Phil Neal, en tvö sfðustu mörkin
skoraði Alan Kennedy.
Þar með sló. Liverpool Finnana
út úr Evrópukeppninni og er komið
í 3. umferðina.
Hugur f Grind-
víkingum
■ MikiU hugur er í forráðamönnum
knattspynumáia í Grindavík um þess-
ar mundir og hyggjast þeir koma liði
Ungmennaféiagsins þar í 2. deild á
næsta keppnistímabUi. Margir góðir
leikmenn frá þeim hafa ekki leikið
með liði staðarins t.d. í fyrrasumar
og er unnið að því að endurheimta
þá hið allra fyrsta. Má þar nefna
Siguijgeir Guðjónsson, sem lék raeð
Fram sumarið 1981 og lagði áherslu
á golflð í fyrrasumar, Ragnar Eð-
valdsson, sem æfði ekki á síðasta
keppnistimabili og Kristinn Jónsson
sem lék með Keflvtkingum. AUir
þessir leikmenn eru staðráðnir í að
snúa aftur heim nxsta sumar og æfa
undir stjóm þjálfarans Kjartans Más-
sonar, sem náð hefur góðum árangri
sera þjálfari suður með sjó og í
Vestmannaeyjum.
■ Páll Kolbeinsson fer hér á fullri ferð framhjá einum leikmanni UMFN í leiknum
í gærkvöldi. Tímamynd: Róbert
Simonsení
Barcelona
■ Enda þótt allt benti til þess að
það væri eingöngu formsatriði að.
Alan Simonsen færi að leika með
Charlton í Englandi þá hefur orðið
breyting á. Simonsen er aftur kominn
til Barcelona, þar sem forráðamenn
félagsins telja enska félagið ekki hafa
staðið við að greiða umsamið kaupverð.
Þess vegna var Simonsen kallaður
aftur til Barcelona og látinn æfa með
liði félagsins. Þar getur hann ekki
leikið með, vegna þess að samkvæmt
reglum á Spáni má ekki hafa nema
tvo útlendinga í hverju liði á
keppnistímabilinu og fyrir eru þeir
Bemd Schusterog Diego Maradonna
hjá Barcelona, þannig að ekki er
alltof mikið pláss fyrir Danann
snjalla hjá þessu fræga félagi. Eins
og kunnugt er var Simonsen vqlinn
besti knattspyrnumaður Evrópu árið
1977.
Allan Simonsen.
Bayern sló
Tottenham ut
■ Síðari leikimir í 2. umferð
Evrópumótanna í knattspyrnu vom
háðir í gærkvöldi. í keppni meistara-
liða vekur athygli góðursigur Juvetus
á Standard Liege, en liðin léku á
Ítalíu og sigraði Juventus 2-0 og var
þaðmarkakóngurinn frá HM Paolo
Rossi sem skoraði bæði mörk Juvcnt-
us.
Þá sigraði Glasgow Celtic spænsku
meistarana Real Sociedad með
tveimur mörkum gegn einu, en
stærri sigur Spánverja á Spáni varð
þess valdandi að þeir komast í 3.
umferðina.
Evrópumeistarar Aston Villa unnu
Dynamo Búkarest í Birmingham
með fjórum mörkum gegn tveimur
og Gary Shavv skoraði þrjú mörk
fyrir Aston Villá.
í keppni bikarhafa sigraði Bayern
Munchen Tottenham með fjórum
mörkum gegn einu og eru leikmenn
Tottenham þar með úr keppninni að
þessu sinni. Mikið hefur verið um
meiðsli hjá leikmönnum Tottenham
að undanfömu.
í keppninni lék Waterschei gegn
B93 frá Danmörku og sigraði Wat-
erschei meðfjorum mörkum gegn
engu og skoraði Lárus Guðmundsson
eitt marka Waterschei.
í UEFA-keppninni léku Lokeren
og Benflca og var leikið i Belgíu.
Portúgalirir sigruðu með tveimur
mörkum gegn einu og er Lokeren
þar með úr leik að þessu sinni.
Þá má nefna að lokumað Köln
sigraði Glasgow Rangers í Köln með
flmm mörkum gegn engu. Stórt tap
hjá Skotunum að þessu smni.
Richards
með aftur
■ John Richards var aUtaf einn
aðalmarkaskorari Úlfanna í 1. deild-
inni í Englandi meðan þeir léku þar.
Hann hefur ekkert getað leikið með
á þessu keppnistímabili vegna meið-
sla, sem virtust um skeið geta
orsakað það, að Richards yrði að
leggja skóna á hilluna.
Hann meiddist á hægra hné á
æflngu fyrir keppnistimabilið, en
það hefur löngum valdið honum
vandræðum.
En nú þegar meiðslin eru úr
sögunni er staðan hjá Wolves sú, að
þeir ungu sóknarleikmenn sem tóku
stöðu hans hafa staðið sig mjög vel,
svo vel að litlar líkur eru á að hann
endurheimti stöðu sína alveg á
næstunni. En því má ekki gleyma að
Richards er mjög drjúgur upp við
mörkin hjá andstæðingunum og þess
vegan má ætla að á hann verði kallað
ef Ula gengur að skora.
■ John Richards er gamall jaxl í
ensku knattspymunni. Nú er hann
laus við meiðsli sem komið hafa í veg
fyrir að hann léki í vetur.
VflLUR NAÐI AS SKORA
sigurkörfuna og tryggja Njarðvfk sigur gegn KR
■ Það var mikil spenna í íþróttahúsi
Hagaskóla rétt fyrir lok leiks KR og
UMFN í úrvalsdeildinni í körfuknattleik
í gærkvöldi. KR-ingar sem verið höfðu
undir allan hálfleikinn, en náðu að jafna
rétt undir leikslok náðu síðan
knettinum og hófu sókn þegar tæplega
hálf mínúta var til loka leiksins. En þeim
tókst ekki að hitta í körfuna, en misstu
hins vegar knöttinn og Valur Ingimund-
arsson, langbesti maður Njarðvíkinga
náði að skora og tryggja Njarðvík
sigurinn í leiknum. Lokatölumar urðu
81-79 Njarðvík í hag, í leik þar sem bæði
liðin hefðu vel getað unnið.
Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og
mestur munur varð 6 stig, en yfirleitt
■ Valur Ingimundarson var bestur
hjá Njarðvík í gær.
munaði þetta tveimur til fjórum stigum
á liðinum. Það voru þó KR-ingar sem
yfirleitt höfðu forystu, en rétt fyrir
leikhléð náðu Njarðvíkingar að jafna
og komast síðan yfir og voru einu stigi
yfir í leikhléi.
KR-ingar byrjuðu mjög illa í síðari
hálfleikum og hittu bókstaflega ekkert
fyrstu mínúturnar. Var sem Stewart
Johnson, sem skoraði 23 stig í fyrri
hálfleik væri búinn með kvóta sinn í
leiknum og átti mörg skot að körfunni
hjá Njarðvík en þau vildu ekki rata rétta
leið. Þá tók Jón Sigurðsson við sér og
segja má að hann hafi haldið KR-ingun-
um á floti allan hálfleikinn, en þeir voru
alltaf aðeins á eftir Njarðvíkingum. Hjá
þeim var Valur Ingimundarson bestur,
en þó var með hann eins og Johnson, að
hittnin var í betra lagi í fyrri hálfleiknum.
Síðustu mínútur leiksins var eins og
mikill taugaóstyrkleiki hefði gripið um
sig meðal leikmanna beggja liða og
mistökin voru mörg sem gerð voru á
báða bóga.
Það var svo Valur Ingimundarson sem
tryggði Njarðvíkingum sigurinn og þar
með tvö dýrmæt stig, sem gætu reynst
Njarðvíkingum drjúg f baráttunni um
fslandsmeistaratitilinn. Þeir eru með 8
stig, eða jafn mörg og Valsmenn og
tveimur stigum færra en Keflvíkingar
sem tróna á toppi úrvalsdeildarinnar.
KR-ingar hafa hins vegar sex stig og
sýndu í gærkvöldi að þeir geta velgt
hvaða liði sem er í úrvalsdeildinni undir
uggum. En þeim tókst ekki að sigra í
gær og geta sjálfum sér um kennt
hvernig fór í lokin.
Bestu menn KR-inga voru Johnson í
fyrri hálfleik, en þá skoraði hann 23 stig,
en honum brást bogalistin ' illilega í
þeim síðari og skoraði 8 stig. Þá var Jón
Sigurðsson góður, einkum í síðari hálf-
leik, en þá var hann hreint óstöðvandi
á tímabili. Þá má nefna Pál Kolbeinsson
og Kristján Rafnsson, sem báðir léku
vel.
Gunnar Þorvarðarsson er einn þeirra
leikmanna sem alltaf standa fyrir sínu
og það gerði hann í gærkvöldi. Valur
Ingimundarson er hreint frábær leik-
maður og bar höfuð og herðar yfir félaga
sína í Njarðvíkurliðinu. Þá lék hinn
brottrekni Bandaríkjamaður Alex Gil-
bert nokkuð vel og hirti mikinn fjölda
frákasta bæði í sókn og vörn.
Stigin: Njarðvík: Valur Ingimundar-
son 32, Alex Gilbert 18, Gunnar
Þorvarðarsson 10, Ingimar 8 og aðrir
færri.
KR: Stewart Johnson 31, Jón Sigurðs-
son 25, Páll Kolbeinsson 8 og aðrir færri.
Slæm mistök
■ Svo virtist sem illa gengi hjá
tímavörðum og skrifurum á leik KR
og UMFN í Hagaskóla í gærkvöldi
að hafa rétt yfirlit yfir skor liðanna.
Þannig kom í Ijós við skoðun, að
ritarar höfðu tekið tvö stig af KR,
sem Jón Sigurðsson skoraði í fyrri
hálfleik. Þetta var Ijóst í hálfleik, en
á því fékkst ekki leiðrétting. Það var
samhljóða skráning hjá tveimur
blaðamönnum, bæði um skorið í
leiknum og stigafjölda Jóns og
samkæmt því voru tvö stig tekin af
KR.
I síðari hálfleik átti síðan að taka
önnur tvö stig af KR. I þetta sinn
körfu sem Páll Kolbeinsson skoraði.
Því var breytt er gerð var athuga-
semd, en það er Ijóst, að þessi tvö
stig sem tekin voru af KR hefðu getað
reynst þeim dýrmæt hefðu þau
staðið. Svona lagað þarf að bæta sem
allra fyrst.
Hlaörúm úr furu í viöarlit
-A
og brúnbæsuöu. Áhersla er
lögö á vandaöa lökkun.
Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm.
Sendum gegn póstkröfu.
Furuhúsið hf.,
Suðurlandsbraut 30,
sími 86605.
molar...