Tíminn - 10.11.1982, Side 12

Tíminn - 10.11.1982, Side 12
16 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982. EFTIRLAUN TIL ALDRAÐRA Athygli þeirra, sem kunna að eiga rétt til lífeyris samkvæmt lögum nr. 97 1979 um eftirlaun til aldraðra, en njóta ekki slíks lífeyris, er vakin á eftirfarandi. Lög um eftirlaun til aldraðra kveða á um réttindi launþega og manna, sem stundað hafa sjálfstæðan atvinnurekstur (um aldraða bændur gilda fyrst og fremst ákvæði laga um Lífeyrissjóð bænda). Skilyrði laganna um aldur og réttindatima eru sem hér segir: Ellilífeyrir: Skilyrði fyrir rétti til ellilífeyris eru þau, að hlutaöeigandi sé a. orðinn 70 ára og hafi lafið af störfum, eða sé orðinn 75 ára, og b. hafi haft atvinnutekjur í a.m.k. 10 ár eftir 55 ára aldur, sem þó reiknast ekki lengra aftur í tímann en til ársbyrjunar 1955. Makalífeyrir: Skilyrði fyrir rétti til makalffeyris eru þau, að hinn látni hafi verið fæddur árið 1914 eða fyrr, hafi fallið frá eftir árslok 1969 a.m.k. sextugur að aldri og hafi átt að baki eöa hefði við 70 ára aldur verið búinn að ná 10 ára réttindatíma. Um örorkulífeyri er einvörðungu að ræða sem viðbótarrétt við lífeyri úr Iffeyrissjóði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Umsækjendum, sem aðild eiga að lífeyrissjóði, ber að snúa sér til lífeyrissjóðs síns. Aðrir umsækjendur geta snúið sér til Tryggingast- ofnunar ríkisins, umboðsmanna hennar eða beint til umsjónarnefndar eftirlauna. Einnig hefur þeim tilmælum verið beint til lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga, að þessir aðilar veiti upplýsingar og aðstoð við frágang umsókna. Skrifstofa umsjónarnefndar er að Suðurlandsbraut 30, 3. hæð, 105 Reykjavík, sími 84113. Skrifstofan er opin kl. 10-16. Umsjónarnefnd eftirlauna. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 íbúðir í verkamannabústöðum Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði mun á næstunni ráðstafa 8 íbúðum, sem eru í smíðum að Víðivangi 1. íbúðirnar eru 2ja og 3ja herbergja. Gert er ráð fyrir, að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í okt.-nóv. 1983. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 47. gr. 1. nr. 51/1980 til að koma til greina. Umsóknareyðublöð liggja frammi á félagsmálaskrifstofunni, Strand- götu 67, og ber að skila umsóknum þangað eigi síðar en 1. des. n.k. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Hafnarfirði, 9. nóv. 1982. Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði. Cabína rúmsamstæða. Dýnustærð: 200x90 cm. Verð með dýnu kr. 6.950,- Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Tþróttir GOMLU BRYNIN UNNU — á Reykjavíkurmótinu í júdó um helgina ■ Það kom fátt á óvart í keppninni á Reykjavíkurmótinu í júdó, sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans um helg- ina. Það voru fastir liðir eins og venjulega hverjir sigruðu í flokkum fullorðinna, en mjög mikið fjör var í keppni yngra fólksins á mótinu. í léttasta flokki karla sigraði Halldór Guðbjörnsson og lagði hann Rúnar Guðjónsson JFR í úrslitum. Þriðji varð Magnús Jónsson Ármanni. í flokki undir 85 kílóum sigraði Kári Jakobsson, eftir snarpa viðureign við Níels Hermannsson Ármenning. 1 þriðja sæti varð svo Egill Sigurgeirsson úr Ármanni. f flokki þeirra er vega yfir 85 kíló sigraði Bjarni Friðriksson nokkuð ör- ugglega. í öðru sæti varð Kristján Valdimarsson og þriðji Runólfur Gunn- laugsson, en þeir þrír keppa allir fyrir Glímufélagið Ármann. í yngri flokkunum urðu úrslit þau, að í flokki 10-11 ára sigraði Ásgeir Thor- oddsen Ármanni, annar varð Eyþór Hilmarsson JFR og þriðji Ingimundur Kárason JFR. í flokki 12-13 ára, þar sem keppendur voru undir 45 kílóum að þyngd sigraði Friðgeir Eyjólfsson Ármanni, annar varð Helgi Júlíusson Árman.'i og þriðji Magnús Kristinsson Ármanni. í flokki 12-13 ára yfir 45 kíló að (. vngd varð Ástvaldur Sigurbergsson Ármanni hlutskarpastur, en annar varð Guc- mundur Magnússon Á og þriðji Jónas Jónasson Ármanni. í flokki 14-16 ára sigraði Guðmundur Sævarsson, annar varð Viðar Utley, en þeir eru báðir úr Ármanni og þriðji var Stefán Hjörleifsson JFR. ■ Halldór Guðbjörnsson sigraði í léttasta flokknum á Reykjavíkurmótinu í júdó um helgina. Hann er hér á myndinni til hægri ásamt Viðari Guðjohnsen, sem ekki stundar æfingar í júdó um þessar mundir. Gróði hjá BSÍ — Rafn Viggósson endurkjörinn formaður ■ Það teljast vera meiri háttar tíðindi þegar sérsamband innan ÍSÍ sýnir rekstr- 1 arhagnað af starfsemi sinni. Sú er raunin hjá Badmintonsambandi íslands, en ársþing þess var haldið 30. október s.l. Að þessu sinni sátu þingið 55 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum. Badminton er ört vaxandi íþróttagrein á íslandi og kom m.a. fram í máli fulltrúa ÍSÍ, sem sat þingíð, að BSÍ telst nú vera orðið fimmta stærsta sérsam- bandið innan íþróttahreyfingarinnar hvað varðar iðkendafjölda. Þess má geta að við stofnun BSÍ fyrir 15 árum, þ. 5. nóvember 1967, taldist iðkendafjöldi vera um 750 manns en nú iðka um 5200 manns badminton, svo sjá má að fjöldinn hefur sjöfaldast á þessu tímabili. Fram kom á þinginu, að þetta afmælis- ár BSf, reyndist vera mesta góðæri frá upphafi bæði hvað varðaði árangur keppnismanna á erlendri grund svo og hvað varðaði fjárhag sambandsins. Að þessu sinni nam rekstrarhagnaður BSÍ rúmum 97.000 kr. og mun það vera einsdæmi hér á landi innan íþróttahreyf- ingarinnar að ekki stærra sérsamband en BSÍ skuli ná slíkum árangri. Nokkrar lagabreytingar voru sam- þykktar á þinginu, m.a. breytingar á reglum landsliðsnefndar, breytingar á reglum um deildarkeppni BSÍ svo og nokkrar ályktanir. Loks var samþykkt lagabreyting úm að framvegis verði ársþing BSÍ haldin í maí mánuði í stað október áður. Þykir það gefa verðandi stjórnum betra starfssvigrúm m.a. vegna keppnistímabils badmintonmanna sem stendur frá september fram í maí. Fram kom á þinginu að gengið hefur verið frá endurráðningu Hrólfs Jónsson- ar sem landsliðsþjálfara í vetur. Hrólfur hefur starfað sem landsliðsþjálfari undanfarna tvo vetur og skilað góðu starfi. Hrólfur mun í vetur hafa sér til aðstoðar You Zuorong sem vakti athygli á dögunum fyrir frábæra frammistöðu með TBR á Evrópukeppni félagsliða. Er ljóst að þjálfaramálum landsliðs og unglingalandsliðs er borgið fyrir yfir- standandi keppnistímabil og væntir stjórn BSÍ góðs árangurs keppnismanna í vetur. Fráfarandi stjórn voru færðar þakkir fyrir frábært starf á s.l. starfsári, en að þessu sinni gengu 3 stjórnarmenn af 5 úr stjórn og ný stjórn var kjörin. Rafn Viggósson var endurkiörinn formaður BSÍ til eins árs. Rafn hefur gegnt formennsku frá 1976 og unnið mjög lofsvert starf fyrir badmintoníþróttina. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Skúli Sigurðsson gjaldkeri, Magnús Ólafsson erl. bréfritari, Vildís Kristmannsd., var- aformaður, Sigurður Kolbeinsson ritari. í varastjórn voru kjörnir: Hallgrímur Árnason, Elín Agnarsd. og Jóna Barkan. ■ Rafn Viggósson. Blaðafulltrúi BSÍ í vetur verður Sigurður Kolbeinsson. Þróttur vann ■ Á sunnudag léku Þróttur og Víkingur í 1. deild karla í blaki. Þróttarar sigruðu nokkuð örugglega eða 3-0 og úrslit í einstökum hrínum urðu: 15-4,15-11 og 15-10. Þetta var frekar léttur leikur hjá Þrótturum og lauk honum á 45 mínútum. Þróttarar fara um næstu helgi til keppni í Evrópukeppni meistaraliða í blaki og keppa gegn BK Tromsö. Verða báðir leikirnir leiknir í Noregi. I 1. deiid kvenna lentu Þróttarar í basli gegn Breiðablik, en tókst þó að knýja fram sigur. Lokatölur urðu 3-2, en hrinurnar enduðu 15-5,15-7, 12-15, 4-15 og lokahrinan, sem var úrslitahrina endaði 15-6 Þrótti í vil. Þetta var mjög sveiflukenndur leikur eins og sjá má af úrslitum í hrinunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.