Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 2

Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 2
2 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR Jóhannes, verður þú með súra brandara? „Já, gallsúra og snafs með.“ Jóhannes Kristjánsson eftirherma verður á útopnu að skemmta landsmönnum á þorrablótum á næstunni. SKOÐANAKÖNNUN Fylgi Framsókn- arflokksins eykst verulega, sam- kvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var 20.-21. janúar. 17,2 prósent segjast nú myndu styðja flokkinn, en fylgið var 4,9 prósent í síðustu könnun MMR í desember. Vinstri græn eru áfram stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 28,5 prósent fylgi. 24,3 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en Samfylkingin fær 16,7 prósent fylgi. Þá segjast 24,2 prósent styðja ríkisstjórnina. 3,3 prósent styður Frjálslynda flokkinn og 2,2 prósent Íslandshreyfinguna. 7,9 prósent segjast myndu kjósa eitthvað annað. Könnunin var síma- og netkönnun og svöruðu 1.749 einstaklingar. - ss Könnun MMR um fylgi flokka: Framsókn rís hratt upp SAMFÉLAGSVERÐLAUN Nú líður að því að tilnefninga- frestur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins renni út. Hildur Petersen, stjórnarformaður Kaffitárs og Pfaff, situr nú í dómnefnd um Samfélagsverðlaunin í þriðja sinn. „Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að vera þátttakandi í þessu. Þarna er verið að vekja athygli á þeirri fjölbreytni sem blómstrar í samfélaginu,“ segir Hildur. „Ég held að vægi þessara verðlauna eigi eftir að aukast nú þegar þjóðfélagsmynstrið er að breytast og áherslurnar með. Þarna er verið að verðlauna störf sem unnin eru af fórnfýsi, hógværð og lát- leysi. Það getur verið um að ræða eitt hetjuverk eða hugsjónastarf einstaklinga eða félaga í áratugi svo verðlaunahafarnir spanna vítt svið. Verk sem bygg- ist á því að vera góður við náungann dettur aldrei úr tísku en vegur jafnvel þyngra nú en oft áður.“ Tilnefningum til Samfélagsverðlauna Frétta- blaðsins má skila í gegnum hlekk Vísi, á netfang- ið samfelagsverdlaun@frettabladid.is. Einnig má senda tilnefningar með pósti. Skilafrestur rennur út mánudaginn 26. janúar. Dómnefndina að þessu sinni skipa, auk Hildar, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Katrín Jakobs- dóttir alþingismaður og Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. - jse Hildur Petersen í dómnefnd um Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þriðja sinn: Verðlaunin vega þyngra nú HILDUR PETERSEN Góðverk detta aldrei úr tísku en eru jafnvel betur metin nú en oft áður, segir Hildur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is NÝTT Helgi Hálf- danarson, bókmennta- þýðandi, kennari og lyfjafræð- ingur, and- aðist á heim- ili sínu 20. janúar, 97 ára að aldri. Helgi fæddist 14. ágúst 1911. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1930 og cand.pharm-prófi í lyfjafræði 1939. Í framhaldinu stofnaði hann Húsavíkur Apótek, sem hann rak í tvo áratugi en starf- aði eftir það sem lyfjafræðing- ur og við kennslu í Reykjavík. Helgi vann að þýðingum meðfram daglegum störfum og hafa fáir lagt jafn mikið til íslenskra bókmennta og leik- húsmenningar á 20. öld og hann. Helgi þýddi öll leikrit Shakespeares, gríska harm- leiki eftir Æskýlos, Sófókles og Evripídes auk sígildra ljóða- leikja eftir aðra höfunda. Helgi var kvæntur Láru Sig- ríði Sigurðardóttur, fædd 16. janúar 1914, dáin 21. júlí 1970. Þau eignuðust þrjú börn. Helgi Hálfdanarson látinn HELGI HÁLFDANARSON FERÐALÖG „Þetta er draumur fyrir hverja manneskju,“ segir Auður Pálmadóttir, hjá Loftleiðum Ice- landic, um lúxusferðir sem farnar eru á þotu Icelandair með banda- ríska auðkýfinga. Að sögn Auðar hefur Boeing 757- 200 þota frá Icelandair verið leigð til bandarísku ferðarskrifstof- unnar Aberc- rombie & Kent til að fara með lítinn hóp far- þega í nokkr- ar lúxusferð- ir um heiminn á hverju ári. Fyrstu verkefn- in voru á árinu 2006. Önnur ferðin af þremur að þessu sinni hófst í Los Angeles á miðvikudag og lýkur ekki fyrr en 13. febrúar. Þotan getur tekið yfir 200 far- þega en skipt hefur verið um inn- réttingu fyrir þetta verkefni og komið fyrir 52 hægindastólum auk sextán sæta setustofu þar sem hægt er að vera með dúkuð borð fyrir málsverði. Matseðlar eru fjöl- breyttir og komið er til móts við séróskir farþega um drykki. Auður segir farþegana vera vell- auðuga enda kosti ferðin á bilinu 80 til 100 þúsund dollara fyrir mann- inn. Það svarar til 10-13 milljóna króna. „Þarna á meðal er fólk sem kemur á einkavélum inn á flug- vellina til þess að fara í ferðirn- ar,“ útskýrir Auður og bætir við að sumir farþeganna hafi jafnvel farið fleiri en eina ferð. „Það verður farið til Chile, Ástralíu, Taílands, Indlands, Egyptalands og Spánar áður en ferðinni lýkur aftur í Ameríku í febrúar,“ segir Auður um heims- reisuna sem nú er nýhafin. Tveim dögum eftir að henni lýkur verður lagt í þriggja vikna Afríkuferð sem stendur fram í mars. Mikill og flókinn undirbúningur starfsmanna hér heima er að baki hverri ferð og Auður segir sam- starfið við Abercrombie & Kent hafa gengið afar vel. „Þeir eru sérstaklega ánægðir með okkur og okkar áhafnir sem hafa staðið sig með einstakri prýði,“ segir hún. Allir í áhöfninni eru íslenskir. Auk tveggja flugstjóra, flugmanns og flugfreyja eru tveir kokkar um borð og einn flugvirki. Auður segir þessi störf afar eftirsótt. „Það er mikil upplifun að fara í svona lang- ar ferðir saman og það myndast ein- stök samheldni hjá áhöfnunum.“ Eftir að ferðinni til Afríku lýkur tekur við hlé fram á haust þegar ný ævintýri taka við. gar@frettabladid.is Auðmenn í íslenskri þotu um allan heim Bandarísk ferðaskrifstofa leigir sérinnréttaða íslenska þotu undir heimsreisur fyrir auðkýfinga. Farseðill kostar allt að 13 milljónir króna. Íslenskir flugliðar keppast um að komast í ferðirnar sem lýst er sem ævintýri fyrir áhafnirnar. ICELANDAIR Þota í nýjum búningi í Los Angeles í gær. AUÐUR PÁLMADÓTTIR DÚKUÐ BORÐ Farþegar í lúxusþotu Icelandair eiga þess kost að setjast að dúkuðum borðum aftast í vélinni. MYND/LOFTLEIDIR ICELANDIC SAMFÉLAGSMÁL Íslensk ræðis- mannsskrifstofa verður opnuð í Afríkuríkinu Tógó hinn 11. febrú- ar. Kjörræðismaður verður Claude Gbedey, fjármálastjóri barna- þorps SPES frá stofnun þess. Emb- ætti kjörræðismanns er ólaunað. Hlutverk hans er að gæta hags- muna íslenskra ríkisborgara og styðja við stjórnmála-, viðskipta- og menningarsamstarf. Hjálparsamtökin SPES reka barnaþorp í borginni Lóme þar sem 92 börn eiga heimili. Hjónin Njörður P. Njarðvík og Bera Þórisdóttir, sem voru meðal stofnenda SPES, leggja af stað í árlega ferð til Tógó í dag. Meðal annars munu þau líta til með upp- byggingu nýs þorps sem hafin er. Þá munu þau heimsækja skól- ann sem börnin í þorpinu ganga í, en hann hafa samtökin stutt við bakið á. „Þarna eru fáir kennar- ar og léleg aðstaða. Við höfum meðal annars byggt skólastofur og látið leggja rafmagn, í sam- starfi við foreldrafélag skólans,“ segir Bera. Samtökin finna fyrir kreppunni eins og aðrir. Bera segir þó fram- tíð þeirra þó ekki í hættu. „Við höfum tryggt okkur og eigum fé til að reka heimilið um ákveð- inn tíma. En þrátt fyrir allt hefur almenningur haldið áfram að styrkja okkur og margir hafa hald- ið áfram að gefa ríkulega.“ - hhs Njörður P. Njarðvík og Bera Þórisdóttir leggja af stað í árlega ferð til Tógó í dag: Ísland fær ræðismann í Tógó NJÖRÐUR OG BERA Hjónin Njörður P. Njarðvík og Bera Þórisdóttir, stofnendur SPES, með eitt af börnum í barnaþorp- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANNA MARGRÉT DÓMSMÁL Hæstiréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem játað hefur að hafa kveikt í íbúðarhúsi við Tryggvagötu 14. janúar síð- astliðinn. Maðurinn hefur játað að hafa hellt bensíni inn á stigagang, tekið dagblöð og kveikt í. - bj Kveikti í Tryggvagötu 14: Brennuvargur úr varðhaldi DANMÖRK Anders Fogh Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerk- ur, stefnir að því að boða til nýrrar atkvæða- greiðslu um að Danir falli frá undanþágunni frá þátttöku í myntbandalag ESB og hinum undanþágun- um þremur frá ESB-samstarf- inu sem samið var um eftir höfnun Dana á Maastricht-sátt- málanum árið 1992. Skilyrðið sem Fogh setur fyrir nýrri atlögu að því að koma Dan- mörku inn á evrusvæðið er að Sósíalíski þjóðarflokkurinn fáist til að styðja hana. Rætt var um kosti og galla inn- göngu í myntbandalagið á danska þjóðþinginu í gær. - aa Evrópumál í Danmörku: Fogh undirbýr evrukosningar ANDERS FOGH RASMUSSEN FJÖLMIÐLAR Fimm starfsmönnum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var sagt upp í gær. Meðal þeirra sem, misstu vinnuna eru þau Sigmund- ur Ernir Rúnarsson fréttamaður, Elín Sverrisdóttir útsendingar- stjóri, og öll ritstjórn fréttaskýr- ingaþáttarins Kompáss. Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis, segir horft í hverja krónu á tímum sem þessum. Uppsagnirn- ar snúist um að spara sem mest þannig að það komi sem minnst niður á starfseminni. Því hafi tvær yfirmannastöður verið lagð- ar niður, sem og dýr fréttaskýr- ingaþáttur. - bj Fimm sagt upp á Stöð 2: Niðurskurður í erfiðu ástandi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.