Fréttablaðið - 23.01.2009, Page 4

Fréttablaðið - 23.01.2009, Page 4
4 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR FYRIR UTAN KJALLARANN Meðan menn ræddu málin á félagsfundi Samfylkingarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum loguðu blys og bál fyrir utan og var fundarmönnum inni blásinn byltingarandi í brjóst. Það virtist hafa skilað sér, alltént var dansað og sungið þegar ljóst var hvers konar ályktun komið var með af fundinum. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, hafnar því að Kópavogs- félagið í heild standi á bak við stuðnings- yfirlýsingu við reyk- víska flokks- bræður sem krefjast stjórnar- slita. Þetta kemur fram í bréfi sem Guðríð- ur sendi til nokkurra samfylkingarmanna í Kópavogi. Ályktun reykvískra sam- fylkingarmanna var þess efnis að skora á þingflokk Samfylkingarinnar að beita sér fyrir því að ríkisstjórnar- samstarfinu verði umsvifa- laust slitið, og mynduð verði stjórn sem starfi fram að kosningum sem fram fari eigi síðar en í maí 2009. Guðríður telur að landið verði stjórnlaust verði ríkis- stjórn slitið og mynduð verði minnihlutastjórn Samfylking- ar og Vinstri grænna. - shá Skipholti 50b • 105 Reykjavík ® Mótmælin halda áfram VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 6° 10° 4° 3° 6° 5° 3° 2° 3° 19° 6° 8° 21° -1° 9° 12° 1° 2 2 2 4 3 5 4 5 3 3 0 22 10 8 10 13 18 10 9 8 18 15 23 1 Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast á Vest- fjörðum. SUNNUDAGUR 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. 3 4 5 55 0 1 22 ÞORRI MEÐ LÆTI Þorrinn heilsar af krafti þennan daginn. Í dag má búast við stormi vestast á Vest- fjörðum og Snæfells- nesi og einnig sunnan Vatnajökuls. Þá verður mjög hvasst á fjallvegum á þessum slóðum. Í fyrramálið verður ennþá mjög hvasst á Vestfjörð- um en þegar líður á daginn dregur þar úr vindi. Annars staðar verður vindurinn mun hægari á morgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur UMFJÖLLUN UM MÓTMÆLI Xinhua-fréttastofan „Sjálfstæðisflokkurinn, sem fer fyrir ríkisstjórn Íslands, sagðist á fimmtudag eiga von á að kosningar verði haldnar í ár vegna fjármálakreppunn- ar … Mótmælendur hafa safnast saman fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni og krafist afsagnar ríkisstjórnarflokksins vegna efna- hagshrunsins í landinu.“ AlJazeera.net „Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum þegar óeirðir brutust út aðfaranótt fimmtudags, að sögn talsmanns. Hann bætti við að tveir lögreglumenn hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir grjótkasti. Mótmæli gegn ríkis- stjórninni hafa orðið daglegt brauð í borginni eftir að fjármálakerfi landsins hrundi í október vegna milljarða dollara erlendra skulda sem bankar stofnuðu til.“ Frankfurter Rund-schau „Þið eruð reknir!“ hrópa reiðir Íslendingar að ráðherrum sín- um … og virðast hafa rétt fyrir sér. Eftir hrinu nýrra og nú síðast ofbeldisfullra mótmæla vegna hörmungarafleiðinga fjármála- kreppunnar í höfuðborginni Reykja- vík virðist það svo gott sem öruggt að Geir Haarde forsætisráðherra víki, leysi upp samsteypustjórn- ina og mæti kjósendum í nýjum kosningum.“ Politiken.dk „Örvæntingin vegna efna- hagskreppunnar vex dag frá degi meðal almennings á Íslandi, og óánægjan með sitjandi ríkisstjórn hefur leitt til ítrekaðra átaka milli lögreglu og mótmælenda.“ Aftenposten.no „Ótal mótmæli hafa verið haldin gegn íslensku ríkisstjórn- inni og seðlabankastjór- anum síðan efnahagskerfi Íslands hrundi í október. Fólk krefst afsagnar ríkisstjórnarinnar og seðla- bankastjórans og að kosningar verði boðaðar.“ Sydney Morning Herald „Óeirðalögregla bjargaði forsætisráðherranum, Geir Haarde, úr embættisbifreið sinni eftir að hún var umkringd af mót- mælendum. Mótmælendur, reiðir yfir tökum ríkisstjórnarinnar á fjár- málakreppunni, slógu í bílinn með könnum og hentu í hann eggjum. Lífverðir reyndu að bægja þeim frá uns lögregla kom á staðinn til að ryðja bílnum braut.“ Varaformenn Samfylkingarinn- ar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. Steingrímur sagði í Kastljóssvið- tali á miðvikudagskvöld að þing- flokkur Vinstri grænna væri þeirr- ar skoðunar að æskilegast væri að komast út úr samkomulaginu við AGS og skila láni upp á tvo millj- arða Bandaríkjadollara ef mögu- legt væri. Þetta yrði til dæmis gert til að „losna undan þvingunarskil- málunum sem á okkur eru settir, til dæmis um þennan sársauka- fulla niðurskurð í heilbrigðiskerf- inu“, eins og Steingrímur komst að orði. Hann tók fram að slík ákvörð- un yrði ekki tekin í fljótheitum og í góðu samráði við AGS. Gylfi Magnússon, dósent í við- skiptafræðideild Háskóla Íslands, telur það vera glapræði að segja upp efnahagsáætlun AGS. Aðkoma sjóðsins sé nánast aðgöngumiði Íslands til að vera gjaldgengt í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Að segja okkur frá samkomulaginu væri yfirlýsing um að við ætluð- um ekki að taka á okkar málum á alþjóðavettvangi.“ Birkir J. Jónsson, varaformað- ur Framsóknarflokksins, segist í fljótu bragði ekki getað tekið undir hugmynd Steingríms. „Það þarf að fara yfir öll þessi mál en staða Íslands er með þeim hætti að við þurfum utanaðkomandi aðstoð í þeim erfiðleikum sem við stönd- um frammi fyrir.“ Birkir telur að Steingrímur hafi ekki úttalað sig um þær hugmyndir sem hann viðr- aði í Kastljósinu enda hafi hann sagt að þetta þyrfti nánari skoð- unar við. Ef til kæmi þá yrði það í samráði við þá flokka sem hefðu meirihluta hverju sinni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það ekki raunhæfan kost að skila láni AGS. Stjórnmálamenn verði að horfast í augu við staðreyndir, og hún sé að engin önnur leið komi til greina til að endurreisa efnahagslífið en að halda sig við áætlun AGS, og sækja um aðild að Evrópusambandinu. „Þetta er eitthvað það óábyrgasta sem ég hef heyrt frá stjórnmála- manni,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Það sé alveg ljóst að Samfylkingin muni ekki taka þátt í því að skila láni AGS. Aðrir heimildarmenn Frétta- blaðsins taka fram að þessi orð Steingríms komi ekki í veg fyrir einhvers konar samstarf fram að kosningum í vor. Slíkt samstarf yrði væntanlega að taka á fyrir- fram ákveðnum málum, og það að skila láni AGS verði væntanlega ekki eitt af þeim. svavar@frettabladid.is, brjann@frettabladid.is Vilja ekki segja upp áætlun og láni AGS Þingmenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins telja ekki koma til greina að segja upp efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR Oddviti Samfylkingar í Kóp.: Harmar álykt- un Reykvíkinga FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.