Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.01.2009, Qupperneq 18
18 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fróðlegt var að bera saman svipmyndir frá Washington og Reykjavík þriðjudaginn 20. janúar 2009. Enn sýndu Banda- ríkjamenn hversu sterkum rótum lýðræði hefur þar skotið. George W. Bush rétti Barack H. Obama valdataumana, og forsetarnir tveir sýndu hvor öðrum virðingu. Allt fór vel fram. Obama býður af sér góðan þokka, og mikið hlýt- ur að vera spunnið í mann, sem nánast einn síns liðs sigraði tvær öflugustu kosningavélar heims, fyrst Clinton-hjónanna, síðan Lýð- veldisflokksins, Repúblikana. Athygli vekur, hversu rólegur Obama virðist vera og varfærinn. Ánægjulegt er og, að þessi vold- uga þjóð skuli í fyrsta skipti hafa valið sér þeldökkan forseta. Bush hverfur ekki úr forseta- embættinu með glæsibrag. En líklega fær hann betri eftirmæli síðar. Sjálfsagt var að stöðva starfsemi hryðjuverkamanna frá Afganistan. Enginn vafi er heldur á því, að Bush var í góðri trú (ef það er heppilegasta orðið), þegar hann mælti fyrir um innrás í Írak: Hann taldi eins og forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna, að Saddam Hussein réði yfir gereyðingar- vopnum, enda hafði Hussein áður orðið ber að því að beita slíkum vopnum í árásum á grannríki. Þetta reyndist ekki rétt, en bót er í máli, að við innrásina fækkaði um einn grimman einræðisherra í heiminum. Festa Bush í barátt- unni við hryðjuverkamenn hefur líka skilað árangri. Þeir eru nú einangraðir. Bandaríkin eru ekki galla- laus, en margt hefur tekist þar vel. Þetta er samband fimmtíu ríkja. Verðmætasköpun er miklu meiri en í Evrópusambandinu, sem er samband 27 ríkja. Í tveim- ur Bandaríkjanna, Delaware og Connecticut, er landsframleiðsla á mann svipuð og í langríkasta Evrópusambandsríkinu, Lúxem- borg. Gengi Svíþjóð úr Evrópu- sambandinu og í Bandaríkin, þá yrði ríkið eitt hið fátækasta þar vestra, ásamt Arkansas og Missis- sippi. Mörg Evrópusambandsríki eru síðan miklu fátækari. Evrópu- búar ættu enn fremur að muna Bandaríkjamönnum, að þeir stöðv- uðu tvö Evrópustríð á tuttugustu öld og tryggðu frið í álfunni, þegar veldi Kremverja var sem öflugast. Þegar litið var til Reykjavík- ur þriðjudaginn 20. janúar, blasti við dapurlegri mynd. Fámennur hópur grímuklæddra óspektar- manna beitir þessar vikurnar ofbeldi í því skyni að knýja lög- lega kjörna ríkisstjórn frá völdum. Þessi hópur kom í veg fyrir, að umræður stjórnmálaleiðtoga gætu farið eðlilega fram á gamlárs- kvöld, skemmdi tæki fyrir fjöl- miðlum og veittist að starfsfólki þeirra jafnt og stjórnmálamönn- um. Sami hópur notaði tækifær- ið nú á þriðjudaginn til að ráðast á Alþingishúsið, grýta lögreglu- þjóna, brjóta rúður og kveikja elda. Á meðan sátu ráðherrar í húsinu og gátu sig hvergi hreyft. Þetta ástand er óþolandi. Lýð- ræði er ekki ofríki fámenns minni hluta og því síður ofbeldi slíks hóps. Stjórnmálamenn verða að geta tekið ákvarðan- ir sínar óáreittir. Umræður eiga að fara eðlilega fram, en ekki undir steyttum hnefum ofbeldis- seggja. Hrun bankanna og hinir stórkostlegu efnahagserfiðleikar eftir það breyta vitanlega miklu í íslenskum stjórnmálum. En ríkið hefur samið við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn um viðreisnaráætlun, og bankahrunið sætir nákvæmri rannsókn. Kosningar eru ekki tímabærar, fyrr en þessu tvennu er lokið. Lýðræði er ekki skrílræði. Tvær borgir HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Lýðræði SPOTTIÐ Greiningin Gísli Marteinn Baldursson hefur lítið tekið þátt í mótmælum síðustu daga, enda er hann í námi í Edinborg. Gísli fylgist samt með gangi mála hér heima og birti hugleiðingar sínar um Samfylkinguna í tilefni af félagsfundi Reykjavíkurfélags flokksins á mið- vikudag á heimasíðu sinni. Gísli er ekki í nokkrum vafa um undirliggjandi ástæður þess að Reykjavíkurfélagið vill nú slíta ríkis- stjórn og boða til kosninga. „Eru þetta stuðningsmenn Össurar sem vilja grafa undan Ingibjörgu Sólrúnu með þessum hætti?“ spyr Gísli. Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör og víst er svo nú. Þeir sem héldu hins vegar að Samfylkingarfélagið væri að bregðast við reiði almennings hafa hins vegar greinilega farið villur vegar. Eðlið Ágúst Borgþór bloggar um hvernig hans líf er ósnert af mótmælum. Á meðan stór hluti þjóðarinnar mótmælir sé hann á kafi við að skipuleggja verkefni sín, skrifa, kenna á námskeiðum og hitt og þetta. „Þetta er eðli sjálfstæðismannsins og svo sem ekkert til að stæra sig af þessa dagana.“ Að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og hunsa ástandið, er það eitthvað sem hljómar kunnuglega? Fyrirlitningin Annar Gísli, Freyr Valdórsson í þetta skiptið, skrifar aftan á Viðskiptablað- ið. Þar fer hann yfir það sem hann nefnir „fyrirlitningu VG á lögreglunni“. Grípum niður í pistilinn: „Þá hefur Atli Gíslason farið fram á fund í allsherjarnefnd Alþingis þar sem hann vill láta fara yfir verklag lögreglunnar og það ekki í fyrsta skipti sem þingmenn VG efast um rétt lögreglunnar til að sinna starfi sínu.“ Stefán Eiríksson hefur upplýst að lögreglan fari yfir verklags- reglur sínar eftir hvern viðburð. Ætli Gísli Freyr líti á það sem efasemdir um rétt lögreglunnar til að sinna sínu starfi? kolbeinn@frettabladid.isF lest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu. Örfáir lögregluþjónar höfðu tekið sér stöðu fyrir utan bygginguna þegar grjóti og götusteinum tók að rigna yfir þá. Lögregluþjónarnir voru mun fálið- aðri en mótmælendur og hefðu mátt sín lítils ef átök hefðu brotist út. Sú varð ekki raunin því hópur mótmælenda steig fram og sló skjaldborg um lögregluþjónana. Skilaboðin voru skýr. Grjótkast og ofbeldi verður ekki liðið. Áður en mótmælendurnir komu lögreglunni til varnar gegn óeirðaseggjunum höfðu nokkrir lögregluþjónar slasast. Viðbrögðin við þeim fréttum hafa með réttu verið á eina leið: ofbeldi er óásætt- anlegt með öllu. Úr grasrót mótmælanna er línan vafningalaus: Lögreglan er ekki andstæðingur fólksins. Fáeinir ofbeldismenn mega ekki komast upp með að yfirskyggja skilaboð mótmælanna um að stjórnin fari frá og boðað verði til kosninga sem fyrst. Viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar við þeirri kröfu benda til þess að þar fari fólk sem er ekki í góðum tengslum við raunveru- leikann. Ósk forsætisráðherra um vinnufrið er óskiljanleg. Frið til hvers? er réttmæt spurning. „Háskalegur skortur á forystu“ var fyrirsögn á pistli sem birtist á þessum stað 13. ágúst í fyrra og fjallaði um flótta forsætisráðherra frá því að grípa til aðgerða gegn því, sem þá leit út fyrir að verða djúp niðursveifla en varð að kerfishruni. Á þeim mánuðum sem eru liðnir, hefur forsætisráðherra ekki lukkast að ná taki á hlutverki sínu, við mjög erfiðar aðstæður, svo allrar sanngirni sé gætt. Því miður er engin ástæða til að trúa á að það breytist. Þvert á móti má ætla að það hvernig haldið er um stjórnartauma landsins, sé ávísun á áframhaldandi óvissu og ólgu. Ríkisstjórnin fékk tækifæri til að hreinsa út úr þeim stofnunum, sem brugðust, hún gat tekið til í eigin röðum og hún gat lagt fram aðgerðaáætlun með skýrum markmiðum. Hún kaus að gera ekkert af þessu. Það er fátt annað eftir fyrir ríkisstjórnina en að játa sig sigraða. Ekki fyrir mótmælum, heldur eigin getu- og andleysi. Það verður ekki snúið við úr því sem komið er. Kosningar á þessu ári eru óumflýjanlegar. Næstu daga mun reyna mjög á hvort mótmælendur hafa þrek til að stöðva óeirðaseggina sem blanda sér í þeirra hóp. Viðbrögðin fyrir utan stjórnarráðið og kakó- og blómagjafir til lögregluþjóna á Austurvelli í gær benda til þess að þeir eiga að geta það. Ef ekki á lögreglan fáa aðra kosti en að beita allan hópinn hörðu. Bilið milli mótmæla og óeirða getur verið hárfínt. Hingað til, með fáum undantekningum, hefur lögreglan sýnt aðdáunarverða stillingu. Lögregluþjónar hafa mátt sitja undir því að á þá er hrækt, skyri slett yfir þá og þeir ausnir svívirðingum. Þó að slíkar send- ingar valdi ekki líkamlegum skaða eins og grjótkastið eiga þær ekki að líðast heldur. Það fer heldur ekki á milli mála að hinn breiði fjöldi mótmæl- enda er fyllilega meðvitaður um að pottar og sleifar eru máttugri en grjótið. Það verður ekki aftur snúið. Pottar og sleifar en ekki grjót JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.