Fréttablaðið - 23.01.2009, Page 25
23. janúar föstudagur 5
„Við gerðum þetta fyrst þegar við
vorum báðir að leika á Akureyri í fyrra
og spiluðum þá eingöngu músík úr
leikritum og söngleikjum,“ segir Hall-
grímur Ólafsson leikari um fyrirhug-
aða leikhústónleika hans og Guðjóns
Davíðs Karlssonar, betur þekktum sem
Góa.
„Við verðum á Græna hattinum á
Akureyri annað kvöld, en planið er
svo að vera með þetta á dagskránni í
Borgarleikhúsinu. Þetta var bara eina
kvöldið sem við áttum frí í mánuðin-
um svo við ákváðum að skella okkur
norður,“ útskýrir Hallgrímur og segir þá
félaga taka lög úr öllum áttum.
„Við komum fram með hljómsveit,
skiptumst á að syngja og röddum hjá
hvor öðrum. Svo spjöllum við auðvitað
inn á milli laga og erum með eitthvert
grín og glens,“ segir Hallgrímur um
dagskrána sem inniheldur meðal ann-
ars lög úr söngleikjunum Hárinu, Jesus
Christ Superstar og Fólkinu í blokk-
inni. „Við ætlum líka að vera með veg-
legt happdrætti svo fólk eigi möguleika
á glaðningi í kreppunni, til dæmis gjafa-
korti í leikhús hjá LA og fleira spenn-
andi,“ bætir hann við. - ag
Úr leiklist yfir í söng
Flottur dúett Halli og Gói troða upp á
Græna hattinum á Akureyri annað kvöld,
en stefna á að halda leikhústónleika í
Borgarleikhúsinu á næstunni.
„Þetta er ekki endurbættur Rex
heldur algjörlega nýtt „concept“,“
segir Jón Atli Helgason, einn af
skipuleggjendum opnunarpartís
Jacobsen í Austurstræti sem var
opnaður í gærkvöldi, þar sem
skemmtistaðurinn Rex var áður
til húsa. Staðurinn heitir eftir
dönsku Jacobsen-fjölskyldunni
sem rak vefnaðarvöruverslun í
húsnæðinu forðum daga. „Nú er
ekkert „dresscode“ svo allt snobb
er strokað út og andrúmsloftið
er afslappað,“ bætir hann við, en
um helgina verða tvö einkasam-
kvæmi áður en staðurinn verður
opnaður almenningi í næstu viku.
„Á sunnudagskvöldum verðum
við með vöfflukvöld þar sem fólk
getur borgað í bauk eftir vild,
annars fær það fríar vöfflur og
innan skamms byrjum við að
selja franskar crepes-pönnukök-
ur á mjög góðu verði,“ segir Loftur
Loftsson, rekstrarstjóri Jacobsen.
- ag
Jacobsen opnaður þar sem Rex var áður:
Snobbið þurrkað út
„Nýtt „concept“ Loftur segir Jacobsen
ekki vera neitt í líkingu við skemmtistað-
inn Rex sem var í sama húsnæði.
ASHTANGA JÓGA
Ingibjörg Stefánsdóttir
ÁHRIFA-
valdurinn
„Það er svo ótrúlega margt sem hefur haft sterk
áhrif á líf mitt, en það er ein ákvörðun sem ég tók
í lífinu sem hafði mjög mikil áhrif á mig. Ég tók
þá ákvörðun að fara í leiklistarnám í New York. Í
skólanum notaði einn af mínum danskennurum
ashtanga jóga til að hita okkur upp og ég kolféll
fyrir því um leið.
Síðan þá hefur þetta jóga leitt til þess að ég
hef margsinnis ferðast til Indlands og þar
kynntist ég ashtanga jóga-gúrúnum, Sri
K. Pattabhi Jois, sem er 93 ára í dag.
Núna rek ég mína eigin jógastöð með
yndislegum kennurum og elska það
að sjá fólk fara út úr tíma með bros
á vör. Það er svo frábært hvað lífið
hefur að færa manni, eitthvað sem
er óvænt, eitthvað sem maður sá
ekki fyrir. Þá er svo mikilvægt
að vera opinn fyrir ein-
hverju nýju og prófa
sig áfram í lífinu.“
50%
afsláttur
af öllum
vörum
Í fyrsta skipti
í sögu Herra
Hafnarfjarðar
er 50% afsláttur
af Bertoni
jakkafötum.
Gallabuxur frá
4.900 kr.
Opið til kl. 18.00
laugardag
50
afslá
ttur
%
Íþróttatreyjur frá
2.000 kr.
Skyrtur frá
2.000 kr.
Stakir jak
kar frá
4.900 kr.