Fréttablaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Karenar D.
Kjartansdóttur
Í dag er þriðjudagurinn
27. janúar, 27. dagur ársins.
10.22 13.40 16.59
10.22 13.25 16.29
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
REKKJUNNAR
20-60%
AFSLÁTTUR!
ÚTSALA
RÚMSTÆÐI MEÐ
LATEX HEILSUDÝNU
ALLT AÐ
40%
AFSLÁTTUR
SVEFNSÓFAR
ALLT AÐ
30%
AFSLÁTTUR
Verð frá
38.000 kr.
HEILSUKODDAR30%AFSLÁTTURVerð frá5.530 kr.
SÆNGURVER
30%AFSLÁTTUR
Verð frá
3.710 kr.
KING KOIL H
EILSURÚM
(Queen Size
153x203)
Verð áður 15
5.455 kr.
KOSTAR NÚ
FRÁ
89.900 kr.
COMODO
SvefnsófiVerð áður 398.950 kr.KOSTAR NÚ 279.265 kr.
Þrýstijöfnunar-
svampsrúm
(Queen Size 15
3x203)
Verð áður 165.5
00 kr.
KOSTAR NÚ
99.300 kr.
FJÖLSTILLAN
LEG
HEILSURÚM
ALLT AÐ
30%
AFSLÁTTUR
Skoði maður helstu fréttir fjöl-miðla fyrir ári síðan er ekki
laust við að djúpur söknuður grípi
mann. Söknuðurinn felst samt ekki
í þránni eftir horfnum lífsgæðum
og frelsi undan horfnum lífsgæð-
um. Það sem mest eftirsjá er að,
eru fréttir sem fólk nennir að lesa.
Fréttir af fólki og fyrir fólk, frek-
ar en endalaust hjakk í sama fari
vegna stórfrétta, válegra tíðinda
og annarra hörmunga.
FYRIR réttu ári var forsíða
Fréttablaðsins til að mynda fjarri
því að líkjast forsíðum undanfar-
inna mánaða. Vissulega var sagt
frá pólitískum glímutökum í borg-
arstjórn Reykjavíkur í smáfrétt-
um, en þær stóru voru öllu meira
spennandi.
„HÆKKAR hratt í Kleifarvatni“
var meðal þeirra upplífgandi fyr-
irsagna sem prýddu forsíðu þessa
blaðs 27. janúar 2008. Þar voru
landsmenn fullvissaðir um að ógn-
vænleg þróun vatnsyfirborðs þess-
arar þjóðargersemi væri að snúast
við. Hjúkk.
STÆRÐARMYND fékk virðing-
arsess á síðunni. Fyrir þá sem ekki
muna hvernig forsíðumyndir litu
út fyrir kreppu, þá skal hér tekið
fram að hvorki Geir Haarde né
Ingibjörg Sólrún sáust veikindaleg
og áhyggjufull á myndinni. Þeirra
í stað voru kappklæddir Ástral-
ar, sem búsettir voru hér á landi,
í grillveislu í Nauthólsvík. Krakk-
ar með pylsur og djús eru talsvert
skemmtilegra myndefni en þing-
flokkur sjálfstæðismanna og sam-
fylkingarfólks.
FORSÍÐUFRÉTTIN bar að vísu
nokkurn kreppubrag, því hún
tengdist fjármálaráðuneytinu.
Grunur lék á að starfsmaður ráðu-
neytisins tengdist smygli á eitur-
lyfjum til landsins. Blaðamaður
ræddi málið við Árna Mathiesen
fjármálaráðherra, sem svaraði
með setningu sem nú ætti að vera
landsmönnum að góðu kunn sem
mantra ráðherrans. „Ég veit eigin-
lega ekkert um þetta,“ sagði Árni.
Þá var tekið fram að ekki hefði
náðst í Baldur Guðlaugsson ráðu-
neytisstjóra vegna málsins. Það er
gömul saga og ný.
ÞAÐ er óskandi að bráðum renni
upp bjartari tíð, þar sem fatt-
leysi ráðherra snertir aðeins nán-
ustu samstarfsmenn hans, en ekki
þjóðina alla. Mikið væri gaman
ef smærri fréttir yrðu aftur aðal-
fréttirnar, þó vissulega megi hrósa
Sigurði Kára fyrir tilraun til þess,
þegar hann reyndi að lauma bjórn-
um í matvörubúðir á fyrsta degi
eftir jólafrí. Fyrir ári síðan hefði
slíkt þótt stórfrétt.
Langþráð gúrka