Fréttablaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2009 19 Jón Atli Jónasson leikskáld og Ingvar Þórðar- son hafa á liðnum mánuðum verið í samstarfi um sviðsverk sem þeir kalla Djúpið. Einleikurinn er á verkefnaskrá Leikfélags Reykjavíkur í Borg- arleikhúsi sem einn einleikja sem þar eru á dag- skrá á þessum vetri. Hann lýsir hvað gerist þegar skipstapi verður og menn lenda í sjó. Undirbúningi verksins hefur verið skotið inn milli verkefna sem á þeim báðum hvíla: Jón Atli hefur nýlokið vinnu við sviðsetningu á Sumarljósi í Þjóðleikhúsinu þar sem hann var aðstoðarleik- stjóri, en Ingvar hefur verið á fullu við æfingar á Rústað eftir Söru Kane sem frumsýnt verður á nýja sviði Borgarleikhússins næstkomandi föstu- dag. Ingvar verður að því loknu bundinn við leik- sýningar á vegum Vesturports í Eyjaálfu. Á meðan mun Jón Atli vinna með þeim Halli Ing- ólfssyni og Jóni Páli Eyjólfssyni að sýningu í Borgarleikhúsi sem fjallar um hrunið. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Jón Atli fátt um verkefnið: „Hvað gerist þegar maður dett- ur í sjó?“ Einleikurinn mun sprottinn úr Brimi sem Jón Atli samdi fyrir Vesturport sem nú hefur verið kvikmyndað. Einleikurinn sækir að einhverju leyti efni sitt í hrakningasögur sjó- manna sem hafa lent í sjávarháska og komist til lands. Er þá skemmst að minnast atburðar fyrir mörgum árum við Vestmannaeyjar þar sem maður synti langan leið til lands. Einleikurinn virðist vekja áhuga: skoski leikstjórinn Graham Mall- ey ætlar að setja einleikinn á svið í Skotlandi, bæði í Glasgow og Edinborg í apríl, en Graham hefur áður unnið við sviðsetningar hér á landi þegar hann setti upp Black- bird sem kallaður var Svartfugl í íslenskri þýðingu í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. - pbb Skipreika maður nær landi LEIKLIST Jón Atli Jónasson leik- skáld er með hugann við sjósókn. LEIKLIST Ingvar Sigurðsson er önnum kafinn um heim allan. Á laugardagskvöld var hundrað- asta sýning á einleik Brynhildar Guðjónsdóttur um írsku amb- áttina Brák í Landnámssetrinu í Borgarnesi en rúmt ár er síðan Brynhildur frumsýndi einleikinn þar 5. janúar 2008 og sló strax rækilega í gegn. Brynhildur hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir sýninguna: Grímuna sem besti höfundur leikársins 2007-8 og besti leikari í aðalhlutverki auk þess sem sýn- ingin var tilnefnd sem besta leik- sýning ársins 2008. Nýlega hlaut Brynhildur viðurkenningu úr Stefaníusjóðnum og Bjartsýnis- verðlaunin sem áður voru kennd við Bröste árið 2008. Brynhildi hefur verið verið boðið að sýna Brák á Íslands- bryggju í Kaupmannahöfn og fer hún utan í byrjun febrúar og þar verða tvær sýningar en aðeins örfáar sýningar eru fyrirhugað- ar í Borgarnesi í febrúar og eru óðum að fyllast. Gert verður hlé á sýningum á Brák í mars, apríl og maí þar sem Brynhildur vinn- ur að nýju verki sem hún hefur skrifað um listakonuna Fridu Kahlo og frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í apríl. Sýningar á Brák hefjast svo að nýju í júní. Samhliða sýningum á Brák heldur áfram einleikur Bene- dikts Erlingssonar á Mr. Skalla- grímsson í Landnámssetri en ekkert lát er á aðsókn á þann rómaða einleik. Benedikt greindi nýlega frá því að hann væri með sjónvarps- þáttaröð í undirbúningi sem helguð er Sturlungu en hann mun sýna Skallagrímsson áfram meðan aðsókn heimtar. Ein- leikir þeirra Brynhildar í Borg- arnesi munu því keppa í sumar við fyrirhugaðar sumarsýning- ar í Reykjavík: Sound of Music og Við borgum ekki í Borgarleik- húsinu og Grease í Loftkastalan- um. - pbb Brák fer brátt í frí BRYNHILDUR SEM BRÁK. Kvikmyndin Sveitabrúðkaup, í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur, tekur þátt í keppni í flokki nor- rænna mynda á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 23. janúar til 2. febrúar. Sveitabrúðkaup er frum- raun Valdísar sem leikstjóri, en hún hefur áður getið sér gott orð sem klippari. Hún vann meðal annars til BAFTA-verðlauna árið 2004 fyrir klippingu sína á kvikmyndinni The Eternal Sun shine of the Spotless Mind. Fleiri íslenskar myndir taka þátt í hátíðinni í Gautaborg í ár. Kjötborg, heimildarmynd eftir þær Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur, tekur þátt í keppni í flokki sem nefnist Norðurljós, en auk hennar taka þátt í hátíðinni stuttmyndirnar Bræðrabylta eftir Grím Hákon- arson og Smáfuglar eftir Rúnar Rúnarsson. Kvikmyndin Stóra planið tekur þátt í keppni í Spectrum-flokki á alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Rotterdam sem fer fram dagana 21. janúar til 1. febrúar. Í Spectrum-flokki keppa mynd- ir frá öllum heimshornum sem þykja frumlegar og áhrifarík- ar. Leikstjóri Stóra plansins er Ólafur de Fleur Jóhannesson. - pbb Kvikmyndir á hátíðum Búum við á besta stað blessa skyldum kúna Íslendingar eiga það sem aðra vantar núna Öllum standa opnar dyr andans kraft skal virkja þá er best að borða skyr búkinn til að styrkja H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.