Fréttablaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2009 11 Umsjón: nánar á visir.is MESTA HÆKKUN STRAUMUR B. +15,45% FØROYA BANK +0,89% ICELANDAIR G. +0,08% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -1,45% BAKKAVÖR -0,49% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 570,00 +0,00% ... Bakkavör 2,04 -0,49% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,29 +0,00% ... Føroya Banki 114,00 +0,89% ... Icelandair Group 13,31 +0,08% ... Marel Food Systems 65,10 +0,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,42 +15,45% ... Össur 95,10 -1,45% Forkólfar heimsins á ýmsum sviðum, alls 2.500 manns, tygja sig fyrir árs- fund Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í bænum Davos í Sviss sem hefst á morgun. Hún stendur fram á sunnudag. Efnahagskreppan og aðgerðir til að endurbyggja hagkerfi heimsins að henni undangenginni eru helstu mál á dagskrá. Breska viðskiptablaðið Financial Times segir hremmingar undanfarna mánuða setja mark sitt á fundinn og verði hann á lágstemmdari nótum en fyrri ár. Bandaríski fjárfestinga- bankinn Goldmans Sachs, sem haldið hefur bestu veislurnar fram til þessa, sendir færri fulltrúa í ár og hefur blásið teiti sitt af auk þess sem morg- unverðarfundur með John Thain, fyrrverandi forstjóra Merrill Lynch, var tekinn af dagskrá eftir að honum var sparkað í síðustu viku. Á meðal þátttakenda eru Bill Gates, stofnandi og fyrrverandi for- stjóri bandaríska hugbúnaðarris- ans Microsoft, sem situr ráðstefnuna fyrir hönd styrktarsjóðs hans og konu hans. Tveir Íslendingar taka þátt í ráðstefnunni í ár, en það eru þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, athafnamaður og stjórnarformaður Straums, og Jón Stephenson von Tetzchner, stofnandi og forstjóri norska vafrafyrirtækisins Opera Software. Þetta er annar ársfundur- inn sem Björgólfur situr en í fyrra var hann þar í félagsskap listamanns- ins Ólafs Elíassonar. - jab Efnahagskreppan rædd í Davos Icelandair Group vinnur að fjárhags- legri endur- skipulagningu félagsins í sam- starfi við við- skiptabanka sinn, sem er Nýi Glitnir. Fram hefur komið í árs- fjórðungsupp- gjörum Ice- landair Group að félagið hafi verið með víxla að fjárhæð 2,5 milljarðar króna á gjalddaga 23. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu félagsins í gær kemur fram að samið hafi verið við Nýja Glitni um endurfjármögnun á víxlunum til þriggja mánaða. „Að undanförnu hefur verið unnið að endurskipulagningu á fjármagns- skipan samstæðunnar og á næstu þremur mánuðum er gert ráð fyrir að ljúka þeirri vinnu. Markmið endurskipulagningarinnar er að aðlaga endurgreiðsluferli skulda að greiðslugetu samstæðunnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningu félagsins. - óká Unnið að end- urfjármögnun Sparisjóðabanki Íslands (áður Icebank) hefur fengið frest til 28. febrúar til að leggja fram frekari tryggingar í kjölfar veðkalls sem Seðlabanki Íslands sendi bankan- um undir lok október síðastliðins. „Unnið er að því að afla sam- þykkis annarra stærstu lánveit- enda bankans fyrir jafnlöng- um fresti, en þeir lánveitendur eru aðallega erlendir bankar. Að undanförnu hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu bankans með framangreind- um aðilum og mun sú vinna halda áfram næstu vikurnar,“ segir í til- kynningu bankans til Kauphallar í gær. Jafnframt kemur fram að Fjár- málaeftirlitið hafi sömuleiðis veitt bankanum jafnlangan frest til að koma eiginfjárgrunni sínum aftur í það horf að hann uppfylli skilyrði laga um fjármálafyrirtæki. - óká Fá framlengdan frest út febrúar BJÖRGÓLFUR JÓHANNS SON Forstjóri Icelandair Group. DAGSKRÁNNI FLAGGAÐ Klaus Schwab, stofn- andi og framkvæmdastjóri Alþjóðaefnahags- ráðsins, kynnti sneisafulla dagskrá samtakanna í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 78 Velta: 186 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 319 +1,24% 879 +1,97% Kynntu þér úrræðin Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig. Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 45 39 0 1/ 09 Fjármálaráðgjöf fyrir þig • Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.