Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 7 erlent yfirlit ■ írakskir hcrmenn sem teknir hafa verið til fanga eftir orrustu í eyðimörkinni. Verið er að fara með þá endurhæfingarbúðir, þar sem á að vinna þá til fylgis við íslömsku byltinguna í íran. Andúð á Sovét- ríkjunum fer vaxandi í íran ■ Slitrótt tíðindi berast af stríðinu milli írana og íraka en sókn hinna fyrrnefndu inn í írak heldur áfram og eru hersveitir írana að nálgast Bagdad. Þær eru um 220 km. frá borginni. Undanfarna mánuði hefur verið barist heiftarlega í landamærahéruðunum. Manntjón írana er mikið, en mun færri írskir hermenn hafa fallið. Aftur á móti hafa óbreyttir borgarar í írak orðið illa úti, og veit í raun enginn hve margir þeirra hafa fallið eða særst þegar íranir hafa numið bæi og þorp. En heimspress- an er víðs fjarri átökunum og geta sjónvarpsglápendur sofið rólegir vegna hörmunganna sem fólk verður að þola í þessum heimshluta. Her íraks er mun betur vopnum búinn en sá íranski, en er mun fámennari. íranir telja 41 milljón manns en írakar eru 14 milljónir. Átökin bera nokkurn keim af þessum mismun mannfjölda. í sókn sinni beita íranir fjölmennu fót- gönguliði, sem veður í bylgjum út í opinn dauðann í árásunum, en írakar eru mun betur búnir flugvélum, þyrlum og flugskeytum. Tölur um mannfall eru áreiðanlegar. Giskað er á að um 150 þúsund íranir hafi fallið í þessu tveggja ára gamla stríði, auk týndra.særðra og fanga. Álitið er að milli 36 þúsund og 44 þúsund írakar hafi fallið í styrjöldinni. En Khomeini og lið hans, sem öllu ræður í íran, eru ekkert að víla fyrir sér þótt mannfall sé mikið. Bagdad er aðeins áfangastaður í sókninni til Jerús- alem. íranir eiga sér formælendur fáa meðal þjóðanna. Þegar keisaranum var steypt af stóli voru margir uppveðraðir vegna byltingarinnar og töldu hana af því góða, þar sem byltingarmenn unnu skipulega að því að uppræta öll vestræn áhrif. Það féll vfða í góðan jarðveg. Meðal vestrænna þjóða var óttast að áhrif Sovétríkjanna mundu aukast mjög í íran og mundu þeir njóta góðs af olíuauði landsins, og umfram allt, fá hafnaraðstöðu við Persaflóa og Ind- landshaf. Byltingamönnum og klerkum lá enda heldur gott orð til Sovétmanna fyrst í stað, og töldu allt illt koma frá Vesturlöndum. En nú er svo komið, að Rússar og Bandaríkjamenn eru lagðir að jöfnu af klerkaveldinu. Innrásin í Afganistan á sinn þátt í því að vegur Sovétríkjanna hefur minnkað og klerk- um fellur guðsafneitun kommúnista illa. I febrúar s.l. var haldin, byltingarhá- tíð í Teheran. Eins og venja er við slík tækifæri var bandaríski fáninn lagður í veg fyrir skrúðgöngu til að traðkað yrði á honum. Einhver framkvæmdamaður tók sig til að lagði Sovétfánann við hlið þess bandaríska, og fagnandi notaði mannfjöldinn tákn risaveldanna beggja sem fótaþurrkur. Fulltrúar Sovétríkj- anna við hátíðahöldin þustu á brott. En kommúnistaríkin hafa samt enn sendi- herra í íran. Það er meira en sagt verður um Vesturveldin. Bandaríkin hafa ekk- ert stjórnmálasamband við ríkið, Bretar og Frakkar hafa þar aðeins fámennar sendisveitir. Þýskaland er eina öfluga ríkið í Vestur-Evrópu sem hefur am- bassador í Teheran. Diplomatar í Teheran þykjast sjá þess merki, að áróðurinn gegn Vesturveldun- um fari heldur minnkandi, en aftur á móti andar sífellt kaldara í garð Sovét- ríkjanna. Tudeh-flokkurinn, sem er ‘kommúnistaflokkur, hallur undir Sovétríkin, átti sinn þátt í byltingunni og töluverðu fylgi að fagna. Klerkarnir hafa nú stöðvað útgáfu málgagns flokksins, sem gefið var út í 80 þús. eintökum. Flokksmenn hafa verið reknir úr opinberum stöðum og klerkaveldið úthúðar flokknum og fylgismönnum hans. Við tvö nýafstaðin tækifæri hafa Iranir látið í ljós hug sinn til Sovétríkjanna. Við opnun vörusýningar í Teheran og við vígslu stáliðjuvers, sem Sovétmenn fjármögnuðu í Isfahan, tók mannfjöldi undir opinberar ræður með því að hrópa: „Dauði yfir Ameríku. Dauði yfir Sovétríkjunum." Á sínum tíma fékk Khomeini erki- klerkur hæli í Frakklandi og undirbjó jarðveginn fyrir byltinguna. Um tíma var hann vinsamlegur í garð Frakka og var allgott samband milli ríkjanna eftir að keisarinn var rekinn frá völdum. En nú eru Frakkar ekki hátt skrifaðir í íran. Klerkum fellur illa 'að brotthlaupnir leiðtogar frá Iran skuli fá hæli í Frakklandi, en þar njóta þeir sömu réttinda og Khomeini þegar hann var landflótta. Bani-Sadr fyrrum forseti írans og ákafur byltingamaður situr í Frakklandi með sína hirð. Klerkar vilja fá hann framseldan eins og hvern annan hryðjuverkamann. Frakkar neita og það er ekki fyrirgefið. Ekki bætir úr skák að Frakkar selja írökum flugskeyti og önnur fullkomin vopn, sem notuð eru gegn írönum. Á einu ári hafa viðskipti Frakka og írana dregist saman um helming. En það eru áreiðanlega Rússar, sem orðið hafa fyrir mestum vonbrigðum með hvaða stefnu íranska byltingin hefur tekið. Þeir studdu hana með ráðum og dáð og ætluðu sér áreiðanlega að hagnast á henni, en eru nú lagðir að jöfnu með sjálfum erkifjandanum - Bandaríkjunum. En margt bendir til að sambúðin við Vesturveldin fari batnandi, þótt enn séu hrópuð vígorð gegn þeim. íranskur embættismaður læddi því nýlcga að bandarískum gesti, að Bandaríkjamenn gætu treyst því að íranska byltingar- stjórnin væri besta tryggingin gegn því að Sovétríkin legðu þennan heimshluta undir sín yfirráð. Þetta eru nákvæmlega sömu rök og keisarinn hafði ávallt á takteinum þegar hann var að byggja upp sitt herveldi. Oddur Ólafsson. 0 skrifar Leikfanga húsið Sími 14806 SkólavörðustíglO barbie hundasleðar Póstsendum Draumur barna barbie dúkkur föt bílar húsgögn . . Fisher-Price leikföng barb/e hestar barbie sundlaugar barbie píanó Torgsala í Reykjavík Samkvæmt samþykkt borgarráðs frá 27. f.m. er óheimilt að setja upp torgsölu í Reykjavík nema að fengnu levfi, sem borgaryfirvöld veita. Leyfisgjald vegna torgsöluleyfa er sem hér segir: Fyrir einn mánuð 1.100.00 kr. Fyrir eina viku 400.00 kr. Fyrir einn dag 100.00 kr. Leyfisgjald skal endurskoða við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Borgarstjórinn i Reykjavik. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.