Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag V- labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 Jón Baldvinsson listmálari við tvö verka sinna. Tímamynd: G.E EIGINLEGA ÆTLAÐI EG MÉR AD VERDA SÖNGVARI Spjallad vid Jón Baldvinsson sem sýnir nú í eigin husnæði ■ Þaö er ekki mikiö um það, að listmálarar, eða myndlistar- menn yfír höfuð, haldi málverka- sýningar í vinnustofum sínum, eða í eigin húsnæði. Þeir mega víst þakka fyrir, að hafa þak yfír höfuðiö. Þótt um margt virðist nú betur búið að listum, og þá væntanlega listamönnum líka, þá virðast þeir fást minna við húsagerð en áður. Einar Jónsson, Jón Stefáns- son, Asgrímur Jónsson, Jón Þorleifsson og Jón Engilberts reistu sér mikil hús, svo minnst sé frumherjanna. Og það gjörðu fleiri, þótt aðrir, t.d. Kjarval hefði leigt fast heimili í Austur- stræti upp á harðfísk og svið, sem frægt er orðið. Þessi upptalning, hér að framan, er þó ekki tæmandi. Fleiri myndlistarmenn hafa með harðfylgi komið sér upp vinnustofum. Einn þeirra er Jón Baldvinsson, myndlistarmaður, er nú hefur opnað sýningu í húsakynnum sínum, að Heiðarási 8, þar sem hann sýnir 55 olíumálverk. Við lögðum þangað leið okkar, en Heiðar- ás er efst í Selási, í hæðinni sunnan og austanvið efstu blokkirnar í Hraunbæ. Hann býr þar í tvílyftu húsi, sem vegna hallans er ein hæð við götuna, en tvær hæðir neðar í brekkunni. Á efri hæð er rúmgóð vinnustofa, auk íbúðar, en á neðri hæðinni eru tveir. rúmgóðir sýningarsalir. Jón hafði þetta að segja okkur af sjálfum sér, húsinu og kúnstinni: Ætlaði að verða söngvari Ég byrjaði fremur seint í málverkinu, en ég er fæddur 1927. Þó hafði ég alla tíð mikinn áhuga á myndlist, sem og öðrum listum. Eiginlega ætlaði ég mér að verða söngvari og hóf alvarlegt söngnám, ef svo má orða það. Ég var í æsku búsettur bæði á Islandi og eins í Kaupmannahöfn, og þar byrjaði ég á söng. En söngur er fjárfrekt fyrirtæki og fjárhags- legur grundvöllur var ef til vill meira atriði þá, en aðrar náðargáfur. Ég hætti því við sönginn. - Heldurðu að þú hefðir getað orðið góður söngvari? Það er til sú kenning að vondir söngvarar geti aldrei hætt, svo það er ekki útilokað. Nú hvað um það. Ég snéri mér fljótlega að málverki. Fyrst var þetta svona með öðru, en svo fór málverkið að sækja á. Og það endaði með því að ég dreif mig á listaskóla í Danmörku. Ég lærði auðvitað margt þar, einkum í handverki, en var þó ekki allskosta ánægður með kennsluaðferðirnar. Maður var látinn teikna sama modelið í þrjá mánuði. Tii þess þarf líklega meira af þolinmæði, en listgáfu. Nú ogsvo byrjaði ég að vinna, ogað halda sýningar. Ég sýndi á t.d. Kjarvalsstöðum 1976; í Bogasalnum, Norræna-húsinu og víðar, og er þá fátt talið. Og nú sýni ég hér í liúsi, sem við hjónin höfum verið að smíða í þrjú ár. Við fórum rólega í þetta. Og ég er ánægður, því her leika aðrir vindar en í Ve.sturbænum, þar sem við bjuggum áður. - Hafa myndirnar tekið breytingum? Já. Það held ég að megi fullyrða. Ég mála ekki eins mikið landslag, í hinum venjulega skilningiá orðinu landslagsmynd. Myndirnar tengjast nú meira einhverjum skáldskap, ef það er ekki of hátíðlegt orð. Ef til vill mætti orða það þannig, að áhrif af landi og umhverfi séu nú fyrirferðarmeiri, og svo það dularfulla, sem erfitt er að skýra. - Breytir nýja húsið ekki aðstöðunni? Það er nú ekki fullreynt, nema að nú gat ég sýnt, þótt fullbókað væri í betri sali í borginni. Ég taldi að vísu, að röðin væri komin að mér, en það reyndist ekki vera. Það eru nú 25 ár síðan ég byrjaði að mála fyrir alvöru, en síðan 1971 hefi ég haft málverkið fyrir atvinnu. Og þótt skáldskapur sé áhugaverður í myndlist, þá nægir hann ekki einn. Þetta er þrotlaust starf, og góðar ytri aðstæður hafa töluvert gildi fyrir alla listamenn. JG fréttir Eiga sjómenn að spara olíu fyrir útgerðina? ■ Olíusparnaður og ol- íunotkun verða í sviðsljós- inu á aðalfundi Lands- sambands íslenskra út- vegsmanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Kristján Ragnarsson, formaður LÍU kom inn á þessi mál þegar í setningarræðu sinni og sagði þá m.a.: - Mikilvægasta atriðið til aukins spamaðar á olíu er, að um það semjist við sjómenn, að olía verði að hluta til eða öll dregin frá óskiptu aflaverðmæti, þannig að sjómenn hefðu ávinning af minni olíunotk- un. Gæti slík breyting í hlutaskiptum komið m.a. í stað núgildandi olíugjalds. Kristján Ragnarsson nefndi einnig það verulega átak sem gert hefur verið til olíusparnaðar með auk- inni notkun svartolíu og olíunotkunarmælum, en benti á að ávinningur af notkun svartolíu væri oft stórlega ýktur þar sem að þá væri ekki reiknað með þeim aukna viðhaldskostn- aði sem svartolíunotkunin ylli. Vegna þeirra hugmynda sem Kristján Ragnarsson varpaði fram um að olía verði dregin frá óskiptu aflamagni og sjómenn tækju þannig að sér að spara olíu fyrir útgerðina, leitaði Tíminn til Óskars Vigfússonar formanns Sjómannasambands ís- lands og spurði hann álits á þessum hugmyndum. - Ég er viss um að sjómenn eru allir á einu^ máli um að það væri að hverfa aftur til fornalda, ef taka ætti upp nettóvið- skipti við útgerðina, sagði Óskar Vigfússon. Benti Óskar á fjölda samþykkta sjómanna um mál sem þessi og tók hann sérstak- lega fram að sjómenn hefðu enga tryggingu fyrir að þeir gætu haft áhrif á olíusparnað. -ESE dropar Það er að brenna við... ■ Hvað skyldu margir vita að í Reykjavík eru tvö slökkvilið og varla steinsnar á milli bækistöðva þeirra? Ekki margir, en Dropar ætla nú að leka einni sögu um þessi hrunalið bsejarins. Það bar við þegar síðast brann í Reykjavík að slökkviliðið (þ.e.a.s. aðal slökkviliðið) var knllað úl með slöngur sínar og bíla. Vel gekk að slökkva og voru margir slökkviliðsmenn á staðnum og margir bílar. Þótti nxrstöddum nög um, enda bunaði vatn um svæðið og slökkviliðs- menn brunuðu fram og aftur. Þessi fjöldi slökkviliðsmannanna átti sér þó sínar eðlilegu skýringar eins og fram kom í fréttum, því að þar var nefnilcga greint frá því að slökkvilið Rcykjavikurflugvallar (vxntanlega auka slökkviliðið) hefði verið á staðnum til að hjálpa aðal slökkviliðinu. Varsérstaklcga rómuð frammistaða sprautubíls flugvallarmanna. Ekki kunna Öskjuhlíðar- slökkviliðsmenn alveg að meta þessar fréttir og er haft fyrir satt að í þcirra starfi sé óánxgja með „slettirekuskap“ flugvallarmanna. Þeir hafl ekkert verið beðnir um að hjálpa, heldur hafl þeir komið óboðnir í brunann, en ekki hafl verið talin ástæða til að amast við þessum boðflennum. Að „hitt“ slökkviliðið hafl hjálpað slökkvi- liðinu sé af og frá. Það hafl bara flxkst fyrir og sprautað á alvöru slökkviliðið úr sprautubílnum flna. Reykvíkingar mega sem sagt eiga von á að tekið verði upp kvótakerfi í brunavömum bæjar- ins á næstunni, ef brunaliðin geta ekki komið sér saman um hver á að slökkva í. Nema annað verði gert að alvöru brunaliði og svo komi slökkviliðiö... Mogginn og Magga og MX ■ Þá hefur Ronald Reagan endanlega fengið „grænt ljós“ á MX-áætiunina sína, þó að næstum allur almenningur þar vestra rísi öndverður á móti. Magga That- cher og Mogginn, sem væntanlega eru íhaldssamasta „paról“ norðan Alpafjalla hafa nefnilega lagt blessun sína yflr framkvæmdina og þá getur Ronnie boy byrjað að grafa. Óupplýstum til „hugarhægðar“ skal þess gerið að MX-áætlunin gengur út á að koma fyrir lang- drægum eldflaugum með nokkr- um kjarnaoddum, neðanjarðar i Bandaríkjunum, nánar tiltekið í nágrenni þess staðar sem Stone P. Stanford reikaði um í Paradísar- heimt Laxness. Verða eldflaugar þessar færanlcgar og er hugmynd- in sú að þegur Kússamir eru búnir að ná „finstillingunni“ á þessi „varnarvopn", þá hafi kúrekarnir tíma til að rúlla eldflaugunum á þar tilgerðum brautum langt í burtu og eyðileggja þar með allt fyrir Ivan. Þessi tól kosta að sjálfsögðu morðfjár og er almenn- ingur í Bandaríkjunum síður cn svo hrifinn af þessu uppátæki, þó að kátt sé í Aðalstræti og Dow- ingsstræti. Það sorglegasta við MX er náttúrlega það að menn geti ímyndað sér að til þess komi að þessar eldflaugar verði teknar í notkun. Þá væntanlega þær síðustu sem til væru, ásamt eld- flaugum í einmana kjamorkukaf- bátum. Krummi ... ...heyrir að kartöflubændur séu nú alvarlega farnir að huga að skreiðarmörkuðunum...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.