Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 9
■ Að kvöldi laugar- dags helgina sem 18. flokksþing Framsókn- armanna var haldið, var brugðið á léttara hjal og haldin ágæt framsóknarhátíð. Var hún fjölsótt og skemmtu menn sér hið besta. Halldór E. Sig- urðsson fyrrum ráð- herra var veislustjóri og sómdi sér vel í því starfi, sem og öðrum, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur um æfina. Hér eru nokkrar Tímamyndir frá hátíð- inni sem Róbert tók. best. í því sambandi er bæði sjálfsagt og eðlilegt að sem mest samvinna verði milli skóla og íþróttahreyfingar- innar um byggingar og nýtingu mann- virkja. Þá telur Framsóknarflokkur- inn eðlilegt að leitað verði nýrra leiða til að minnka kostnað við gerð íþróttamannvirkja. b) Framsóknarflokkurinn vill beita sér fyrir eflingu íþróttasjóðs ríkisins í því skyni að sjóðurinn geti betur sinnt hlutverki sínu en nú er. c) Framsóknarflokkurinn vill stuðla að því að aðstoð við íþróttasamband Islands og Ungmennafélag íslands verði aukin í áföngum á næstu árum til að gera þessum aðilum betur kleift að sinna störfum sínum. Bendir Framsóknarflokkurinn á að líta megi á fjármagn, sem veitt er til íþrótta- mála, sem framlag til fyrirbyggjandi starfs að heilsugæslumálum. d) Framsóknarflokkurinn vill hvetja hina frjálsu íþróttahreyfingu til að gera sérstakt átak á sviði almennings- íþrótta og vill í því sambandi benda á nauðsyn þess að fyrirtækjaíþróttum og skólaíþróttum verði sinnt betur en nú er gert og þær skipulagðar hið fyrsta. Framsóknarflokkurinn telur nauð- synlegt að auka styrki til afreksíþrótta- . .manna og hópa. Minnir flokkurinn á, að afrek íslenskra íþróttamanna stuðli að auknum áhuga almennings á íþróttum og eru auk þess góð landkynning. Framsóknarflokkurinn teiur það átak sem íþróttahreyfingin hefur gert í fræðslumálum lofsvert og hvetur til áframhaldandi starfs á því sviði. Þá telur Framsóknarflokkurinn það átak sem gert hefur verið í íþrótta- málum fatlaðra sé til fyrirmyndar og það eigi að efla eftir föngum. e) Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að mannvirkjagerð við íþróttakennaraskóla íslands á Laug- arvatni verði hraðað og stefnt verði að því að henni verði lokið á næstu 4-5 árum. Minnir Framsóknarflokk- urinn á að íþróttakennaraskólinn er hornsteinn íþróttafræðslunnar í land- inu og því sé nauðsynlegt að búa vel að skólanum sem undanfarin ár hefur verið hornreka hvað aðbúnað snertir. Land- búnaðarmál ■ 18. flokksþing Framsóknarflokksins telur að skipulagning landbúnaðarfram- leiðslunnar og aðlögun að markaðsað- stæðum samfara eflingu nýrra búgreina og annars atvinnulífs séu enn brýnustu mál landbúnaðarins og sveitanna. Fagna ber því sem unnist hefur á þessu sviði og minnir þingið á að það var fyrir baráttu Framsóknarflokksins og bænda- samtakanna að loks fengust heimildir í lögum er gerðu bændum kleift að hafa stjórn á framleiðslunni. Þakka ber þá forgöngu sem Steingrím- ur Hermannsson hafði í þessu efni er hann var landbúnaðarráðherra. Flokksþingið minnir á mikilvægi land- búnaðarins fyrir þjóðina. Hann er grundvöllur byggðar í landinu og ómetanlegur fyrir afkomu þjóðarinnar. Hann skapar ðryggi með því að fram- leiða mest af þeim matvælum, sem þjóðin þarfnast. Það er mikilvæg trygg- ing fyrir sjálfstæði hennar. Hann sparar gjaldeyri og leggur til mikilvæg hráefni til iðnaðar, og vinnsla úr vörum landbún- aðarins er ómissandi atvinnugjafi fjöl- margra smærri og stærri byggðarlaga. Auk þessa hefur landbúnaðurinn margháttað félagslegt og menningarlegt gildi sem ber að meta. Mikilvægt er að halda fjölbreytni atvinnuvegarins og auka hana, nýta og varðveita öll náttúru- gæði landsins og halda tengslum þjóðar- innar við land og sögu. Markmið Stefna í landbúnaðarmálum þarfnast sífelldrar aðlögunar að þróun og aðstæð- um þó að megin markmiðin séu hin sömu: a) Að fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir þær búvörur, sem unnt er að framleiða f landinu b) Að framleiða hráefni fyrir iðnað til útflutnings og innanlandssölu. c) Að framleiða búvörur og aðrar afurð- ir til útflutnings og gjaldeyrisöflun- ar eftir því sem hagkvæmt reynist hverju sinni. d) Að tryggja að kjör þeirra er að landbún- aði vinna verði í reynd sambærileg við kjör annarra starfsstétta í þjóðfélaginu. e) Að viðhalda byggð sem næst því sem nú er í landinu og að tryggja sem fjölbreyttast atvinnulíf í sveitum landsins. í samræmi við þessi megin markmið leggur þingið sérstaka áherslu á að nú verði unnið að eftirfarnadi: 1. a) Að ötullega verði unnið að eflingu nýrra búgreina þannig að ekki þurfi að koma til röskun byggðar vegna samdráttar í hefðbundnum greinum. Af nýjum búgreinum virðist loðdýra- rækt líklegust til að hafa góða vaxtarmöguleika á næstu árum og ber að leggja áherslu á þróun hennar sem samkeppnisatvinnuvegar við loð- dýrarækt í nálægum löndum. Fjár- magn þarf að tryggja til uppbyggingar hennar með lánum til nægilega langs tíma þannig að loðdýraræktun njóti svipaðra kjara og í samkeppnislönd- unum. Tryggja þarf loðdýrarækt og öðrum nýbúgreinum sem framleiða til út - flutnings í öllu svipuð starfsskilyrði og gerast í nálægum löndum. Stórefla þarf rannsóknir, kennslu og leiðbeiningaþjónustu á sviði loðdýra- ræktar og annarra nýgreina, þannig að árangri af uppbyggingarstarfi á þessum sviðum sé skki stefnt í tvísýnu vegna ónógrar þekkingar og þjálfunar. Gera þarf markvissa áætlun um fyrirhugaða aukningu loðdýraræktar næstu árin þannig að hún verði sem arðbærust, og að þróun hennar falli að breytingum á öðrum sviðum búskapar, treysti búsetu og atvinnulíf þar, sem þess er mest þörf, jafnframt því sem stuðlað er að sem hagkvæm- astri nýtingu þess loðdýrafóðurs sem fellur til frá landbúnaði og sjávarút- vegi. b) Að kannaðir verði áfram mögu- leikar á öðrum nýbúgreinum svo sem kornrækt, kanínurækt, nýtingu sil- ungsveiðivatna og fiskeldis, sem bú- grein hjá bændum. 2. Framleiðsluráð landbúnaðarins fái víðtækari heimildir til að hafa stjórn á framleiðslunni og að skipuleggja hana í samræmi við framleiðslumögu- leika og markaðsaðstæður hverju sinni. Leggja þarf meiri áherslu en gert hefur verið á skipulagningu framleiðslu eftir landshlutum og hér- uðum í samræmi við landkosti þa'nnig að þeir nýtist sem best, en komið verði í veg fyrir ofnotkun og hvers- konar rányrkju. 3. Vinna þarf ötullega að því að auka hlut heimafengins fóðurs í fram- leiðslu búfjárafurða og sjá til þess að innlend aðföng nýtist sem mest og best við framleiðsluna. Á sama hátt þarf að lækka eða halda í skefjun tilkostnaði við vinnslu og dreifingu varanna. 4. a) Flokksþingið fagnar því að senn verður framleiddur í landinu, allur köfnunarefnisáburður, sem landbún- aðurinn notar. Hinsvegar stendur Áburðarverksmiðja ríkisins frammi fyrir stórfelldum rekstrarvanda vegna gengistaps á erlendum lánum. Verk- smiðjan hefur nú á þremur árum tapað stórfé vegna þessa og einkan- lega vegna þess að hún fær ekkert innlent rekstursfé. Flokksþingið telur óeðlilegt að bændur og síðar neytend- ur verði látnir bera þetta tap í hækkuðu áburðarverði og búvöru- verði og skorar á ríkisvaldið að leysa það á annan hátt. Þá beinir flokks- þingið þeirri áskorun til stjórnvalda að verskmiðjunni verði séð fyrir ennlendu. rekstursfé á næstu árum. b) Flokksþingið telur óeðlilegt að vélar og tæki til lándbúnaðar séu skattlögð til ríkisins, þar sem slíkt veldur aukinni verðbólgu og aukinni rekstrarfjárþörf hjá bændum og skorar því á ríkisvaldið að Iækka tolla, vörugjald og söluskatt af þess- ;,um vörum eða fella þau gjöld niður með öllu. 5. Vinna þarf að aukinni fjölbreytni í framboði á búvörum og hverskonar neysluvörum úr þeim og vinna ötul- lega að kynningu á þeim bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. 6. Halda þarf áfram baráttu fyrir skjótri útborgun afurðaverðs. Gæta þarf betur hags bænda í sambandi við fjármagnskostnað við framleiðslu, sem tekur langan tíma. Tryggja þarf betur að bændum sé ekki mismunað með ákvæðum og framkvæmd skatta- laga. 7. Bændum verði tryggð aðstaða til að taka orlof og eiga reglulega frídaga hliðstætt og aðrar stéttir. f þeim tilgangi verði komið á afleysingaþjón- ustu í tengslum við forfallaþjónustu í veikinda og slysatilfellum. Framsóknarflokkurinn styður við- leitni bændasamtakanna til að fá það viðurkennt að búnaðarnám þurfi til að fá starfsréttindi við búskap í framtíðinni og að starfandi bændur hafi forgang um rétt til framleiðslu hverskonar búsaf- urða. Flokkurinn mun beita sér fyrir setn- ingu löggjafar um þetta efni. Framsókn- arflokkurinn styður hugmyndir um gerð áætlana um skógrækt bænda í þeim héruðum landsins þar sem skilyrði eru til viðarframleiðslu. Með myndarlegum stuðningi ríkisins til slíkrarskógræktaryðri lagðurgrunnur að nýrri búgrein, sköpuð atvinna í sveitum og unnið að varanlegum landbótum. Flokksþingið bendir á að áralöng reynsla sýnir að Framsóknarflokkurinn er eini öruggi málsvari bændastéttarinn- ar á Alþingi og ber honum því að halda fast á málefnum hennar í samstarfi við aðra flokka. Konur og frambods- listar ■ Eftirfarandi tillaga frá Landssam- bandi framsóknarkvenna, var samþykkt á flokksþinginu með öllum þorra at- kvæða: Stjórn Landssambands framsóknar- kvenna finnst það ekki vansalaust fyrir Framsóknarflokkinn að engin kona skuli eiga sæti á þingi fyrir hann og hve hlutur kvenna á framboðslistum flokksins hefur verið smár. Því leggur stjórnin eftirfar- andi tillögu fyrir flokksþingið: 18. flokksþing Framsóknarflokksins 1982 samþykkir að beina því tii kjör- dæmissambanda þar sem framboðslistar til næstu alþingiskosninga eru enn ó- ákveðnir, að þau vinni að því að hlutur kvenna á listum flokksins verði stórum ' betri en verið hefur, með það að markmiði að nokkrar konur verði í þingflokki og varaþingmannatölu Fram- sóknarflokksins á næsta kjörtímabili.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.