Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 ■ Bjami Ólafsson: „Nýi Rekord bQlinn lofarmjöggóðu“.(Tímamynd:Róbert) „I dag kýs fólk trausta og endingargóða blla” — segir Bjarni Ölafsson hjá bifreiðadeild Sambandsins „VEITUM VÍÐTÆKA ÞJÓNUSTU” — segir Jóhannes Jóhannesson deildar- stjóri hjá þjónustumiðstöð SÍS ■ Jóhannes Jóhannesson (lengst til hægri) ásamt Guðmundi Helga Guðmundssyni (lengst til vinstri). Með þeim á myndinni er Hans Seidenfuss sérfræðingur frá Opel verksmiðjunum. Hans Seidenfuss kenndi á námskeiði hjá þjónustudeUd Sambandsins í síðustu viku. (Tímamynd, Ella) ■ Einn starfsmanna Sambandsins við vélastillingu. Tækið sem sést tU vinstri á myndinni, er það fullkomnasta sem tU er hér á landi, en aðeins fjögur slík tæki eru til í landinu. ■ „Árið 1982 ætlar að verða mikið bílasöluár með um 20% aukningu frá síðasta ári“ sagði Bjarni Ólafsson hjá Bifreiðadeild Sambandsins. „Þegar þetta er haft að leiðarljósi ásamt versnandi árferði í landinu virðast menn ragir að spá í framtíðina, og jafnvel svartsýnir. Ég hef fundið fyrir þvf nú á síðastliðnu ári að fólk er farið að gera mun ýtarlegri samanburð á þeim bílum sem á markað- inum eru en áður. 1 dag spekúlerar kaupandinn miklu meira í styrkleika, endingu og notagildi og lætur krónurnar ekki algerlega ráða ferðinni. Kannske eru þetta fyrstu viðbrögðin við versnandi lífskjörum sem virðast vera að dynja yfir, og versnandi lífskjör þýða það að fólk verður að eiga bíla sína lengur en áður. Ef eitthvað stenst í þessum getgátum mtnum ættum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur, því að við teljum að nú séum við einm'itt með það samræmt úrval bíla að það henti flestum, bæði hvað varðar verð og stærðir. Sóknarleikur hjá Opel Opel fyrirtækið hefur á síðastliðnum tveimur árum átti mjög góðan sóknar- leik. Þeir hafa átt að fagna töluverðri söluaukningu hvarvetna, og nýju bílarn- ir sem hafa komið frá þeim hafa hlotið frábærar viðtökur. Opel Ascona i hefur alltaf verið mjög vinsæll hér á landi, eða sérstaklega hentugur fyrir íslenskar aðstæður. Þessi bíll var á síðastliðnu ári kosinn besti bíll ársins af japönskum bílasérfræðingum, en þá kom hann framhjóladrifinn með glænýrri 1,6 lítra vél sem skilar 75-90 hestöflum, og eyðir um 8-10 lítrum á hundraðið. Þægilegri og rúmbetri fólksbíl í þessum stærðar- flokki er vart hægt að fá, enda er yfirbygging Ascona sérlega þægilega hönnuð, og öryggi farþega haft í fyrirrúmi. Þetta er góður árangur margra ára rannsókna, enda hefur Opel eina af íullkomnustu rannsóknarstofum í Evrópu hvað varðar öryggisþætti. Um þessar mundir er Öpel að kynna nýjan og endurhannaðan Opel Rckord árgerð 1983. Hér eru á ferðinni mörg framfaraspor þrátt fyrir að sá eldri hafi revnst mjög vel. Breytingarnar eru einkum fólgnar í nýjum léttbyggðari 1,8 og 2,0'lítra bensínvélum, og straumlínu- lagaðri yfirbyggingu. Nú snýst allt um öryggið. loftmótstöðu og sparneytni án þess að það komi fram á gæðum og rými. Áætluð eyðsla í nýja Rekordinum er 8-10 lítrar, og vindstuðullinn er 0,36 cw. Við munum væntanlega kynna nýja Rekordinn nú í desember eða í byrjun næsta árs ásamt Opel Kadett og Opel Ascona, sem eru óbreyttir frá 1982, en þó endurbættir, því enginn bíll er svo góður að ekki sé hægt að gera betur.“ „Hvað er að frétta af nýjasta bílnum frá Opel, Opel Corsa? „Litli Corsa bíllinn sem verður fram- leiddur á Spáni var kynntur nú fyrst í nóvember og hlaut mjög góða dóma. Þennan bíl fáum við væntanlega ekki til íslands fyrr en seint á næsta ári. ISUZU Japönsku Isuzu verksmiðjurnar eru stærstu dieselvéla og vöruflutningabíla verksmiður í Japan. Sambandið er fyrsti umboðsmaður þeirra í Evrópu. Það stafar e.t.v. af tengslum okkar við GM, en GM á hlut ílsuzu. • Isuzu er nú að skipuleggja sölumet í Evrópu, og það hefur marga góða kosti fyrir okkur,- Isuzu Trooper jeppinn er frábærlega hannaður jeppi sem hentar öllum okkar aðstæðum hér. Það má segja um þennan jeppa að það sé varla hægt að lýsa honum, því ef það væri gert eins og bíllinn á skilið, héldu væntanlegir kaup- endur að maður væri að skrökva. Trooperinn er fáanlegur með bensín eða díselvél, vökvastýri og fjögurra gíra kassa, og er að sjálfsögðu byggður á heilli grind. Til þessa höfum við ein- göngu flutt inn lengri gerðina af Trooper, sem er 4,38 metrar að lengd, en nú bjóðum við einnig styttri gerð, 4,07 metra. Báðir bílarnir eru rúmgóðir fyrir fólk og farangur, en stóri punktur- inn við hann er að eyðslan er um 10 lítrar bensín eða um 8 lítrar dísel á hundrað kílómetra. Þá höfum við selt talsvert magn af Isuzu Pick up, en hann er einnig fáanlegur með bensín eða díselvél. Isuzu pallbíllinn þykir mjög hentugur og er sérstaklega vinsæll hjá bændum og fyrirtækjum, því það er mjög þægilegt að lesta hann. Við t.d. flytjum þennan. pickupp inn mjög vel útbúinn. Við teljum, eins og áður er komið fram, að við séum með stórkostlega bíla sem henta öllum Islendingum, og bifreiða- kaupendur ættu að hafa öryggi gæði og hagkvæmni í fyrirrúmi, fram yfir prjál og pjátur.“ ■ „Þessi miðstöð var upprunalega opnuð sem varahlutaverslun og bQaverk- stæði árið 1974, en síðan hefur þetta farið ört stækkandi. I dag er þessari þjónustumiðstöð skipt niður í deildir, varahlutasölu sem nær yfir alla línuna, Opei, Isuzu, GM í Bandaríkjunum, Vauxhall og Bedord, fólksbilaverkstæði, standsetningarverkstæði fyrir nýja bQa, hjólbarðasölu, og svo nýju eininguna sem við opnuðum í sumar, vörubUa og tækjaverkstæðið“, sagði Jóhannes Jóhannesson, deUdarstjóri hjá þjónustu- deUd Sambandsins. „Þar sem við höfum umboð fyrir bUa frá mörgum löndum, Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, og Bretlandi, þó að aUir séu í raun frá GM, verðum við að hafa viðtæka þjónustu. Við höfum hér eitt af stærstu verkstæðum landsins, og þar eru þetta 15-20 bifvélavirkjar starf- andi á gólfinu. Þetta kallar einnig á meiri sérhæfingu en gengur og gerist, og þar má nefna að við höfum á okkar verkstæði sjálfskiptingaviðgerðir. Hjá okkur eru tveir menn sem ekkert gera annað en að vinna við sjálfskiptingar. Þetta hefur skapað sér svo gott orð að mörg fyrirtæki úti um land senda skiptingar hingað tii okkar, tU þess að þær fái sérhæfða meðhöndlun. Og þær eru ekki endilega úr GM heldur úr hvaða híl sem er, sjálfskiptingar eru allar mjög líkar. Auk þess erum við með sérmenntaðan mann í bilarafmagni, en það verður nú æ stærri hluti í bilum nútímans. Síðan erunt við með vélastillingar, þar erum við með tæki af fullkomnustu gerð, sem er eitt fjögurra siíkra í landinu. TU að halda þessu við höldum við námskeið, við vorum með eitt nú í september, og annað nú í síðustu viku, þar sem sérfræðingur frá Opel verksmiðjunum kom og kenndi ýmislegt varðandi Opel. Skyndiþjónusta Við höfum alltaf einn mann í svokall- aðri skyndiþjónustu. Það eru t.d. ljósa- stillingar, skipti á perum, viftureimum og slíkum hlutum. Þetta höfum við gert vegna þess að það er alltaf mikill fjöldi viðskiptavina sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Þetta er nauðsynlegt, vegna þess að það er hlálegt að vera með biluð stefnuljós, eða ljós af því að það er kannske bara farin pera, og bíllinn sama sem stopp fyrir bragðið. Varahlutaþjónusta Verkstæði okkar er opið öllum, en okkar bílar, þ.e.a.s. þeir bílar sem SÍS hefur selt hafa forgang." Er ekki erfitt að halda úti varahluta- lager fyrir allan þann fjölda bíltegunda sem þið erum með á ykkar snærum? „Jú, að sjálfsögðu er það erfitt, en þar er auðvitað höfuðorsökin sú vaxta pólitík og það verðlag sem ríkir í landinu. Við höfum reynt að leggja höfuðáherslu á að eiga hluti svo að bílarnir verði ekki stopp. Við höfum lagt minni áherslu á að eiga einn og einn krómlista, en eiga aftur á móti slitfleti í bremsur og stýri og slík öryggisatriði. Við höfum nú gert góða samninga bæði við Opel og General motors í Ameríku, um sérstaka þjónustu í sérpöntunum, þannig að við getum afgreitt hluti sem við ekki eigum til með litlum fyrirvara. Þessir samningar gengu í gildi við GM í Ameríku fyrir um það bil þremur mánuðum, en ganga í gildi við Öpel um næstu mánaðamót. Þetta er mjög heppi- legt miðað við þróun verðlags hér á landi, sem gerir okkur ókleyft að liggja með mikið magn varahluta. Nýja einingin Við höfum tekið í notkun hér alger- lega nýja einingu, vörubíla og vinnuvéla verkstæði. Áður vorum við með aðstöðu þar sem við gátum tekið inn einn lítinn vörubíl og einn til tvo menn þar í vinnu. Það var ófremdarástand, og þess vegna settum við upp þessa aðstöðu. Við tókum 800 m' hús á leigu í sömu byggingu og við erum með allt hitt í. Þar eru nú starfandi tólf menn, sem sjá um viðgerðir á vörubílum og vinnutækjum. Þarna erum við með smurþjónustu sem getur tekið inn allt að 26 metra langa bíla sem er eftir því sem ég best veit hvergi annars staðar hægt á Reykjavík- ursvæðinu. í framhaldi af þessu höfum við farið út í aukna þjónustu við landsbyggðina. Ef maður úti á landi er með bilaða jarðýtu þá sendum við manninn til hans, því það er erfitt að koma með slik tæki til okkar. Bíllinn sem við höfum í þessari þjónustu er þannig útbúinn að þar getum við verið með öll verkfæri sem til þarf, og líka varahlutina. Við höfum farið í upp- hersluferðir, sem er liður í þjónustu við dráttarvélaeigendur, og í sumar höfum við farið um allt landið og tekið allar dráttarvélar, hert þær upp og farið yfir þær. Þeir sem hafa verið með eldri vélar hafa notið góðs af þjónustunni, því við höfum tekið þær í leiðinni,ef haft hefur verið samband við okkur. Við höfum nýlega haft námskeið fyrir viðgerðir á dráttarvélum fyrir vélvirkj- ana. Lyftaraþjónustan er líka orðin betri, og af því að mikið er orðið til af rafmagnslyfturum höfum við fengið til liðs við okkur ef við höfum þurft á að halda, starfsmenn Jötuns sem er hér í sama húsi, og þeir hafa gert við fyrir okkur og jafnvel smíðað hiuti sem okkur hefur vantað. Sjáum um annað Eina þjónustan sem við ekki veitum hér eru boddýviðgerðir og málning. Við höfum aftur á móti samning við á^veðinn aðila hér í bæ, sem tekur allt slíkt fyrir okkur, og ef einhver þarf bæði að láta gera við, og rétta og sprauta, getum við alfarið séð um það, þá borgar viðkom- andi bara einn reikning. í sambandi við hjólbarða, þá erum við einungis með hjólbarða sölu, en höfum verið í sambandi við Hjólbarðaviðgerðir Vesturbæjar í Ægissíðunni. sem hefur séð um viðgerðir fyrir okkur. Þar erum við með til sölu alls konar dekk undir allt mögulegt, frá Atlas og Yokohama og fleirum." Sambandið verðskrá. Opel Rekord Luxus sjúlfsk beinsk kr. 283.100 Station sjálfsk kr. 311.500 Station hein.sk kr. 284.100 Diesel sjálfsk Berlina diescl sjálfsk . Opcl Ascona 1600 beinsk. 4 dyra Luxus bcinsk. 4 dyra . Bcrlina beinsk. 4 dyra Berlina beinsk. 5 dyra hatchback kr. 230.000 Berlina sjálfsk. 5 dyra Sjálfskipting í Ascona Opel Kadett 1300 standard 3 dyra .... 5 dyra Luxus 3 dyra kr. 197.900 Luxus 5 dyra Isuzu Trooper 4x4 bensin dísel Isuzu Pick up 4x 4 bensín bensin lengri pallaur . dísel lengri pallur . . . Vcrö frá 26. nóvember 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.