Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 4
r *; r « t > > r 4 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 ffréttir Happdrættum fjölgað um 15% á þessu ári Norræna húsid: „Við erum á leiðinni” sýning á verkum norrænna unglinga ■ Margra grasa kennir á sýningu unglinganna í Norræna húsinu. Tímamynd GE. ■ Nú stendur yfir í Norræna húsinu í Reykjavík sýningin „Við erum á leiðinni", sem cr fyrsta samsýning 13-16 ára barna frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og íslandi. í myndverkunum lýsa unglingarir hugsunum sínum um lífið og tilveruna og framtfðina. Finnska teiknikennarafélagið hafði frum- kvæði að framkvæmd og skipulagi þessarar sýningar. Hugmyndin var kynnt á norrænu námskeiði fyrir myndmenntarkennara sumarið 1979. Sóttu Finnar um styrk til Norræna menningarntálasjóðsins og fengu nóg til að fara af stað. Markmiðin með myndgerðinni voru í upphafi þessi: — að gefa norrænum unglingum sameigin- legan möguleika á því að tjá hugsanir sínar á myndrænan hátt. — að kynna almenningi og skólaæskunni myndmenntarkennslu á Norðurlöndum. Þetta er þýðingarmikið einmitt nú þegar aukin áhersla er lögð á skapandi skóla- starf. Þróunin í þá átt er svipuð á öllum Norðurlöndum. — að kynna Norðurlönd hvert öðru með myndverkum unglinganna bæði það sem er líkt og ólfkt með þeim. Samnorræn sýning nemendavinnu ætti að geta gefið vel þegnar og ef til vill öðruvísi upplýsing- ar, en við erum vön að fá. — að vera öflug, áhrifarík og áhugavekjandi sýning sem nái til sem flestra og verði jafnframt hugmyndavaki að nýrri virkni á þessu sviði. — sé vinninga ekki vitjað, fyrnast þeir á 10 árum „Það getur vel verið að ástæða sé til að staldra við í þessum efnum,“ sagði Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofu- stjóri dómsmálaráðuneytisins, þegar Tíminn ræddi við hann um leyfisveiting- ar vegna happdrætta, en með þær hefur dómsmálaráðuneytið að gera. Ólafur sagði að í stórum dráttum miðuðust leyfin við það, að ágóðinn rynni til samtaka eða félaga, en ekki til einstak- linga. Viðmiðunarregla um vinningahlutfall í happdrættum er 1 á móti 6, þ.e. að vinningar séu að minnsta kosti einn sjötti af verðmæti prentaðra miða. Sé vinninga ekki vitjað fyrnast þeir á 10 árum. Ólafur Walter sagðist telja að mönnum væri heimilt að losa sig við heimsenda gíróseðla, sem ætlaðir eru til greiðslu á happdrættismiðum, á þann hátt sem þeir sjálfir kysu. „Menn hafa engar skyldur gagnvart þessum seðlum. En spurningin er hins vegar hvað gerist ef þú hefur ógreiddan miða í höndunum og vinningur kemur á númerið; ber happdrættinu skylda til að láta þig fá vinninginn?" sagði Ólafur Walter Stef- ánsson. -Sjó. ■ „Stekkjarstaur kom fyrstur stífur eins og tré“, segir í vísunni, en Stekkjarstaur, Skyrgámi, Askasleiki og félögum var margt til lista lagt á skcmmtuninni á Austurvelli. Þeir þöndu nikku, dönsuðu og sungu og allt fór þetta hið besta fram. Jólasveinasprell á Austurvelli ■ Þeir gerðu góða ferð í bæinn svein- arnir þrettán sem sóttu Reykjavík heim um helgina. Eftir smá vandræði og lögreglumál á Miklubrautinni sluppu synir Grýlu og Leppalúða þó með skrekkinn og mættu galvaskir á jólahá- tíðina á Austurvelli er kveikt var á jólatrénu góða sem Oslóarborg hefur fært Reykjavík að gjöf. Eftir að Lúðrasveit Reykjavíkur hafði blásið jólastemmninguna, tók Annemar- ie Lorentzen, sendiherra Noregs á íslandi til máls og gerði grein fyrir- ■ Hver segir að jólasveinar kunni ekki „Hlaupið í skarðiö"? Sá hinn sami hefði átt að sjá til þeirra uppi við Miklubraut um helgina. jólatrésgjöfinni. Það var síðan ung norsk-íslensk stúlka sem tendraði jóla- Ijósin, en síðan tók Davíð Oddsson, borgarstjóri til máls og þakkaði gjöfina. Sungnir voru jólasálmar, en að þeim loknum var jólasveinunum sleppt lausum og gerðu þeir ýmsar kúnstir og fóru með gamanmál. Sjáldan eða aldrei hafa jafn margir verið viðstaddir þessa árlegu jólaskemmtun á Austurvelli og að venju skemmtu börnin sér best. Að skemmtuninni lokinni héldu allir til síns heima og jólasveinarnir hafa væntanlega skroppið upp í Esju í grjónagraut og með því hjá Grýlu gömlu, en þeir verða á ferðinni víða um land á næstunni. - ESE 1 þessu sambandi nefndi Bryndís, að dómsmálaráðuneytið hefur gefið út um 115 leyfisveitingar vegna happdrætta á þessu ári, en allt árið í fyrra voru leyfisveitingarnar um 100. ■ „Ég held að happdrættum sé alltaf að fjölga þótt ekki sé um áberandi stór stökk að ræða frá ári til árs,“ sagði Ilryndís Jónsdóttir, deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu, í samtali við Tímann. Happdrætti Háskólans: 1200 þúsund kr. vinning — möguleiki á allt ad 4,5 millj. kr. vinning á næsta ári ■ Einn aðili hlaut 1200 þúsund kr. vinning er dregið var síðast f Happ- drætti Háskólans en hann átti tromp- miða og einn stakan með númerinu sem aðalvínningurinn 200 þúsund kr. kom á að þessu sinni. Tvcir aðrir aðilar skiptu á milli sín hinum 600 þús. kr. sem koniu á vinningsnúmerið en það var 21413. Að sögn Jóhannesar L. Hclgasonar hjá Happdrætti Háskólans þá mun stærsti vinningur á cinn miða á næsta happdrættisári nema 500 þús. kr. þannig að cf einhvcr á alla röðina, trompmiða og fjóra staka, með vinn- ingsnúmcrinu á hann mögulcika á 4,5 milljónum króna í vinning. - FRI Hægt að vinna á ógreiddan miða? VERSLIÐ í RÚMGÓÐRI VERSLUN Allt til jólagjafa á einum stað "kTW Bókabúð bækur - ritföng - gjafavörur - blöð - leikföng - plaköt - jólakort - jólapappír - jólaskraut - gervijólatré - seríur - Hlemmi, sendum í póstkröfu , sími 29311

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.