Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 6
mmm ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 fréttir Önnur umræda f járlaga í dag: FMMKVÆMMLHMR HÆKKA NÚ UM 30% f KRÓNUTÖLU ■ Fjárveitinganefnd hefur skilað breytingatillögum vegna fárlaga og meirihluti nefndarinnar nefndaráliti og mun önnur umræða geta hafist í dag, þriðjudag. Fyrir 2. umræðu hefur nefnd- in afgreitt alla framkvæmdaflokka nema fyrirhleðslur og flest efnisatriði útgjalda- hliðar frumvarpsins. Til 3. umræðu bíður auk tekjuhliðar frumvarpsins flest efnisatriði útgjaldahliðar afgreiðsla B- hluta fyrirtækja, heimildagreinar, vega- mál, málefni Háskólans, Lánasjóðs ísl. námsmanna, byggingarmál Landsspítal- ans og nokkur önnur einstök atriði. í nefndarálitinu segir að eins og fram komi í greinargerð með frumvarpinu mótast það af þeim samdrætti sem orðið ■ hefur í þjóðartekjum á þessu ári og gera má ráð fyrir að verði á því næsta. Nefndin hefur þvi í litlum mæli getað mætt þeim mörgu og marg- víslegu óskum, sem að henni hefur verið beint um hækkun einstakra útgjaldaliða, og því takmarkað tillöguflutning sinn að mestu við þá liði, sem eru óbreyttir að krónutölu frá núgildandi fjárlögum, svo og við tillögu sem nánast er um leiðréttingu að ræða. Framkvæmdaliðir hækkuðu almennt um 30% í krónutölu frá núgildandi fjárlögum og gerir nefndin tillögur um nokkra hækkun frá því í átt við verðlagsbreytingar. Þjóðhagsspár eru á þann veg að almennt er naumast að vænta hærri tekna af einstökum tekjulið- um en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Af þeirri staðreynd er augljóst að ráðrúm til öllu frekari hækkunar út- gjalda er ekki fyrir hendi, en það er stefna meirihluta fjárveitinganefndar að afgreiða fjárlög hallalaus. Alþingi: birgða- logm brátt til neðri deildar ■ Meirihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar efri deildar hefur tilbúið nefnd- arálit um bráðabirgðalögin en enn stendur á nefndaráliti minnihlutans. Búist er við að minnihlutanum, þ.e. stjórnarandstæðingum, takist að koma nefndarálitinu frá sér í dag og getur þá önnur umræða orðið á morgun, miðviku- dag. Ekkert á að vera til fyrirstöðu að deildin afgreiði málið til neðri deildar að fjalla um bráðabirgðalögin, en þar geta stjórnarandstæðingarnir fellt þau á jöfnum atkvæðum og hafa reyndar hótað að gera það. Þar sem málið hefur fengi vandaða umfjöllun í nefnd T efri deild ætti að vcra hægt að afgreiða það með skjótum hætti í hinni neðri. Það er tæknilegur möguleiki fyrir stjórnarand- stöðuna að fella frumvarpið strax eftir 1. umræðu, með því að greiða atkvæði gegn þvi að vísa því til nefndar, en venjulegur gangur þingmála er að sam- þykkt sé að vísa frumvörpum til nefnda hvort sem menn eru á móti efnisatriðum þeirra eða ekki. Þeir drykkir sem Vífilfell hefur ákveðið að gefa 15% kynningarafslátt á í desembermánuði. Tímamynd Ella Verksmidjan Vifilfell: 15% kynningarafsláttur á nýjum drykkjum í des. ■ Gosdrykkjaverksmiðjan Vífilfell hf., hefur nú beitt sér fyrir þeirri nýbreytni að bjóða kynningarafslátt á framleiðslu sinni. Er hér um 15% tímabundinn kynningarafslátt á nýjum drykkjum í lítraumbúðum að ræða, en afslátturinn mun gilda fram til mánaða - móta. Að sögn Péturs Björnssonar, forstjóra Vífilfells hf., er hér um að ræða afslátt á sykurlausu Tab, sykurlausu Fresca, Fanta og Sprite. Allar kosta þessar lítraflöskur um og yfir tuttugu krónur á venjulegu verði, en með afslætti lækka drykkirnir í verði allt að því um hálfa fjórðu krónu. Er þessi kynning sett fram á breiðum grundvelli, þannig að allar verslanir og neytendur hvarvetna á landinu njóta þessarar verðlækkunar í jólamánuðinum. A blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af þessum tímamótum, kom fram að Vífilfell hf., ráðgaðist við Verðlagsstofnun áður en ákveðið var að veita þennan afslátt. Að sögn Péturs Björnssonar var þetta gert þar sem afsláttur á gosdrykkjavörum var áður óþekktur á þetta breiðum grundvelli og vegna þess að þessi iðnaður hefur alltaf verið bundinn af ströngum verðlagsá- kvæðum. Forráðamenn Vífilfells á fund- inum tóku ennfremur skýrt fram að með þessu væri ekki verið að hrinda af stað neinu verðlagsstríði, enda enginn grund- völlur fyrir slíku í dag. - ESE Formannatillagan í kjördæmamálinu: HEFUR EKKI FYLGI í ÞINGFLOKKUNUM ■ Formannatillagan svonefnda í kjör- dæmamálinu, sem er sameiginleg tillaga formanna Alþýðubandalagsins og for- manna stjórnarandstöðuflokkanna, nýt- ur ekki fylgis meirihluta þingflokkanna, en þessi tillaga var upphaflega kynnt í þingflokkunum sem samkomulag þing- flokka það er því enn langt í að samkomulag takist í kjördæmamálinu. Þegar tillagan kom til nánari umræðna í þingflokkunum þremur, þá kom á daginn að hún var ekki samkomulag þingflokkanna, heldur formanna flokk- anna og tveggja þingflokksformann- anna. Tillagan sem hér um ræðir gerði ráð fyrir því að þingmönnum yrði fjölgað í 63, allir menn yrðu kjördæma- kjörnir og úthlutunarreikniaðferðin yrði samkvæmt Lague-kerfinu, en Tíminn gerði nákvæma grein fyrir þessari tillögu í samtali við Ólaf G. Einarsson, formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins í síðustu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans þá hefur verið djúpstæður ágreiningur í þingflokkunum þremur um þessa tillögu. Ragnar Arnalds og fleiri þingmenn landsbyggðarinnar úr Alþýðubandalaginu samþykktu aldrei þessa tillögu. Samskonar ágreiningur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, sem hefur valdið því að sjálfstæðismenn hafa dregið til baka skuldbindingu sína. Samskonar ástand er ríkjandi í þing- flokki Alþýðuflokksins, þar sem þing- menn og frambjóðendur flokksins í Reykjavík hafa lýst því yfir að þeir setji það á oddinn að kjördæmamálið verði leyst án fjölgunar þingmanna, eða að fjölgunin nerni ekki meira en einum þingmanni sem verði þá skipulagsatriði, út af meirihuta í einni málstofu. ■ AB Framkvæmda- stjórn SUF: Fullur studningur við Guð- mund G. ■ Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti á fundi sínum s.l. sunnudag að lýsa fullum stuðningi við þá ákvörðun Guðmundar G. Þórarinssonar alþings- manns að segja sig úr álviðræðunefnd. Lýsti stjórnin jafnframt furðu sinni á þeim vinnubrögðum iðnaðaráðherra að hundsa vilja meirihluta Álviðræðu- nefndar og láta ekki á það reyna hvort fulltrúar Alusuisse væru tilbúnir til að sýna í verki þann samningsvilja að hækka raforkuverð til álversins strax um 20% áður en samningaviðræður um frekari hækkun og önnur atriði hæfust. Framkvæmdastjórn SUF fordæmir iðnaðarráðherra fyrir þann drátt sem orðið hcfur á að komið væri á raunhæfum viðræðum um endur- skoðun á samningi Alusuisse og íslenska ríkisins um ÍSAL. Telur stjórnin að iðnaðarráðherra beri alla ábyrgð á því tekjutapi sem orðið hefur vegna drátt- ar á endurskoðun samningsins við Alusuisse. Alþingi: Flutninga- kerfid verði hag- kvæmara ■ Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um skipulag fólks- og vöruflutninga. Er lagt til aðgerð verði áætlun um skipulag fólks- og vöruflutninga innanlands þeim tilgangi að auka hagkvæmni í rekstri og bæta þjónustu. Áætlunin nái til landsins alls, en fjalli um flutningakerft hvers landshlutasérstaklega. Flutningsmenn eru Davið Aðalsteinsson, Páll Pétursson, Sigurgeir Bóason og Alex- ander Stefánsson. Tillögu sína styðja þeir eftirfarandi rökum: Öryggi og hagkvæmni í flutningum hefur ómetanlega þýðingu í efnahagslegum og félagslegum skilningi. Gerðar eru auknar kröfur um þjónustu en jafnframt hag- kvæmni í rekstri, en hvort tveggja kaliar á skipulag. Mikið fjármagn er bundið í samgöngumannvírkjum og samgöngutækj- um. Aukin nýting þessara fjármuna hefur því mikið þjóðhagslegt gildi. Ýmsar hug- myndir hafa komið fram um skiplagsbreyt- ingar sem stuðlað gætu að aukinni hag- kvæmni flutningakerfisins og bættri þjón- ustu. Bent hefur verið á uppbyggingu umferðarmiðstöðva fyrir farþega og vörur og cndurskipulagningu sérleyfisleiða og vöruflutning með tiíliti til þeirra. Jafnframt hefur oft verið rætt um möguleika þess að sameina hina ýmsu flutninga innan hérað- anna. Einnig þefur iðulega verið vikið að nauðsyn þess að samræma flutninga á landi, sjó og í lofti þannig að yfirburðir hvcrrar greinar nýtist sem best þar sem við á. Flutningsmcnil telja eðlilegt að rtkið hafi t'rumkvæði að þeirri skipulagsvinnu sem þessi tillaga gerir ráð fyrir. Nú þegar hefur nokkuö verið gert, því nýlega var til dæmis lokið við skýrslu nefndar um skipulag samgangna á Norðurlandi og s.l. sumar var lögð fram áfangaskýrsla nefndar um sam- göngur á Vestfjörðum. Samkvæmt þeirri tillögu, sem hér er flutt, skal taka mið af þörfum einstakra byggðarlaga með tilliti tíi hagsmuna heild- arinnar þannig að samræming verði tryggð. Framkvæmdastjórn SUF: ÁBYRGÐARLEYSI AÐ SAMÞYKKJA FJÁRLÖG ■ „Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á ríkis- stjórnina að láta reyna á það fyrir áramót hvort þingmeirihluti er fyrir bráðabirgðalögunum", segir í samþykkt stjórnarfundar er haldinn var á sunnu- daginn. Telur framkvæmdastjórnin það ábyrgðarleysi af Alþingi að samþykkja fjárlög áður en bráðabirgðalögin eru afgreidd og lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar að greiða út láglaunabætur áður en bráða- birgðalögin eru samþykkt. Þá fordæmir framkvæmdastjórnin þá óábyrgu afstöðu stjórnarandstöðunnar að ætla að fella bráðabirgðalögin, svo og þau vinnubrögð sem hún viðhefur til að tefja framgang þeirra á Alþingi. þ.e. með málþófi í Fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar. Bent er á þá lagaskýringu Sigurðar Líndals lagapróf- essors að verðbætur skuli greiðast að fullu frá þeim degi er lögin verða felld. Framkvæmdastjórnin skorar jafn- framt á ríkistjórnina að leggja strax fram á Alþingi frumvarp að nýju vísitölukerfi og skorar á þingflokk Framsóknar- flokksins að hvika hvergi frá því samkomulagi er ríkisstjórnin hefur áðttr gert um breytingar á vísitölukerfinu. HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.