Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag t^Vabriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir srÆsfo ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER "fréttir ■ - Það er svona hálfur mánuður síðan ég frétli af þessari útnefningu og ég verð að segja að ég átti alls ekki von á neinu þessu líku, sagði Ragnar J. Ragnarsson, forstjóri í samtali við Tímann, en Ragnar var fyrir skömmu útnefndur af Ólafi fimmta Noregskon- ungi, til Riddara I af hinni konunglegu St. Olafs orðu. Fær Ragnar orðuna fyrir könnun á sögu og þátttöku norsku herflugsveitarinnar, Skvadron 330, sem staðsett var á Islandi í síðari heimsstyrj- öldinni og hlut hans að björgun Nort- hrop- flugvélarinnar, sem hrapaði í Þjórsá í styrjöldinni. - Tildrögin að því að ég fór að kanna þessi mál eru þau að ég hef lengi haft mikinn áhuga á sögu hcrnaðarflugs á íslandi á stríðstímunum og eftir að ég fór að kynna mér þessa sögu fyrir alvöru fyrir u.þ.b. tíu árum síðan þá fékk ég sérstakan áhuga á þessari flugsveit, sem var fyrsta flugsveitin sem frjálsir Norðmenn, sem sloppið höfðu undan oki nasista í Noregi, stofnuðu. Þessi flugsveit var auk þess sérstaklega athygl- isverð fyrir þær sakir að hún notaði flugvélar af Northrop-gerð, sem aldrei voru notaðar til hernaðarnota nema á íslandi. Þetta voru 24 flugvélar í allt og þær fyrstu sem þessi bandaríska verk- smiðja sendi frá sér. Fyrst þcgar ég byrjaði að kanna þessi mál var talið að allar vélarnar væru löngu ónýtar, en síðar átti annað eftir að koma á daginn, segir Ragnar, sem reyndar segist hafa haft áhuga á flugi og flugvélum allt frá barnæsku. Ragnar hefur auk þess at- vinnuflugmannspróf og segist fljúga hvenær sem færi gefst. Bændurnir sögðu mér frá vélinni Árið 1972 var Ragnar leiðangursstjóri hjá breskum hóp sem var gerður út til að bjarga llugvél sem nauðlenti inn á hálendinu árið 1940. Það var þá sem Ragnar gaf sig á tal við bændur í nágrenni Þjórsár og spurði þá út í mál sem vörðuðu þessa vél sem verið var að bjarga. I þeim samræðum kom fram að á stríðsárunum liafi norsk flugvél nauð- lent á Þjórsá og síðan grafist niður í árbotninn. Þá höfðu þessi mál verið gleymd í langan tíma, en þetta var þó til aö vekja áhuga Ragnars. Við athugun hans kom í Ijós að þetta var eina vélin sinnar tegundar sem hægt var að koma höndum yfir. Flugvélin þurfti að nauðlenda á Þjórsá er hún var á leiðinni frá Búðareyri til Reykjavíkur þar sem hún átti að fara í brotajárn segir Ragnar. Flugmennirnir lentu í éli og byl yfir hálendinu, en tókst síðar að nauðlenda á Þjórsá, en þessar vélar höfðu flotholt. Er Ragnar fór að kanna þessi mál nánar bæði hér heima og í Noregi, kom í Ijós að allar skýrslur varðandi þctta slys voru löngu týndar og það var ekki fyrr en Ragnar hafði upp á Bulukin, flugmanni vélarinnar að skriður fór að komast á ■ Annemarie Lorentzcn, sendiherra afhendir Ragnari J. Ragnarssyni orðuna. íslenskur ríkisborgari sæmdur norskri ordu: .ÍÞESSU ATTI EG SÍST VON segir Ragnar J. Ragnars- son, forstjóri sem útnefnd- ur hefur verið Riddari I af hinni konunglegu St. Olafs ordu Tímamynd Róbert málin. Flugmaðurinn gat lýst staðháttum og það sem meira var um vert, hann gat sagt að vélin hefði verið lítið skemmd þegar hún fór í ána. Allt sjálfboðavinna Árið 1977 var íslenska flugsögufélagið stofnað, en Ragnar var einn af hvata- mönnum að stofnun þess. Þetta félag tók það fljótlega upp sem eitt aðalmál sitt að bjarga vélinni úr Þjórsá, en Ragnar var þá kominn í samband við Northrop-verksmiðjurnar í Bandaríkj- unum og norska aðila, sem áhuga höfðu á að vélinni yrði bjargað. Með aðstoð flugvélar með málmleitartækjum frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, fannst svo vélin í ánni og eftir að tekist hafði að bjarga henni úr ánni, var hún gerð upp í Bandartkjunum og loks flogiö til Noregs, þar sem hún nú er geymd á flugminjasafni norska flughersins á Gardermoen, u.þ.b. 40 mínútna akstur frá Osló. - Þetta var allt sjálfboðavinna og m.a. fengu Northrop-verksmiðjurnar nauð- synlega hluti sem þurfti til að gera vélina upp, gefins frá aðilum víðs vegar um Bandaríkin, sagði Ragnar J. Ragnarsson í samtali við Tímann. Þess má að lokum geta að Ragnar hafði frumkvæði af því að reistur var minnisvarði um norsku flugsveitina í Nauthólsvík, en þar hafði flugsveitin einmitt bækistöðvar á stríðsárunum. - ESE Noröurland vestra: Framsóknarmenn með skoðanakönnun ■ Fundur í stjórn kjör- dæmissambands framsókn- armanna í Norðurlands- kjördæmi vestra ákvað í fyrradag að viðhöfð yrði skoðanakönnun meðal fulltrúa og varafulltrúa á kjördæmisþingi sem haldið verður um miðjan janúar n.k. um skipan efstu sæta á framboðslista flokksins fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Alls hafa um 160 manns rétt til þátttöku í skoðanakönnuninni. Frestur til að tilkynna framboð er til 5. janúar n.k. Fær útgerðin 10% stað 7% ■ -Ég geri mér fastlega vonir um að ég fái þessa tölu hækkaða í 10% og ég held ég megi treysta því að lausn í þessu máli fáist í dag, sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra er hann var spurður að því hvað skuld- breytingarmálum útgerð- arinnar liði og hvort þar yrði miðað við 7% eða 10% af tryggingarverði skipa. Steingrímur sagði að Seðlabankinn hefði verið dálítið þungur í vöfum í þessu máli, en hann vonað- ist til þess að þetta gengi í gegn í dag. Varðandi óskir útgerðarmanna á Húsavík og víðar um að skuldbreyt- ingin yrði einnig látin ná til olíuskuldanna, sagði Steingrímur að þar sem að nýlega væri búið að skuld- breyta olíunni, þá teldi hann ekki óeðlilegt að ýmsiraðriraðilars.s. versl- unin sem ætti útistandandi skuldir hjá útgerðinni, ge.ngju fyrir. .\A*» dagar til jóla dropar Jólasveinn gerist senuþjófur ■ Operugestir fengu óvænta 'aukasýningu í Gamla liiói i fyrrakvöld, þar sem þeir sátu og fögnuðu söngvurum með miklu og kröftugu lófataki, að loknuni flutningi á Töfraflaut- unni. Klöppuðu gestir þangað (il handaafl þraut, og jafnvel lengur, en þá slökkti Ijósa- meistarinn sviðsljósið. Hugð- ust óperugestir þá rísa úr sætum sinum og halda heim á leið. Geystist þá ekki dýrvitlaus jólasveinn niður ganginn i Ganila bíó, stökk upp á sviðið mjmm og las flytjendum pistilinn fyrir að hafa lokið söng sínum þegar liann loksins kom á vettvang. Var augljóst af vandræða- legum undirtektum söngfólks- ins að það vissi ekki fremur en óperugestir hvaöan á það stóð veðrið. Jólasveinninn lét slíkt ekki á sig fá, hentist að börnunuin sem taka þátt í flutningi óper- unnar og spurði óperugesti hvort ekki væru allir sammála um að börnin hefðu veriö stjörnur kvöldsins. Gestir kváðu jú við og þar með hóf jólasveinninn verðlauna- afhendingu sína, sem var i því formi að hvert barn fékk eina appelsínu. Þetta var síðasta sýning íslensku ópcrunnar fyr- ir jól, og einhverjum barn- elskum manni hefur væntan- lega þótt vel við hæfi að launa börnunum þolinmæði þeirra og dugnað í þessari löngu og miklu sýningu, en Dropar cru þeirrar skoðunar að krakkarnir hafi nú átt veglegri verðlaun skilið en eina appelsínu hvert. Jólasveinar einn og þrettán ■ Það vakti óskipta athygli nianna á Austurvelli s.l. sunnu- dag, að er Davíð Oddsson, ástsæll lciðtogi höfuðborgar- innar tók til máls, þá tæmdist svæðið fyrir framan hann og allir tóku á rás yfir í fjærsta horn vallarins. Ekki var þetta þó ræðu Davíðs að kenna, enda var hún óvenju saklaus að þessu sinni, heldurvoru það jólasveinarnir sem skemmta áttu lýðnum sem drógu athygl- ina að sér. Það var greinilegt að jafnvel jólasveinn eins og Davið Oddsson, stóðst ekki „alvöru“ jólasveinunum snúning. Þetta ætti að vcra holl lexía fyrir Davíð sem er opinn lyrir öllum „nýjungum" meaa og hver veit nema hann verði kominn með hvítt skegg niður á kné og búinn að vefja rauða ' dreglinum úr Höföa utan um sig fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar. Krummi ... ..sá 14 jólasveinn á Austur- velli á sunnudag, að Davíð nieðtöldum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.