Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 eftir helgina flokksstarf heilögum málum ■ Helgin leið í heiðskíru veðri og vægu frosti hér á höfuðborgarsvæð- inu. Á laugardagskvöld var stjörnu- dýrðin mikil. Ekki er önnur birta á næturhimni um þessar mundir, því aðeins smárönd er eftir af nýja tunglinu, sem við fengum í byrjun mánaðarins. Það hefur því farið sömu leiðina og nýkrónan, sem er að verða að engu, sem reyndar hefur ávallt legið á borðinu, ef marka má svipinn á honum Árna Magnússyni á hundraðkallinum. Honum leist víst aldrei á þann seðil. Búðir voru opnar frameftir á laugardag. Jólaverslun er víst dræm og heimskreppan ráfaði um hálfauð- ar göturnar í miðbænum. Útlitið er því dökkt núna í verslun. Að vísu er til sú kenning, að alltaf verði, með undursamlegum hætti, til peningar fyrir jólum á íslandi, og vonandi verða þessi jól ekki undan- tekning frá þeirri reglu. Allur almennur jólaundirbúningur virðist líka vera með venjulegu sniði. Á laugardag var kveikt á Hamborg- arjólatrénu við Reykjavíkurhöfn, en Þjóðverjar hafa um langt skeið sent höfninni og sjómönnum tré fyrir jólin. Og reyndar öllum íslending- um. Og á sunnudag kveikti borgar- stjórinn á Oslóartrénu, sem stendur á Austurvelli að vanda og börnin störðu höggdofa á Ijósum prýtt jólatréð. Já, sannarlega var það fagurt, og þótt bömin viti það ekki, er þetta samt stórpólitískt jólatré, því þegar vinstri menn náðu völdum í höfuðborginni, var það fyrsta verk Alþýðubandalagsins að yfirtaka Óslóarjólatréð, og sýna almenningi, að fleiri gætu nú kveikt á því tré, en borgarstjórinn í Reykjavík. Enda sannaði Sigurjón Pétursson þá kenn- ingu rækilega í fjögur ár. Óg nú er borgarstjórinn kominn aftur að sínu tré. Davíð Oddsson, borgarstjóri læsti jólaköttinn sinn inni ‘á sunnu- daginn og fór svo að kveikja á trénu, og allt var nú aftur eins og það átti að vera. Þegar leið á kvöldið tindr- uðu Ijósin á þessum trjám og öðrum í borginni, þrátt fyrir slappa jóla- verslun og kreppu. Mest var rætt um álverið í Straums- vík um helgina og brotthlaup Guð- mundar G. Þórarinssonar, alþingis- manns úr pöntunarfélaginu Þjóðar- einingu, sem iðnaðarráðuneytið nefnir nú annars álviðræðunefnd. Er þar með Ijóst að þjóðareining hcfur með því verið rofin um Hjörleif Guttormsson, iðnaðarráð- herra, sem er að sjálfsögðu alvarlegt mál, því fram til þessa hefur það nefnilega verið eitt af grundvallar- atriöum í íslensku þjóðlífi að þjóðar- eining sé um jólasveininn í landinu og iðnaðarráðherrann. Og til marks um það, þá kom út 580 ára gömul bók um hinn fyrrnefnda nú fyrir skömmu. Það verður því örðugt að sjá fram úr þeim vanda, er nú hefur skapast. fslendingar hafa nefnilega allt fram að þessu, trúað því að orkufrek- ur iðnaður leysti fjárhagsvanda fram- tíðarinnar. Að sú stund rynni upp að einhverjir aðrir borguðu rétta raf- magnsreikninga en húsmæðurnar í landinu. Víst er iðnaðarráðherra seinvirkur og er lengur að taka rangar ákvarðanir en aðrir menn í þessu landi, en að manni kæmi til hugar að rjúfa ætti sjálfa þjóðarein- inguna um iðnaðarráðherra, datt víst engum í hug. Allra síst þó honum sjálfum, því hann setti upp hundrað- kallssvipinn hans Árna Magnússon- ar, þegar hann kom í sjónvarpið, og það boðar ekki gott. En frómt frá sagt, þá er nú ástandið orðið þannig á íslandi, að menn vilja endilega fá einhvern botn í viðræður við ísal. Hrauneyjafoss- virkjun verður senn tilbúin og skynsamlegasti valkostur til að græða á stóriðju, það er að segja á öðru en stofnsamningum, er vitaskuld sá að stækka álverið í Straumsvík um einn kerskála, eða tvo. Raflínur eru fyrir hendi, raforka innan seilingar, hafn- armannvirki eru klár. Ef þetta er ekki ódýrasti valkostur þjóðarinnar, ef það á annað borð er hagkvæmt að framleiða ál, þá kem ég ekki auga á hann. Þar að auki hefur náttúrugripa- safnið á Akureyri neitað þungaiðnaði og áli. Það er því orðið brýnt að eitthvað fari að gerast í fleiru en þjóðareining- unni um Hjörleif Guttormsson, varð- andi álverið í Straumsvík. Sunnudagurinn leið, og himinninn var alstirndur um kvöldið. Fjósakon- urnar höfðu í önnum. Karlsvagninn ók hljóðlega upp á himinbogann, rétt eins og ekkert hefði í skorist, og Ijósin loguðu. Undir svoleiðis himni verða mörg mál heilög, og jólasveinninn í Rammagerðinni hélt áfram að hjóla, rétt eins og ekkert hefði í skorist. Hann heldur vinsældum sínum enn. Jónas Guðmundsson Jónas Gudmundsson, rithöfundur skrifar Frá Happdrætti Framsóknarflokks- ins Óðum liður að næstu alþingiskosningum, sem óhjákvæmilega munu kosta mikil fjárútlát, umfram annan reksturskostnað flokksins og kjördæmissambandanna. Verður því að leggja mikla áherslu á þýðingu happdrættisins. Dregið verður 23. desember n.k. og drætti ekki frestað. Eru þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má samkvæmt meðfylgjandi gíróseðli í næstu peningastofnun eða á pósthúsi. Einnig á Skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Skoðanakönnun í Vestfjarðarkjördæmi Kjördæmisráð Framsóknarmanna á Vestfjörðum haldið að Núpi s.l. haust samþykkti að fram skyldi fara skoðanakönnun um val frambjóðenda til næstu alþingiskosninga. Skoöanakönr:uiiin verður opin öllum þeim er undirrita stuðningsyfir- lýsingu viö stefnu Framsóknarflokksins og fer skoðanakönnunin fram f byrjun janúar. Auk tilnefningar frambjóðenda frá einstökum framsóknarfélögum er öllum flokksbundnum Framsóknarmönnum heimilt að bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-15 flokksbundinna Framsóknarmanna. Framboð þurfa aö berast til formanns kjörstjórnar Kristins Jónssonar Brautarholti 13 Isafirði í síðasta lagi 18. des. n.k. Jólafundur Jólafundur félags framsóknarkvenna í Reykjavík verður haldinn 16. des. kl. 20.30 aö Rauðarárstíg 18, kjallara. Dagskrá: Bergþóra Árnadóttir söngkona kemur í heimsókn. Jólasaga lesin, skipst á jólapökkum. Stjórnin Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnudag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. Húsið opnað kl. 13.00 Kaffiveitingar. fuF Reykjavík Jólaalmanök SUF Dregið hefur verið í jólaalmanökum SUF 1. des. nr. 9731 5. des. nr. 299 2. des. nr. 7795 6. des. nr. 5013 3-des. nr. 7585 7. des. nr. 4717 4. des. nr. 8446 8. des. nr. 1229 9. des. nr. 3004 10. des. nr. 2278. 11. des. nr. 1459 12. des. nr. 2206 13. des. nr. 7624 14. des. nr. 8850 Prófkjör Prófkjör Framsóknarmanna í Reykjavík vegna komandi alþingiskosn- inga verður haldið sunnudaginn 9. janúar 1983. Skila þarf framboðum til prófkjörsins á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstíg 18, Reykjavík, fyrir kl. 18.00 mánudaginn 27. desember 1982. Kjörgengir eru allir flokksbundnir Framsóknarmenn, sem fullnægja skilyrðum um kjörgengi til Alþingis. Framboði skal fylgja skriflegt samþykki frambjóðandans, svo og meðmæli 5-10 flokksbundinna Framsóknarmanna. Athygli er vakin á því, að kjömefnd hefur heimild til að bæta nöfnum á prófkjörslistann að framboðsfresti liðnum. Kjörnefnd Tækniteiknari Óskum eftir að ráða tækniteiknara á tæknideild. Um hálft starf er að ræða. Skriflegum umsóknum skal skilað á Tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28, fyrir 23. desember 1982. Nánari upplýsingar veita bæjartæknifræðingur, í síma 93-1211. Tæknideild Akraneskaupstaðar. St. Jósefsspítali Landakoti HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Laus staða nú þegar við göngudeild. Vinnutími 7.30-15.30. Laus staða við lyflækningadeild ll-A. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 19600 kl. 11-12 og 13-15. Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Maðurinn sem barns- andlitið Hórkuspennandi ' amerísk-ítölsk mynd með Trinity-bræftrum. Ter- ence Hill er klár með byssuna og spilamennskuna, en Bud Spencer veit hvernig hann á að nota hnefana. Aðalhlutv: Terence Hill, Bud Spencer og Frank Wolff. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5,7.05,9.10 og 11.15. Salur 2 SNÁKURINN Venom er ein spenna frá upphafi til enda, tekin í london og leikstýrð af Piers Haggard. Þetta er mynd fyrir þá sem unna góðum spenn- umyndum. Mynd sem skilur mikið eftir. Myndin er tekin í Dolby og sýnd í 4 rása sterio. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Bönnuð bornum innan 16 ára. Salur 3 Americathon Americathjonerlrábær grínmynd stm lýsir ástandinu sem verður i Bandaríkjunum 1998, og um þá hluti sem þeir eru að ergja sig út af í dag, en koma svo fram í sviðsljósið á næstu 20 árum. Mynd sem enginn má taka alvarlega. Aðalhlutv: Harvey Korman (Balzfing Saddles), Zane Buzby (Up in Smoke), Fred Willard. Lelkstjóri: Neil Israel Tónlist: The Beach Boys, Elvis Costello Sýnd kl. 5,7,9 og 11. ________Salur 4 Snjóskriðan Stórslysamynd tekin i hinu hrítandi umhverfi Klettatjallanna. Mynd fyrir þá sem stunda vetrariþróttirnar. Aðalhlutv: Rock Hudson, Mia Farrow. Endursýnd kl. 5, 7 og 11 Atíantic City Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Susan Sarandon og Mlchel Piccoli Bónnuó innan 12 ára Sýnd kl. 9 Salur 5 Being There Sýnd kl. 9 (10. sýningarmánuður)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.