Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Það var í mörg horn að líta á föndurdeginum í Hólabrekkuskóla. Þar unnu nemendur, kennarar og foreldrar hlið við hlið og dagsverkin urðu drjúg. Tímamyndir Róbert Jólaföndur í Hólabrekkuskóla ■ Og krakkarnir fóru heim klyfjaðir jólakrönsum og ýmsu öðru fallegu. ■ En þessi lék sér bara að bflnum sínum og spaáði lítíð í jólaskreytingamar. ÞAR UNNU NEMENDUR, KENNARAR OG FORELDRAR HLIÐ VW HLHI ■ Það hefur vart farið fram hjá neinum að jólin eru á næsta ileiti. Þrátt fyrir að snjórinn hafí haft stuttan stans og hlákan ráðið ríkjum, þá hefur jólabragurinn breiðst yfír landið og hvarvetna hafa kaupmenn dustað rykið af jólaskrautinu og komið því fyrir í búðagluggum sínum. Jólatrén hafa verið dregin fram úr skógunum og skip hlaðin barrnálum og jólavarningi úr útlandinu hafa lagst að bryggjum. Blessuð börnin hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og mörg hafa vafalaust ekki getað beðið með að setja skóinn út í gluggann. Já það er ekki lakara að vera vei skóaður í jólamánuðnum og kannski eins gott því enginn veit hvenær jóiakötturinn lætur sjá sig næst. Hvað um það jólin eru hátíð barnanna og það er einmitt þegar líður að jólum að annasamasti tíminn í skólum landsins fer í hönd. Þá er föndrað í hverju horni, jólatrésskemmtanir eru á næsta leiti og allir keppast við að punta og skreyta. Ljósmynd- ari Tímans leit við í Hólabrekkuskóia í Breiðholti á dögunum þar sem nemendur, foreldrar og kennarar voru önnum kafnir við jólaföndrið og eru myndirnar hér í opnunni árangur þeirrar ferðar. Við ræddum jafnframt við Valgerði S. Gunnars- dóttur, yfírkennara í Hólabrekkuskóla og báðum hana að segja okkur örlítið um þennan föndurdag í skólanum. - Þetta er þriðja árið sem við í Hólabrekkuskóla efnum til svona fönd- urdags. Það eru foreldrafélagið og kennarafélagið í skólanum sem standa fyrir þessum degi og okkur telst til að í ár hafi um 700 manns, bæði nemendur og foreldrar tekið þátt í þessu starfi, sagði Valgerður S. Guðnadóttir, yfir- kennari í Hólabrekkuskóla í samtali við Tímann. Að sögn Valgerðar hafa þessir föndur- dagar alltaf verið ákaflega vel heppnaðir og í ár hefði tekist sérstaklega vel til. - Undanfarin ár þá höfum við verið með jólaföndur tvo daga í senn, en að þessu sinni ákváðum við að taka bara einn heilan dag undir þetta starf. Við bættum einnig við í ár einni grein, sem er útskurður á laufabrauði og bakstur og ég held ég megi fullyrða að það hafi ■ Þessir strákar héldu alsælir heim ■ Þessar voru að útbúa eitthvað ósldöp fallegt og eitt er víst að ekki lenda þær í jólakettinum í ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.