Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 13
12 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 13 ■ -Helgi faröu fram og kauptu kók viö verðum að klára flöskuna. - Það er búið að loka og við verðum að drulla okkur um borð svo kallinn verði ekki bitlaus. Hvað er hann að agða út í brjálaðri spá? -Ég veit það ekki, ég held að kallinn sé að verða vitlaus, hann sækir eins og andskotinn. Hann lét ekki svona í fyrra. Það er pottþétt að þetta er síðasta vertíðin sem ég er pieð honum. Okkur hafði ekki grunað að farið yrði út, svo við redduðum okkur víni og fórum á ball. Helgi var reyndar orðinn blindfullur og dræpist sjálfsagt fljótlega. En það var verra með mig, ég var búinn að negla píu og var á leið með henni út, þegar ég mætti kallinum. Hvers vegna gat ég ekki verið farinn fyrr? Djöfuls klúður. En það er víst betra að hlýða honum og drífa sig um borð ef maður ætlar að halda plássinu. Það voru allir komnir, enda vorum við Helgi einu mennirnir úr áhöfninni sem fóru á ball. -Sleppa strákar, galar kallinn þegar við gerum okkur líklega að príla um borð. Helgi drapst fljótlega eins og búist var við. Aumingja strákur- inn, sá verður þunnur þegar við byrjum að draga eftir fjóra tíma. Ég fór fljótlega niður og lagði mig. -Ræs... -Hvaða djöfuls hávaði er þetta? er ekki hægt að ræsa mann al- mennilega? Ég finn að dallurinn veltur þó nokkuð, það er byrjað að bræía. Uppí borðsal sátu flest allir. Hvar er Helgi? - Hann fór fram. -Er hann veikur? -Ælandi eins og múkki. -Hvað er kallinn að æða út? spyr' BROT smásaga eftir Stefán Sturla Sigurjónsson ég einu sinni enn, en fæ. ekkert svar því enginn veit það. -Bauja... —Djöfull af hverju var ég ekki ræstur fyrr? Maður hefur ekki tíma til að næra sig almennilega. Siggi og Diddi fara fram að klæða sig og taka baujuna. Við eigum þrjár trossur hér og síðan er klukkutíma pása í hinar. Færið var langt komið inn þegar ég fór fram. Það fyrsta sem ég sá var Helgi náfölur að klæða sig í gallann. -Hvemig er heilsan? -Heilsan!, ætli ég sé ekki búinn að æla henni í sjóinn. Út á dekki megum við hafa okkur alla við að halda okkur. Helgi er settur í flótin en fær loforð um að fara í úrgreiðslu ef ekkert fiskast. -Djöfulann er hann að æða út í brjálað veður á þessu horni heldur hann að’ann sé á skuttogara. Þarna fékk Helgi smá gusu. -Þessi helvítis korktappi flýtur varla, hann ætti ekki að hafa haffærniskírteini. Kall helvítið ætti að hugsa meira um að gagnast konunni en að vera elta síðasta golþorskinn. Við drógum allar þrjár trossurn- ar í bátinn og vorum þá komnir með rúmt tonn af fiski. Ég fór beint upp í brú þegar við komum inn af dekki. -Er einhver að fá’ann? -Nei. -Hvert ætlarðu með þær? -Vestur. Það var komin hörku bræla, brotin voru byrjuð að rísa allstór í kringum okkur. Við sigldum vestur, það var sunnan átt og við höfðum sjóinn í bak. Ég sat inni í kortaklefa og las blöðin. Skyndilega heyrði ég að bátnum er bakkað á fullu, ég stökk fram og sá stærðar brot kom æðandi. -Varaðu strákana við. Ég stökk að stiganum og kallaði niður. -Haldið ykkur. Brot... Kallinn var nú farinn að keyra bátinn á fullu undan, en brotið náði okkur og keyrði bátinn í kaf. Báturinn lagðist. Mér fannst líða langur tími þangað til hann fór að rétta sig. Þá sá ég af hverju kallinn hafði kúplað frá. Trossurnar höfðu allar farið af stað, ein var flotin út að hluta en hinar voru í flækju á dekkinu. Kallinn fór í stöðina og kallaði á aðstoð. Ég stökk úr brúnni og út á dekk. Þá sá ég hvar annað brot var byrjað að rísa. Ég verð að reyna að losa okkur við trossuna og sökkva henni, svo við fáum hana ekki í skrúfuna ef kallinn þyrfti að kúpla saman, hugsa ég. -Ég fór að dreka og festi hann við þann hluta trossunnar sem inni var. í því kemur Siggi stýrimaður út á dekk og er í vestri og með annað handa mér. -Það er enginn tími til að fara í þetta. -Þá ferð þú inn, hér verður enginn vestislaus. Ég hlýddi. Við bundum einn dreka við trossuna og skárum svo á það sem eftir var inni og létum drekann fara. Ekki máttum við vera seinni, því rétt í þessu skellur seinna brotið á okkur. Ég fleygði mér niður og náði taki á vírnum í lunningunni og hélt dauða haldi. Dallurinn leggst alveg á hliðina og þegar brotið var gengið yfir sá ég Sigga hangandi í netaborðinu. Haltu þér Siggi, æpi ég en heyri það ekki einu sinni sjálfur. Lúkurn- ar á mér, djöfull er vírinn kaldur, ég get ekki haldið mér svona lengi, ég er að dofna. Hvaða læti eru þetta? Er þriðja brotið að koma? Hvað get ég gert? Hún var djöfull hugguleg pían á ballinu. Hvað hét hún annars? Ekki er lestin að fyllast. Ó mamma af hverju var ég að fara á sjó? Guð ég vil lifa, LIFA. Því réttir dollan sig ekki? Ég er að missa takið. NEI, nei, ohh nú byrjar hann að rétta sig, hægt, ægilega hægt. Hvað ætlar hann að vera lengi að koma sér á réttan kjöl? Svo loksins hafði hann það. Hvar voru strákarnir? Af hverju komu þeir ekki og hjálpuðu okkur? Við Siggi reyndum að krafla okkur inn. í því kom Helgi - eru þið meiddir? -Nei, en djöfull máttlitlir. -Við erum búnir að sjósetja einn björgunarbátinn. -Jæja. Helgi hjálpaði okkur inn. Við gerðum okkur grein fyrir því að það var kraftaverk að okkur skyldi ekki hafa skolað fyrir borð. Upp í brú var allt á floti, tækin sjálfsagt ónýt og kallinn stóð við rattið því báturinn var rafmagns- laus. Hann dólaði undan meðan geng- ið var frá á dekki, og síðan héldum við heim í fylgd tveggja annarra báta. Skyldum við ná áður en ríkið lokar? St. Sturla Suðumesjamenn! Opnumþann 18. nóvemberkl. 9f.h. stórmarkað og kjötvinnslu við Reykjanesveg, sem hlotið hefur nafnið SAMKAUP ÞAR VERÐA SELDAR EFTIRTALDAR VÖRUR: Kjötvörur, nýlenduvörur, mjólkurvörur, ávextir, fiskur, brauðvörur. Búsáhöld, raftæki, gjafa- vörur, fatnaður, ferðavörur, leikföng og margt fleira. Unnið er af kappi við undirbúning að opnun stórmarkaðarins. (Ljósmyndastofa Suðumesja) Lærður matreiðslumaður leið- beinir yður um val á kjötvörum, og kjötvinnslan Kjötsel, sér um úrval og gæði. KJOTSEl mAttur hihna mörgu 10% afsláttarkortin gilda íSAMKAUP. Nýjar vörur koma daglega fram að jólum. Suðurnesjamenn velkomnirí SAMKAUP. Lágt i/öruverð, aukin og betri þjónusta. ^J^aupýéfacj. ^Jufturneója ^J(c SAMKAUP ■ Stefán Sturla Sigurjónsson. (Ljósm. S.V.) ÆBB M ■ æb Ætlar af sjónum í leiklist- arskóla ■ Höfundur þessarar sögu, Stefán Sturla Sigur- jónsson, er aðeins 23ja ára gamall, en þó langrcyndur sjómaður og hestamaður að auki. Hann er fæddur í Reykjavík 4.6. 1959 en var talsvert í sveit sunnanlands og kynntist þar hestamennskunni. Hann er alvanur tamningamaður og sigurvegari á kappreiðum 1978 á Landsmóti hestamanna. hegar Stefán Sturla var sextán ára byrjaði hann á sjönum og hefur kynnst skaki, net,um, línu, síldveiðum og troili og eflaust er efni sögunnar sem hér birtist ekki skáldskapur að öllu leyti. Hann er nú á Kára VE-95, sem gerður er út frá Höfn í Hornafirði og hann ætlar á síldina nú á næstunni. Á sjónum verður hann fram til hausts og ætlar þá að venda sínu kvæði í kross og byrja undirbúnings- nám fyrir leiklistarskóla. Stefán hefur talsvert fengist við ritsmíðar áður. bæði í skóla og utan, eins og sjá má af þessari sögu. Q; oJp^! ■ All % sx: n._ ' 7 Jl 'm Óskum félagsmönnum, starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Þökkum gott samstarf og viðskipti á liónum árum Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga FÁSKRUÐSFIRÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.