Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 fjóröi hlutinn er byggður í kringum guðspjall nýjársdags og fjallar um skírn- ina, og nafn Jesú Krists, hinn fimmti fjallar um komu vitringanna frá Austur- löndum, sem komu til að votta hinum nýfædda konungi lotningu sína og hinn sjötti og síðasti fjallar um Heródes og fyrirætlanir hans um að aflífa Jesúbarnið og hvernig vitringarnir . sniðgengu skipanir Heródesar eftir að Guð hafði vitrast þeim í draumi. Þessi lokakafli er þannig sigursöngur, fjallar um sigur hins kristna manns yfir óvinum Guðs í líki Heródesar. Inn í þessa frásögn, sem guðspjallamaðurinn syngur fléttast ein- söngsaríur og kórar, sem eru hugleiðing- ar um texta guðspjallanna og þá atburði sem þau lýsa. Einsögnvarar með kórnum verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig Björling, Halldór Vilhelmsson og Michael Gold- torpe, en hann kemur frá London til að syngja Guðspjallamanninn. Goldtorpe söng síðastliðið vor hlutverk Guð- spjallamannsins með Pólifónkórnum í Mattheusarpassíu Bachs. Stjórnandi er eins og áður sagði Jón Stefánsson og með kórnum leikur 28 manna hljóm- sveit. Tónleikarnir verða haldnir þriðju- dags- og miðvikudagskvöldin 28. og 29. desember. Fyrra kvöldið verða sungnir fyrstu þrír kaflarnir og hinir þrír síðari á miðvikudagskvöldinu. Flutningurinn tekur um 1V4 tíma hvort kvöld. Aðgöngumiðar verða seldir í Lang- holtskirkju, hjá Garðari Ólafssyni úrsm- ið á Lækjartorgi og í Tónverkamiðstöð- inni Freyjugötu 1. JGK. var frumflutt í Markúsarkirkjunni um aldamótin 1600. Modettan sem nefnist á latínu In ecclesiis eða í söfnuðinum hefur verið samin og frumflutt fyrir eitthvert veigamikið og hátíðlegt tilefni sagði Guðmundur því að mjög mikið er í hana lagt, en um þetta tilefni er nú ekkert vitað . Modettan er í 15 röddum og texti hennar lofsögur og hún er ekki hugsuð sem árstíðabundið verk. Jón Speigt og Signý Sæmundsdóttir syngja einsöng en orgelleikari verður Jón Stefánsson. Guðmundur var spurður hvort verk Áskels Mássonar væri trúarlegt verk og sagði hann að það væri í það minnsta ákaflega lítið jarðbundið verk, nær væri að segja að það væri mjög andlegt í innihaidi. - Ákaflega fallegt og Ijúft verk sagði Guðmundur, en hann var einmitt nýkominn af fyrstu æfingu á verki Áskels þegar samtalið fór fram. Verkið er samið fyrir strengjasveit og flutt af strengleikurum íslensku hljómsveitar- innar. Það má segja að þessir tónleikar séu óvenjulegir því að þar verða fluttir lofsöngvar frá ýmsum tímum, gömlum og nýjum, sagði Guðmundur. Aðgöngumiðar á þessa tónleika verða seldir í bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar í Austurstræti og við innganginn. JGK 17 óskar öllu starsfólki og viðskiptavinum ars og Þakkar gott samstarf og viðskipti á líðandi ári bækur Hans Kúng: Að vera krístinn ■ Útgáfan Skálholt hefur sent frá sér bókina „Að vera kristinn" í þýðingu prófess- ors Björns Magnússonar. Bókin heitir á frummálinu „Die Christliche Herausforderung'' og er eftir hinn þekkta Hans Kúng, einn umdeildasta guðfræðing samtímans. Höfundur spyr í upphafi bókar sinnar: Vegna hvers á maður að vera kristinn? I framhaldi af því gerir hann grein fyrir mismunandi lífsstefnum, veraldlegum manngildisstefnum, Marxisma, öðmm heims- trúarbrögðum og ber þær saman við kristin- dóminn. Hans Kúng hefur ritað allmargar bækur um kristindóminn, en ekki ætíð farið troðnar slóðir í þeim efnum. Bækur hans hafa því vakið mikla athygli, og m.a. reyndi páfinn að svipta hann embætti prófessors í kaþólskri guðfræði vegna skrifa hans. Að vera kristinn er ríflega 300 blaðsíður að stærð. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna orðið metsölubók. Prentstofa G. Ben sá um prentun bókarinnar og Arnarberg annaðist bókbandið. Nína Björk Ámadóttir Svartur hestur í myrkrinu ■ Hjá MÁLl OG MENNINGU er komin út fimmta Ijóðabók Nínu Bjarkar Árnadótt- ur, Svartur hestur í myrkrinu. Bókin skiptist í tvo kafla: Með kórónu úr skýi og Fugl óttans. 1 forlagskynningu segir svo um bókina og höfund hennar: „Þegar með fyrstu ljóðabók sinni, Ung ljóð, 1965, komst Nína Björk Árnadóttir í röð efnilegustu ljóðskálda og síðari verk hennar, bæði ljóð og leikrit, hafa vissulega uppfyllt fyrirheit þeirrar bókar. I þessari nýju bók er að finna bæði myrk ljóð um innri reynslu og opin ljóð um ytri atvik: veruleikinn er umskapaður í skáldskap - í eigi nafni og annarra.'' Svartur hestur í myrkrinu er 67 bls. að stærð, prentuð og bundin f Hólum hf. Kápu teiknaði Hilmar Þ. Helgason. Vistfræði fyrir byrjendur og Freud fyrir byrjendur Bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér bækurnar Vistfræði fyrir byrjendur eftir FYRIR BYRJENDUR Croall o'g Rankin og Freud fyrir byrjendur eftir Appignanesi og Zarate. Þetta eru tvær fyrstu bækurnar í nýjum flokki sem nefnast Byrjendabækurnar. Bóka- flokkur þessi hefur þegar náð mikilli út- breiðslu og vinsældum erlendis. Myndasöguformið er notað á nýstárlegan hátt og gerir alvarlegasta efni öllum aðgengi- legt. Vistfræði fyrir byrjendur fjallar um um- hverfismál og þá hættu sem lífinu á jörðinni stafar af mengun og slæmri umgengni. Haukur Hafstað, framkvæmdastjóri Land- verndar, skrifar eftirmála að bókinni. Þýðandi er Pétur Reimarsson. Freud fyrir byrjendur fjallar, eins og nafnið bendir til, um sálfræðinginn heims- kunna, Sigmund Freud. Ævi, störf og kenningar þessa mikla hugsuðar eru tengd saman þannig að úr verður samfelld saga. Frægustu sjúkdómstilfellin, sem hann kom nærri eru tfunduð, svo sem mál Önnu O, dæmið af Hans litla og saga Rottumannsins. Þýðandi er Árni Óskarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.