Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Hvernig eru þeirra jól? ■ Bráðum koma blessuð jólin, það fer ekki á milli mála. Krakkarnir farnir að setja skóinn sinn út í glugga, auglýsingarnar í sjónvarpinu farnar að slaga hátt upp í allt kvöldið, búið að kveikja á norska jóiatrénu á Austurvelli og fjöldi fóks með málningarpensilinn í annarri hendinni og kökukeflið í hinni. Og guði sé lof, segja sumir, okkur veitir ekki af nokkrum jólatrésseríum til að lýsa upp svartasta skammdegið. Eru ekki allir sammála því - dettur nokkrum í hug að neita sér um dýrð jólanna? KiR'KJÁ JESU KRlSTS DA'GA íEllÖGU ■ Páll Ragnarsson við kirkjudyr mormóna. Tímamynd: GE. „Bauna- réttirnir ekkert síðri en steik- urnarM — spjallað við Álfdísi Axels- dóttur og Didi Susama í Ananda Marga ■ Til að fræða okkur um jólahald Ananda Marga hreyfingarinnar náði ég tali af Áifdísi Axelsdóttur og Didi Susama. Didi - sem þýðir reyndar systir - Susama er nunna og hennar andlega skylda er að kenna fólki að hugleiða, leiðbeina því og flytja fyrir- lestra um andlega heimspeki. Didi er upprunnin á Filippseyjum en hefur dvalið hérlendis í tæp tvö ár. „Ananda Marga er ekki trúflokkur", segir Álfdís, heldur jógahreyfing sem leggur stund á mantríska hugleiðslu og líkamlegt jóga. Auk þess er ýmisskonar hjálparstarfsemi og þjónusta við náung- ann hluti af jógaiðkun. Það er ekki hægt að hugleiða til lengdar fyrir sjálfan sig eingöngu, hugleiðslan verður líka að geta komið öðrum til góða. Með þessu stefnum við að alhliða þroska, líkam- legum, vitrænum og andlegum.“ - Hvað er mantrísk hugleiðsla? „Möntrur eru hljóð - orð eða setning- ar - í tungumálinu sanskrít, sem notuð eru við hugleiðslu", segir Didi. „Mön- trurnar hafa mismunandi sveiflutíðni og þegar fólk fer að hugleiða eru því gefnar möntrur sem samræmast þeim sveiflum sem hver einstaklingur sendir frá sér. En fyrst er öllum byrjendum kennt ein algild mantra." - Rúmast þá öll trúarbrögð innan Ananda Marga? „Flestir koma úr einhverjum trúar- hópum, einnig úr þjóðkirkjunni", segir Álfdís, „en kjósa fremur að lifa andlegu lífi án þess að vera bundin sérstökum trúarbrögðum. Mörgum finnst sértrúar- standið of þröngt“. - Þið haldið þá jól? „Flest já,“ segir Álfdís, „en kannski ekki eins íburðarmikil og nú tíðkast yfirleitt, við bökum og gefum gjafir, en ekki eins dýrar gjafir, við viljum frekar senda peningana þangað sem þörf er fyrir þá. Didi er að fara til Indlands nú fyrir jólin og við höfum verið að safna teppum og fleiru sem að gagni getur komið hjá þeim sem ekkert hafa. Mér finnst vert að minnast þess að fyrir 150 kr., sem þykir lítil gjöf hér, getur ■ Pjetur, Sigrún og Ragnar velja jólatréð. Jóhann Hafstein hafði öðrum hnöppum að hneppa. Tímamynd: GE. „JÓLIN ERU HUND- HEIÐINN SIÐUR” — rætt við Pjetur Hafstein Lárusson, ásatrúarmann, og Sigrúnu Ragnarsdóttur ■ Til að forvitnast um jólahald þeirra Péturs Hafstein og Sigrúnar RAgnars- dóttur skálmaði ég í vesturbæinn, hvar þau búa ásamt syninum Ragnari og kisunni Jóhanni Hafstein. Jóhann þessi er reyndar læða, en hlaut nafnið ung að aldri fyrir misskilning og situr síðan uppi með það - aumingja stelpan. Þau Pjetur og Sigrún voru gefin saman í hjónaband af Alls- herjargoða ásat-'iarmanna, Sveinbirni Beinteinssyni við Þórslíkneskið á Drag- hálsi, en það líkneski smíðaði Sigrún í féjagi við Jörmund Inga ásatrúarmann. „Eg er þó ekki í söfnuðinum“, tekur Sigrún fram, “en ásatrúarmenn eru svo frjálslyndir í trúmálum að það kom ekki að sök. Ég hef lengi verið viðloðandi söfnuðinn og sótt blótin sem eru þrælskemmtileg, fólk setur sig í forn-ís- lenskar stellingar kveður rímur og fer með fornan kveðskap. Þá eru Hávamái- in náttúriega í öandvegi, nú og svo skálar maður hressilega.“ „Já, ég held ég særi engan „segir Pjetur þó ég segi að ásatrúin hafi verið okkur flestum meira gaman en alvara. Svein- björn og fleiri góðir menn voru að velta því fyrir sér hvort hægt væri að fá formlega viðurkenningu á ásatrú. Þetta var í dómsmálaráðherratíð Ólafs Jó- hannessonar og þeir báru erindið upp við hann. Ólafur tók vel í þetta en kvaðst þurfa að bera þetta upp við biskup. Þegar þeir félagar gengu síðan aftur á fund Ólafs voru móttökurnar mun kaldari. En þegar þeir gengu af þeim fundi urðu teikn mikil: Varð þá myrkur um miðjan dag og drundu við þrumur. Þetta hafði auðvitað gífurleg áhrif á alla sem hlut áttu að máli, trúarsannfæring ásatrúarmannanna náði þarna sínu há- marki og veraldlega valdið þorði ekki anað en að veita viðurkenningu sína. Ég kom síðan inn í þetta vegna þorsta. Það var nefnilega þannig að þegar hádegisbarirnir lokuðu lenti maður iðu- Iega í húsnæðishraki. Nú ég fór að slæðast með kunningjunum upp í turn- herbergi á Hótel Borg og var búinn að sitja þar margar stundimar þegar ég komst að því að þetta voru trúarsam- komur ásatrúarmanna." - En Sigrún, þú ert utan trúhópa, merkir það að þú sért trúlaus? “Nei alls ekki, en ég get ekki sætt mig við útvalningarkenningu kirkjunnar, mér finnst fáránlegt að ímynda sér að fólk sé dæmt upp eða niður. Helvítis- kenningin hefur aldrei verið afnumin, sem sést best á þeirri klausu í trúarjátn- ingu fermingarbarna er greinir frá því að Jesú hafi stigið niður til heljar og muni þaðan aftur koma og dæma lifendur og dauða. Þetta get ég ekki fallist á.Ætli „trúðu-á-tvennt-í-heimi“- kenningin sé ekki mín kenning, trúin á hið góða í tilverunni." - Halda ásatrúarmenn jól? „Já, það er hundheiðinn siður að halda hátíð með hækkandi sólargangi, segir Pjetur, „jól voru ekki haldin hátíðleg í frumkristni. Það var ekki fyrr en kristnin var orðin ríkistrú Rómverja og þeir famir að reyna að kristna germani sem jólin komu til. Rómverjar gerðu þarna eins komar samkomulag við germanina, sem vorú ásatrúar á þeim tíma, fengu þá til að taka kristna trú án þess að það raskaði svo mjög lífsháttum þeirra. Áður voru páskarnir megin hátíð krist- inna manna.“ - Hverning undirbúið þið jólin. „Ætli undirbúningurinn sé nú ekki svipað ur hjá flestum“ segir Sigrún, ég er þegar byrjuð að baka í huganum og býst við að pjetur gangi í liðið þegar að fram- kvæmdunum kemur. Svo bökum við líka laufabrauð með stórfjölskyldunni. - Kaupið þið jólatré? „Já, já“ sígræna jólatréð er arfur frá aáttúrudýrkun heiðinna manna og kemur kristindómi ekkert við. En við höfum ekkert á móti því að kristnir menn hafi tekið þennan sið - jólin og það sem þeim fylgir - upp eftir okkur ásatrúar- mönnum“, segir Pjetur og kímir. - Hvað ætlið þið svo að gera á jólunum? “Það sama og allir aðrir: slappa af, borða og lesa, ef við verðum svo ljónheppin að fá einhverjar bækur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.