Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 21 þarna sozialpádagog. Tvær ungar kennslukonur þarna urðu okkur mjög handgengnar, því að þær (báðar í sambúð) buðu okkur heim til sín, tveimur í hóp, ásamt öðrum kennurum við skólann. Þennan dag fórum við Pétur með Astrid Duggen sozialpádagog heim til hennar og manns hennar í Blumenthal, Gartnerstasse 10, en það er í þorpi um 15 km. frá Neumúnster. Þau hjón búa þar í einbýlishúsi, dönsku múrsteinshúsi. Þarna er lítið um að vera og mikill léttir hlýtur það að vera að komast þangað úr stórborgarysnum. Móttökur voru dýrðlegar hjá Duggen- hjónunum. Þau búa vel, og ekki íþyngir þeim ómegðin fremur en fólki yfirleitt nú á tímum. Þau eiga eina 9 ára dóttur. Á heimili þeirra er allt fullt af bókum. Bæði vinna úti. Hann er með sömu menntun og konan. í næsta húsi elur eigandinn gæsir allmargar. Lét hátt í þeim, blessuðum. Frú Duggen ók okkur aftur til hótelsins. Ekið er hratt á hraðbrautum (Autobahnen). Um kvöldið bauð Lothar Heinz okkur til veislu í kjallaranum undir húsi sínu að Brachenfelderstrasse 88. Þar hefur hann innréttað skemmtilegan sal til mannfagnaðar. Þarna var allt það til reiðu sem seðja kann og gleðja. Veislan stóð frá kl. 8-11 um kvöldið. Þarna vorum við öll, Lothar Heinz og frú, svo og „verndarenglar" vorir, en slíkt nafn gáfum við því fólki er sérstaklega annaðist um okkur, hvað heimsóknir og ferðalög snerti. Þarna færði Kjartan Lothar Heinz frá okkur hlýja íslenska lopapeysu, hneppta. Klæddist hann peysunni, og fór hún honum vel. Frú Heinz fékk sjal eitt fagurlega heklað. Hún heitir Hanne. Góðleg kona, hvít á hár, þótt hún sé ekki aldin að árum. „Verndarenglar“ vorir hlutu platta hver með myndum af ýmsum íslenskum stöðum og náttúrufyrirbærum. Fór vel á því. Margar myndir voru teknar við þetta tækifæri, en gestgjafar þökkuðu hrærðum huga gjafirnar, sem eiga vafa- laust eftir að hlýja þeim í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Sem borðdömu þarna hafði ég unga kennslukonu frá Uker Schule, með sömu menntun og Duggen, Louise Steinmann að nafni. Að hófi loknu var okkur síðan ekið til hótelsins, sem fyrr er getið, en það er í Gasstrasse 11. Rétt við járnbrautarlín- una. Vaknaði ég stundum við hávaðann í lestunum, er þær fóru um á nóttunni. í hóteli þessu eru 14 herbergi á tveimur hæðum, sum tveggja manna. Ég var í herbergi af þeirri tegundinni og hafði sem herbergisfélaga Bernharð Haralds- son. Ljómandi Ijúfan og þægilegan náunga. Að lokinni heimsókn hvers dags í ákveðinn skóla var skrifuð skýrsla dagsins. Ég skráði þá fyrstu eftir áreiðanlegum heimildum félaga minna. Að öllum öðrum ólöstuðum, held ég, að Þuríður hafi reynst drýgst á þeim vettvangi. Hún lærði nefnilega hraðritun á sínum tíma hjá Helga Tryggvasyni Kennaraskólakennara. Slík kunnátta er mikilsverð, þegar ná skal upp efni úr fyrirlestrum. Ég endaði skýrsluna á þessum orðum um Uker Schule: Góður hljómur í bjöllunni! Þuríður skaut því fram með góðlátlegu brosi. Þriðjudagur 24. ágúst: Hlýtt, sólar naut talsvert. Skoðuðum svokallaðan Integríerte Gesamtschule Neumúnster, sem þýða mætti með orðunum fullgildur samskóli. Undirtitill skólans er: Versuchsschule in der Sek- understufe 1 mit gymnasialer Oberstufe, eða tilraunaskóli á framhaldsskólastigi með menntadeild. Þarna eru nemendur alls 1.237 þar af 194 á menntaskólastigi. Kennarar alls 88 þar af 17 í hlutastöðum. Að sjálfsögðu er skólabyggingin reisuleg fyrir þetta marga nemendur og starfslið. Þarna vorum við viðstödd kennslu. Okkur fannst það dálítið skrýtið að vera í skóla þegar úti var hásumar og sólskin. Sumarfríið er ekki langt, eða um 6-7 vikur. Nokkuð er það þó mismunandi eftir ríkjum. Allt skipulagt löngu fyrir- fram. f lok skólaársins eru allar stunda- töflur tilbúnar fyrir næsta skólaár. Þarna er meiri stöðugleiki í starfsliði skóla en hér gerist. Mikill er sá munur. Við hlýddum á ræðu skólastjórans, sem lýsti starfi skólans og öllum búnaði. Húsið er aðeins 11 ára, tvær hæðir. Gluggar eru flannastórir, og taldi skóla- stjórinn það mikinn ókost. Við það tapaðist mikill hiti, sem er bagalegt á tímum sívaxandi verðhækkana á orku. Umhverfi skólans er einkar snoturt. Allt steinlagt, sem ganga verður á. Þar fyrir utan grasvellir og trjálundir, mjög morgunverð vel úti látinn. Stundarfjórð- ungi fyrir átta birtist svo Lothar Heinz með bros á vör. Síðan gengum við saman til torgs þess sem er rétt við Aðaljárnbrautarstöðina og tókum okkur far með strætisvagni til þess skóla sem heimsóttur var hverju sinni. Fargjald: 1,10 mörk. Fyrsti skólinn sem við heimsóttum er skóli sá er Heinz veitir forstöðu og nefnist UKER SCHULE. Þarna eru fjórir bekkir grunnskóla, 1.-4. Alls eru nemendur 253, en bekkjardeild- ir 14 í 15 kennslustofum. Kennarar í heilu starfi eru 11 að tölu, tónlistarkenn- ari þar að auki og 1 kennari í hálfri stöðu. Skólaritari í hálfri stöðu. Skóla- húsið er 16 ára gamalt. Tímar hefjast kl. 7.30 og kl. 12.30 er allt búið. Þetta er einsettur skóli. Kennsluskylda hjá al- mennum kennurum er 28 stundir á viku, en nokkru lægri, ef um sérkennslu er að ræða, laun kennara eru frá 2500 mörkum á mánuði upp í 4000 mörk. En kennslu- mánuðir eða kennsluvikur eru talsvert fleiri þarna en hjá okkur. Þótt þeir hafi haustfrí og vetrarfrí nokkurt. Þarna er ekki um neina yfirvinnu að ræða hjá kennurum, því að mikið atvinnuleysi er meðal þeirra. Var mér tjáð, að 50 þúsund kennarar væru án atvinnu í sinni grein í Sambandslýðveldinu Þýskalandi. ■ Ég átti stutt samtal við yfirkennarann, sem er með 40 ára starf að baki, þótt ekki sé hann rneira en 57 ára að aldri. í Þýskalandi telst kennaranámið með starfsárum kennarans. Hann kennir næstum jafn marga tíma og aðrir kennarar við skólann, eða 26 stundir á viku. Mér fannst hann ekki áberandi þreytulegur sem maður í þessu starfi, kominn á efri ár. Ég er hræddur um, að íslenskur kennari liti þreytulegar út með jafnmörg ár að baki í þessu starfi. Uker Schule er í fögru umhverfi. Allt í kringum eru leikvellir og trjálundir. Hvergi sést malar- eða moldarstígur. Skólalóðirnar eru vel gerðar í Þýska- landi. Mikill munur eða víða hér á landi, enda er átaks þörf í þeim efnum, óhætt að segja. Við skiptum okkur niður í stofurnar og hlýddum á kennslu í forskóladeild: 6 ára börn í lestri, 9 ára börn í móðurmáls- kennslu og tónlist hjá 10 ára. Kennslu- konan lék undir á gítar og börnin sungu af hjartans lyst. Er ógleymanlegt að hafa átt þess kost að hlýða á söng þessara barna. Yngstu börnunum kennir fólk með sérmenntun, er heitir á máli manna ■ Holstentor, borgarhliðið fræga í Liibeck. hann meðal reykháfa að hluta, en gætti þess að hafa gluggann opinn eins og þægilegt var vegna súgs. Nokkúð var um glens og gaman á leiðinni. Fólk blandaði geði óháð aldri, kyni og klefum. Sumir köstuðu fram stökum. Áttu enda létt með það á köflum. Páll og Jón köstuðu fram þessari ferhendu: Ekki svíkur hún Svana, sú kemst upp í vana. Traust mitt set ég á Tana til skemmt - ana. Þarna er Kjartan nefndur Tani og Svanhildur Svana. Einn varpaði fram þessum fyrriparti og bað undirritaðan að botna: Þegar ég sé flösku á ferð fyllist hugur kæti Botninn kom fljótlega, þannig útlít- andi: Svo ég bara verð, ég verð, verð að fá mér sæti. Býsna drjúg reyndist leiðin frá Höfn til Neumúnster. Samt sem áður var þetta ferðalag mjög ánægjulegt, fyrir því sá ágætur félagsskapur. Frá fyrri tíð þekkti undirritaður fast að helmingi félaganna, enda víða verið. Við hina sköpuðust kynni undra fljótt. Það er nú einu sinni þannig, að á ferðalögum kynnumst við fólki á skemmri tíma en við aðrar aðstæður. Og á útleið gerist ætíð meira en á heimleið, það er almenn reynsla. Við komum til Neumúnster, borgar í sambandsríkinu Schleswig-Holstein, um kl. hálf níu um kvöldið. Ferðin hafði sem sagt varað í hálfa sjöundu klukku- ^stund. Sá sem tók á móti okkur á aðaljárnbrautarstöð borgarinnar var skólastjóri nokkur, Lothar Heinz að nafni. Miðaldra maður. Hann fylgdi okkur til hótels skammt frá stöðinni. Voru að því mikil þægindi, því að farangur höfðum við talsverðan með- ferðis. En ekki var okkur nóg að fá húsaskjól, við þörfnuðumst fæðu - og það ríflegrar - eftir langan dag. Snarl það sem við fengum okkur á ferjunni yfir Stóra-Belti reyndist víst heldur létt í maga og miður staðgott. Heinz hafði pantað mat handa okkur í veitingahúsi rétt við hótelið, er nefnist Wappen- Klause. Hóteiið heitir Lenz Hotel. Þarna fengum við góðan mat, Wiener Schnitzel á máli innfæddra. Fremur var þetta ódýrt, eða 15 mörk á mann. Afgreiðslan þægileg, enda eru Þjóðverj- ar afar háttvís þjóð og nákvæm. Eins og fyrr var að vikið, var erindi okkar til Þýskalands fyrst og fremst að skoða skóla í einni ákveðinni borg. Lothar Heinz var okkur til halds og trausts. Hann er skólastjóri sjálfur. Auk þess að sýna okkur sinn skóla, fylgdist hann með okkur í aðra skóla sem við heimsóttum. Mánudagur 23. ágúst: Rigndi svolítið öðru hverju. Sú var venja að rísa árla úr rekkju þá daga sem við vorum í Neumúnster og borða ■ Hópurinn á faraldsfæti að Pétri undanskildum, en hann tók myndina. Frá vinstri: Sigurður, Bernharð, Edda, Svanhildur, Jón, Auðunn Bragi, Kjartan, Ingi- björg, Þuríður, Páll. rúmgott og vel um gengið. Þýskan reyndist okkur flestum auðveld í notkun. Ég hef raunar aldrei lært þýsku í eiginlegum skóla. Mest af sjálfsnámi, útvarpsins og af kynnum við Þjóðverja. Var samtíða þýskum manni hátt í ár fyrir meira en þremur áratugum og bý að því enn að sjálfsögðu. Þýskan er hreint mál og svipar til íslensku hvað það snertir. Einnig hvað beygingar varðar. Enda er sagt, að Þjóðverjar eigi auðvelt með að nema móðurmál okkar. Miðvikudagur 25. ágúst: Rigndi smávegis í morgun. Við heim- sóttum sérskóla nokkurn er ncfnist Wiehern Schule. Ég fylgdist með kennslu seinfærra barna hjá tveimur kennurum. Þar er vel fyrir öllu séð. Kennslugögnin fjölbreytt. Ekkert virðist til sparað, svo að börn þessi megi öðlast þann þroska sem hægt er. Þarna eru kennarar vel menntaðir, enginn án kennsluréttinda. Að heimsókn lokinni í þennan ágæta skóla, þar sem við nutum og veitinga, var haldið til ráðhúss borgarinnar. Var þar móttaka hjá forseta borgarstjórnar (Stadtprásident) og fræðslustjóra. Vel var þarna veitt og loks voru allir leystir út með gjöfum. Kjartan fékk bók um borgina, og við hin fengum möppu með ótal kortum og pésum okkur til upplýs- ingar um Neumúnster. Myndir voru teknar af hópnum, og komu greinar um okkur og heimsóknina í a.m.k. tveimur blöðum í borginni daginn eftir - ásamt myndum. Ráðhúsið er orðið gamalt, en rétt þar við er nú hafin bygging nýs ráðhúss. Þetta er þrifaleg borg og fögur. Mikið um trjágróður. Á rennur eftir borginni miðri að kalla, og eru brýr yfir hana hér ogþar. Mikil prýði að þessari á. Eftir hádegið var haldið í ferðalag með okkur til Lúbeck. Duggen ók okkur Pétri, en auk hennar var frú Steinhaus í bílnum. Við héldum okkur í aftursætinu. Það var eins og við værum óaðskiljanleg hvar sem við komum saman; kannski var það aðeins tilviljun. Ekið er eftir hraðbraut til borgarinnar. Bílarnir voru skildir eftir nokkuð frá aðalborginni, sem er á eyju inni í landi sem kunnugt er. Fyrst gengum við að gömlu borgar- hliði og því frægasta, er ber nafnið JfOLSTENTOR. Er mikið safn í húsi þessu á tveimur hæðum. Má þar kynnast sögu Lúbeck býsna vel. Þetta er ein af hinum kunnu Hansaborgum. Hún er við ána Trave, aðeins 16 metra yfir sjávar- fleti. Hún nær yfir rúma 202 ferkílómetra og telur 225 þúsund íbúa. Kaupmenn tóku að setjast að þarna á 12. öld. Forystuborg Hansakaupmanna varð Lúbeck á miðri 14. öld. Hinar Hansa- borgirnar í Þýskalandi voru Hamburg og Bremen. Á fyrrihluta 17. aldar lauk veldi Hansakaupmanna, en borgir þess- ar bera enn í dag heitið Hansaborgir. Auk Holstentor skoðuðum við Ráðhúsiö og Marienkirkjuna. Kirkja þessi er gífurlegt guðshús, en varð fyrir mjög miklum skemmdum í síðustu heimsstyrj- öld. Er hún senn að fullu endurreist. Þó er látið eiga sig að laga kirkjuklukkurnar sem féllu niður á gólf. Þar liggja þær enn og munu gera um ókomna tíma. Eiga að minna þjóðina á ógnir styrjalda. Lúbeck er afburða fögur og hreinleg borg. Mikið er um skraut á byggingum, jafnvel á íbúðarhúsum. Löng göngugata er í i.uðborginni og er þar mikið af sölumönnum. í borg þessari er póstversl- unin Quelle, sem margir versla við hér á landi. Við gengum talsvert um borgina. Sumir höfðu aldrei komið til Lúbeck fyrr. Ég hafði ekið í gegnum borgina þjóðhátíðarárið 1974, þá á leið frá Hamborg til Khafnar. Kjartan hafði verið nokkrum sinnum í þessari gömlu Hansaborg. Borgin liggur rétt við landa- mæri Vestur- og Austur-Þýskalands, og sú stærsta á þeirri línu. Að lokum var svo komið, að við fórum að finna til sultar og leituðum að einhverju góðu veitingahúsi. Mun Kjartan, sá þekkilegi fararstjóri vor, hafa átt upptökin að því, að við réðumst til inngöngu í gamalt sjómannaveitinga- hús, skammt frá Ráðhúsinu. Þar gefur að líta nöfn ótal skipa skráð á veggi; einnig líkön skipa, hangandi neðan úr loftum. Við biðum alllengi eftir kræsing- unum. Var þeim skolað niður með Holsten Pils. Ölið er borið fram í stórum kollum. Við vorum þarna sjö af liðinu, en fjórir brugðu sér til Kílar: Sigurður, Edda, Þuríður og Bernharð. „Verndar- englarnir, sáu svo um að koma okkur heim áður en miðnætti var komið. Ég kvað á heimleiðinni í bílnum, en þess á milli sungum við þýska söngva, eins og Ich weiss nicht wie soll es bedeuten: Ég

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.