Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 ■ „Jólin hafa oft verið mjög annasöm hjá mér. Ég man til dæmis eftir því að einu sinni skírði ég 29 börn og gaf saman yfir 20 brúðhjón auk annarra verka, sem fylgja prestsstarfinu á þessari miklu hátíð. Þegar þetta var hafði ég enga kirkju svo að flestar þessar athafnir fóru fram í stofunni heima hjá mér, sem ég reyndar kallaði kirkju.“ Þetta sagði séra Árelíus Níelsson, sem lengst af var sóknarprestur í Háteigssókn í Reykjavík, en lét af störfum fyrir aldurssakir fyrir tæpum þremur árum, þegar blaðamaður Tímans átti við hann stutt spjall á dögunum. - Jólahald á prestsheimili hlýtur um margt að vera frábrugðið jólahaldi á öðrum heimilum? Það er víst alveg áreiðanlegt. Þótt ótrúlegt megi virðst, þá komum við hjónin börnunum okkar burtu frá heimilinu á aðfangadagskvöld fyrstu árin sem ég þjónaði í Háteigssókn. Það var engan veginn hægt að sinna þeim með öllu því sem gera þurfti. Konan spilaði á orgel og sá um margt það sem meðhjálparar gera í kirkjum og ég sá um prestsverkin og ýmislegt annað, sem til féll. Enda sagði dóttir mín við mig ekki alls fvrir löngu að prestsstörfin hefðutekiðokkur hjónin frá börnunum á hátíðum. Þegar aðrir foreldrar voru næstir sínum börnum þurftum við að sinna öðru,“ sagði séra Árelíus. - Hvað hefur þú haft fyrir stafni frá því þú lést af embætti? „Þótt ótrúlegt sé hef ég gegnt einum þrem embættum frá því ég hætti í Háteigssókn. Fyrst var ég fangaprestur nokkra mánuði, þá sá ég um hælið á Litla Hrauni, Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg og Síðumúlafangelsið. Svo hef ég gegnt störfum fyrir fríkirkjuprestinn í Óháða söfnuðinum þrisvar sinnum á þessum tíma, var þar í nokkra mánuði í fyrravetur. Nú síðast hef ég gegnt starfi fríkirkjuprests hér í Reykjavík, eða frá því 1. október í haust þangað til nú fyrir nokkrum dögum.“ Líkara fjósi en mannaíbúð - í augnablikinu hefur þú engar embættisskyldur? „Ég held mér sé óhætt að segja að þetta verði fyrstu jólin síðan um 1940 sem ég hef ekkert sérstakt fyrir stafni, annað e*það að ég hef verið beðinn að messa fyrir útigangsmenn vestur á Granda, í húsi Slysavarnafélagsins á aðfangadagskvöld, sem ég mun að öllum líkindum taka að mér eins og undanfarin jól, held ég megi segja." - Þeim fækkar óðum sem geta kallast útigangsmenn? „Þeir hafa verið misjafnlega margir sem sótt hafa þessar messur, en upp á síðkastið hefur þeim fækkað ört. Það er ■ Séra Árelíus Níelsson við orgelið sem lengi var notað sem kirkjuorgel á heimili hans. „Friðarþráin ein kennir þessi Jól" Rabbad vid séra Árelíus Níelsson KAUPFELAG REYKJAVIKUR 0G NAGRENNIS ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.