Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Tímamynd: GE verið mikil hjálp í því hversu vel kennararnir hafa komið til móts við börnin. Pau hafa fengið lengra jólafrí vegna þess að þau halda ekki jól, þó það sé nú varla sanngjarnt," segir Selma glettnislega. - Hvað gerið þið þá um jólin þegar allir eiga frí? „t>að er mikið lagt upp úr samveru fjölskyldunnar hjá okkur, og við notum þessa frídaga til að vera saman. í hitteðfyrra fórum við t.d. upp í Húsafell og dvöldum þar þessa daga, fórum í gönguferðir og sund og höfðum það gott. En við hvorki bökum meira né höfum betri mat en venjulega. Fjöl- skyldur sem hafa verið lengi án jóla bjóða oft nýjum fjölskyldum heim því þeta eru náttúrlega mikil vonbrigði fyrir börnin. Þá er þóekkert sérstakt tilstand, bara svona eins og þegar góðir gestir koma í heimsókn.“ - En hvað finnst ykkur um íslenskt jólahald? „Þetta er orðið enn íburðarmeira en þegar við héldum jól. Auðvitað er margt jólaskrautið fallegt, en þetta hefur bara ekkert trúarlegt gildi. Við viljum alls ekki fordæma jólahaldið þó við kysum auðvitað frekar að fólk sæi í gegnum þetta og uppgötvaði það sem er mikil- vægara. Við gætum ekki tekið allt glysið og glingrið frá börnunum ef við gæfum þeim ekki annað og varanlegra í staðinn." ■ Hvert skyldi vera viöhorf Votta Jehóva til jólanna? Þau Selma Ágústs- dóttir og Úni G. Hjálmarsson ætla að fræða okkur örlítið um það, ásamt sonum sínum Páli og Haraldi. „Við höldum ekki jól“, segir Selma. „Biblían greinir hvergi frá fæðingardcgi Jesú og talar heldur ekkert um jólahald. Hún greinir einungis frá því að Jesú sagði að fylgjcndur hans ættu að minnast dánardægurs hans.“ „Það var ekki fyrr en á 4. öld,“ segir Uni, „á kirkjuþingi í Nikeu, þegar veraldarlegt og andlegt vald var samein- að, að jólin komu inn í myndina sem kristin hátíð. Og með vali dagsins 25. desember, sameinuðust menn þar sól- dýrkendum.“ - Eru páskarnir þá ykkar aðalhátið? „Nei, við minnumst dauða Jesú þann eina dag sem hann benti á sem sinn dánardag. Þessi dagur er 14. nisan að gyðinglegu tímatali. Hann hreyfist því til, er stundum síðast í mars eða í byrjun apríl, og miðast við jafndægur á vori.“ - Hvernig eyðið þið þessum degi? „Við komum saman í salnum okkar og rifjum upp allt scm gerðist í kringum dauða Jesú. Það cru yfir 40 þúsund söfnuðir Votta Jehóva í heiminum og þeir vcrja allir deginum á þennan hátt." - Gefið þið hvort öðru gjafir? „Við gefum engar skyldugjafir, hvorki á þessum degi né öðrum. Við gefum gjafir .þegar okkur langar virkilega til þess. Páska- og jólagjafir eru ekki kristnar heldur heiðnar að uppruna." - Hver er að öðru leyti helsti munur á ykkur og þjóðkirkjunni? „Það er margt sem skilur á milli. Við höfnum m.a. þrenningarkenningunni. Guð hefur sitt eigið nafn Jehóva sem er opinberað í Biblíunni, „guð“ „drottinn" er aðeins nafnbót eða titill. Jesú Kristur er ríkjandi konungur á himnum og þjónaði þar áður en hann fæddist sem maður á jörðunni, fyrir tilstilli krafta- verks. Kirkjan kennir að sálin sé ódauðleg en í Biblíunni segir oft að sálin sé dauðleg og að sú sál sem syndgar skuli vissulega deyja. Við lítum á Biblíuna sem leiðarvísi fyrir sanna kristna trú og líferni í samræmi við trúna. Við leitumst við að lifa samkvæmt þessum leiðarvísi og tilbiðja guð á þann hátt sem hann vill og birtir okkur í þessum leiðarvísi. Við trúum heldur ekki á paradís á himnum, heldur trúum við því að guð muni koma því til leiðar að ástandið á jörðinni breytist. Hann hefur heitið því að jörðin muni standa og lífið halda áfram og Jesú ■ Selma og Uni ásamt sonunum Haraldi t.v. og Páii t.h. verði himneskur konungur sem kæmi því til leiðar að á allri jörðinni geti ríkt paradísarástand. Við lesum Biblíuna mikið og reynum að skoða hana frá öllum hliðum, hún er sjálfsagt eina bókin sem þolir að vera skoðuð ofan í kjölinn. Það má geta þess að við gengum í söfnuðinn fyrir um það bil 20 árum en vorum áður í þjóðkirkjunni." - Saknið þið þá ekki jólastússins frá árum áður? „Ég var þó nokkuð afkastamikil í jólaundirbúningnum hér áður fyrr“, segir Selma, bakaði mikið og saumaði á börnin, var m.a.s. stórhneyksluð á konum sem kviðu jólaundirbúningnum. En þegar maður hefur gert sér grein fyrir því að þetta hefur enga þýðingu fyrir kristna trú þá er auðvelt og tilheyrandi að sleppa því.“ - Hvcrnig tóku börnin þessu? „Þeim elstu fannst þetta svolítið skrítið fyrst, þau voru 10-11 ára þegar Smyrjið kCkumótið með feiti og leggið ( það amjörpanppfr. Notíð Royal Hrærið aaman: 275 gr hveiti og látið ( 3 eléttf Blandið aaman: 275 gr kúrennur, 170 gr. rúe (nur, 85 gr. aúkkat, 50 ar. möndlur. við byrjuðum að sleppa jólunum, en við gerðum þetta smám saman, slepptum ekki öllu í einu. Dóttir okkar hefur sagt að hún hafi ekki skilið þetta alveg og þótt þetta óþægilegt gagnvart skólafélögunum, en nú segist hún vera hamingjusöm að vita að það er ekki þetta sem gefur lífi kristinnar manneskju gildi og hún metur það mikils að vera votti Jehóva." - En hvað finnst sonunum? Er ekkert erfitt að vera einn, eða a.m.k. einn af fáum krökkum sem ekki halda jól? „Það væri kannski skemmtilegra ef það væru fleiri", segir Haraldur, „en ég bað mömmu bara að tala við kennarann þegar við áttum að fara að búa til jólaskraut, ég hef heldur aldrei verið mikið fyrir að teikna og föndra. - Langar þig aldrei í jólagjafir? Mig langar auðvitað í gjafir en ekki sem tengjast jólunum. Ég fæ líka stundum gjafir. - En hvað segir Páll? „Það var aldrei neitt vandamál fyrir mig f skóla, ég hafði líka stuðning systkina minna. Svo eru margir krakkar í söfnuðinum, og það var einn á sama ári og ég og í sama skóla, þó við værum ekki í sama bekk. Það var einu sinni strákur með tilraunir til að stríða mér, fór að kalla mig votta, en það fékk lítinn hljómgrunn svo hann hætti því fljót- lega.“ „Þetta hefur gengið furðanlega vel og bækur ppGefum engar skyldu- gjafir” — rætt við fjölskyldu í Vottum Jehóva Látið eftirstöðvar af hveitinu aaman við ásamt 2 matak. af mjólk og 60 gT. eyrup (hitað). >g bætíð hveiti í jafnóðum, Látið kökwna kóbu og akreytið aáðan með kremi eða þeyttnaa rjóma. bakið í ca. 80 mla. Bætið öllum ávöxt unum ( deigið. II0W8 Látið JUCM eitt einu Hrærið taman 170\ gr. amjörlíki og 170 ÍS: gr. tykur (fremúr púðursykur) /5 Latið ( köku mótið og . . Dalalíf Guðrúnar frá Lundi komið úl i annað sinn með formála eftir Indriða G. Þorsteinsson. ■ Almenna bókafélagid hefur sent frá sér skáldsögu Guðrúnar frá Lundi Dalalíf í annarri útgáfu. Dalalíf kom upphaflega út f fimm bindum á árunum 1946-1951. en í þessari nýju útgáfu vcrður sagan í þremur bindum og er sá hluti sögunnar sem nú er kominn út tvö fyrstu bindi upphaflegu útgáfunnar. Dalalíf er fyrsta skáldsaga Guðrúnar frá Lundi og gcrði hana strax landskunna og meira en það hún komst strax í hóp mest lesnu höfunda þjöðarinnar. Indriði G. Þorsteinsson ritar formála fyrir þessari nýju útgáfu Dalalífs og segir þar m.a. „Góðri list verður aðeins likt við jarðargróð- ann. sem sprettur upp þar sem síst skyldi og glóir innan um misjafnt mannlíf, spyr ckki að prófúm eða doktorsgráðum, en heldur sína leiö til vaxtar og þroska. sem háður er innri og óskýrðum lögmálum. Þannig skýringar vill maður gefa höfundarferli Guðrúnar Árnadóttur sem kenndi sig við Lund í Fljótum. Hún ritaði hátt á annan tug skáldsagna á siðari árum ævi sinnar, sumar í mörgum bindum, og má segja að hún hafi verið afkastamesti höfundur þjóðarinnar allt frá árinu 1946. þegar fyrsta bindi Dalalífs kom út, og þangað til ferlinum lauk með verkinu Utan með 'fiú éðn ii sjó, sem kom út í þremur bindum árin 1970-72.“ Dalalíf I. er 526 bls. að stærð í Skírnisbroti. Bókin er unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og Félagsbókbandinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.