Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 fréttir Útgjöld vegna Listahátíðar í sumar: FORU 40% FRAM UR AÆTLUN „Að sjálfsogðu með öllu óverjandi’% segir Davíð Oddsson, borgarstjóri ■ „Ég hef óskað eftir því við borgar- endurskoðun að farið verði rækilega ofan í cinstaka rekstrarliði Listahátíðar 1982, enda að sjálfsögðu með öllu óverjandi, ef þeir sem ábyrgð bcra á rekstri hátíðarinnar, telja sér ekki skylt að haga starfseminni í samræmi við Ijárveitingar úr opinberum sjóðum, en ætlast siðan til að ríki og borg greiði hallann eftir reikningi", sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri m.a. er hann kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 1983. Kom jafnframt fram hjá Davíð að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri verði hallinn af hátíðinni a.m.k. 750 þús. kr. þegar búið sé að færa framlög ríkis og borgar til tekna. Útgjöld vegna Listahátíðar 1982 fóru um 40% fram úr áætlun. Beinn kostnað- ur varð 2,9 ntillj. kr. í stað röskra 2ja milljóna eins og gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun hátíðarinnar. sam- kvæmt upplýsingum Bergs Tómassonar, borgarendurskoðanda. Tekjurnar af hátíðinni urðu tæpar 2,3 millj. í stað tæplega 1,9 milljóna eins og áætlað var. Hallinn á hátíðinni var áætlaður um 150 þús. og verður því 5 sinnum meiri en gert var ráð fyrir. -í fjárhagsáætlun borgarinnar 1983 er gert ráð fyrir 263 millj. kr. framlagi til Listahátíðar á móti sömu fjárhæð frá ríkissjóði. -HEl Lánasjóður íslenskra námsmanna: „Fyrirsjáanleg mikil fjárvöntun næsta ár” ■ Lm 20.000 íslendingar hafa fengið námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna frá upphafí. Endurgreiðslur eldri lána (fyrir verðtryggingu) eru nú orðnar svo lágar að í sumum tilfellum tekur varla að cndurgreiða þær þar sem upphæðirnar standa varla undir póstkostnaði, að þv i er kom fram á fundi forsvarsmanna LÍN. Á myndinni eru frá vinsfri: Emil Bóasson fulltr. SÍNE, Magnús Guðniundsson starfsni. sjóðsins, Sigurður S. Sigurðsson stjórnarlörmaður, Sigurjón Valdimarsson framkvæmdastjóri sjóðsins og Þorsteinn Sælierg fulltrúi Itandalags ísl. sérskólanemenda. Timamynd Kóbert. ■ „Hjá Lánasjóði ísienskra nánis- manna er fyrirsjáanlcg mikil fjárvöntun á komandi ári", sagði Sigurður Skag- fjörð Sigurðsson, stjórnarformaður sjóðsins á fundi nýlega. Fjárþörf sjóðsins kvað hann áætlaða um um 400 millj. kr. á næsta ári að mati sjóðsstjórnar. En í Ijárlögum 1983 eru honum áætlaðar 329 millj. kr. þannig að Ijóst sé að svipuð fjárhagsvandræði yrðu uppi á teningnum næsta haust og voru nú í haust. Sigurður benti jafnframt á að af þessum 329 millj. væri áætlað að 138 millj. yrðu teknar að láni. Með auknum lántökum lcngist hins vegar í það að sjóðurinn geti staöið undir sér sjálfur. Á fundinum kom fram að lánasjóður- inn í núverandi mynd er nú 30 ára og orðinn einn stærsti lánasjóður landsins. Til samanburðar við 400 millj. áætlun sjóðsins 1983 má nefna að fjárlög gera ráð fvrir samtals um 340 millj. kr. lánvcitingum samtals úr Byggingarsjóð- um ríkisins og verkamanna árið 1983. Þá kom fram að um 9.000 námsmenn eiga rétt á láni úr sjóðnum nú í vetur og af þeim hafa 4.355 þegar sótt um aðstoð. Flestir námsmenn crlendis-sem eru um 2.000 - sækja um aðstoð frá LÍN en aðeins 40-50% þeirra sem stunda láns- hæft nám á íslandi. Námsárið 1981/82 var úthlutað 4.044 lánum úr sjóðnum. UM 40% þeirra fóru til námsmanna erlcndis, 34% til náms- manna í Háskóla íslands og 26% til námsmanna í hérlcndum sérskólum. scm eru 20 talsins. Búist er við að hlutfall lána til námsmanna erlendis hækki í um 50% í ár og jáfnvel í 55% á næsta ári. Má geta þess að slíkum lánum fjölgaöi úr 721 árið 1970 í 1,606 síðasta vetur. Haföi þeim þá fjölgað um 239 frá árinu áður. Af þessum 1.606 lánum fóru 522 til nema í Danmörku. 371 í Bandaríkj- unum, 296 í Svíþjóð og 198 í Noregi. eða alls 1.256 lán. Uppltæð námslána skal miða við framfærslukostnað að tcknu tilliti til tekna námsmanns og maka hans. Frant- færslukostnaður var nú í nóvember' áætlaður 6.036 kr. hjá námsmanni hér heinra scm ekki býr hjá foreldrum sínum. og alls 87.831 á námsárinu 1982/83. og svipaður á hinum Norður- löndunum. í Bandaríkjunum er hann aftur á nióti áætlaöur 112-145 þús. eftir stöðum. í Bretlandi 104-131 þús.. Sviss 126 þús. og Kanada 109 þúsund. Lægstur er framfærslukostnaöúr áætlað- ur í Kína tæp 33 þús. og A-Þýskalandi tæp 41 þús. yfir árið. Námslán eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu en vaxtalaus og skal endur- greiðsla hefjast 3 árum eftir námslok. Árleg alborgun af láni reiknast 3.75% af tekjum lyrra árs, sem með 50% veröhólgu yrði um 5,6% af tekjum lyrra árs. eða samsvarandi og helmingur útsvarsgreiðslna viðkomandi. Endur- greiðslur standa lengst í 40 ár. Um 20.000 íslendingar hafa fengiö lán frá sjóðnum Irá upphafi. -HEI Það ár sem nú er á enda geymir sögu mikilla viðburða hjá Arnarflugi. Með samstilltu átaki hefur okkur tekist að láta drauma rœtast, skapað starfi okkar kröftugan grundvöll og frísklegan blæ. Um leið og Arnarflug þakkar þér gott samstarf í öflugu átaki sendum við þér ogfjölskyldu þinni bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLD Á NÝJU ÁRI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.