Tíminn - 24.12.1982, Page 6

Tíminn - 24.12.1982, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarllokkurinn. Framkvæmdastjórl: Gisli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjóri; Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Slgurður Helgason (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón RóbertÁgústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i iausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Frelsi gódrar samvisku ■ Jól eru ott kölluð hátíð ljóssins og ekki aö ástæðulausu. Þau eru fæðingarhátíð frelsara kristiiina manna. Þau eru haldin rctt eftir vetrarsóihvörf þegar skammdegismyrkrið fer að hopa fyrir lengri sólargangi og hækkandi sól. Birta er tákn jólanna. Þegar þjóðin bjó við örbirgð, þrúí hrnanft nf m\*rlrr ■aröllutil tjaídað að gera dagamun á jólum, hrekja burtu myrkrið og enginn gekk svangur til hvílu þótt að öllu jöfnu væri af litlu að taka. Enn gera menn sér dagamun á jólum, birtan flæðir um torg og híbýli og ættingar og vinir gera sitt besta til að gleðja hver annan meö vinsamlegu viðmóti og gagn- kvæmum gjöfum. Mörgum þykir jafnvel nóg um þá ofgnótt sem fólk vill veita sjálfu sér og öðrum þessa hátíðisdaga. Enda mun mála sannast að allt tilstandið ofbýður iðulega efnahag og þeirri andlegu ró sem æskilegast er að jólin flytji með sér, og þau ættu í eðli sínu að gera. Þau eru fagnaðarhátíð í eðli sínu þótt óneitanlega beri þau oft á tíðum með sér glaum og glys. Sá boðskapur Krists sem sýnist eiga mest erindi við nútímann er boðskapur hans um frið og mannúð. Ríki heims standa hvert frammi fyrir öðru grá fyrir járnum og hóta tortímingu og dauða ekki aðeins milljóna heldur milljarða manna í græðgi sinni eftir völdum og yfirráðum þjóða. Þeir sem vígvélunum ráða bera fyrir sig að þeir þurfi að verja frelsi eða einhverjar hugsjónir aðrar, sem raunar eru ekki annað en mannasetningar og áróðurs- maskínur heimsins hafa gert að nokkurs konar trúar- brögðum. Það er undarleg þversögn að þegar mannkynið þráir frið og óttast ekkert meira en styrjaldarbál skuli lciötogarnir keppast við vígbúnað, sem verður sífellt hrikalegri, undir því yfirskini að þeir séu að tryggja öryggi óttasleginna þegna sinna. Óskandi að þeir létu fremur stjórnast af einföldum friðar- og mannúðarboðskap Krists en flóknum og vægast sagt umdeilanlegum kenningum um stjórnarfar og efnahagsleg hagkerfi. Á sama tíma og óhemju miklu fjármagni og orku er varið til uppfinninga og framleiðslu tækja, sem ekki verða notuð nema í vondum tilgangi, býr mikill hluti mannkyns við kjör sem ekki er sæmandi að látin séu viðgangast. En þrátt fyrir allt tal um mannúð og góða viðleitni margra aðila víða um lieim til að koma því fólki lil hjálpar sem við sárasta neyð býr, sígur samt á ógæfuhliðina og örbirgðin og hungurvofan sækja á fremur en hitt. Allir tala um frið sem sjálfsagt og æskilcgt hugtak, einnig þeir sem ala á ófriði, og vígbúnaðarpostularnir afsaka gjörðir sínar með því að stækkun á vopnabúrum þeirra tryggi friðinn. Mannkynssagan geymir marga vitnisburði um hryllilegar styrjaldir sem hófust og voru háðar undir því yfirskini að verið væri að tryggja frið og öryggi. En sannast sagna hafa þær aldrei leyst nein vandamál og síst af öllu náð þeim tilgangi sem til var ætlast er til þeirra var stofnað. Vopnaður friður og frelsi sem byggist á undirokun annarra en þeirra sem frelsisins njóta eru ekki í anda þeirra kenninga sem Kristur kenndi mönnunum. Boð- skapur hans cr einfaldur og skýr og jólahátíðinni \ erður ekki betur varið en að úngir sem gamlir gcfi scr tóm í f r 'i • v ■ \ ;-j > . ' r / • rs tt i r } • *, menningarmál Hlunn- inda- jardir LÁRUS ÁGÚST GÍSLASON Handbók um hlunnindajarðir á Islandi 334 bls. LEIFTUR REYKJAVÍK 1982 Hlunnindajarðir H Ut er komin bók um hlunnindajarð- ir, eftir Lárus Ág. Gíslason, sem er gott, því um fátt er líklega ritað og rætt af minni hygginduui unt þessar stundir en landbúnaðinn. Þar fer hin oþinbera umrxða cinkum fram í trúarhita, liggur manni við að segja, eða af innbyggðu ofstæki, en hljóðir sitja bxndur á jörðum sínum, og neytandinn ráöþrota mcð sína fcrnu. En á þeim tíma hefur margt borið við í landbúnaði. Bændum hcfur fxkkað stórlega, en á sama tíma hafa land- búnaðarafurðir líkast til aldrei verið meiri í landinu. Og meðan þessi hel- vítismaskína gengur, reyna yfirvöld að finna ný ráð, er gjarnan eru nefndar nýjar búgrcinar, ef ske kynni að unnt væri að kaupa eitthvað ofan úr sveit, án fjárframlaga úr ríkissjóði. Um eitt eru þó velfiestir sammála, að vandi landbúnaðarins er ekki alfarið vandi bænda, heldur þjóðarinnar, sem af öryggisástæðum, - þó ekki væri það nú annað - þarf að geta brauðfætt sig og framleitt helstu matvörur sjálf. En ísland er vont land. Alveg sama hvað það er fallegt í góðu veðri; vont land fyrir stóriðjubúskap, það er að segja ef fóðuröflun á að fara fram innanlands, svona að mestu leyti. Ég veit að þessari staðreynd eiga margir sem elska landið örðugt með að sætta sig við. En þeir sem séð hafa kornfjöll t.d. í Bandaríkjunum, þar sem milljónir tonna hrannast upp árlega, skilja, að íslenskur landbúnaður hlýtur aðeins að klæða sig rétt sniðnum fötum. Alveg sama hvað kjöt vort er gott, osturinn og smjörið. Hinar nýju landsnytjar, sem ég hygg að Steingrímur Hermannsson hafi fyrst- ur manna sinnt að ráði, er hann var landbúnaðarráðherra, svona í einhverju samhengi við heintsmarkað, eru þó áhugavcrðar. Og vonandi verða breyt- ingarnar nxgjanlega fljótt á fcrðinni, þannig að sveitir landsins fari ekki í auðn. Vísitölujarðir Ég liygg að flestir sem á malbikinu eiga heima, liugsi um bændur og bújarðir sem eins konar vísitölubú. Að fléstar bújarðir hljóti að vera áþekkar. Að vísu vita menn að sumstaðar er sauðfjárrækt mikilvægari, en t.d. mjólk- urframleiðsla - og öfugt, þótt flestir bændur blandi þessu nú nokkuð saman. Inn í þessa daufu mynd almennings af búskap, eða fjarlægu mynd, koma sjaldnast aðrar nytjar af bújörðum, en laxvciði. Nytjar annarra hlunninda eru þverrandi af því að ekki er unnt. eða hagkvæmt lengur að nýla öll gömlu hltumindin. vegna breyttra lílshátta. hefur hitaveitu, en það færist nú í vöxt að sveitabýli séu hituð með hitaveitu, rétt eins og hús í kaupstöðum og þorpum. Þó er mikils virði líka að vita hvaða jörðum fylgir jarðhiti, þótt ekki sé vitað um not af honum í svipinn. Varmaorka er nú verðmætari en hún var árið 1970 ög er oparri aö ijölyroa um paö. -Paú hlunnindi er höfundur telur í bók'sinni Æöanarp, selveíöi, lax, siíungur, hrognkelsi, fuglatckja,. ■ eggjataka, skógur, jarðhiti, reki, malartekja, hcllar og útrxði. Allt eru þctta fornir og miklir kostir, en athyglisvert er að söl og aðrar fjörunytjar en rcki, eru ekki taldar. Og einnig er þess að geta, að illt er auðvitað aðgreina nákvæmlega í lax og silung víða þar sem þetta blandast dálítið. Lax tekur upp á því að veiðast þar sem hann á ekki að vera, svo dæmi scu nefnd og öfugt. Fasteignamat Höfundur byrjar rit sitt í Grindavík- urkaupstað ogheldur síðan áfram og rekur sýslur umhverfis landið og endar í Vestmannaeyjum. Hann notarmerkja- mál til að sýna hlunnindin. Höfundur er fæddur og uppalinn í Rauðseyjum í Breiðafirði og elst þar upp við fjölbreytt hlunnindi. Hann fór úr Breiðafjarðareyjum og flutti austur í Rangárvallasýslu árið 1930, þar sem voru engin hlunnindi. Höfundur segir orðrétt í formála: „Við skrásetningu jarða sem í bókinni eru tilgreindar studdist ég að mestu við fasteignamöt frá 1932, 1942 og 1970. Einnig sveita- og og byggðalýsinar. Með þeim breytingum, að ég bætti inn jörðum sem ég vissi fyrst víst að höfðu hlunnindi þótt það’ kæmi ekki fram í nefndum fasteignamötum, var það sér- staklega þar sem um var að ræða æðavarp, sclveiði, lax, silung og reka. í dálkunum lax og silungur hef ég að jafnaði sett punkta í báða dálka. Ekki ber að skilja það svo að lax- og silungsveiði sé á öllum þeim jörðum. Það er að vísu á þeim mörgum, en alls staðar önnur hvor tcgundin. Þetta bið ég lesendur vel að athuga. Viö Jiessa skrásetningu læt ég hverja jörð halda sínum hlunnindum, sam- kvæmt heimildum, ekki ítökum, þó með einhverjum undartékningum og þótt mér sé Ijóst að hlunnindi sem fylgdu jörð við nefnd fasteignamöt kunni að vera horfin nú, enda ber fasteignamatið frá 1970 það með sér. Þa eru skilyrði fyrir hendi að rækta það upp á ný, vegna þess að þar virðast skilyrði vera frá náttúrunnar hendi hvað æti snertir í sjó og vötnum. Ég held að menn ættu ekki að fást við að rækta upp æðarvarp þar sem það hefur ekki verið áður, því þar vantar réttu fæðuna fyrir fuglinn. Það sýnist vera með þetta líkt og margt annað að eðlisávísun fugla og dýra vtsar hina réttu leið. Við gerö fasteiúnamatsins l970 var-sú ■ Lárus Ágúst Gíslason. tímanum stórt, mcð góðri aðhlynningu og ræktun. Það má sérstaklega benda á fiskiræktina, en um 4,000 jarðir eiga nú aðild að fiskiræktarfélögum.“ Það er Ijóst að geysilegt hagræði er aö þessari bók, og hún hið þarfasta upp- sláttarrit, og um margt er hún einstök. Margháttaðan fróðletk er þar að finna, sem of langt mál væri að rekja hér. Gaman er að sjá hvernig jarða, eða fasteignamat jarða breytist á árunum 1932-1970. Ekki veit ég hvað þessu veldur, og ég tcl t.d. Blikastaði verð- meiri jörð en allar hinar og merkilegt að vissar jarðir á Seltjarnarnesi. og á Álftanesi, og í grennd þéttbýlis, skuli ekki komast á blað, þótt geysiverðmætar séu. En mat er mat, og svona var þetta metið: 10 hæst metnu jarðirnar á landinu við fasteignamat 1932 1. Korpúlfsstaðir í Kjósarsýslu 2. Æðey í Norður-Isafjarðarsýslu 3. Vífilsstaðir í Gullbringusýslu 4. Viðey í Kjósarsýslu 5. Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu 6. Hvítárvellir í Borgarfjarðarsýslu 7. Kaldaðarnes í Árnessýslu 8. Brautarholt í Kjósarsýslu 9. Vatnsfjörður í Norður-ísafjarðarsýslu 10. Reykhólar í Austur-Barðastrandarsýslu 10 hæst metnu jarðirnar á landinu við fasteignamat 1970 1. Þingeyrar í Austur-Húnavatnssýslu 2. Laugardælir í Árnessýslu 3. Hvítárvellir I og II1) í Borgarfjarðarsýslu 4. Laxamýri I og II) í Suður-Þingeyjarsýslu 5. Húsey I og II3) í Norður-Múlasýslu 6. Laxárfoss f Mýrasýslu 7. Ferjukot í Mýrasýslu S. Hestur í Borgarfjarðarsýslu 9. Hjaltabakki í Austur-Húnavatnssýslu 10. Mýrar í Vcstur-lsafjarðarsýslu 1) Er ekki kunnugt um hvort hafa farið fram lögleg skipti milli I og II. 2) Sama og með Hvítárvelli. 3) Sama og með Hvítárvelli og Laxa- mýri. Það er, sem áður sagt, mikill fengur að þessu riti, þótt ræða megi um ýmsa smámuni. Það er vandasamt að semja svona rit og prenta það, eða tvíprenta. eins og rnér er sagt að hafi verið gjört. til hagrxðis í prentverki. 22. des. ireisi sciti iryggu inö og TéUiieii. Gleöileg jól A Ó skilgreindur sérstaklega, og eigi verður ráðið af bókinni hvort hann er nvttur tndi tram. „Mjór cr mikils vísir," segir fornt t v -1 tl 4V. 4 4*' 'Litl iillV' L 1 qw :u4 LJiÖiO ulcö 2>krifar uin bókincnntir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.