Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 4
4 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR flugfelag.is Burt úr bænum Hópaferðir fyrir öll tilefni Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK LYFJAMÁL „Það ríkir vaxandi ótti meðal heilbrigðisyfirvalda víða um lönd vegna sölu falsaðra lyfja á Netinu. Sú netverslun er ólögleg og án allra landamæra. Hún hefur verið að færast nær okkur og mál af þessu tagi hafa komið upp á Norðurlöndunum.“ Þetta segir Mímir Arnórsson lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Ólögleg netverslun með lyf fer vaxandi um allan heim. Fram- leiðsla og sala ólöglegra lyfja er arðbært en glæpsamlegt athæfi, að því er fram kemur á vef stofn- unarinnar. Heilsu og jafnvel lífi neytenda er stefnt í hættu með því að selja þeim lyf sem uppfylla ekki innihaldslýsingar og framleiðslu- staðla. Rannsóknir á lyfjum sem seld eru á Netinu hafa sýnt að virkt innihaldsefni er allt frá því að vera ekkert í það að vera allt annað en tilgreint er á umbúðum. Á síðustu árum hefur netversl- un færst mjög í vöxt á öllum svið- um og þar með talin verslun með lyf. Svokölluð lífsstílslyf eru til sölu á Netinu á mun lægra verði en eftir hefðbundnum, löglegum leiðum. Einnig færist í vöxt að önnur lyf séu föl á Netinu. Líkur eru á því að meira en helmingur þeirra lyfja sem boðin eru á Net- inu séu fölsuð. „Við erum að fá fréttir frá nágrannaþjóðunum um að net- verslun með lyf fari mjög vaxandi,“ segir Mímir. „Það er sterklega varað við þessu hjá fjölþjóðlegum stofnunum eins og Lyfjastofnun Evrópu. Hvað stöðu mála hér áhrærir er ekki vitað hvort fölsuð lyf hafibor- ist hingað til lands. Öll netverslun með lyf er ólögleg og þau gerð upp- tæk í tolli ef þau finnast. Við höfum hins vegar ekki lagt út í þann auka- kostnað að láta rannsaka hvort um fölsuð lyf sé að ræða í einhverjum tilvikum eða ekki. Athæfið er allt að einu ólöglegt.“ Nýjustu fyrirliggjandi tölur um fjölda stöðvaðra sendinga hér á landi eru frá árinu 2007. Á síðustu sex mánuðum þess árs voru skoð- aðir 1.228 pakkar og í þeim voru 274 lyf sem ekki var heimilt að fá send með pósti. Ein kæra var send til lögreglu vegna innflutnings ein- staklings á lyfi. Lyfjastofnunin í Svíþjóð hefur nú hafið herferð gegn sölu af þessu tagi, samkvæmt fyrirmæl- um sænsku ríkisstjórnarinnar. „Við reynum að hafa eftirlitið hér á landi eins öflugt og kostur er,“ segir Mímir. jss@frettabladid.is Vaxandi ótti við fölsuð lyf á Netinu Sala falsaðra lyfja á Netinu veldur heilbrigðisyfirvöldum ótta. Sú netverslun er ólögleg og án allra landamæra, segir lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Um er að ræða arðbært en glæpsamlegt athæfi sem getur stefnt lífi fólks í hættu. ÍRAK, AP Íraksstjórn sagðist í gær hafa ákveðið að öryggisverðir á vegum bandaríska verktakafyr- irtækisins Blackwater fái ekki framar að starfa í landinu. Ákvörðunin er byggð á því að þeir hafi „hagað sér með óviðeig- andi hætti og beitt valdi í óhófi“, segir Abdul-Karim Khalaf, tals- maður innanríkisráðuneytisins. Í september 2007 urðu verðir frá Blackwater 17 manns að bana, allt almennum borgurum, úti á götu í Bagdad. Réttarhöld standa yfir í Bandaríkjunum vegna þessa atviks. Blackwater-fyrirtækið hefur séð um öryggisgæslu flestra bandarískra embættismanna í Írak. - gb Hingað og ekki lengra: Íraksstjórn vill ekki Blackwater Á VEGUM BLACKWATER Bandarískir embættismenn í Írak þurfa að finna sér aðra verði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sekt vegna húsnæðis Slökkvilið höfðuborgarsvæðisins hefur fengið heimild bæjarráðs Mosfells- bæjar til að beita tíu þúsund króna dagsektum vegna óleyfilegra íbúða sem nokkuð er um að séu í atvinnu- húsnæði í bænum. BRUNAVARNIR Notuðu kreditkortið mest Íslendingar notuðu kreditkort langoft- ast allra þjóða í Evrópu í fyrra. Aðeins Norðmenn komust nálægt korta- notkun Íslendinga en þeir framvísuðu kreditkortinu í meira en 36 prósent- um af sínum viðskiptum. NORÐURLÖND KASAKSTAN Forseti Kasakstans, Nursultan Nazarbayev, hefur skipað Grigorí Marsjenkó, bankastjóra Halyk-banka, eins stærsta banka landsins, í stöðu seðlabankastjóra. Frá þessu er greint á fréttavef Dow Jones. Í tilkynningu frá forsetanum er sagt frá reynslu Marsjenkós við að kljást við efnahagsóstöð- ugleika með góðum árangri en hann var seðlabankastjóri árin 1999-2004. Ekki segir hvers vegna Anvar Saidenov, fráfarandi seðlabanka- stjóra, er vikið úr embætti. - ghs Efnahagsmál í Kasakstan: Skipt um seðla- bankastjóra HRÓKERING Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍK Matjurtagörðum verður fjölgað í Reykjavík í sumar. Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, formað- ur umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar, segir hugmyndina sprottna úr grasrótinni. „Lilja Sigrún Jónsdóttir skrifaði grein um málið og Garðyrkjufélagið hafði samband við okkur. Þetta er mjög mikilvægt, ekki síst í því efnahagsástandi sem nú ríkir.“ Um 200 görðum verður bætt við þá sem fyrir eru. Þorbjörg segir einnig verða reynt að færa garðana nær fólki, en nýir garðar verða í Elliðaárdal og Fossvogs- dal. „Þetta mun henta fjölskyldu- fólki vel.“ - kóp Viðbrögð við kreppu: Matjurtagörð- um fjölgar í vor KÖNNUN Á LYFJAÖRYGGI Á NETINU EFTIRLÍKINGAR Mjög erfitt getur verið að sjá hvort lyf eru fölsuð eða ekki. Falsar- arnir hafa núorðið yfir fullkomnum búnaði að ráða sem gerir það að verkum að falsanirnar eru mjög líkar löglegum lyfjum. ■ 94 prósent netapóteka hafa ekki starfandi lyfjafræðing ■ 96 prósent netapóteka starfa ólöglega ■ 62 prósent lyfseðilsskyldra lyfja sem seld eru á Netinu eru fölsuð ■ 90 prósent netapóteka selja lyfseðilsskyld lyf án lyfseðils VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 4° 2° 3° 5° 3° 6° 3° 3° 19° 6° 15° 3° 15° -3° 6° 16° 1° Á MORGUN Stíf norðlæg átt, 8-13 m/s. SUNNUDAGUR Hæg breytileg átt og yfi rleitt úrkomulaust. -2 -2 -3 -1 -2 0 0 2 2 1 6 5 6 6 4 3 5 13 8 7 8 -3 -2 0 2 -1 -1 -1 -3 -4 -3 HELGARVEÐRIÐ Það verður heldur hvasst fyrri partinn á morgun en lægir eftir því sem líður á daginn og verður komið hægviðri á sunnudag. Á morgun verður dálítil snjókoma fyrir norðan en á sunnudag er útlit fyrir bjartviðri um nánast allt land. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður GENGIÐ 29.01.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 183,1202 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,56 114,10 161,54 162,32 148,26 149,08 19,893 20,009 16,821 16,921 14,072 14,154 1,2625 1,2699 170,31 171,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SAMGÖNGUR Miklabraut verð- ur sett í stokk og fallið frá hug- myndum um mislæg gatnamót á mótum Kringlumýra- og Miklu- brautar. Þetta staðfesti borgarráð í gær, eftir tillögu samráðshóps, sem í sátu íbúar og stjórnmála- menn. Lausnin hefur verið kynnt Vegagerðinni og er nú í umhverf- ismati. Þorbjörg Helga Vigfúsdótt- ir, formaður umhverfis- og sam- gönguráðs Reykjavíkur, segir þetta góða lausn. „Við reyndum að lenda málinu í eins mikilli sátt og hægt var og ég held að það hafi tekist. Við setjum ekki stór gatna- mót þarna heldur stokk í eina átt. Flæði umferðar úr Garðabæ og Kópavogi verður því mun betra en nú er.“ Fyrirhugað er að Miklabraut fari niður í tvöfaldan stokk á móts við Kringluna og komi aftur upp til móts við Stakkahlíð. Hún fari síðan ofan í annan stokk við Lönguhlíð og komi upp á móts við Snorrabraut. „Þetta tengir allt Hlíðahverfið saman,“ segir Þor- björg. Óvíst er hvenær af fram- kvæmdum verður. Það er nú í umhverfismati og Þorbjörg segir að ákvarðanir um framkvæmdir ráðist af efnahagsástandi. Verkið sé á áætlun og matsferli taki mik- inn tíma. „Áætlun getur því vel staðist og þetta verið tilbúið 2010 til 2011.“ - kóp Fallið frá mislægum gatnamótum við Kringlumýrar- og Miklubraut: Miklabraut verður sett í stokk GATNAMÓTIN Miklabraut verður sett í stokk við gatnamót Miklu- og Kringlu- mýrabrautar og einnig á móts við Klambratún. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AFGANISTAN, AP Forsetakosningum í Afganistan, sem halda átti seint í apríl, hefur verið frestað til 20. ágúst vegna þess hve ástandið í landinu er ótryggt. Vonir standa til að alþjóðlega herliðið í landinu fái með þessu nægan tíma til að bæta öryggis- ástandið svo óhætt þyki að efna til kosninga. Sumir þingmenn gagnrýna þó þessa ákvörðun, segja hana brjóta í bága við stjórnarskrána og vara við stjórnarkreppu. Samkvæmt stjórnskipan lands- ins rennur kjörtímabil núverandi forseta, Hamids Karzaí, út þann 22. maí næstkomandi. - gb Kosningar í Afganistan: Frestað af ör- yggisástæðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.