Fréttablaðið - 30.01.2009, Qupperneq 6
6 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
BRETLAND „Það að fá svona flíkur
er ómetanlegt. Fólk er ofsalega
þakklátt og viðbrögðin eru ótrú-
lega jákvæð,“ segir útvarps-
maðurinn Heimir Karlsson, sem
ásamt Kolbrúnu Björnsdóttur,
samstarfskonu sinni á Bylgj-
unni, afhenti í gærmorgun full-
an gám af lopafatnaði og lopat-
eppum í Hull í Bretlandi.
Heimir segir að ullarklæðnað-
inum hafi verið „rosalega vel“
tekið og gjöfin hafi vakið mikla
athygli og reyndar hughrif líka
því að í heimsóknunum hafi þau
séð aðstoð Íslendinga koma að
beinum notum. Þau fóru líka í
heimsókn í félagsmiðstöð eldri
borgara og áttu góða stund með
þeim. „Við áttum viðtöl við þau
og klæddum þau í lopapeysur,“
segir Heimir. - ghs, kg
Komdu
í Fjármálaviðtal
Fáðu yfirsýn yfir fjármálin
www.glitnir.is/markmid
Við veitum þér persónulega þjónustu
með vandaðri heildarráðgjöf um
fjárhagslega stöðu heimilisins.
Fjármálaviðtal er góð leið til að fá
skýra yfirsýn yfir fjármál heimilisins
og ræða leiðir til úrbóta.
Á glitnir.is og í útibúinu þínu getur þú líka
nálgast einfaldar og öflugar lausnir til að setja
heimilinu fjárhagsleg markmið.
Í Fjármálaviðtali förum við m.a. yfir:
Eignir á móti skuldum
Gjöld og tekjur
Útgjaldaáætlun og heimilisbókhald
Lánamat og greiðsluáætlun lána
Skilmálabreytingar og sameiningu lána
Í Fjármálaviðtali förum við saman yfir
eignir og skuldir, tekjur og útgjöld og
gerum greiðsluáætlun fyrir þín lán.
STJÓRNMÁL Það myndi koma sér illa fyrir ný framboð
ef kosið yrði strax í apríl, að mati Margrétar Sverr-
isdóttur, framkvæmdastjóra Íslandshreyfingar-
innar. „Mér finnst öfugsnúið þegar flokkarnir sem
fyrir eru krefjast kosninga eins fljótt og auðið er.
Þeir eru komnir í bátana, eru til dæmis með kjör-
dæmafélögin klár. Með þessu móti er yngri fram-
boðum ekki gefið færi á að undirbúa sig.“
Hún telur að best væri, fyrir nýju framboðin og
þjóðarhag, að gengið yrði til kosninga næsta haust.
„Að skipta um stjórn á þessum tímum, aftur og
aftur, held ég að sé mjög slæmt. Það væri æski-
legast fyrir þjóðina að bíða með kosningar fram á
haust. Maí væri nógu erfitt fyrir ný framboð. En
alls ekki í apríl.“
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna, telur frestinn ekki of stuttan. Hún bendir
á að komið hafi verið fram í febrúar þegar Vinstri
græn urðu til, í þeim tilgangi að sameina vinstri-
sinna og náttúruverndarsinna í einum flokki fyrir
alþingiskosningar í maí árið 1999. „Ég tel að gras-
rótarhreyfingar séu að átta sig á því að það þurfi
umfram allt að gefa Alþingi og stjórnmálamönnum
nýtt umboð, þannig að sú stjórn sem nú yrði mynd-
uð yrði bráðabirgðastjórn.“ - hhs
Framkvæmdastjóri Íslandshreyfingarinnar hefur áhyggjur af yngri framboðum:
Vill alls ekki kosningar strax
Eiga Íslendingar að reyna að fá
betri kjör hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum?
Já 89,4%
Nei 10,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Fyllir myndun nýrrar ríkis-
stjórnar þig bjartsýni?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
Íslensk ull til Englands:
Ómetanlegt að
fá lopaflíkur
LÖGREGLUMÁL Á síðasta ári voru
skráð hraðakstursbrot hér á landi
rúmlega 39 þúsund talsins, sam-
kvæmt málaskrá lögreglunnar.
Rúmlega sextán þúsund af
þeim voru skráð með stafrænum
hraðamyndavélum.
Með tilkomu hraðamyndavél-
anna hefur hraðakstursbrotunum
fjölgað til muna. Sjö stafrænar
hraðamyndavélar voru tekn-
ar í notkun á síðasta ári, tvær í
Fáskrúðsfjarðargöngum, ein í
Hvalfjarðargöngum og fjórar á
Reykjanesi. Samtals eru stafræn-
ar hraðamyndavélar á Íslandi
orðnar níu. Áætlað er að fjölga
þeim í sextán á næstu árum. - jss
Málaskrá lögreglu 2008:
Rúm 39 þúsund
hraðakstursbrot
Það væri æskilegast fyrir
þjóðina að bíða með kosn-
ingar fram á haust. Maí væri nógu
erfitt fyrir ný framboð. En alls
ekki apríl.
MARGRÉT SVERRISDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI
ÍSLANDSHREYFINGARINNAR
FASTEIGNIR Á heimasíðu Fast-
eignamats ríkisins kemur fram
að Sigurjón Þ. Árnason, fyrrver-
andi bankastjóri Landsbankans,
hafi í október 2008 afsalað sér
sínum hluta í fasteign við Gran-
askjól og skráð á nafn eiginkonu
sinnar.
Sigurjón segir þessar upplýs-
ingar rangar og að þær orsakist
af skráningarvillu hjá Fasteigna-
matinu.
Eiginkona Sigurjóns sýndi
blaðamanni Fréttablaðsins
stimplaða pappíra þessu til sönn-
unar í gær. Þar kemur fram að
Sigurjón lét skrá helming eignar-
innar á eiginkonu sína 15. októb-
er. - kg
Fyrrverandi Landsbankastjóri:
Villa í skrán-
ingu hjá Fast-
eignamati
HEILBRIGÐISMÁL „Það er engu líkara
en systurnar haldi verndarhendi
yfir spítalanum,“ segir Lúðvík
Geirsson, bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar. Hann lítur svo á að ekki
verði af breytingum á St. Jósefs-
spítala sem Guðlaugur Þór Þórð-
arson, fráfarandi heilbrigðisráð-
herra, kynnti fyrr í mánuðnum.
Hann átti fund í vikunni með
Guðlaugi Þór Þórðarsyni, starf-
andi heilbrigðisráðherra, og
Ögmundi Jónassyni sem líklegast
tekur við heilbrigðisráðuneytinu.
„Ég hvatti hann [Guðlaug Þór]
til að ljúka sinni aðkomu að mál-
inu með því að senda okkur form-
legt erindi og bjóða fyrir hönd
ráðuneytisins upp á viðræður um
framtíðarskipan heilbrigðismála
í bænum. Hann er allavega ekki
í neinni aðstöðu til að fara í nein-
ar stórar aðgerðir núna. Nýr ráð-
herra mun svo væntanlega taka
upp málið og vega það og meta
upp á nýtt og ég vænti þess að ef
uppi verða hugmyndir um að fara
fram með einhverjar breyting-
ar þá verði það ekki öðruvísi en
í samstarfi og samvinnu við bæj-
aryfirvöld og aðra sem að þessum
málum koma.“
Árið 1992 var ráðgert að dreg-
ið yrði verulega úr fjárframlögum
til spítalans og gera átti verulegar
breytingar á honum. Fallið var frá
því eftir að bæjaryfirvöld og íbúar
höfðu látið í ljós óánægju sína og
skráðu um tíu þúsund manns sig
á undirskriftalista sem afhentur
var þáverandi heilbrigðisráðherra,
Sighvati Björgvinssyni.
- jse
Ríkisstjórnarskipti bjarga St. Jósefsspítala segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði:
Umdeildar breytingar ganga til baka
ST. JÓSEFSSPÍTALI Bæjarstjórinn í Hafnarfirði vonast til að breytingar á spítalanum
gangi til baka.
STJÓRNMÁL Verið var að leggja loka-
hönd á málefnasamning og ráð-
herralista nýrrar ríkisstjórnar í
gærkvöldi en hann verður líklega
endanlega afgreiddur í dag. Síðan
á eftir að bera hann undir flokks-
stjórn Samfylkingar sem kemur
saman klukkan fjögur í dag.
Flokksráð Vinstri grænna hefur
hins vegar veitt sinni forystu sitt
umboð til að leiða málin til lykta.
Framsóknarflokkurinn stefn-
ir að því halda miðstjórnarfund í
fyrramálið þar sem afstaða verð-
ur tekin til málefnasamningsins.
Ríkisstjórnin verður því formlega
mynduð á morgun ef allt gengur
að óskum.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrri grænna, sagði
skilyrði Framsóknar um að
kosið verði til stjórnlagaþings
smellpassa við þær áætlanir
sem gert var ráð fyrir í mál-
efnasamningi nýrrar rík-
isstjórnar. „Það var
löngu samþykkt
að vera með það í
málefnavinnunni,
þannig að þetta
passar prýðilega.
Allir þessir þrír
f lokkar [VG,
Samfylking og Framsóknarflokk-
urinn] hafa verið með það í sinni
stefnu að setja stjórnarskrárvinn-
una í þennan farveg. Þannig að það
er enginn ágreiningur um það.“
Hann segir þó engan veginn frá-
gengið hvenær kosið verði til
stjórnlagaþings.
Steingrímur segir
að þetta verði tíma-
mótastjórn hvað varð-
ar jafnrétti kynjanna.
En hvað með væntan-
lega utanþingsráðherra?
„Við höfum verið
opin fyrir
því að fá
ráðherra
utan
þings
en það
er allt
í skoð-
un og lending hefur ekki náðst.“
Hann sagði í gærkvöldi að enginn
utan þings hefði enn verið beð-
inn að taka ráðherrasæti. Heim-
ildir Fréttablaðsins herma að
Björg Thorarensen lagaprófessor
og Gylfi Magnússon, dósent í við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands,
hafi verið nefnd sem ráðherrar.
Björg sem dómsmálaráðherra en
Gylfi sem viðskiptaráðherra. Einn-
ig hefur verið rætt um að Brynd-
ís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor
við Háskólann á Bifröst, taki sæti
í ríkisstjórninni.
Spurður hvort verðandi stjórn-
arflokkar hafi deilt um aðgerðir
í skattamálum sagði Steingrím-
ur: „Þetta er ekki pakki sem snýr
mikið að slíku þar sem við erum
að afgreiða hér aðgerðapakka sem
tekur til skamms tíma. Við erum
jú inni á fjárlaga- og skattaári
þannig að aðgerðir sem hér eru til
umræðu ná ekki til næstu fjárlaga.
Þetta sem verið er að semja nær
til takmarkaðs tímabils en hvað
framtíðina varðar þá er það önnur
saga.“
Jóhanna Sigurðardóttir, forsæt-
isráðherraefni Samfylkingarinn-
ar, sagði að ný ríkisstjórn væri
jákvæð gagnvart því að breyta eft-
irlaunalögunum.
jse@frettabladid.is
Málefnasamningur
kynntur síðdegis
Ráðherralisti og málefnasamningur verða bornir undir flokksstjórn Samfylk-
ingar klukkan fjögur í dag. Gylfi Magnússon og Björg Thorarensen hafa verið
nefnd sem líklegir utanþingsráðherrar. Steingrímur J. boðar tímamótastjórn.
BREYTINGAR SEM VÆNTA MÁ
Í MÁLEFNASAMNINGNUM
■ á yfirstjórn Seðlabankans
■ á eftirlaunalögunum
■ á stjórnarskrá og verður kostið til
stjórnlagaþings í þeim tilgangi
■ sett verði lög um greiðsluaðlögun
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Ný ríkis-
stjórn verður líklega ekki formlega kynnt
fyrr en á laugardaginn kemur en mál-
efnasamningurinn verður kláraður í dag.
KJÖRKASSINN