Fréttablaðið - 30.01.2009, Side 10
10 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld
þurfa sjálf að ákveða hvort þörf
er á reglubundnu eftirlitsflugi
hér á landi, segir Jaap de Hoop
Scheffer, framkvæmdastjóri Atl-
antshafsbandalagsins (NATO).
Eftir brotthvarf varnarliðsins
árið 2006 óskuðu íslensk stjórn-
völd eftir því að ríki NATO tækju
að sér loftvarnir hér á landi. Samið
hefur verið við einstök ríki um að
senda hingað sveitir orrustuþotna
til æfinga.
„Persónulega tel ég að þetta
sé gott fyrirkomulag, og helstu
bandalagsþjóðir eru vafalaust til-
búnar til að halda þessu eftirliti
áfram,“ sagði Scheffer á fundi með
fjölmiðlum á ráðstefnu NATO um
öryggi á norðurslóðum á Hilton
Reykjavík Nordica-hótelinu í gær.
„Ég vona að þetta haldi áfram, en
lokaákvörðunin er ekki mín eða
annarra bandalagsríkja, heldur
nýrrar íslenskrar ríkisstjórnar,“
sagði Scheffer.
Samkvæmt gildandi áætlun um
loftrýmiseftirlitið er gert ráð fyrir
að dönsk flughersveit komi hingað
í mars, spænsk í maí og bandarísk
í sumarlok. Danski varnarmála-
ráðherrann Søren Gade, sem var
meðal gesta á ráðstefnunni, sagði
aðspurður að það „yrði enginn
fúll“ þótt ný ríkisstjórn Íslands
ákvæði að afþakka komu þotn-
anna vegna efnahagsþrenging-
anna. Hann lagði þó áherslu á að
hann tryði á gildi loftrýmiseftir-
litsins fyrir Ísland og bandalagið
í heild.
Gade tók þannig undir orð de
Hoop Scheffers um þetta efni í
ávarpi framkvæmdastjórans á
ráðstefnunni, en þar sagði hann:
„Þetta fyrirkomulag undirstrikar
að öryggi innan bandalagsins nær
til allra, og skuldbindingar banda-
lagsins gagnvart Íslandi.“
Hið sama gerði Geir H. Haarde,
fráfarandi forsætisráðherra.
„Þetta fyrirkomulag hefur gefið
góða raun fyrir bandalagið,
þau lönd sem tekið hafa þátt, og
okkur,“ sagði Geir í ávarpi sínu og
bætti við: „Ég vonast til þess að
þetta haldi áfram.“
Þingflokkur Vinstri grænna
lagði í október síðastliðnum til
að utanríkismálanefnd Alþingis
yrði falið að endurskoða áætlun
NATO um loftrýmiseftirlit yfir
Íslandi, með það að markmiði að
hætta slíkum æfingum. Á síðasta
ári var gert ráð fyrir 200 milljóna
króna kostnaði við eftirlitsflugið,
eða um 50 milljónum króna fyrir
komu hverrar flugsveitar. Urður
Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi
utanríkisráðuneytisins, segir að
með róttækum sparnaðaraðgerð-
um muni takast að lækka þann
kostnað umtalsvert.
brjann@frettabladid.is,
audunn@frettabladid.is
Ný stjórn meti þörf
fyrir loftrýmiseftirlit
Framkvæmdastjóri NATO vonast til þess að loftrýmisgæsla hér á landi haldi
áfram þrátt fyrir stjórnarskipti. Ákveði ný stjórn að afþakka eftirlitið um sinn
segist varnarmálaráðherra Danmerkur vænta þess að því yrði sýndur skilningur.
KVADDUR JAAP Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, sagði það heiður
að vera viðstaddur eitt af síðustu embættisverkum Geirs H. Haarde, fráfarandi for-
sætisráðherra, sem setti málþing NATO um öryggi á norðurslóðum á hótelinu Hilton
Reykjavík Nordica í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LEIKUR Á FLAUTU Skrautbúinn indíáni
lék á flautu sína í Brasilíu þar sem nú
stendur yfir alþjóðleg félagsmálaráð-
stefna, sem jafnan er haldin á hverju
ári til mótvægis við alþjóðlegu efna-
hagsráðstefnuna í Davos í Sviss.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
sýknað mann sem ákærður var
fyrir kynferðislega áreitni. Hann
var sakaður um að hafa klip-
ið konu í rassinn í rúllustiga í
Smáralind. Maðurinn hélt því
fram að hann hefði snert mjóbak
konunnar.
Dóminum þótti ekki sannað að
maðurinn hefði klipið í rass kon-
unnar, heldur hafi hann snert
mjóbak hennar. Þá sé ósannað
að snerting mannsins falli undir
ákvæði um kynferðislega áreitni.
Einn dómara í málinu, Ingi-
björg Benediktsdóttir, skilaði sér-
atkvæði, og taldi rétt að sakfella
manninn. - bj
Meint áreitni í Smáralind:
Sýknaður af
rassaklípu
Sigríður vararíkissaksóknari
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
hefur skipað Sigríði Friðjónsdóttur,
settan vararíkissaksóknara, í embætti
vararíkissaksóknara frá og með 1.
febrúar 2009. Auk Sigríðar sótti Egill
Stephensen saksóknari um embættið.
DÓMSTÓLAR
Ungur drengur í innbroti
Lögreglan handtók 14 ára dreng sem
brotist hafði inn í fiskbúð við Sogaveg
í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags-
ins. Foreldrar drengsins sóttu hann á
lögreglustöð auk þess sem barna-
verndaryfirvöldum var gert viðvart.
LÖGREGLUFRÉTTIR
„Ég tel þessar
breytingar vera
jákvæðar en
svo er að sjá
hvað þessi nýja
stjórn gerir,“ segir
Algirdas sem
fylgist vel með
þjóðmálum hér á
landi og hræring-
um stjórnmálanna. „Þessi mótmæli
fóru nokkuð vel fram, þetta er ekki
eins og í Grikklandi þar sem allt fór
í bál og brand. Og breytingin sem
fólkið bað um er nú í burðarliðnum.
Ég mun að sjálfsögðu kjósa í vor
en það á ýmislegt eftir að gerast
þangað til og atkvæðið veltur svolít-
ið á þeirri framvindu en ég er bara
nokkuð bjartsýnn um að nú fari
betri tímar í hönd.“
Algirdas Slapikas:
Betri tímar með
blóm í haga
Sá portúgalski
hefur haft nóg að
gera og dregur
þann gula úr
vestfirskum sjó.
„Reyndar tökum
við þá úr eldis-
kvíum og slátrum
þeim um borð
en svo förum við
með aflann í sýnatöku í fiskvinnslu á
Súðavík,“ segir Filipe.
„Þetta hefur í raun verið afar ströng
vinnuvika þar sem rannsóknarverk-
efninu fer að ljúka. Sumir segja að
þetta sé skítaverk að vera að slægja
þorsk en ég kann vel við þetta. Svo
hafa samleigjendur mínir notið góðs
af en þeir eru frá Bandaríkjunum og
þykir afar gott að fá ferskan þorsk í
soðið.“
Filipe Figueiredo:
Hreint ekkert
slor í slorinu
„Ég er að hjálpa til
við skipulagningu á
starfi greendrinks.
org á Íslandi en
það eru samtök
sem starfa víða um
heim. Þetta snýst
um að fólk sem
vinnur að umhverf-
ismálum hittist og
ræði saman. Við ætlum að reyna
að koma þessu á fót í Reykjavík og
stefnum á að byrja í mars. Svo er
bara nóg að gera í skólanum. Ann-
ars er ég alltaf að detta í hálkunni
en ég er ekki ein um það þessa
dagana. Kærasti minn meiddi sig á
olnboganum og vinkona mín skarst
á hökunni en ég er bara marin eftir
allar mínar byltur.“
Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier:
Alltaf að detta
í hálkunni
VIKA 47
DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop
Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending
Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár.
Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast.
Þvottavélar - verð frá kr. 154.995
Þurrkarar - verð frá kr. 129.995
TILBOÐ
Sparðu
með Miele
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
MÓTMÆLI Ekki er ólöglegt að
kveikja í fána NATO, miðað við
almenn hegningarlög. Einungis má
sekta þá sem opinberlega smána
fána erlendrar þjóðar, fána Sam-
einuðu þjóðanna eða fána Evrópu-
ráðs.
Í blaðinu í gær sagðist lögregl-
an hafa handtekið tvo menn fyrir
utan móttöku NATO á Hótel Nord-
ica Reykjavík þar sem þeir kveiktu
í fána NATO. Nú segir lögreglan
hins vegar að þeir hafi verið hand-
teknir vegna óhlýðni.
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
segist hafa borið fánann eftir að
kveikt var í honum. Hann hafi ekki
verið handtekinn.
„Þetta var nælonfáni sem brenn-
ur upp á fjórum sekúndum. Lögg-
an sá þetta þegar hann var kominn
í tætlur. Þá hlupu þeir að mér og
tóku fánann,“ segir Snorri. Hinir
handteknu hafi hins vegar reynt að
hrifsa fánastöngina af lögreglu.
Ragnar Aðalsteinsson hæsta-
réttarlögmaður segir að ef ákært
væri út af slíku yrði líklega beitt
sömu rökum og í Bandaríkjunum
1989. Þá var ákært fyrir flagg-
brennu sem fór fram í pólitískum
tilgangi. Hinn ákærði var sýknað-
ur þar sem hann nyti tjáningar-
frelsis. Slík ákæra yrði skemmti-
legt álitaefni hér á landi, segir
Ragnar. - kóþ
Sá sem brenndi fánann við NATO-móttöku var alls ekki handtekinn:
Má brenna NATO-fána á Íslandi
LANDRÁÐAMENN
Í frásögn Ragnars Aðalsteinssonar
í blaðinu í gær runnu tveir dómar
í einn. Er honum ljúft að leiðrétta
það. Steinn Steinarr var árið 1935
dæmdur í fangelsi fyrir að hafa
tekið niður hakakrossfána nasista
á Siglufirði. Fáninn var rifinn og á
honum traðkað í forarpolli. Steinn
var dæmdur í fangelsi sem land-
ráðamaður, ásamt nokkrum félög-
um sínum. Dómnum var þó aldrei
fullnægt. Þórbergur Þórðarson var
hins vegar dæmdur fyrir að skrifa
í blöðin um kvalir og pyntingar í
Þýskalandi Adolfs Hitler.