Fréttablaðið - 30.01.2009, Page 17
Humarmedalíur
18 humarhalar
Humarinn pillaður og snyrtur, settur
á pinna og steiktur í 1 mínútu á
hvorri hlið á sjóðandi heitri pönnu.
Blómkálstoppar
100 g blómkálstoppar, skornir snyrti-
lega
10 ml olía
20 ml vatn
10 g smjör
Salt
Sykur
Topparnir steiktir í olíu á pönnu,
vatni bætt út í. Þegar sýður er salti
og sykri stráð yfir, smjöri bætt út í
og soðið niður þar til blómkálið er
orðið gljáð.
Mangó-vinaigrette
100 g mangómauk
20 ml hvítvínsedik
150 ml olía
salt
sykur
Mangómaukið og edikið hrært vel
saman. Olíunni blandað rólega út í.
Smakkað til með salti og sykri.
Sítrus- og mangósalsa
½ mangó, skrælt
1 appelsína, skræld
1 mandarína, skræld
1 lime-börkur og -safi
50 ml ólívuolía
1 msk. hunang
½ chilipipar
lítill engifer
saxað kóríander og salt
Ávextirnir skornir í teninga og chili-
piparinn og engiferið skorið mjög
smátt. Öllu blandað vel saman í
skál og kryddað til með kóríander
og salti.
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Ég útskrifaðist fyrir þremur
árum sem kokkur frá Hótel Sögu,
síðan þá hef ég unnið á veitinga-
staðnum Grillinu á milli þess
sem ég fer utan í matreiðsluferð-
ir, ef svo má segja,“ segir Þrá-
inn Freyr Vigfússon, aðstoðar-
yfirmatreiðslumaður á Grillinu á
Hótel Sögu.
„Ég byrjaði á því að fara til
Suður-Frakklands fyrst eftir að
ég útskrifaðist og vann á veitinga-
stað þar í nokkra mánuði, sneri
síðan aftur heim en hef verið að
fara utan með mislöngu millibili
til að kynna mér nýjar hugmyndir
í matreiðslu. Núna síðast fór ég til
Chicago í Bandaríkjunum og var
þar í mánuð en ég kom aftur til
Íslands rétt fyrir jól,“ segir Þrá-
inn.
Uppskriftin sem Þráinn ætlar
að deila með lesendum Frétta-
blaðsins er að humarmedalíum
með mangói og blómkáli, en hana
fékk hann af matseðli í Chicago.
„Á veitingastaðnum sem ég var að
vinna á í Chicago fékk ég nokkrar
skemmtilegar hugmyndir sem ég
tók með mér til Íslands, enda allt-
af gaman að koma með eitthvað
nýtt á matseðilinn hérna á Grill-
inu.“ agnesosk@frettabladid.is
Gómsætir humarpinnar
Þráinn Freyr Vigfússon, meðlimur kokkalandsliðsins og matreiðslumaður ársins 2007, lumar á girnilegri
uppskrift að humri, en hugmyndina fékk hann þegar hann vann á veitingastað í Chicago.
Þráinn hefur unnið á veitingastöðum víðs vegar um heiminn en snýr þó alltaf aftur til Íslands, oftar en ekki með nýjar og ferskar
hugmyndir á matseðilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HUMARMEDALÍUR
með mangói og blómkáli FYRIR 6
SKAUTAFERÐ með fjölskyldunni er tilvalin helgar-
skemmtun. Í Egilshöll er til dæmis boðið upp á sérstakt
fjölskylduverð sem miðast við tvo fullorðna og tvö
börn og skautaleiga er á staðnum.
H
rin
gb
ro
t
2. janúar -28. febrúar
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður
bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem
unna góðum mat á góðu verði.
Tilvalið fyrirárshátíðina!
HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“
með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti
RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA
með humarfrauði
MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI
með ristuðu grænmeti, kartöflumauki
og hunangskryddsósu (4.590 kr.)
ÖND
með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.)
NAUTALUND
Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati
og sperglum (6.590 kr.)
LOGANDI CRÈME BRÛLÉE
með súkkulaði ís
1
2
3
4
VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA