Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 20
2 föstudagur 30. janúar núna ✽ vertu í massamiklu stuði þetta HELST Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 augnablikið HELVÍTIS FOKKING FOKK Öðlast algerlega nýja merkingu þegar það er búið að bródera það á húfu. Skerjafjarðarskáldið Kristj- án Hreinsson er ekki vanur að fara hefðbundnar leiðir og auðvitað er betra að hafa þetta bróderað á fatn- að heldur en burðast með skilti, það gefur auga leið. ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR STANGASTÖKKVARI Í dag er ég að þjálfa og æfa. Á morgun fæ ég vini mína í morgunkaffi, kíki á æf- ingu, horfi líklega eitthvað á mótið og slaka svo bara á restina af deg- inum. Á sunnudaginn er ég að þjálfa fjóra stangarstökkvara sem eru að fara að keppa á Meistaramóti Íslands fyrir 15 til 22 ára. Svo verður bara fylgst með fréttum. G uðfríður Lilja Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna og skákdrottn- ing, á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni, Steinu H. Blöndal ljósmóður. Það kemur í hlut Steinu að ganga með barnið og er það vænt- anlegt 10. apríl. Það er skemmtilegt að segja frá því að Steina á einmitt afmæli þann sama dag. Það væri því ekki úr vegi að fá barn í afmælisgjöf. Mikill spenningur er hjá þeim stöll- um fyrir komu erfingjans. „Þetta er himnasending og guðs- gjöf og við erum í skýjunum yfir þessu. Þó svo allt sé að hrynja þá er þetta óendanleg gleði sem held- ur okkur gangandi,“ segir Guðfríður Lilja og bætir því við að með fæð- ingu barnsins muni gamall draum- ur rætast. „Þetta verður lítið bylt- ingarbarn,“ segir hún og hlær. Að- spurð hvort hún viti kynið segir hún svo ekki vera. - MMJ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir á von á barni Alveg í skýjunum S vava Johansen kaupmaður í Sautján og unnusti henn- ar, Björn Sveinbjörnsson, láta efnahagsástandið ekki stoppa sig. Síðsumars keyptu þau hús að Kvistalandi 1 en fyrir áttu þau annað hús í götunni að Kvistalandi 12. Eftir að þau keyptu húsið sóttu þau um leyfi til að stækka það um rúma 100 fermetra og í okt- óber fengu þau leyfi fyrir því hjá bygginga- fulltrúa. Meðan flestir aðrir halda að sér höndunum er allt komið á fulla ferð hjá Svövu og Birni. „Þetta er eitthvað sem við vorum búin að ákveða fyrir löngu. Við keyptum húsið fyrir hrunið og settum allt á „hóld“ fyrir nokkr- um mánuðum. Við erum bara búin að vera róleg og skynsöm með þetta og erum núna að byrja að grufla í þessu. Við lítum svo á að það megi ekki stoppa atvinnuhjólin alveg og með þessu erum við að tryggja átta til tíu iðnaðarmönnum vinnu. Við erum að reyna að tryggja 150 manns vinnu í fyrir- tækinu okkar og þegar iðnaðarmenn voru að hringja og spyrja hugsuðum við með okkur að við gætum tryggt þeim vinnu með þessu. Við komum okkur ekki upp úr þessu ástandi nema að fólk sem hefur aðstöðu til og er til dæmis með fyrirtæki, láti hjól atvinnulífsins halda áfram að snú- ast,“ segir Svava sem lætur ekkert stoppa sig. Þegar búið verður að byggja við húsið verður það alls 412,6 fermertrar og því ætti ekki að væsa um parið. SVAVA JOHANSEN OG BJÖRN SVEINBJÖRNSSON KAUPMENN Í SAUTJÁN LÁTA HJÓL ATVINNU- LÍFSINS SNÚAST Kvistaland 1 Allt komið á fulla ferð. Gröfurnar eru byrjaðar að grafa fyrir viðbyggingunni. Svava segir að það megi ekki stöðva hjól atvinnulífsins þótt á móti blási. MYND/ANTON BRINK Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Er alsæl yfir væntanlegri fjölgun í fjölskyld- unni en um leið rætist gamall draumur. Svava Johansen og Björn Sveinbjörnsson Hlakka til að flytja í Fossvoginn en fram- kvæmdir við húsið hófust aftur í vikunni eftir langt hlé. Klifur og safarí í Afríku Stephan Stephense, betur þekkt- ur sem President Bongo úr hljóm- sveitinni GusGus og frú, voru að koma frá Afríku. Þar klifu þau meðal annars hið fræga fjall í Tans- aníu, Kilimanjaro, en á því er hæsti tindur Afríku sem er hvorki meira né meinna en 5.891,8 metrar á hæð. Parið mun ekki hafa verið svikið af náttúru- fegurð lands- ins því eftir sex daga klifur tók við safaríferð áður en hald- ið var aftur heim á klakann. „Spice Girls“ á Q-bar „Við ákváðum að vera með svona „reunion“,“ segir Óli Hjörtur Ólafs- son sem treður upp ásamt fríð- um flokki á Q-bar annað kvöld. „Skjöldur Eyfjörð er Ginger Spice, Atli Freyr er Baby Spice, Omel er Victoria, Georg er Scary Spice og ég er Sporty Spice. Við vorum að vinna saman fyrir tólf árum þegar við ákváðum að halda nokkrar sýningar á Ingólfs- café, en nú verður þetta bara „one night only“,“ bætir hann við. Draggkóngur Íslands 2008 verður kynnir og fyrstu gestir kvöldsins fá fordrykk í boði hússins, svo það er um að gera að mæta tímanlega. helgin MÍN YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is „Ég get ekki sagt annað en að hún sé sannspá,“ segir kvennagullið Fjölnir Þor- geirsson um spákonuna Sigríði Klingenberg sem spáði því síðasta sumar að Fjölnir myndi finna þá einu réttu innan skamms. Ekki leið á löngu þar til spáin rættist því ástin tók að blómstra á milli Fjölnis og Sjafnar Sæmundsdóttur á Landsmóti hestamanna í júlí. Um áramótin trúlofuðu þau sig og segir Fjölnir brúðkaup ekki vera langt undan. „Ef allt gengur eftir giftum við okkur innan tveggja ára. Það verður ekki næsta sumar, heldur líklegast eftir eitt og hálft ár,“ segir Fjölnir sem er búsettur ásamt Sjöfn í Hveragerði. „Við erum bæði í hestunum, erum að temja, rækta og selja. Við vinnum saman alla daga, sem hefur sína kosti og galla, en það er góð leið til að henda sér út í djúpu laugina og þannig er maður fljótur að sjá hvort hlutirnir eru að ganga,“ segir Fjölnir brosandi. - ag Fjölnir Þorgeirsson og Sjöfn Sæmundsdóttir: Gifting innan tveggja ára Ástfangin Fjölnir og Sjöfn eru bú- sett í Hveragerði, eru bæði í hesta- mennskunni og vinna saman alla daga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.